Fjáreyjar kalla

  Fjáreyjarnar kalla

og ég ætla að gegna þeim.

  Ég veit ekki hvort eða hvernig

eða hvenær ég kem heim.

  Heitið Færeyjar þýðir fjáreyjar.  Það er nefnilega allt morandi í kindum á eyjunum.  Þar er ekkert flatlendi.  Eintómir háir hólar og hæðir.  Fyrir bragðið hafa þróast í eyjunum tveir stofnar af kindum.  Á öðrum stofninum eru vinstri fæturnir styttri en á hinum eru hægri fæturnir styttri. 

  Þetta er til að kindurnar geti fyrirhafnarlítið rölt um snarbrattar hlíðar og úðað í sig safaríku grasi án þess að rúlla niður brekkuna og hafna ofan í sjó.

  Ferð til Fjáreyja er ferð til fjár í bókstaflegri merkingu.

  Mér er boðið til eyjanna.  Þar fer ég á hljómleika hjá hljómsveit sem heitir Orca.  Hún er gerð út af nafna mínum sem var bassaleikari í trip-hopp hljómsveit EivararClickhaze

  Ýmislegt fleira ætla ég að gera mér til gamans og gagns í leiðinni.  Verra er að danska krónan er komin yfir 14 íslenskar krónur.  Undanfarinn áratug og meir hefur danska krónan verið að dansa sitthvoru megin við tíkallinn.  Hvað er í gangi?  Þetta þýðir að kranabjórinn í Færeyjum kostar núna 560 íslenskar krónur í stað 400.  Sem betur fer þarf ég ekki að kaupa neitt annað í eyjunum að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Góða ferð og góða skemmtun. Þú verður örugglega okkur bloggvenzlum þínum til sóma! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.3.2008 kl. 10:10

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góða ferð

Óskar Þorkelsson, 14.3.2008 kl. 10:17

3 identicon

Skinkufeita ferð til Fíggjaroyggjanna.

Veðurvánirnar: Frískt lot til frískan vind, í nátt upp í strúk í vindi upp í skrið av útnyrðingi, fyri tað mesta skýggjað og okkurt ælið, kanska vátakavi. Hitin um 5 stig, og hann fellur eitt sindur.

Ari (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 11:40

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, hafðu það gott í eyjunum góðu næstu daga, félagi!

Meðan leik ég við stelpurnar fyrir þig, til dæmis og ekki síst við hana Láru Hönnu, en strákarnir hérna sem mest hafa sig í frammi, verða bara að vera úti á meðan!

Mætir svo bara hress til baka í blúsinn!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.3.2008 kl. 11:47

5 identicon

Góða ferð og gaktu hægt um gleðinar dyr. Það er alltaf gaman að koma til Færeyja, en sjálfur bjó ég í Klakksvík í 2 ár. Vona að stelpurnar hafi ekkert breyst.

Sigurður H. Einarsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 11:56

6 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Góða ferð og góða skemmtan...

Markús frá Djúpalæk, 14.3.2008 kl. 12:24

7 identicon

Þegar þú segir, Jens, að á öðrum fjáreyska kindastofninum séu vinstri fæturnir styttri, en á hinum séu hins vegar hægri fæturnir styttri, áttu þá við framan frá séð, eða aftan frá séð, sumsé frá Magnúsi Geir séð? Þetta getur skipt miklu máli fyrir hann.

Heldurðu að hún Lára Hanna sé einhver riðurolla sem hefur sloppið úr sauðfjárveikivarnagirðingu, Magnús minn Geir?

Ég bað fyrir Fjáreyingum í alla nótt og fyrst ég heiti eftir presti og Framsóknarmanni hlýtur það að bjarga því sem bjargað verður í eyjunum meðan þú dvelur þar, Jensinn minn. Og hér kemur vísa sem ég samdi um hann Magnús Geir en hún er um einu ferð hans sem var ekki til fjár:

Kappinn milli lappa lá,
lán og happafengur,
setti tappa sponsið á,
snótin hrappadrengur!

Steini Briem (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 12:37

8 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Góða ferð til Færeyjana  

Endiliga heilsa öllum, múss og klemm 

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 14.3.2008 kl. 15:40

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góða skemmtun og góða ferð Jens minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2008 kl. 17:32

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ, mikið verð ég alltaf jafn glaður og þakklátur þegar STeini stórmenni setur mitt nafn á blað, verð nú bara aðs egja það!

En hvað heitir svona stökuform, Steini spaki og um hvaða ferð ertu að tala um?

Magnús Geir Guðmundsson, 14.3.2008 kl. 17:46

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hafðu eina fína vísiteríngu til frænda okkar þrátt fyrir fallandi gengi & dýrann ölsopann.

Steingrímur Helgason, 14.3.2008 kl. 17:49

12 identicon

Hérna er eitthvað um bragfræði, ef þú vilt kynna þér hana, Magnús minn:

http://www.heimskringla.net/bragur/b2.php

http://www.ferskeytlan.is/thaettir/2_thattur.htm

En Steingrímur Hermannsson, ex ráðherra, hefur einkarétt á að segja "Ég verð nú bara að segja það!"

"Ég skal nú bara segja þér það, skal ég segja þér!" er hins vegar laust.

Steini Briem (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 19:30

13 Smámynd: Gulli litli

Ferð til fjáreyja. Góða ferð.

Gulli litli, 14.3.2008 kl. 19:35

14 Smámynd: Halla Rut

Djö, með bjórinn.

Halla Rut , 14.3.2008 kl. 20:45

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

STeini minn karl, gott að vita að þú værir farin að vinna á Einkaleyfastofu, það líst mér vel á!

En ég sagðist ekkert vilja fræðast um bragfræði, heldur var ég að spyrja þig um eigið sköðunarverk og já svo líka á hvaða ferð ég væri í því, er nefnilega svo tregur að ég skil bara ekki innihaldið!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.3.2008 kl. 21:03

16 Smámynd: Ómar Ingi

Ekki skilja eftir einn dropa eftir

Ómar Ingi, 14.3.2008 kl. 21:26

17 identicon

Voðalegt suð er þetta, Maggi minn! Til að laga "þína eigin tregðu" verðurðu að auka lýsisskammtinn á morgnana, spekúlera í tregðulögmálinu og fá þér Maggatregðulaði.

Maggi er laði súkkusætur,
í sýrubaði hann ætíð ætur,
með er spaði fagra fætur,
feikna graði aldrei grætur.

Aldrei grætur feikna graði,
fagra fætur er með spaði,
hann ætur ætíð í sýrubaði,
súkkusætur Maggi er laði.

Steini Briem (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 22:42

18 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þorsteinn, það á að flengja þig náttúrlega.

Næ bara ekki í skottið á þér til þess.

En þér þætti það líklega of gott líka.

Steingrímur Helgason, 14.3.2008 kl. 23:22

19 identicon

Góð flenging er gulli betri, Steingrímur minn!

Steini Briem (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 00:00

20 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Aumingja þið Íslendingar, nú þurfið þið aldeilis að opna budduna erlendis en við hér hrósum happi.  Kostar skít og kanil að fara ,,heim"  Góða ferð kæri Jens og ekki næra þig einungis á öli, forekjöt er líka afbragðs matur.  Bíddu nú við er það skrifað með ö ?  Asskotinn þarna brást mér bogalistin. Ok, samt sem áður góða ferð og njóttu lífsins  

Ía Jóhannsdóttir, 15.3.2008 kl. 00:26

21 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Seiseisei, Steingrímur, maðurflengir ekki fíflin né trúðana og fráleitt STeina Bríem!

En ég er nú ljóti larfurinn að láta svona við STeina, vitandi svörin við öllum mínum spurningum og miklu meir en það! Átt samt að geta svarað þessu karlinn, hvaðan kersknin kemur og hverrar ættar hún sé!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.3.2008 kl. 00:48

22 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góða ferð og hafðu það sem allra allra best

Sigurður Þórðarson, 15.3.2008 kl. 01:24

23 Smámynd: Ragnheiður

Það er náttlega klúður að borga svona mikið fyrir bjórinn en hafðu það gott í Fjáreyjum, getur kannski haft með þér nesti ?

Ragnheiður , 15.3.2008 kl. 08:44

24 identicon

Ég þarf nú ekki að fara til Færeyja til að sjá (enn betri) listamenn, ég fer bara á Organ á þriðjudaginn næsta og sé Eivöru og Boys in a Band. Hafðu það Jens!

Ari (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 18:33

25 Smámynd: Gulli litli

Alveg rétt hjá þér Steini, góð flenging GULLI betri

Gulli litli, 15.3.2008 kl. 20:29

26 identicon

Aldeilis hefðu ýmsir hér gott af því að lesa bragfræðina betur. Það þarf ekki að skoða „vísurnar“ afkomanda bókasafnarans lengi til að sjá eitt og annað sem forfaðir eða frændi hans, sálmaskáldið frá Stóra Núpi, hefði aldrei látið sjást eftir sig, s.s. aukastuðlun, báða stuðla í lágkveðu, sp stuðlað móti s eða afar undarlega vaxna „sléttubanda„vísu““. En kannski er þetta bara tímanna tákn en ekki hefði þetta sést frá sýslungum okkar Hjaltdælingsins, t.d. þeim Jóa frá Stapa, Sigga á Kringlumýri eða Badda frá Frostastöðum.

Tobbi (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 22:40

27 identicon

Eitt sinn var ég að passa upp á að enginn stæli öllu gullinu okkar í Seðlabankanum, sem er síður en svo allt á bakvið eldspýtnastokk. Þegar krónan okkar var einhvers virði var hún miðuð við gullfót, þannig að við eigum hálfan annan helling af gulli, sem geymdur er í kjallaranum undir Svörtuloftum.

Í dyrunum að gull- og seðlageymslunni er handleggsþykk stálhurð og lofttæmi á milli veggjanna allt um kring, með þeim umbúnaði að vekjaraklukka vekur verðina ef loft kemst inn á milli veggjanna, dytti einhverjum í hug að bora sig inn að fjársjóðnum með loftbor.

Þetta var því mikið ábyrgðarstarf og undirritaður vakinn á klukkutíma fresti með kallmerki frá stjórnstöð Securitas, "ÁS-1, er ekki allt í lagi hjá þér?'" Þetta var því lýjandi til lengdar, þannig að Gerður læknir, græneygð og rauðhærð, stytti mér oft stundir á efstu hæðinni, með góðu útsýni yfir Sundin blá, nánar tiltekið á skrifborði Tómasar Árnasonar framsóknarmanns, sem var alltaf autt og vel þrifið. Og engar mannvistarleifar eða lesefni var að finna á þeim kontór yfirhöfuð.

Aftur á móti var alltaf "allt í drasli" á skrifstofu Jóhannesar Nordal, pappírar og tölur upp um alla veggi, og því augljóst hver stjórnaði stýrivöxtunum á þeim tíma. En nú stjórnar ræstingakonan þeim.

Steini Briem (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 22:54

28 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hvað heitir ræstingakonan, Steini Briem? Er ekki rétt að eiga við hana orð í trúnaði?

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.3.2008 kl. 22:59

29 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ætli STeini í sínum hógværu sögum af sjálfum sér sem fyrrum sauðtryggum Securitasverði, myndi ekki frekar hugnast að segja frá safaríkum samrr(ei)æðum við hina voldugu ræstingakonu á eða við skrifborð, heldur en spjalli um daginn og vegin, Lára Hanna

Það grunar mig nú frekar!

En STeini verður nú að svara skagfirska skörungnum hérna að ofan, getur nú ekki látið hann taka sig svona í bakaríið! (nú eða kannski baðkarið fyrst það bar á góma hér að ofan!?) góð!?

Magnús Geir Guðmundsson, 15.3.2008 kl. 23:39

30 identicon

Það er alltaf verið að reka ræstingadömurnar, Lára mín Hanna. Davíð frændi Oddsson lét reka ræstingadömu í Ráðhúsinu, þannig að ég geri ráð fyrir að hann haldi uppteknum hætti í Seðlabankanum. Það er ekki víst að skrifborðin þar séu almennilega þrifin eftir næturnar.

Ég var að tala um læknisvitjanir í Seðlabankann, Magnús minn Geir.

En hér er Æri Tobbi kominn fram á sjónarsviðið, með klósettsetuna límda við afturendann á sér eftir of langa setu á kamrinum, og heimtar að ég yrki eins og prestur! Enda þótt ég messi hér daglega, samviskusamlega, og heiti þar að auki í höfuðið á presti og framsóknarmanni, er ekki þar með sagt að ég sé prestur, fjandinn hafi það!

Og það er nú hægt að setja saman alls konar ljóð og texta án þess að það sé samið eða ort eftir hætti Æra Tobba, eins og dæmin sanna. Og hver hefur sagt að það sem er hér fyrir ofan sé vísur, hvað þá sléttubönd, yfirhöfuð?! Ekki nokkur sála, hvorki dauð né lifandi. En það er nú ekki erfiðara að setja saman "rétt ort" vísukorn en ganga örna sinna í góðan kopp, ef nóg af lýsi hefur verið gleypt daginn áður. Það getur hins vegar verið varasamt að sitja á koppnum árum saman með eitt endalaust harðlífi, eins og dæmið sannar með hann Æra Tobba hér að ofan. En fyrst hann endilega vill að ég sé prestur:

Brundinn spara Bríminn má,
en bara þó í skamma stund,
svo mun fara að serða gná,
svannaskara gefa brund.

Steini Briem (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 00:20

31 identicon

Það er einnig hægt að yrkja svona, enda þótt það sé ekki nógu gott fyrir hann Æra Tobba:

Ég skal greiða þér
lokka við Galtará,
gefa þér anímónur
og allt sólskinið í Súdan,
tunglskinið á Ægissíðu
og hjarta mitt á silfurfati.

Og svona:

Hér er ekkert öryggi,
lengi búið að vera
rafmagnslaust,
og kviknar ekki
á perunni,
enda þótt
ég hamist
í slökkvaranum,
en ég get boðið
þér kertaljós.

Steini Briem (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 00:57

32 identicon

Ekki er það fallegur siður að svara málefnalegri gagnrýni með skítkasti eða gera gagnrýnanda upp skoðanir.  Það sem ég var að segja er að annaðhvort yrkja sómakær skáld hefðbundið eða ekki.  Þessi módernísku erindi eru skemmtilega gerð og ljóst að höfundur þeirra á skáldneista.  Gagaraljóðið, sem passar einmitt fallega við nafn mitt, er líka unnið í samræmi við hefðina og kórrétt bragfræðilega. 

Það sem fór fyrir brjóstið á mér má líkja við það að sé verið að spila verk eftir Bach þá fer illa á því að bæta inn allskonar litlum tvíundum og stórum sjöundum pjanistanum til skemmtunar ef hann getur betur.  Sé hinsvegar verið að spila verk eftir Atla Heimi eður Karólínu Eiríksdóttur eiga slík tónbil rétt á sér og stinga ekki í stúf.  Sá sem síðan sér kamra og klósettsetur, harðlífi og laxeringar út úr því ef allir dæsa ekki af aðdáun ef hljómþýtt verk er spilað falskt verður auðvitað að eiga það við sjálfan sig; svoleiðis orðbragð lýsir þeim sem talar.

Æri Tobbi (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 15:27

33 identicon

Æri Tobbi. Undirritaður þakkar falleg orð í sinn garð. Hins vegar eru þessi orð eingöngu þín skoðun á því sem ég hef sett hér saman. En mér finnst Karólína Eiríksdóttir hundleiðinleg og það er mín skoðun, án þess að ég sé að gapa um það að ástæðulausu. Hvar ég set stuðla og höfuðstafi, hvernig ég nota þá, eða hvort ég nota þá yfirhöfuð, er minn symfónn, ekki þinn. Minn en ekki þinn sjóhattur. Og sama vers með rímið og brímið.

Ég er ekki að semja hér sálma eða "rétt ortar" vísur fyrir þig, enda þótt þú sért löngu dauður. Þú tekur hér tappann úr þínu sparigati, heldur því fram að undirritaður kunni ekki bragfræði og yrki ekki eins og sálmaskáld, og ærist svo þegar reynt er að troða tappanum aftur í gatið, sem gengur nú treglega fyrir stöðugum vindgangi og gasmyndun í þínum físibelg. Þegar um skít er að ræða verður að tala um skít, enda þótt þér sjálfum finnist það skítt.

Ég þekki svona grenjuskjóður og vælukjóa eins og þig út og inn og hef enga sérstaka samúð með þér. Þú ert ekkert betri en Jón Ásgeirsson. Ég sofnaði einu sinni þegar hann var að blaðra endalaust um það við undirritaðan hvað téð Karólína hefði staðið sig vel á einhverjum hundleiðinlegum tónleikum í Svíþjóð.

Að öðru leyti er ég bara nokkuð ánægður með þig og það máttu eiga að ýmislegt skemmtilegt hefurðu barið saman um þína löngu liðnu daga, til að mynda þetta:

Inna vildi ég með orðum frá
en ekki spé.
Hæsings vindur og hæsings hlé
æstu maður og he he.

Happra vappra vigra kló
ég dró hann upp í miðjum sjó.
Hikkjum bikkjum hræfra lax
þótti þér hann ekki vera til gagns.

Loppu hroppu lyppu ver
lastra klastra styður.
Hoppu goppu hippu ver,
hann datt þarna niður.

Steini Briem (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 17:18

34 identicon

Ég legg málið í dóm!

Og fyrirgefðu kæri Hrafnhælingur að ég varð þess valdandi að svona málflutningur fór fram á annars ágætri bloggsíðu þinni.

Tobbi (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 18:06

35 identicon

Æri Tobbi. Undirritaður yrkir á þessu fróma bloggi vegna þess að Hrafnhælingurinn hefur beðið hann um það, þannig að hér er ekkert að afsaka, nema þinn viðurstyggilega málflutning, en það er sjálfsagt að dæma hér í málinu.

Bloggdómur gjörir kunnugt:

Æri Tobbi skal greiða Steina Briem eina og hálfa milljón nýbakaðra spesía fyrir að heimta að hann yrki eins og löngu dauður prestur.

Steini Briem (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 20:01

36 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Góða ferð kallinn minn og skemmtu þér nú vel og vegna bjórdrykkjunnar segi ég bara þetta.:

Glymur dansur í höll,
sláið í hring.

Magnús Paul Korntop, 16.3.2008 kl. 21:36

37 Smámynd: Steingrímur Helgason

Tobbi fór frá því að vera 'ær-legur' í að verða bara 'Tobbi'.

3-0 fyrir Brímaranum breimandi.

Steingrímur Helgason, 16.3.2008 kl. 23:33

38 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Góða ferð og mundu nú að gróflega drukkinn bjór veldur einmitt svona fótastyttingum ...  Ég fór á hippaárunum mínum í nokkrar ferðir til Færeyja. Tvisvar með Pétri heitnum Kristjáns sem voru fjörferðir miklar en sú eftirminnilegasta var sú sem ég fór með hljómsveit sem Guðmundur snillingur Ingólfsson setti saman og gefið var hið grafalvarlega nafn Örlög. Við sigldum með Gullfossi, dvöldum í mánuð á eyjunum við spilerí og fyllerí og til að segja þér frá þessu þarf marga daga. Ein saklaus uppákoma má samt fljóta hér með. Þá vorum við Guðmundur að koma í leigubíl snemma sunnudagsmorguns úr mikilli veislu sem haldin hafði verið í dönsku herstöðinni, þaðan sem við fengum allt sem við þurftum í fljótandi formi. Þegar við komum að aðalgötu bæjarins blasir við mikil skrúðganga. Við vorum sem sagt svona heppnir að allur trúarfloti eyjanna var að þramma í hópjesúsgöngu, en eins og þú veist eru Færeyingar einstaklega trúuð þjóð. Leið og beið, en þess ber að geta að við Guðmundur vorum orðnir frekar framlágir enda búnir að puða í nokkra sólarhringa þegar hér var komið sögu. Hver gítar og harmonikkuhetjan af fætur annarri birtist okkur ásamt einkennisklæddu syngjandi herfólki og ljóst var að við myndum hanga þarna við hliðargötuna fram á kvöld. Veit ég ekki fyrr en Skreppur seiðkarl eins og við kölluðum Guðmund snilling, vippar sér útúr bílnum og veður inní miðja skrúðgönguna og klýfur hana eins og Moses forðum, með uppréttum höndum og nokkru orðskrúði. Guðmundur var ekki árennilegur, með permanent í hausnum, á síðum frakka, langur og mjór alveg voðalega skuggalegur,eiginlega alveg forljótur eins og við verðum stundum þegar við höfum misst nokkurra sólahringa svefn. Af svip göngufólskins mátti ráða að hér væri kominn sá brennisteinslyktandi balsebúb að trufla Jesús og Guð.  Uppátækið fór á forsíðu fréttablaðs og reyndar margt fleira sem ég segi þér frá þegar við förum betur yfir málið.

Pálmi Gunnarsson, 17.3.2008 kl. 15:51

39 Smámynd: Pétur Kristinsson

Og ekki lækkaði bjórinn í færeyjum eftir atburði dagsins.

Pétur Kristinsson, 17.3.2008 kl. 18:37

40 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það væri eintal sálarinnar að koma hingað inn í fjarveru Jens ef ekki væri fyrir elju og þrautsegju Steina Briem, Magnúsar Geirs og (Æra) Tobba sem halda uppi fjörinu á meðan Jens þambar bjór í Fjáreyjum.

Skyldu þeir virkja mikið fyrir álverksmiðjur þar...? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.3.2008 kl. 22:08

41 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mest hér STeini mallar bull,

mörg þó lætur falla snjöll

Korn sem má nú kalla gull,

kennd við eigin Ballarvöll!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.3.2008 kl. 22:42

42 identicon

Fjáreyingar hafa ákveðið að reisa ölver, í staðinn fyrir álver, vegna tíðra heimsókna Jensans til Fjáreyja. Þeir framleiða nú eingöngu gler undir bjór, sem Jensinn drekkur í Fjáreyjum og Danmörku, og hafa varla undan í þeirri framleiðslu. Jensinn vill hins vegar ekki sjá bjór í áli, álbjór, bjór með álbragði, til dæmis Eager Beaver-bjórinn, sem er vinsæll á Ísafirði.

En vegna nýlegrar hækkunar í hafi á dönsku krónunni hafði Jensinn með sér nýjan íslenskan bjór, Skjálfta, til Fjáreyja um helgina, sér til heilsubótar og kynningar í eyjunum. Skjálftinn er framleiddur í brugghúsinu Ölæðisholti á Suðurlandi, þar sem nóg er af góðu vatni, korni og ölvinum.

Sunnlennskar stelpur eru góðar með víni, sérstaklega rauðvíni frá Bourgogne. Mæli með hvorutveggja fyrir framan gamlan franskan kastala, ítölskum bagettum, mjólkurosti frá Akureyri og krúttlegri tjörn með þýskum froski, sem bíður eftir frönskum kossi. Ég fæ alltaf standpínu þegar ég hugsa um svona pakkaferð en þá má ekki gleyma ostaskeranum.

"Það heldur enginn vatni yfir sunnlenska vatninu, mörgum hér og Jensanum finnst sopinn góður og því byrjuðum við að brugga Skjálftann," sagði Ölver Ölkær, framkvæmdastjóri Ölæðisholts, í stuttu samtali við fréttablað SÁÁ, Samtaka áhugafólks um áfengi. "Við munum framleiða þrjú hundruð þúsund lítra á ári til að byrja með og þar af fara um hundrað þúsund lítrar á markað í Fjáreyjum og Danmörku, því Jensinn er þar með annan fótinn."

Steini Briem (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 08:41

43 Smámynd: Adda bloggar

Adda bloggar, 18.3.2008 kl. 12:54

44 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.3.2008 kl. 13:20

45 identicon

Magnús Geir og Æri Tobbi:

http://www.youtube.com/watch?v=GuMMfgWhm3g

http://www.youtube.com/watch?v=lyjq9RJ-_yM

Steini Briem (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 18:58

46 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

STeini minn, ég skoða aldrei myndbönd á youtube!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.3.2008 kl. 19:05

47 identicon

Það er líka óþarfi, Maggi minn. Þetta eru upptökur af þér og Æra Tobba.

Steini Briem (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 19:23

48 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það er örugglega gaman í Færeyjum. ég á það alveg eftir og mig langar, þegar og ef krónan styrkist

Brjánn Guðjónsson, 19.3.2008 kl. 17:29

49 Smámynd: Jens Guð

  Kærar þakkir fyrir góðar kveðjur.  Svo sannarlega var ferðin öll hinn ánægjulegasta.  Ég á eftir að blogga um hana.

  Vegna innleggs Erlings #12 er ástæða til að upplýsa að færeyska orðið afgangur þýðir brundur. 

Jens Guð, 19.3.2008 kl. 21:41

50 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Við Steini Briem og Magnús Geir vorum farin að hafa áhyggjur af því að þú hefðir sest að í Fjáreyjum, Jens...    Velkomin aftur eftir vonandi fína ferð!

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.3.2008 kl. 22:09

51 Smámynd: Jens Guð

  Takk fyrir áhyggjurnar kæra Lára Hanna.  Jafn gaman er að sjá hvað umræðan var fjörleg hérna í fjarveru minni.  Mig langar virkilega til að setjast að í Fjáreyjum og hef reyndar oft velt því fyrir mér.  Mér líður svo vel þar.  En það er líka rosalega gaman að skreppa þangað af og til.  Ég er áreiðanlega meira dekstraður þar í svona skreppitúrum þangað heldur en Fjáreyingar myndu sitja uppi með mig til frambúðar. 

Jens Guð, 19.3.2008 kl. 22:17

52 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæll gamli "Surtur" og velkomin heill á ný frá frændeyjunni góðu!

VEgna sinnar sérdeilis hjartahlýju og gæsku, lýsir meyjan Lára Hanna þessum áhyggjum, en ég get nú vart viðurkennt slíkt, hef aldrei áhyggjur af þér.

ER eiginlega bara fúll að þú he´lst ekki för áfram, yfir til Brúsks vinar þíns og Co! Ekki er nú neitt að veðrinu, þó krónufjandin sé reyndar orðin fárveik og kannski dauðvona!?

Magnús Geir Guðmundsson, 19.3.2008 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband