Bestu "cover" flutningar á lögum Bítlanna

 thebeatles

  Blaðamenn bandaríska rokkblaðsins Rolling Stone og fleiri bandarískir rokkáhugamenn hafa undanfarnar vikur rifið hár sitt og skegg yfir misþyrmingum Idol-þátttakeneda á lögum eftir Bítlana.  Til að benda Idol-liðinu á frambærilegri "cover" flutning á lögum Bítlanna efndi Rolling Stone til könnunar meðal lesenda sinna á bestu "coverinum".  Þeir bundu kosninguna við lög eftir Lennon og McCartney. 

  Mig vantar íslenskt orð yfir "cover".  Ábreiða,  motta og tökulag eru ekki nógu góð orð.

  En svona varð niðurstaðan hjá lesendum Rolling Stone:

  
  1. U2 — “Helter Skelter”
  2. Oasis — “I Am the Walrus”
  3. Joe Cocker — “With a Little Help From My Friends”
  4. Fiona Apple — “Across the Universe”
  5. Aerosmith — “Come Together”
  6. Eddie Vedder — “You’ve Got To Hide Your Love Away”
  7. Earth, Wind & Fire — “Got To Get You Into My Life”
  8. The Breeders — “Happiness is a Warm Gun”
  9. Wilson Pickett — “Hey Jude”
  10. Johnny Cash — “In My Life”
  11. Sonic Youth — “Within You Without You”
  12. Elton John — “Lucy in the Sky with Diamonds”
  13. Sarah McLachlan — “Blackbird”
  14. Elliott Smith — “Because”
  15. Harry Nilsson — “You Can’t Do That”

  Gaman væri að heyra viðhorf ykkar til útkomunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mikið af góðum kápulögum (cover er fyrir mér kápa á LP-plötu) sem þarna eru, In My Live með Johnny Cash er meira að segja á réttum stað, þótt ég sé persónulega hrifnari af meðferð hans á laginu One með U2. En, Americal Idol til varnar verð ég samt að benda á snilldarflutning Tsjíkísí (þannig er nafnið borið fram) á She's a Woman, sem mætti mjög gjarnan fara í sjöunda sætið á þessum lista.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.3.2008 kl. 23:52

2 identicon

Mér fannst geggjað þegar Dilana tók Helter Skelter í Rockstar: Supernova.

Annars á ég nýja uppáhalds kvikmynd, Across the Universe, þar sem Bítlalögin eru færð í algjörlega nýjan búning. Myndin er svo góð að það er eins og lögin hafi verið samin fyrir myndina, en ekki myndin í kringum lögin. Ég mæli algjörlega með þessari mynd, er nú þegar búin að horfa á hana 4 sinnum á einum og hálfum mánuði.

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 00:10

3 identicon

Áhugavert. Takk f. það Jens.  Nú hef ég heyrt fæst af þessu, ég trúi ekki að U2 passi við helter skelter (að þeim ölöstuðum, þeir gera það sem þeir gera vel)

Mér fannst Oasis útgáfan af I am the Walrus asskoti góð, furðulegt nokk.

Rakst annars á þessa stórfurðulegu og skondnu psychadelic útgáfu Vanilla Fudge á Ticket to Ride http://www.youtube.com/watch?v=VXwNhFlg7-w

ari (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 02:11

4 identicon

Og Jens ábreiða finnst mér ágætt orð, ég nota það stundum. Tökulag er ágætt líka, kannski maður reyni að muna að nota það. Motta?? Skil ekki pælinguna

ari (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 02:13

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er nú bara sammála...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.3.2008 kl. 06:17

6 identicon

Er sammála með Helter Skelter og U2 en er samt ekki alveg jafn mikið að rífa hár mitt og skegg yfir Idol þátttakendunum. Bjóst einhver við því að snilld kæmi út úr því?

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 08:45

7 identicon

Viðkomandi flytjendur túlka lög Bítlanna....og er þá um að ræða túlkun  flytjenda eða eigin útgáfu á lögum Bítlanna. Svo einfalt er það. Snýst bara um að nenna að tala og skrifa á íslensku. "Cover" er náttúrulega bara út úr kú í þessu sambandi.

Kveðja

Kristján (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 09:26

8 identicon

Sko Oasis á að vera nr 1. http://www.nme.com/index.php?class=rate&ratename=greatestbandever

david magnusson (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 09:46

9 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

T'ulkun U2 á Helter Skelter hefur mér alltaf fundist góð, en hélt nú reyndar að einhverjir aðrir tækju toppsætið - en tími U2 kannski að koma á flestum stöðum, risinn heldur áfram að vaxa - svo í minnungunni mman ég eftir að mér fannst alltaf flutningur George Benson á Here comes the sun skemmtilegur

Gísli Foster Hjartarson, 31.3.2008 kl. 09:50

10 Smámynd: Loopman

Hvað með útgáfu Jeff Healey á laginu While My Guitar Gently Weeps. Sjá hér á youtube

Loopman, 31.3.2008 kl. 10:24

11 Smámynd: Tryggvi Thayer

Eins og venjulega með svona lista sem byggist á almenningsálitinu vantar allt það sem er raunverulega áhugavert, t.d.: 

  • Eugene Chadbourne hefur látið frá sér nokkrar sérlega áhugaverðar útgáfur af bítlalögum. Algjörlega ný sýn sem birtist hjá honum.
  • Epic stíll Vanilla Fudge í flutningi þeirra á Eleanor Rigby er óviðjafnanlegur með áhrifameiri útkomu en hjá Bítlunum sjálfum að mínu mati.
  • En lang lang lang besta bítlatúlkun fyrr eða síðar er Lucy in the Sky with Diamonds með William Shatner. Þvílík innlifun! Í alvörunni... 

Tryggvi Thayer, 31.3.2008 kl. 10:26

12 identicon

Þetta er ágætur listi. Mér finnst samt vanta á hann flutning Patti Smith á lagi Harrisons (Bítlanna) Within You Without You af „Cover“lagadiski hennar Twelve.

Það er ekki alveg einfalt að þýða þetta cover-heiti. Er ekki merking þess örugglega sú að átt sé við lag sem flytjandinn hefur á valdi sínu, sbr. þegar sagt er á ensku „Can you cover that?“ — Getur þú séð um þetta / tekið þetta að þér? Og hægt er að segja og skrifa: „I have that covered“ í merkingunni ég ræð við þetta / hef stjórn á þessu / næ utan um þetta. Og í þátíð: „I covered that“. Ég annaðist það / sá um það. Ef þetta er réttur skilningur á enskunni þá kemur ekki til mála að nota orðin „ábreiða“ eða „motta“ sem þýðingu, heldur ekki „kápulag“. „Tökulag“ er best af þeim orðum sem hér hafa sést, samt einhvernveginn ekki alveg nógu gott, en nú get ég ekki látið mér detta í hug neitt betra.

 Pax.

Kristján Sveinsson (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 10:31

13 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

EWF er toppurinn af þessu.....en fyrst að einhver nefndi American Idol þá var þar æðislegur flutningur á Yesterday um daginn.

Einar Bragi Bragason., 31.3.2008 kl. 10:45

14 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ekki fannst mér U2 fara neitt sérstaklega vel með Helter Skelter. Það er allt í lagi að sjá það í myndinni, en að hlusta á það virkar ekki. Bono ruglaði textanum, röddin var furðuleg og þetta var ekki eins hart og það hefði átt að vera.

Sammála um She's a Woman. Ég slysaðist til að sjá þann þátt, eini Idol þátturinn sem ég hef séð, og gaurinn negldi lagið. 

Villi Asgeirsson, 31.3.2008 kl. 10:51

15 identicon

Vantar inn á þetta Here comes the sun með Nina Simone.

ari (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 11:10

16 Smámynd: Pétur Kristinsson

Hérna er ein frekar sjaldgæf útgáfa af day tripper með Whitesnake.

http://www.youtube.com/watch?v=ub8rPHBXd20

Finnst hún groova vel og er með gömlu Whitesnake.

Pétur Kristinsson, 31.3.2008 kl. 11:11

17 identicon

Sexiest videotape ever!

Tina Turner tekur Come Together:

http://www.youtube.com/watch?v=v9RZFsLAeks

Tina tekur þetta miklu betur en sjálfir Bítlarnir, fúlskeggjaðir:

http://www.youtube.com/watch?v=BJqNxKdgyqM

"He wear no shoeshine he got toe-jam football
He got monkey finger he shoot coca-cola
He say "I know you, you know me"
One thing I can tell you is you got to be free
Come together right now over me"


Hér er hugsanlega um fjandsamlega yfirtöku að ræða hjá Tinu en þó yfirbót.

Steini Briem (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 12:42

18 identicon

...og svo er það Peter Sellers með A Hard Days Night.

Frábær "yfrun". 

Siggi Garðars (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 13:03

19 identicon

Með fullri virðingu fyrir ágæti U2, þá finnst mér máttlaus útgáfa þeirra á Helter Skelter vera misheppnuð, en það er auðvitað mjög erfitt að gera eins vel og meistararnir sjálfir og alveg vonlaust að toppa þá.

Stefán (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 13:36

20 identicon

Helter Skelter með U2 er allt í lagi útgáfa....hefði engan veginn valið hana á toppinn.

Er mjög hrifinn af Happiness is a warm gun með Breeders, kraftur í þeirri útgáfu.

Það er mér til djúprar og sárrar skammar að hafa ekki heyrt Within you Without you með Sonic Youth....ein af mínum uppáhaldshljómsveitum.

Hljómsveitin Laibach endurgerði Let it Be plötuna í heild sinni, margir gullmolar þar sem hefðu klárlega átt að rata inn á þennan lista. En það er kannski of "jaðar".

Og vil að lokum taka undir tilnefninguna á útgáfu Peter Sellers:

http://www.youtube.com/watch?v=7EgPSBs12OU

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 13:51

21 identicon

Allt finnur maður á Youtube!

Vessgú, Across the Universe með Laibach:

http://youtube.com/watch?v=_q5mlb3Bjzs

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 13:58

22 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Svo má ekki gleyma "In my life" í flutningi Sean Connerys.

Markús frá Djúpalæk, 31.3.2008 kl. 14:20

23 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.3.2008 kl. 14:39

24 identicon

Ég sé að þú sleppir Laibach sem gáfu út Let it be í heild sinni (mínus lagið Let it be) með sínum útgáfum. Flest lögin á þeirr plötu toppa flest lögin á þínum lista að mínu viti. 

Björn A. (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 15:24

25 identicon

má ekki tala um öpun það er að apa eftir öðrum?

Jóhann Tryggvason (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 15:44

26 identicon

Björn A. "Litla gula hænan fann fræ. Það var hveitifræ." Þetta er nú spennandi lesning en þú hefur greinilega ekki lesið lengra, því það er nú frekar ósennilegt að Jensinn sé eini lesandi Rolling Stone.

Steini Briem (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 15:47

27 identicon

Eins og máltækið segir: "Margur verður af aurum eftirapi."

Steini Briem (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 15:55

28 Smámynd: Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir

@Kristján:

Ég hef alltaf skilið cover eins og þú. Ábreiða og motta er alveg út í hött.

Það er líka talað um að dekka eitthvað, t.d. dekka eitthvað starf eða dekka einhvern í fótbolta. Nafnorðið er samt ekki alveg að gera sig ("Hann flutti þrjár Stones dekkningar").

Dekka er danskt tökuorð, skylt þekja. Það er að vísu aldrei talað um að þekja leikmenn eða þekja næturvaktina. Og þekja sem nafnorð þýðir torfþak. En þetta hjómar a.m.k. mjög þjóðlegt: "Hann flutti þrjár þekjur við gríðarlega hrifningu viðstaddra."

Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir, 31.3.2008 kl. 16:51

29 identicon

Kráka (cover-söngur):

Oft er talað um hermikrákur.
Þær herma eftir en þó "með sínu nefi". Dæmi: Þessi söngur er fín kráka hjá henni. (Þetta er fínn cover-söngur hjá henni). Þetta var góð kráka hjá honum. (Hann coveraði þetta mjög vel.) Bestu krákur Bítlanna. (Bestu cover-flutningar á lögum Bítlanna.)

Steini Briem (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 17:14

30 Smámynd: Ómar Ingi

Boring

Ómar Ingi, 31.3.2008 kl. 17:17

31 identicon

Það eru þrjár af þessum útgáfum allt í lagi... Aerosmith, EWF og Jói kokkur

Bubbi J. (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 17:53

32 Smámynd: Yngvi Högnason

Það hefur viðgengist í gegnum tíðina að hinir og þessir hafa verið að góla bítlalög. Ég er því fegnastur þegar ég heyri slíkt ekki. Eins þegar einhverjar stúlkur eru að karíókast með lög Ellýjar Vilhjálms. Sumum er ekkert heilagt.

Yngvi Högnason, 31.3.2008 kl. 21:02

33 identicon

Jamm, Ellý Vilhjálms var náttúrlega heilög. Blink blink! Það vantar góða kópíu af henni. Og Ástu Sigurðar. Saman eða sitt í hvoru lagi. Þá yrði nú slett úr klaufunum! Ég veit þú kemur í kvöld til mín! En í hvaða vagni? - Hó hó hó!

Steini Briem (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 21:56

34 identicon

Rás 2 hefur séð til þess að ég er kominn með algjört ógeð á ofmetnustu hljómsveit sögunnar bítlunum.

Og þeir sem hafa ekki dug til annars en að kóvera þá eru aular.

Örn JOhnson ´67 (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 22:19

35 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Gamla sögnin að herma (og hermdi hann að konungur) kemur kannski til greina. Coverlög verða þá "hermur".

Bítlaherma Joe Cocker — “With a Little Help From My Friends” er svo góð að hann gerir sjálfum höfundunum skömm til. Nei ég segi bara svona....

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2008 kl. 01:15

36 Smámynd: Jens Guð

  Ég þakka ykkur öllum fyrir vel þegin "komment" og skemmtilega umræðu.  Gjarnan vildi ég ræða innlegg ykkar,  hvert fyrir sig.  En ég er með annan fótinn (þann hægri) á Borgarspítalanum vegna veirusýkingar og hef takmarkaðan tíma og aðgengi að tölvu.

  Ari,  það sem ég gagnrýni við tökulag og ábreiðu er að þetta eru 3ja atkvæða orð.  Þau eiga erfitt uppdráttar í málinu þegar erlenda orðið er þringju styttra.  Sími og tölva eru góð dæmi um stutt orð sem stimpluðu sig strax inn í málið.  Sjálfrennireið er hinsvegar orð sem var ekki samkeppnisfært við orðið bíl.

  Motta þykir mér asnaleg þýðing á "cover".  Tiltekinn hópur hefur notað þetta orð um hríð en það nær ekki inn í málið.  Eyfi Kristjáns og Stebbi Hilmars gerðu þó dúettplötu með lögum eftir aðra og kölluðu hana Mottur.

  Kristján og Steini,  orðin túlkun og kráka hljóma vel. 

  Jesús og Björn,  ég kann vel að meta flutning Laibach á lögum Bítlanna.  En gætið að:  Þessi listi er ekki settur saman af mér heldur lesendum Rolling Stone.  Þeir eru - ætla ég - flestir bandarískir og óvíst er að plötur Laibach hafi náð eyrum almennings í Bandaríkjunum.

  Yngvi,  reynslan hefur kennt að það er ekki á allra færi að flytja lög Bítlanna þannig að taki frumflutningnum fram.

  Örn,  ég ætla að gerast svo ruddalegur að fullyrða að manneskja sem telur Bítlana ofmetna sé með ranghugmyndir um þessa hljómsveit.  Undantekningin er Guðni Már Henningsson.  Hann þekkir plötur Bítlanna bærilega en þær höfða ekki til hans.

  Það sem ég hef fyrir mér í fullyrðingunni um ranghugmyndina er að ósjaldan í áranna rás hefur fólk undrast við mig á vinsældum Bítlanna.  Kallað músík þeirra leiðinlegar poppklisjur og kjánalegar barnagælur.  Í þessum tilfellum hef ég kannast við músíksmekk viðkomandi.  Ég hef þess vegna sett saman á kassettu (fyrir daga disksins) eða disk þau lög með Bítlunum sem ég veit að hrífur viðkomandi.

  Í hvert einasta skipti - án undantekninga - hefur þetta uppátæki mitt kúvent viðhorfinu til Bítlanna og fólk undrast hvað það var með ranga mynd af tónlist Bítlanna.  Ég man líka eftir viðtali við liðsmenn Metallica þar sem þeir játuðu að hafa verið með mikla fordóma gagnvart Bítlunum þangað til þeir heyrðu "She´s So Heavy" og vissu ekki að þetta væru Bítlarnir.  Strákarnir í Metallica urðu ekki lítið undrandi þegar þeir uppgötvuðu að Bítlarnir hefðu spilað hart rokk og þungan blús.

Jens Guð, 1.4.2008 kl. 01:24

37 identicon

Ekki gleyma Trúbrot laginu, Jens þú mannst nafnið á því.

joi

jói (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 03:00

38 Smámynd: Gulli litli

Hvað um #yfirtökulag#?

Gulli litli, 1.4.2008 kl. 12:59

39 identicon

hefurðu aldrei heyrt af Sargent Peppers coverinu, þar sem m.a. Wedding Present og fleir snillar voru m.a Sonic Y

snugg (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 15:35

40 identicon

Eitt af uppáhalds coverum mínum er flutningur Frank Zappa á Stairway to Heaven með Zeppelin. Við sama tækifæri (ef mér skjátlast ekki) tók hann einmitt útgáfu af I Am the Walrus.

Ég var einmitt að leita að þessu á youtube áðan og fann þar nokkuð hressa útgáfu af I Am the Walrus með Jim Carrey. 

Magnús (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 16:28

41 identicon

Það má notast við orð eins og -eftir- eða -yfir- og þá færðu út orðin

eftirspil  eða yfirspil fyrir cover. Hér þarf sem sagt að breyta merkingu þessara orða sem merkja annað í dag.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 17:19

42 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Vonandi ekki slæm veira á ferðinni, Lifrardæmi eða slíkur ófögnuður?

Bestu batakveðjur.

Magnús Geir Guðmundsson, 1.4.2008 kl. 19:35

43 identicon

Apa (eftir) Öpun ?

laufeyb (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 21:21

44 identicon

Ekki gleyma Across the Universe með David Bowie.

Loftur S. Fjallmann (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 23:09

45 identicon

Málið með fólk sem vanmetur Bítlana er að það er eflaust að einblína of mikið á fyrsta part ferilsins. Ég var einu sinni svona....skal fúslega játa að Tyggjópoppið sem þeir gerðu í upphafi (sí lovs jú jeeee jeeee jeee) höfðar ekkert allt of mikið til mín. En það er ekki hægt að hlusta á verk eins og White Album, Sgt. Pepper og Abbey Road og segja að þar fari menn sem vita ekki hvað þeir eru að gera. Klárlega snillingar. Þeir urðu ekki "stærri en ég" fyrir ekki neitt.

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 09:44

46 Smámynd: Sveinn Guðgeir Ásgeirsson

Fyrir mína parta þá fannst mér David Cook taka Elenor Rigby fanta vel þarna í þessum Idol þætti... einnig sá ég 17 ára guttan taka Imagen fyrir stuttu en þetta má allt finna á Youtube.com... http://www.youtube.com/watch?v=h_aiawC-9aM&e david cook... og svo Imagen http://www.youtube.com/watch?v=NIuMcL4Kz44

Sveinn Guðgeir Ásgeirsson, 2.4.2008 kl. 19:51

47 identicon

Ekki má gleyma meistarastykkinu All this and World War II ...................................Jú annars gleymum því bara

Leifur

Þórleifur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband