16.4.2008 | 01:28
Týndi sonurinn kominn heim
Ég þakka fyrir allar hlýlegu óskirnar um góða ferð vestur til Boston. Þær rættust. Þegar ég á æskuárum yngri var, eins og segir í skrítnum dægurlagatexta, þá þurfti stundum að svara sérkennilegum spurningum í umsókn um vegabréfsáritun til Bandaríkja Norður-Ameríku. Ein var hvort umsækjandi væri geðveikur eða félagi í kommúnistaflokki.
Núna þurfa Íslendingar ekki lengur vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. En þurfa samt að fylla út spurningalista á tveimur blöðum til að gleðja bandaríska embættismenn sem þykir fátt skemmtilegra en leika sér í skriffinnskubákni. Ofangreind spurning hefur verið felld út en önnur ennþá áhugaverðari er komin í staðinn. Þar er spurt hvort ferðalangur sé hryðjuverkamaður eða nasisti.
Samviskusamur hryðjuverkamaður og eða nasisti hlýtur að merkja í já-reitinn. Ég gerði það líka. En til að lenda ekki í óþægindum útlistaði ég í skýringu að ég væri hvorki hryðjuverkamaður né nasisti en gæti vottað að þeir séu til. Ég hafi séð í sjónvarpinu að þeir séu til í alvörunni.
Til að skemmta mér betur í leik við skriffinnskubáknið svaraði ég öðrum spurningum álíka kjánalega. Til viðbótar tók ég með mér til Bandaríkjanna sýl (= al, lítinn sting sem svipar til skrúfjárns nema að oddurinn er hvass í stað þess að vera flatur).
Vegna þess að bannað er að taka með sér vökva tók ég með mér "roll-on" svitalyktareyði, sem er, jú, bara vökvi. Einnig tók ég með mér stóra öryggisnælu vegna þess að bannað er að ferðast með oddhvassa hluti.
Sýlinn, svitalyktareyðinn og næluna hafði ég í jakkavasa ásamt tveimur lyklakippum og pennum. Eins og ég reiknaði með var ekki gerð nein athugsemd við það "ólöglega" dót sem ég hafði með mér þrátt fyrir að allt sem ég hafði meðferðis væri gegnumlýst.
Ég tók þetta dót allt með mér aftur til Íslands frá Bandaríkjunum. Eiginlega bara til að fá staðfest fyrir sjálfum mér að allar þessar kjánalegu öryggisreglur og eftirlit með flugfarþegum er ekkert nema falskt öryggi.
En ekki vantaði samt að við komuna til Boston voru tekin af mér fingraför á báðum höndum og andlitsmynd. Ég ruglaði að gamni á mér hárinu og gerði mig rangeygan til að vera sem bjánalegastur á myndinni. Ég þurfti jafnframt að gera grein fyrir því hvað ég var með mikinn pening meðferðis. Ég gerði það dálítið flókið með því að framvísa færeyskum peningum, íslenskum, evrum, enskum pundum, dönskum krónum og tafði dálítið afgreiðsluna með ósk um að þeir peningar væru reiknaðir út í dollurum. Eftir jaml, japl og fuður benti ég tollvörðum á að ég væri að auki með greiðslukort sem gerði dæmið dálítið flóknara vegna þess að ég gæti ekki áætlað hvað ég myndi láta strauja kortið oft. Að lokum leysti ég tollverðina út með pennum sem ég hafði stolið frá Póstinum á Íslandi. Ég reyndi líka að fá þá til að syngja með mér "Undir bláhimni" en vinsamlegur tollvörður tjáði mér að ég væri að tefja hann í vinnunni og hann væri ekki í skapi til að taka þátt í skrípalátum. En bauð mig samt velkominn til Boston og vonaðist til að ég ætti góða dvöl. Ég kyssti hann á kinnina og bauðst til að dansa við hann í valstakti á meðan ég myndi syngja "Undir bláhimni" og gaf honum smá tóndæmi. En hann bað mig um að hlífa sér við fíflagangi og endurtók að ég væri velkominn til Boston. Ég þakkaði fyrir það.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 16
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 1038
- Frá upphafi: 4111599
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 873
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ertu tå kominn?
Gulli litli, 16.4.2008 kl. 01:31
úti er ævintýri Velkomin á klakan góða
Brynja skordal, 16.4.2008 kl. 01:37
Gulli og Brynja, ég skilaði mér á klakann. Í næstu færslum geri ég betur grein fyrir ferðalaginu.
Jens Guð, 16.4.2008 kl. 01:46
velkominn heim!
Óskar Arnórsson, 16.4.2008 kl. 01:50
Hehe, þú heðfir kannski betur stungið upp á Massachusets Með Bee Gees við tollarann og þá hefði líkast til brotist út fjöldasöngur!
Magnús Geir Guðmundsson, 16.4.2008 kl. 02:02
Fór til Bandaríkjanna á síðustu öld. Þá spurðu þeir á spurningalista í sendiráðinu á Laufásvegi, þessarar spurningar: Er tilgangur ferðar þinnar að myrða forseta Bandaríkjanna?
dh, 16.4.2008 kl. 05:51
Welkominn heim, Jensinn minn! Maður á að alltaf að hafa með sér óhreinan þvott til Bandaríkjanna. Það er svo miklu ódýrara að láta þvo af sér þarna úti en hér í dýrtíðinni. Og heimta svo að opna töskuna í tollinum úti.
Þorsteinn Briem, 16.4.2008 kl. 06:28
Hehehhe VELKOMINN HEIM! Gott að vakna við svona hressa lesningu.
Ía Jóhannsdóttir, 16.4.2008 kl. 07:00
Velkomin heim
Ómar Ingi, 16.4.2008 kl. 08:47
Hahaha Þú ert nú meiri prakkarinn Jens minn, ég er viss um að þeir hafa hengt upp myndina af þér á alla flugvelli og beðið um að vísa þessum manni frá næst þegar hann léti sjá sig
En velkominn heim ljúfurinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2008 kl. 09:24
Þú ert gull.
Halla Rut , 16.4.2008 kl. 10:23
Gleður að húmorinn varð ekki eftir í Boston. Sé að þú komst allur heim, Vlekominn
Bárður Örn Bárðarson, 16.4.2008 kl. 10:36
hahahaha, góður
Brjánn Guðjónsson, 16.4.2008 kl. 10:42
Hvernig var vasaljósið?
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 10:45
Velkominn heim - las upp færsluna þína í Rödd Alþýðunnar í morgun, og varð að stilla mig um að skella ekki upp úr í miðjum lestri - takk fyrir mig...
Markús frá Djúpalæk, 16.4.2008 kl. 12:30
Var þér virkilega hleypt inn í Bandaríkin eftir þessi læti? Þú með skegg og allt ... Þeir eru að linast og greinilega stutt í næstu árás á þá ... Annars, velkominn heim, takk fyrir frábæra færslu.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.4.2008 kl. 14:24
Velkomin heim! þú ert nú meiri prakkarinn ...
Eva Benjamínsdóttir, 16.4.2008 kl. 15:17
The land of the free and the home of the brave.
Að þeir skuli setja þessa vitleysu í sjálfan þjóðsönginn. Það eru fáar þjóðir í meiri fjötrum og dreg ég það stórlega í efa, að fleiri roðhænsn búi á einum stað í Sólkerfinu okkar.
Enskt máltæki segir: "You are what you eat".
Hvergi er meiri neysla á kjúklingum en einmitt í USA.
Þess vegna mætti breyta línunni í home of the chickenshit.
Vertu velkominn heim, Jens.
Hjalti Garðarsson, 16.4.2008 kl. 16:07
Maður lefandi,eða þannig velkomin
Rannveig H, 16.4.2008 kl. 17:32
Ég tek allt til baka sem ég hef sagt hér á blogginu hans Jens. Það sem er nú mínus verður plús. Og öfugt. Og svo aftur öfugt í næsta mánuði. Og svo koll af kolli. Það er því vita vonlaust að fara í mál við mig út af einhverju hér.
Þorsteinn Briem, 16.4.2008 kl. 18:42
Velkominn heim!
Ragga (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 18:52
Velkominn heim og þakka þér fyrir þessa uppskrift að því hvernig meður getur stytt sér stundir á flugvöllum.
Helga Magnúsdóttir, 16.4.2008 kl. 19:32
Rættust þær...............allar?
Siggi Lee Lewis (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 20:16
Heill og sæll; Jens og aðrir skrifarar !
Velkmominn heim; úr drullufeni Bush hyskisins, Jens minn.
Með beztu kveðjum, sem jafnan / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 21:24
Afsakaðu; helvítis innsláttarvillurnar, Jens minn, sem lesendur og skrifarar aðrir.
Ó.H.H.
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 21:26
Óskar Arnórs, takk fyrir það.
Maggi, sennilega er það rétt hjá þér. Ég þoli bara ekki Bee Gees né lögin þeirra. Aftur á móti er texti Magnúsar frá Vöglum, "Undir bláhimni", ágætur við þetta gamla hawaiska þjóðlag.
Hreysiköttur, var það tilgangur ferðar þinnar?
Steini, takk fyrir það og þetta góða ráð. Ekki síst þegar farið er til Boston vegna þess að þar er fatahreinsun á öðru hverju götuhorni. Ég hef sterkan grun um að mörg Boston heimili séu án þvottavélar. Nema ferðamenn séu svona fjölmennir þarna.
Ingibjörg, takk fyrir það.
Erlingur, ég hef aldrei getað fyrirgefið Iðunni Steinsdóttur, frænku minni, að hafa textann um einhvern Jón í stað Jens.
Ómar, takk fyrir það.
Ásthildur, það var hlaupinn kvöldgalsi í mig.
Halla Rut, ég er einmitt að drekka Egils Gull, sem ég keypti í Fríhöfninni. Tilviljun? Held ekki.
Bárður, takk fyrir það.
Brjánn, takk fyrir innlitið.
Guðmundur, ég fatta ekki spurninguna. Enda fattlaus með eindæmum.
Markús, takk fyrir það og upplesturinn í Útvarpi Sögu. Ég hlustaði einmitt á hann fyrr í kvöld.
Gurrí, Bandaríkjamönnum þykir upphefð af því að ég skuli sækja Bandaríkin heim. Íslenski forsætisráðherrann, Geir Haarde, var með mér í för (ég er ekki að grínast. Hann hélt síðar áfram til Kanada). Tollverðirnir veittu honum enga athygli og þótti greinilega lítið til komu hans koma á sama tíma og ég átti alla þeirra athygli og áhuga.
Eva, takk fyrir það. Maður verður að gera sér eitthvað til dundurs á langri ferð. Flugið til Boston tekur 5 eða 6 tíma.
Hjalti, það er gífurlega mikill munur á Suðurríkjunum annarsvegar og hinsvegar Norðurríki eins og Boston. Boston-búar eru vel gefnir, vel upplýstir og félagslega þroskaðir. Ég varð ekki var við einn einasta Boston-búa sem styður Brúsk en þeim mun fleiri sem formæltu honum. Ég er ekki aðeins að tala um viðmælendur mína heldur einnig Boston-búa sem tjá sig í fjölmiðlum. Varðandi komandi forsetakosningar þá snýst umræðan í Boston um það hvort menn vilji Hillary eða Obama. Ekki hvort menn vilji republikana eða demokrata í forsetastól.
Rannveig og Ragga, takk fyrir það.
Helga, gjörðu svo vel. Svona fjör styttir manni stundir.
Hippókratis, nei, 200 ml rauðvínsflaskan kostaði 400 kall. Það var búið að ráðleggja mér að drekka rauðvín í svona löngu flugi til að fá ekki bjúg. Ég þambaði hverja flöskuna á fætur annarri til að gulltryggja mig gegn bjúg.
Siggi Lee, þær rættust allar.
Óskar Helgi, þér er velkomið að gera eins margar innsláttarvillur hér á þessum vettvangi eins og þig lystir.
Jens Guð, 16.4.2008 kl. 22:59
Ásthildur, það var hlaupinn kvöldgalsi í mig.
O ætli það ekki heillakarlinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.