20.3.2008 | 15:20
Leiðrétting
Á forsíðu mbl.is segir frá því að breska fyrirsætan Kate Moss og núverandi kærasti hennar hafi dansað á gröf bandaríska söngvarans Jims Morrisons í París og sungið lagið Alabama Song. Þar segir að lagið hafi komið út 1967. Þegar smellt er á "Lesa meira" kemur fram að Jim Morrison hafi sungið þetta lag (inn á plötu) 1967. Það er rétt. Hinsvegar kom lagið fyrst út 1927. Þremur árum síðar kom það aftur út og þá sem hluti af óperettunni Upprisa og fall Mahagonny borgar eftir Kurt Weill og Bertholt Brecht.
Fyrir áratug eða svo aðstoðaði ég Bogomil Font lítillega við gerð plötunnar Út og suður sem innihélt lög eftir Kurt Weill. Þá uppgötvaði ég að samkvæmt ákvæði í höfundarrétti Alabama Song þá má ekki syngja þetta sönglag á öðru tungumáli en ensku. Aftur á móti er heimilt að snúa út úr textanum. Það nýtti Jim Morrison sér.
Í texta Bertholts Brechts segir: "Show us the way to the next pretty boy." Á plötu The Doors syngur Jim þessa línu þannig: "Show me the way to the next little girl."
Franska söngkonan Dalida syngur þetta svona: "Show us the way to the next little dollar." Svissneska tríóið Young Gods syngur útgáfu Dalidu.
David Bowie breytti línunni "Show me the way to the next whiskey bar" í "Show US the way to the next whiskey bar."
Útgáfa Bowies er ekki góð. En ég mæli eindregið með útgáfum Young Gods, Bogomils Fonts og The Doors.
Dönsuðu á gröf Jim Morrison | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:44 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
Nýjustu athugasemdir
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Það má geta þess að George hélt því fram að hugmyndin að nafnin... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Sigurður I B, það geta ekki allir verið Paul! jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Jóhann, takk fyir þínar áhugaverðu vangaveltur um málið. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Þetta minnir mig á...Ég vildi vera í hljómsveit þegar ég var 16... sigurdurig 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Ég hef nú alla tíð verið Paul- megin í bítladæminu en það er ... johanneliasson 15.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Maður sér bara til fólks út um allt með skítandi hunda, sem læt... Stefán 15.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þú ert væntanlega að vísa til garðsins sem áður hýsti ... jensgud 15.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Svo eru það skíthælarnir sem hirða ekki upp skítinn eftir hunda... Stefán 14.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góður! jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Bjarni, sumir búa að hundaheppni. jensgud 11.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 170
- Sl. sólarhring: 194
- Sl. viku: 829
- Frá upphafi: 4119369
Annað
- Innlit í dag: 133
- Innlit sl. viku: 641
- Gestir í dag: 128
- IP-tölur í dag: 126
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Góður
Ómar Ingi, 20.3.2008 kl. 15:43
fróðlegt.
Gulli litli, 20.3.2008 kl. 16:07
spurning hvort 'sjúðgu mitt rassagat' muni kalla á málflutning? allur er varinn góður
Brjánn Guðjónsson, 20.3.2008 kl. 16:14
ég myndy borða banana þar og hvað? vera drepinn?
Brjánn Guðjónsson, 20.3.2008 kl. 17:42
Útgáfa meistara Morrisons kemur mér alltaf í gírinn...
tomas (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 18:37
Ég sé enga leiðréttingu hér.
Pseudo-besserwiss.
Oddur Þ. (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 20:22
Hjördís, ég kann ekki að finna lagið á netinu til að "linka" á það. Mér þykir líklegt að það sé til á Youtube eða einhverjum álíka fyrirbærum. Ég þekki það bara ekki. Ég sjálfur á þetta lag í flutningi þeirra sem ég vitna til í færslunni. En þær plötur eru læstar óflokkaðar ofan í kössum á lagernum mínum úti í bæ. Annars hefði ég hent inn sýnishorni í tónspilarann minn. Þetta er flott lag. Ekki síst í flutningi The Doors.
Jens Guð, 20.3.2008 kl. 20:24
Oddur, eins og fréttin er framsett verður ekki annað ráðið af henni en að lagið sé frá 1967. Ég er að benda á að lagið sé mun eldra, eða rösklega áttrætt. Ég er sífellt að verða var við að fólk heldur að hljómsveitin The Doors hafi samið lagið. Sem er ekki skrítið vegna þess að öll önnur þekkt lög með The Doors voru frumsamin. Það er ágætt að þetta sé allt á hreinu.
Jens Guð, 20.3.2008 kl. 20:31
Alabama Song með The Doors:
www.youtube.com/watch?v=cYG1O6Okxvc
Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur þetta verk 6. og 7. maí næstkomandi:
"Á árunum 1927-9 unnu þeir Brecht og Weill að óperunni um lastabælið Mahagonnyborg þar sem allt er falt fyrir peninga - þar með talið réttlætið. Aðalsöguhetjur verksins eru skógarhöggsmaðurinn Jimmy og vændiskonan Jenny sem hefur orðið í þeim tveimur söngvum óperunnar sem hljóma hér í kvöld - í laginu um mikilvægi viskýsins, kynlífsins og peninganna (Alabama Song) og söngnum um það að hver sé sinnar gæfu smiður og gripið er til líkingarinnar um að það velti á því hvernig maður býr um rúmið sitt hvernig manni líður í því (Wie Man Sich Bettet)."
Steini Briem (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 20:56
Steini, takk fyrir þetta innlegg. Það eru frábærar fréttir að Sinfónían ætli að flytja verkið núna í vor. Það er margt fleira flott í verkinu en Alabama Song.
Jens Guð, 20.3.2008 kl. 21:30
"Sem er ekki skrítið vegna þess að öll önnur þekkt lög með The Doors voru frumsamin"
Backdoor Man og Crawling King Snake fylla þann lista ásamt Alabama Song.
Bragi (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 01:49
Bragi, þau ágætu lög, Backdoor Man (eftir Howling Wolf) og Crawling King Snake (eftir John Lee Hooker) spiluðu aldrei stóra rullu í ferilsskrá The Doors. Voru hvorki smáskífulög eða skoruðu á vinsældalistum. Ekki misskilja mig. Þessi lög eru flott í flutningi The Doors.
Munurinn er sá að Alabama Song var eitt af trompum fyrstu plötu The Doors. 1967 var það virkilega merkilegt lag á fyrstu plötu ferskrar blúshljómsveitar. Ég man glöggt eftir því hvað þetta þótti verulega nýskapandi tónn í upphafi hipparokksins. En þegar ég tala um þekkt lög með The Doors þá er ég að vitna til Light My Fire, Hello, I Love You, Touch Me og annarra slíkra. Lög sem gerðu The Doors að því stórveldi sem hljómsveitin varð.
Jens Guð, 21.3.2008 kl. 02:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.