Ferð til fjár

  KBY-Ygg

  Það er sama hvað ég bið Fjáreyinga um að hafa ekki um of fyrir mér.  Þeir eiga erfitt með að hlíða.  Það er bara einn flugvöllur í Fjáreyjum.  Hann er í Vogum.  Þaðan aka flugrútur til Þórshafnar og annarra helstu þéttbýlisstaða eyjanna.  Rútuferðin til Þórshafnar tekur um klukkutíma eftir að undirsjávargöng voru lögð frá Vogum til Straumeyjar fyrir örfáum árum.  Áður þurfti að taka ferju á milli.

  Ég bið Fjáreyinga alltaf um að "slappa af" og leyfa mér að taka flugrútuna í stað þess að þeir séu að keyra eftir mér.  Sá fyrsti sem ég sá þegar ég kom út úr tollinum í Vogum var þó tónlistarmaðurinn og plötuútgefandinn Kristian Blak.  Það var hann sem bauð mér til eyjanna núna.  Á leiðinni til Þórshafnar upplýsti hann mig um að fyrirhuguðum hljómleikum um helgina með hljómsveitinni Orcu hefði verið aflýst.

  Orca er afskaplega áhugaverð hljómsveit.  Ég á eftir að blogga betur um hana.  Sú hljómsveit sniðgengur hefðbundin hljóðfæri.  Þess í stað brúkar hún fiðluboga á sög,  loftþrýstidælu á glerflöskur og annað eftir því. 

  Kristian tjáði mér að þjóðlaga-djasssveitin Yggdrasill myndi þess í stað spila fyrir mig.  Yggdrasill er ekki síður merk hljómsveit. Eivör hefur verið að syngja með henni en var stödd á Íslandi um helgina.  Í hennar stað sá hinn afburðargóði söngvari Kári Sverrissonum sönginn.  Hann hefur einmitt skipst á við Eivöru að syngja með hljómsveitinni þegar hún er fjarri góðu gamni.  Og tæplega er það á færi annars að hlaupa í skarðið fyrir álfadrottninguna.

  Kristian tjáði mér að hljómsveitin þyrfti að æfa frá klukkan 7 - 9 til að geta boðið upp á almennilega hljómleika.  Trommuleikarinn var upptekinn í öðru verkefni.  Þess vegna þurfti að endurútsetja hluta af prógramminu til að það kæmi ekki að sök.  Ég átti síðan að mæta í hátíðarsal (fjöl)Miðlunarhússins klukkan rúmlega 9.  Þar hélt Yggdrasil einkahljómleika fyrir mig til klukkan 10.  Það var opið út á götu þannig að gangandi máttu líka verða gestir.  Áður en yfir lauk höfðu 3 áheyrendur bæst við.  Ég varð feginn því.  Mér þótti ofrausn að þessi fræga hljómsveit væri að halda hljómleika fyrir mig einan.  Yggdrasill hefur túrað víða um heim við góða aðsókn og góðar undirtektir.  Plötur Yggdrasils seljast sömuleiðis vel út um allan heim.  Meðal annars hér á Íslandi.

  Þetta var fjarri því í fyrsta skiptið sem Fjáreyingar hafa sett upp einkahljómleika fyrir mig.  Ég lendi ítrekað í ofdekri af þessu tagi af hálfu þessa yndislega fólks. 

    

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjáreyingar eru félegur félagsskapur.

Steini Briem (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 23:12

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Velkominn aftur heim Jens.  Gott að þú varðst ekki að kúldrast þarna aleinn á tónleikunum   Sydney Opera House 

Ía Jóhannsdóttir, 19.3.2008 kl. 23:13

3 identicon

Jamm, velkominn heim, Jensinn minn! Annars eru Fjáreyjar þitt annað heimili, þannig að ég var nú að spá í að bjóða þig ekki velkominn heim.

Steini Briem (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 23:24

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gott að frétta af þér félagi að þú hefur haft það eins og blómi í eggi.

Ekki við öðru að búast. 

Sigurður Þórðarson, 19.3.2008 kl. 23:44

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Seint mun steinþegja STeini Briem.

En hvað skildir þú hafa skoppað meir þarna þennan tima, kennderí og kvennafar hlýtur nú að hafa komið að minnsta kosti til álita!?

Magnús Geir Guðmundsson, 19.3.2008 kl. 23:46

6 Smámynd: Heidi Strand

Velkommen hjem Jens!  Du ser at du må ikke reise bort for da går alt galt her. Håper at alt snur i den riktige retning nå.

Godt at du hadde en fin tur. Færøyingne er kjempefine mennesker. De minner meg om hvordan islendingene var for over tredve år siden. Jeg fikk den samme følelsen da jeg kom til Færøyene en gang. De var så gjestfrie og gavmilde.
Vi var der på samme tid som de holdt på å ta opp filmen Barbara.

Heidi Strand, 20.3.2008 kl. 00:14

7 identicon

Ég er nú ekki talandi páfagaukur eins og þú, Magnús minn.

Steini Briem (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 00:30

8 Smámynd: Jens Guð

  Steinilagskapurinn er hvergi eins legur og í Fjáreyjum.  Ég hef aldrei séð fjáreyska kind í návígi.  Þannig lagað.  Ég er svo nærsýnn að ég sé aðeins 1 - 2 metra frá mér.  En mér er sagt af öðrum Íslendingum að fjáreyskar kindur séu ófríðar í samanburði við íslenskar.  Ég hef svo sem ekki sérstakan fegurðarstaðal gagnvart kindum en fjáreyskar konur eru einstaklega fagrar.  Nægir að vísa til Eivarar álfadrottningar sem tákn um það.  Ég veit að þú kynnir vel að meta fjáreyska fegurð þarlendra kvenna. 

  Ingibjörg,  ég var virkilega feginn að þessi fína hljómsveit,  Yggdrasill,  væri ekki að æfa í 2 klukkutíma og spila í aðra tvo fyrir mig aleinann.  Enda gerði ég í því að smala hinum áheyrendunum inn.  Ég stóð reykjandi úti í dyrum og tók þá tali er þeir gengu hjá og hvatti þá til að kíkja inn.

  Siggi,  mikið rétt til getið.  Ég var ofdekraður í bak og fyrir.

  Maggi,  fjáreyskur bjór er einn sá besti í heimi.  Honum var haldið að mér úr öllum áttum.  Það var sama hvort ég fór á pöbba eða "fínni" skemmtistaði.  Hvarvetna var mér rétt bjórglas.  Fyrir kurteisissakir þáði ég fjáreyska bjórinn.  Þarna hitti ég líka stráka úr pönksveitinni 200,  trip-hopp sveitinni Clickhaze,  kærasta Eivarar,  djassista og svo framvegis.

  Að þessu sinni var ekkert kvennafar á gamla manninum.  Það var einfaldlega svo margt annað skemmtilegt í gangi.  Eitt kvöldið tókum við Kristian Blak til að mynda upp á því að djamma færeyska slagara.  Ég söng og spilaði á gítar en Kristian spilaði á kontrabassa og blés í framandi blásturshljóðfæri.

  Annað kvöldið aðstoðaði ég Kristian Blak við að setja saman safnplötu sem heitir Tutl´s World & Folk Music.  Mér þykir það rosalega gaman.  Ég hef oft áður sett saman svona plötur fyrir hann.  Þá kemur Kristian með 14 lög og ég raða þeim saman á plötuna þannig að þau styðja sem best við hvert annað og laða fram þá stemmningu sem platan á að túlka.  Þá mæli ég saman hljóðblöndun laganna,  ber saman takta sem vinna saman,  ráðandi hljóðfæri í hverju lagi o.s.frv.  Ég er alltaf við það að ofmetnast þegar Kristian leggur svona verkefni í mínar hendur.  Þar fyrir utan hef ég svo sterkar skoðanir á því hvernig raða á saman lögum á svona plötur að ég tek ekki athugasemdum frá öðrum.  Og alltaf er niðurstaðan sú að Kristian Blak þakkar mér fyrir niðurstöðuna og tiltekur hitt og þetta lagið sem hann hefði sjálfur raðað í óheppilegri röð.

Jens Guð, 20.3.2008 kl. 00:36

9 Smámynd: Jens Guð

  Heidi,  ég hef ekki séð myndina Barbara.  Ég er forfallinn Fjáreyjavinur.  Ég elska Fjáreyinga. 

Jens Guð, 20.3.2008 kl. 00:39

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Einmitt vegna þess að mér hefur verið ást þín á öllu sem fjáreyskt er í á annan áratug, var ég nú að gera mér vonir um ogtt ævintýri fyrir þína hönd! Því eins og þar stendur, safnplata eða Svanni, bæði leikur í höndum þér!

En Steinagreyinu varð aðeins á, fugl er ég jú, en GEIRfugl, ekki gaukur!

En sjónin orðin þetta mikið slæm? Fjandakornið!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.3.2008 kl. 00:51

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

"ljós" vantaði nú þarna í fyrstu setningunni!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.3.2008 kl. 00:56

12 identicon

Hann Magnús Geir varð eitthvað kindarlegur þegar minnst var hér á fjáreyskt fé en ég held að hann hafi nú ekki laðast að því vegna útlits.

Ég skrifaðist einu sinni á við stelpu í Götu í Fjáreyjum en pabbi hennar var Þrándur í Götu og hann kom í veg fyrir að við næðum að eigast.

Steini Briem (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 00:58

13 Smámynd: Heidi Strand

Du må se den filmen Jens, den var så god! (Hun som spilte Barbara er norsk.)
Dette er en av de bedre filmene jeg har sett.

Heidi Strand, 20.3.2008 kl. 00:59

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jájá, sumir verða kindarlegir, aðrir ekki, en þeir síðarnefndu eru því ÓMYNDARLEGRI og það af eigin sögn!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.3.2008 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband