12.3.2008 | 13:53
Presley bítur frá sér
Bandarískir fjölmiðlar hafa verið að slá því upp að Lisa Marie Presley, dóttir konungs rokksins, Elvis Presley, sé farin að líkjast kallinum ansi mikið eins og hann var skömmu fyrir andlátið. Þeir láta að því liggja að mataræði dótturinnar sé sömuleiðis farið að hneigjast í sömu átt og föður hennar undir lokin.
Lisa Marie hefur brugðist hin versta við þessu sem hún kallar "særandi umfjöllun um sig" og kærir umsvifalaust þá fjölmiðla sem fjalla um hana á þennan hátt fyrir meiðyrði. Óvíst er að vangaveltur slúðurblaðanna hefðu vakið sérstaka athygli ef stelpan hefði ekki kippt sér upp við þær. Hörð viðbrögð hennar hafa hinsvegar beint kastljósinu rækilega að mataræði hennar og útliti.
Það er ágætt að stelpan sýni tennurnar og verji sig. Það er líka eðlilegt að hún eldist eins og annað fólk. Myndin hér að neðan er - að ég held - tekin af Lisu Marie fyrir þremur árum. Myndin fyrir ofan þennan texta til vinstri er nýleg. Myndin hægra megin er af Elvis.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
Nýjustu athugasemdir
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Ingólfur, bestu þakkir fyrir góðar pælingar. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Stefán, takk fyrir fróðleikinn. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Gleymdi - ef ég má vera með kjaft - að ég hef aldrei skilið hve... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Alveg ljóst að þarna var elítan með sína útsendara tilbúín í læ... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Skemmtilegur og fróðlegur pistill. Getur verið að egóistinn -... ingolfursigurdsson 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Það má geta þess að George hélt því fram að hugmyndin að nafnin... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Sigurður I B, það geta ekki allir verið Paul! jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Jóhann, takk fyir þínar áhugaverðu vangaveltur um málið. jensgud 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 541
- Sl. sólarhring: 549
- Sl. viku: 1200
- Frá upphafi: 4119740
Annað
- Innlit í dag: 460
- Innlit sl. viku: 968
- Gestir í dag: 438
- IP-tölur í dag: 431
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Hva, er hún svo ekki ólétt? Minnir að ég hafi lesið það fyrir stuttu og ei gerast hinar yndislegu æðrakynsverur léttari eða nettari við það nátturunnar tilstand!?
Magnús Geir Guðmundsson, 12.3.2008 kl. 14:42
Fórnarlamb frægðar það er það sem hún er.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 14:48
Lísu sem er líka Marie,
langar mig ekki að far'í,
ansi væri nú erfitt bara,
aftur úr henni að fara.
Steini Briem (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 14:59
Aumingja stelpan eins og hún var glæsileg. Komin með hamborgarafés og alles
Ía Jóhannsdóttir, 12.3.2008 kl. 15:07
Iss við eigum öll okkar sjúsk - móment. En eruði viss um að þessi gulklædda vera sé Lisa litla?
Markús frá Djúpalæk, 12.3.2008 kl. 15:25
Grey kellingin...
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 15:29
Lísa fengi nú ekki bara hamborgara hjá henni Íu hér að ofan á Restaurant Reykjavík í Prag:
http://www.reykjavik.cz/en/home/
Legal disclaimer:
Vegna margra símhringinga og tölvupósta, sem ég hef fengið frá feitum konum í dag, lýsi ég því hér með yfir að það var bara nokkuð gott að kúra hjá þeim.
Steini Briem (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 17:19
Það er ekkert að því að fitna svolítið. Þá verður maður stöðugri í vindi, og með líka með stöðugri vindgang.
Siggi Lee Lewis (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 17:44
Hún er ófrísk, en það hefur hingað til ekki stöðvað fólk frá því að krítisera þyngd kvenna. Þvert á móti, það er ætlast til þess að þær haldi áfram að vera anorexískar á meðgöngu.
Linda (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 18:33
Þegar Kristján Jóhannsson, frændi minn og höfundur Steina og Danna-bókanna, kom eitt sinn í heimsókn í Hlíð í Skíðadal, þar sem ég ólst upp, var verið að ræða þar um stelpu eina í sveitinni. "Hún er ófrísk," sagði Dísa í Hlíð. "Er hún eitthvað lasin?" spurði þá Kristján, sem var alltaf dáldið utan við sig eftir að hafa kennt Ellý í Q4U.
En auðvitað eru allar ófrískar konur veikar. Annars væru þær ekki ófrískar. Það liggur í augum uppi. Allt þeirra óeðli er því eðlilegt.
Steini Briem (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 19:28
Hún hótar að sitjast á hvern þann sem segir að hún sé feit
Ómar Ingi, 12.3.2008 kl. 20:36
jå er Elvis hægra megin, jå ég sé thad núna!!
Gulli litli, 12.3.2008 kl. 21:37
Æ, hvað maður getur verið feginn að vera ekki frægur eða barn frægra. Þvílíkt endemis áreiti! Má ekki stelpuskjátan fitna svolítið í friði - ófrísk eða ekki ófrísk!
Lára Hanna Einarsdóttir, 12.3.2008 kl. 23:10
Passleg fyrir mig.
Ari (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 23:15
Steini Briem... þú drepur mig úr hlátri einhvern tíma. Af hverju heimsækirðu aldrei mína bloggsíðu?
Lára Hanna Einarsdóttir, 12.3.2008 kl. 23:58
Ég vil endilega taka það fram að þessi færsla var ekki skrifuð til að taka undir með þeim fjölmiðlum sem Lisa Marie hefur kært fyrir niðrandi umfjöllun um sig. Þvert á móti þá styð ég stelpuna í uppreisn hennar gegn því að notað sé gegn henni að hækkandi aldur hennar setji mark á hana. Vissulega var hún gullfalleg á yngri árum og hún er líka myndarleg sem aðeins eldri ólétt kona. Eins og ég nefni í færslunni þá eldumst við öll og ég persónulega fagna hverju ári sem á mig bætist kominn hátt á sextugsaldur. Ásamt öllum tilheyrandi einkennum þess: Dökkt hár víkur fyrir gráum hárum, hrukkur skerpast og svo framvegis.
Jens Guð, 13.3.2008 kl. 00:01
Lára mín. Ég heimsæki oft þína bloggsíðu (alveg satt) en hún er bara svo gáfuleg að ég hef engu við hana að bæta. Hins vegar gegnir öðru máli með bloggið hans Jens.
Steini Briem (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 00:13
Fussumsvei, Steini Briem... ég tek svona rök ekki gild. Mín bloggsíða er bara ekkert gáfulegri en aðrar og þú skalt ekki spila þig neinn kjána hér - ég veit betur!
Lára Hanna Einarsdóttir, 13.3.2008 kl. 00:37
Lára Hanna, það er gaman að þú skulir öfunda mig af "kommentum" Steina. Að vísu jaðrar stundum við að ég verði afbrýðisamur. Rannveig hefur slegið í og úr með það að segja að skemmtilegasta lesningin á blogginu mínu séu "komment" Steina. Ég get tekið undir með annarri konu sem sagði við mig í dag að eftir að hafa lesið nýjar færslur hjá mér þá hlakki hún alltaf til að tékka á viðbrögðum Steina.
Jens Guð, 13.3.2008 kl. 01:00
Ég myndi nú ekki ganga alveg svo langt - aðallega af siðferðislegum ástæðum - að segja að skemmtilegasta lesningin á blogginu þínu séu kommentin hans Steina EN... það er alveg á mörkunum. Maðurinn er einfaldlega óborganlegur, en kjáni er hann ekki eins og hann virðist vilja vera láta.
Ég bíð óþreyjufull eftir að fá komment frá honum hjá mér - þótt ekki sé nema að fá að vita hvað honum finnst um það sem ég er að fjalla um á mínu bloggi.
En þú þarft ekki að vera afbrýðisamur, Jens... að minnsta kosti ekki á meðan Steini neitar að opna eigin bloggsíðu. Ef hann gerir það gætirðu verið í vandræðum...
Lára Hanna Einarsdóttir, 13.3.2008 kl. 01:05
Smáauglýsingar
Ráðskona óskast í sveit. Má hafa með sér 18 ára gamla dóttur. Runólfur (Runki) á Munaðarhóli.
Það er frábært að stelpunum finnist útlitið ekki skipta mestu máli. Með kveðju, Quasimodo.
Jæja þá, suðarinn þinn, ég skal taka þig aftanfrá, ef þú verður þæg og góð stelpa, Rauðhetta litla! Bið að heilsa ömmu þinni! Úlfurinn.
Óska eftir bloggmey til að leika Rauðhettu en undirritaður verður úlfurinn og leggur til búningana. Gott væri ef viðkomandi hefði leikið í lágmark einu skólaleikriti. Á einnig kisubúninga ef það hentar betur.
Óska eftir bloggmey til að leika Mjallhvíti. Viðkomandi leggi til standard átfitt og fylgihluti (accessories) en dvergarnir sjö eru þó afþakkaðir. Þeir hafa bara þvælst fyrir í þessu leikriti. Þakka jafnframt fjölda fyrirspurna varðandi hlutverk Rauðhettu og verða áhugasamar teknar í leikprufu eftir stafrófsröð (A-Ö).
Steini Briem (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 07:00
Heidi Strand, 13.3.2008 kl. 08:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.