Fjáreyskur húmor

  Ég kom fyrst til Fjáreyja fyrir um það bil 12 - 13 árum.  Þá var saltgeymsla eyjanna í stórri skemmu skammt frá Þórshöfn.  Þegar ekið var til og frá Þórshöfn utan í brattri hlíð þá blasti við þak skemmunnar þar sem hún stóð niðri við bryggju í fjörunni.  Á mánudagsmorgni blasti óvænt við vegfarendum risastórt letur sem grallarar höfðu málað afskaplega vel og vandvirknislega á saltgeymsluþakið um nóttina.  Þar stóð Pipar.   

  Þetta er einkennandi fjáreyskur húmor:  Stuttur og snaggaralegur.  Aðrir dæmigerðir brandarar hljóma þannig:

  - Ég trúlofaðist á laugardaginn.

  - Nú?  Einhverjum sem þú þekkir?

-----------------------------------------------

  - Af hverju ertu að borða heftiplástur?

  - Ég er með magasár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gaman að þessu.

  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.3.2008 kl. 19:02

2 Smámynd: Ómar Ingi

Góðir færeyingjarnir

Ómar Ingi, 21.3.2008 kl. 19:29

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Það er hefð hjá færeyingum að þegar karlmaður verður þrítugur og er ógiftur, þá merkja þeir PIPAR á mjög svo áberandi stað, oft á tíðum er það stór tunna nálægt heimili hans.

Get mér til að í saltgeymslunni sé einn þrítugur ógiftur að vinna

Svona er þeir nú skemmtiligir

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 21.3.2008 kl. 20:13

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég er svo fegin að þeir erfðu ekki aulahúmorinn frá Dönum.  Danish Flag 

Ía Jóhannsdóttir, 21.3.2008 kl. 20:25

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt kvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.3.2008 kl. 22:41

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Er Steini stuð í páskafríi eða er helgislepjan að draga úr honum allan mátt?

Ía Jóhannsdóttir, 21.3.2008 kl. 22:47

7 Smámynd: Halla Rut

Þessir stuttu eru oft ágætir líka.

Halla Rut , 22.3.2008 kl. 00:29

8 identicon

Dobryj vjetjer, Ía skvísa! Tékkaðu á mér og ég skal tékka á þér! Í kveld fór ég að heimsækja páskakanínuna.

- I am the Easter bunny and I am horny tonight!

- Af hverju talarðu ensku? Ég hélt að þú værir frá Akureyri. Sénsinn að ég fari að kúra hjá páskakanínu!

- Ég get verið páskahérinn.

- Só?! Páskahérinn eða páskakanínan. C'est fou! Þú gætir farið að verpa páskaeggjum!

- Þegar ég opna konfektkassa geymi ég alltaf gómsætasta bitann þar til síðast og tungan leikur um hann góða stund áður en ég kyngi. Ég ligg á bakinu, lygni aftur augunum og mér verður hugsað til þín með fullan munninn af konfekti. Súkkulaðið lekur niður munnvikin á þér og þú stynur lágt af unaði.

- Nú, jæja þá, fyrst þú orðar þetta svona ...

Steini Briem (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 00:33

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góður

Sigurður Þórðarson, 22.3.2008 kl. 01:16

10 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Svo þetta er gert út af einhverjum piparsveini? Þá eru bara færeyingar óvart fyndnir.

Jón Halldór Guðmundsson, 22.3.2008 kl. 02:37

11 Smámynd: Heidi Strand

Ég man eftir skemmtilegum orðum úr færeysku eins og bréfbjálfa og barnaútgerð.
Ég man líka eftir eitt orð úr finnsku, aulakabinett.

Heidi Strand, 22.3.2008 kl. 09:18

12 identicon

Eitt sinn leysti undirritaður Sverri Þórðarson á Mogganum af í nokkra daga en Sverrir sá um minningargreinarnar og þýðingar á fréttum úr færeysku dagblöðunum Dimmalætting (Afturelding) og Sósíalurin. Sverrir er faðir Ásgeirs Sverrissonar, sem hefur verið í erlendum fréttum á Mogganum og var ritstjóri Blaðsins um tíma. Undirritaður er hins vegar Moggaegg, eins og Matti Jó kallar það, egg sem hefur verið ungað út á Mogganum og gerir garðinn frægan úti í þjóðfélaginu þegar það verður að hænu. En eins og kunnugt er kunna hænur að telja upp að þremur og fara létt með það.

Sverrir neitaði að læra á tölvu, pikkaði allt á ritvél frá millistríðsárunum og notaði síma sem síðar var gefinn Þjóðminjasafninu. Ráðin var dama á Moggann til að pikka allt inn á tölvu, sem Sverrir hafði glamrað á ritvélina með tveimur fingrum, en Sverrir var friðaður samkvæmt lögum um fornminjar.

Ekki skildi ég nú mikið í þessum færeysku blöðum en fann þó margt skemmtilegt í þeim og birti í Mogganum, eftir að hafa sjænað það dáldið til og gert það allt sennilegra, því ekki lýgur Mogginn. Ekki þarf þó að þýða allt í færeyskum fréttum yfir á íslensku og svona hljóðaði til dæmis fyrirsögn í færeyskri fótboltafrétt: Verjan sprakk og allt lak inn!

Ásgeir Sverrisson stakk upp á því fyrir nokkrum árum í Viðhorfspistli í Mogganum að stofnaður yrði svonefndur Stórmennalundur á Þingvöllum:

"Gerð verði stytta í lifanda lífi af hverjum þeim Íslendingi, sem gegnir embætti ráðherra. Stytturnar verði allar jafnstórar, miðað verði við fimm hæða hús, en önnur útfærsla verði á valdi viðkomandi listamanns. Afsteypu af styttunni verði komið fyrir í kjördæmi ráðherrans, að höfðu samráði um staðarval við heimamenn. Frumgerðin verði hins vegar sett upp í svonefndum “Stórmennalundi” á Þingvöllum."

Steini Briem (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 10:57

13 identicon

Þó að það sé önnur saga, þá er nýja plata morðingjanna algjör snilld og ætti að vera til á öllum góðum rokkheimilum.

l_bad46e1320d941364c64b85cf91e7c15

Bubbi J. (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 11:54

14 Smámynd: Heidi Strand

 Hvis det skal lages statuer av ministrene så melder jeg meg. Jeg kan lage de i ullskulptur i hvilken som helst størrelse innenfor rimelighetens grense. Krøller er heller ikke problem.
Det er bare en ulempe at det kan være fjøslukt av de og hvis jeg vasker de kan de krympe og bli veldig harde.

Det er ingen som lurer på hva de færøyske ordene som jeg skrev om.
Brevbjálfar er konvolutter, (umslög) Barnaútgerð er barnavagnaverslun (eins og Fifa )
Finske ordet Aulakabinett er ráðstefnusal.

Heidi Strand, 22.3.2008 kl. 19:57

15 identicon

Þú ferð nú létt með að redda þessu, Heidi.

Steini Briem (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 00:21

16 Smámynd: Vendetta

Það var staðlaður húmor hér á Íslandi, þegar gert var grín að Færeyingum, að segja að fimleikakennari á færeysku væri kroppatemjari, brjóstahaldari héti júgurslapari og barnavagn héti hjónabandsafleiðingarvél og annað þvíumlíkt. En þegar ég var í Færeyjum fékk ég að vita að Færeyingar héldu, að "barnavognur" héti "ektaskapsavleiðingamaskína". Þá fyrst rann upp fyrir mér að samskipti milli þessara frændþjóða hefðu mátt vera meiri.

Þegar ég var í Færeyjum á sínum tíma, skiptist þjóðfélagið upp í tvennt: Þeir sem fóru í bíó og diskótek og pöntuðu bjór og vín frá Danmörku, sem þeir fengu 2 vikum síðar ef þeir væru búnir að borga skattinn (væru mð skattkort). Síðan þurftu þeir að vera hjá Gjaldheimtunni nákvæmlega á daginn og borga, annars var þetta sent aftur til Danmerkur. Og svo hinir sem máttu ekki gera sér annað til skemmtunar en að syngja sálma i Sjómannsheimið eða með Frelsishærin á sunnudögum. Þeir máttu ekki einu sinni spila á spil, enda var Tórshavn aðalbækistöðvar norska evangelismans.

Ég man eftir hvað ég varð hrifinn af öllum malbikuðu/steyptu vegunum sem lágu út um allt á öllum eyjunum, meðan Þjóðvegur 1 á Íslandi var eitt langt þvottabretti alla leið.

Vendetta, 23.3.2008 kl. 00:41

17 Smámynd: Vendetta

Heidi, ég hef líka heyrt, að orðið "barnaríðingar" á færeysku þýddi útreiðar fyrir börn. Ætli það sé rétt?

Vendetta, 23.3.2008 kl. 00:45

18 Smámynd: Jens Guð

  Heidi,  það er rétt að umslag heitir á fjáreysku bréfbjálfi og barnaútgerð nær yfir barnavagn. 

  Vendetta,  leikfimi- eða fimleikakennari er kroppaVENJARI.  Það er rétt að útreiðar fyrir börn á hestum kallast barnaríðingar.  Það hefur löngum verið eftirsótt af Íslendingum að fá skírteini sem segir:  Gildur limur í ríðingafélagi Klakksvíkur." (Félagi í hestamannafélagi Klakksvíkur). 

Jens Guð, 23.3.2008 kl. 01:25

19 Smámynd: Vendetta

Já, ég mundi hengja þannig skírteini upp á vegg í stofunni! Heldurðu ekki að það mundi laða konurnar að mér?

Annars skrifaði ég rangt áðan. Ég ætlaði ekki að skrifa "skattkort", heldur "sprittkort".

Vendetta, 23.3.2008 kl. 03:41

20 Smámynd: Heidi Strand

Steini, jeg begynner på prosjektet i neste mnd.
Jens jeg husker at det sto  barnaútgerð på butikk  sem solgte barnevogner det er derfor jeg tolket det som jeg gjorde. Nå vet jeg bedre.
Vendetta  jeg tror ikke det finnes slike mennesker som du nevner i Færøyene. Det var visst ikke her i landet heller før i tiden. Det er det eldre som påstår.

Heidi Strand, 24.3.2008 kl. 00:51

21 Smámynd: Jens Guð

  Vandetta,  þegar ég fór að venja komur mínar til Fjáreyja var sprittkortið aflagt.  En frá þeim tímum eru vínkjallarar í sumum húsum þar.  Menn nefnilega hömstruðu vín til að eiga til góða.  Í vínkjöllurunum eru jafnan hlandrennur.  Húsbændur buðu karlkyns gestum í vínkjallarann og buðu upp á drykk.  Hlandrennan var til að menn þyrftu ekki að yfirgefa kjallarann þó að þeir þyrftu að pissa.

  Það er allt í einu að rifjast upp fyrir mér að mig rámar í að hafa heyrt Færeyinga tala um ástarafleiðingavagn þegar þeir ræddu um barnavagn.

  Heidi,  ég kannast við verslunina í Þórshöfn sem er merkt barnaútgerð.  Þegar ég hugsa mig betur um þá nær orðið sennilega yfir fleiri barnavörur en einungis barnavagna.  Í smáauglýsingum fjáreyskra dagblaða er þó fyrst og fremst barnavagnar auglýstir til sölu.

Jens Guð, 24.3.2008 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.