Aldeilis furðulegt kvæði

  Einstaka sinnum hellist skáldagyðjan yfir mig.  Þá fæ ég ekkert við neitt ráðið.  Út úr mér vellur vísa sem ég geri enga athugasemd við.  Sama hvað hún er furðuleg.  Vísan birtist mér bara fullsköpuð og ég endurskoða eða endurskrifa hana ekki.  Enda er ég ekki hagmæltur og þess ekki umkominn að ritskoða hana.

  Í dag fór ég á söluskrifstofu Flugleiða til að kaupa ferð til Boston um þarnæstu helgi.  Þá hrökk upp úr mér eftirfarandi vísa.  Ég skil reyndar ekki upp né niður í henni.  En svona er hún:

  Langdregin flugvél

ber á borð

borð og ber

og fer.

  Hún bítur ekki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Árnason

Maður þarf ekki að skilja allt. Stundum gott að skilja ekki. En það er gott að vita að flugvélar bíta ekki. Eða var það sölustúlkan sem beit ekki? Kveðja.

Eyþór Árnason, 28.3.2008 kl. 23:50

2 identicon

Það er ekki erfitt að skylja þessa vísu Jens.

Bubbi J. (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 00:06

3 identicon

..erfitt að skilja

Bubbi J. (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 00:09

4 Smámynd: Jens Guð

  Eyþór,  það er flugvélin sem bítur ekki.  Það get ég vottað.  Ég blanda ljúfri afgreiðsludömunni ekki í svona delluvísu.

  Jahérna,  vísan þín er alvöru.  Mín er bara bull.  Ég get ekki einu sinni samið laglínu við hana.  Þú ræður við stuðla, höfuðsstafi og rím.  Þannig stökur hafa að vísu einnig hrokkið upp úr mér.  Án þess að ég hafi hugsað út í það.  Eitt sinn heimsótti ég foreldra mína í sumarbústað.  Pabbi kvartaði undan því hvað gestabók staðarins væri þunn.  Fólk væri að skrá veðurfar og annað ómerkilegt án þess að þakka fyrir gestrisni.  Þá hrökk upp úr mér:

  Þökkum skal nú þrykkt á blað.

Það er góður siður.

  Hér er sturta,  hér er bað.

Hér er ró og friður.

  Reyndar togaðist á hjá mér lokalínan:  "Og hægt að sturta niður."  En til að halda virðuleika vísunnar skrifaði ég hina lokalínuna í gestabókina.

Jens Guð, 29.3.2008 kl. 00:18

5 Smámynd: Jens Guð

  Bubbi,  ja,  ég var dálítið ringlaður þegar ég kastaði fram þessari kjánalegu vísu.  En svo fékk ég mér Egils kristal og náði áttum í smá stund.

Jens Guð, 29.3.2008 kl. 00:20

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe, margt dettur bæði inn og út úr þér félagi! Við bubbi erum báðir sveitamenn (hann þó öllu meiri en ég) auk þess að vera andlega þenkjandi eins og þú, því eigum við ekkert bágt með að skilja "skepnuna"!

Sumarbústaðarkviðlingurinn skemmtilegur.

Magnús Geir Guðmundsson, 29.3.2008 kl. 01:17

7 Smámynd: Jens Guð

  Maggi,  ég henti sumarbústaðastökunni inn til að sanna að ég hef skilning á frambærilegum kveðskap þó að hann skili sér ekki í bullvísunni.

Jens Guð, 29.3.2008 kl. 01:20

8 Smámynd: Jens Guð

  Fyrir tæpu ári datt upp úr mér vísa sem er ennþá furðulegri.  Hún er svona:

  Vorið er komið

og farið.

Jens Guð, 29.3.2008 kl. 01:24

9 identicon

Mér finnst hún betri svona, eins og ég nefndi á sínum tíma:

Farið og komið
er vorið.

Steini Briem (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 01:29

10 Smámynd: Jens Guð

  Erlingur,  það er alltaf verið að biðja mig um að taka saman bók um íslenska rokkmúsík. Hún kemur fyrr út en ljóðabókin.  Mér reiknast þó til að báðar bækurnar bíði útkomu til minna ára á elliheimili.

  Steini,  vísan þín er áreiðanlega betri en mín.  En reglan hjá mér er sú að endurskoða ekki mínar vísur.  Kannski eru þær ortar í gegnum mig af Stefáni afa eða öðrum sem náðu aldrei tökum á kveðskap.  Ég sest ekki í dómarasæti og umskrifa ekkert.  Sama hversu kjánalegar vísurnar eru.

Jens Guð, 29.3.2008 kl. 01:37

11 identicon

Valkyrjur Jensinn véluðu,
í vélknúið flug til Boston,
lostasemdum lon og don,
og lofuðu fluginu óméluðu.

Steini Briem (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 01:46

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ó, þér laumuljóðskáld... Ljóð er ljóð er ljóð... sama hver semur og hvernig það er úr garði gert. Það tjáir alltaf eitthvað og ég er ánægð með Jens að endurskoða aldrei frumútgáfuna þótt það sé síst í anda vandaðra rithöfunda og ljóðskálda sem enduskoða og umskrifa allt í drep.

Bendi í leiðinni á gamla færslu með góðum ljóðum eftir Sigfús Bjarmarsson úr ljóðabókinni Andræði - snilldarbók sem allir ættu að lesa.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.3.2008 kl. 01:49

13 Smámynd: Jens Guð

  Lára Hanna,  ég er ekki laumuljóðskáld.  Þau örfáu ljóð sem ég hef ort hef ég birt á blogginu.  Eitt er svona:

  Málhaltir hundar sátu á grindverki.

Þeir sleiktu í sig sólskinið af frímerki.

  Forstjórinn stóð þar hjá og glotti við fót.

Hann heimtaði að fá að fara á þorrablót

í maí

eins og Lucy in the Sky.

  Hundarnir þorðu ekki að segja neitt.

Þeir fóru út í hött eins og yfirleitt.

  Forstjórinn vissi að hann fengi sitt.

Jafnvel þó að hann þyrfti að gera hitt

í mai

með henni Lucy in the Sky.

Jens Guð, 29.3.2008 kl. 02:01

14 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

  ...og ekki orð um það meir!

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.3.2008 kl. 02:09

15 Smámynd: Jens Guð

  Til að öllu sé rétt til haga haldið þá vantaði orðið vel inn í fjórðu síðustu línu:  "Forstjórinn vissi VEL að..."

Jens Guð, 29.3.2008 kl. 02:16

16 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

strembið er og stöðugt taf
er saman orð vill líma
að hafa stuðla og höfuðstaf
og helst að þurfa að ríma

Brjánn Guðjónsson, 29.3.2008 kl. 03:09

17 identicon

Jens, þú ert greinilega andsetinn Leirburði.

Ég mæli með reglulegri mætingu í Krossinn til að særa Leirburðinn úr þér.

Ari (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 03:31

18 identicon

Já helvíti góð vísa! Vantar bara "flug-dólginn" inn í hana. Væri kannski vont að koma honum inn í svona bráðskemmtilega stuttvísu.

Langdregin flugvél

ber á borð Báru

og ber hún er

og fer með mél.

  Hún bítur ekki.

Siggi Lee Lewis (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 07:43

19 Smámynd: Róbert Tómasson

Gaman sögur, grín og glens,

gagnast þínu fagi

Þinn er leirinn elsku Jens

af allra besta tagi.

Róbert Tómasson, 29.3.2008 kl. 08:24

20 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góðan daginn þið snillingar.  Morgunsopinn rann öfugur ofan í mig við þennan lestur, en af því að hér fara ljóðunnendur hamförum bendi ég ykkur á að vinur minn Hjalti Rögnvaldsson flytur ljóð Þorsteins frá Hamri næstu helgar í gamla góða Iðnó.  Það fer snillingur með ljóð snillings bullukollarnir ykkar.  Annars góða helgi og njótið lífsins

Ía Jóhannsdóttir, 29.3.2008 kl. 08:32

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skemmtilegt innlegg inn í helgina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2008 kl. 12:00

22 Smámynd: Steinn Hafliðason

Já það er gott að vakna og lesa slíka snilli á laugardagsmorgnum þar sem ég sit og er að skrifa lokaritgerðina mína. Þessar skemmtilegu vísur ykkar gefa manni innblástur. Þakka ykkur kærlega fyrir

Steinn Hafliðason, 29.3.2008 kl. 12:21

23 identicon

Það kemur uppí hugann staka sem varð til á þorrablóti, þegar ég kastaði fram fyrriparti.

Nú líst mér ekki lengur á

læt bara vaða á súðum,

þá líklega mun ég lenda hjá

leirskáldum og trúðum.

Torfi Bergsson (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 12:46

24 identicon

Skagfirðingar vóru ekki þekktir fyrir dugnað, heldur fyrir að kunna að yrkja. Þú ert greinilega engin undantekning, Jens. Mér finnst að þú ættir hins vegar að endurskoða regluna þína um að endurskoða aldrei. Kannski gætu vísurnar ratað í Skagfirzk skemmtiljóð, enda þótt þú búir ekki lengur þar. 

LMR (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.