16.4.2008 | 22:04
Einstaklega vel staðsett hótel
Flugvöllurinn í Boston er á stórborgarsvæðinu. Það er þægilegt og hagkvæmt fyrir viðskiptavini, rétt eins og fyrir okkur að hafa Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri. Eftir að hafa verið formlega hleypt inn í Bandaríki Norður-Ameríku gekk ég að upplýsingaborði í flugstöðinni. Þar spurði ég hvað kosti að taka leigubíl á hótelið.
Upplýsingafulltrúinn sagði að í Boston taki fólk ekki leigubíl til eða frá hóteli. Hann benti á síma og sagði:
- Hringdu í hótelið. Það kostar ekkert. Segðu að þú sért við gang E á flugvellinum. Þá verður þú sóttur hingað, þér að kostnaðarlausu.
Ég hlýddi og skutlan frá hótelinu kom og pikkaði mig upp. Þetta er góð þjónusta sem íslensk hótel eiga að taka upp. Þá yrði þægilegra að ferðast um landið og kenna skrautskrift.
Daginn sem ég yfirgaf hótelið var hringt í mig úr móttökunni um morguninn og spurt klukkan hvað ég vildi láta skutla mér út á flugvöll.
Þegar ég bókaði hótelið á sínum tíma hafði ég ekki hugmynd um staðsetningu þess. Hún reyndist vera í sóðalegu úthverfi þar sem margt er í niðurníðslu. Gangstéttir eru sprungnar þvers og kruss, allar í holum og hæðum. Þegar rigndi voru gangstéttirnar ónothæfar vegna djúpra polla. Bréf utan af sælgæti og smokkum og annað rusl lá á víð og dreif.
Mörg hús standa auð. Á þeim stendur ýmist að þau séu til sölu eða leigu. Fáir virðast skipta um gler ef að rúða springur eða brotnar.
Skáhalt á móti hótelinu er stór áfengisverslun. Þá sá ég að staðsetning hótelsins gat ekki betri verið.
Ég byrjaði á því að kanna vöruúrvalið í áfengisversluninni. Það reyndist vera í góðu lagi. Bjórinn er í kælum. Verra þótti mér að á bjórumbúðum eru engar upplýsingar um áfengisstyrk. Þess í stað eru barnshafandi konur varaðar við því að drekka áfengi.
Ég fékk misvísandi upplýsingar um það hvers vegna alkóhólstyrk er haldið leyndum á bjórumbúðunum. Einn nefndi að lög um alkóhólstyrk séu svo mismunandi á milli ríkja Bandaríkjanna að framleiðendur séu að gera eftirlit með áfengisstyrknum illmögulegt. Annar nefndi að Bandaríkjamenn hafi ekki áhuga á áfengisstyrk bjórs. Bjór sé drukkinn vegna þess að hann er svalandi og bragðgóður. Ef fólk vilji alkóhól þá fái það sér vín en ekki bjór.
Fjöldi annarra verslana eru í þessu hverfi og afskaplega fjölbreytt úrval af veitingastöðum. En enginn pöbb.
Hótelið heitir Rodeway Inn. Myndin efst er af framhlið þess. Þessi mynd hér er af herberginu. Þó ég væri aðeins einn á ferð þá fékk ég tvö tvíbreið rúm til að sofa í og samtals 8 þykka kodda. Ég brúkaði aldrei tvær nætur í röð sama koddann og svaf í rúmunum til skiptis til að fá sem mesta fjölbreytni út úr ferðalaginu.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 17.4.2008 kl. 00:53 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 18
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 1040
- Frá upphafi: 4111601
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 874
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Velkominn heim elsku Jens minn
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.4.2008 kl. 22:14
það er fyrir öllu að vera vel staðsettur. þú hefur greinilega fengið hina bestu staðsetningu og því hlýtur þessi ferð að hafa lukkast afbraðs vel.
Brjánn Guðjónsson, 16.4.2008 kl. 22:14
Nú ertu heppinn ad vera ekki vanfær kona!!!
Gulli litli, 16.4.2008 kl. 22:16
Þarna varstu heppinn að vera ekki óléttur og ég sé að lánið hefur nú aldeilis leikið við þig að það var ekki kona í hinu rúminu, því þeim hættir til að verða óléttar af minnsta tilefni og þér hefði örugglega verið kennt um allt saman, Jensinn minn.
Þorsteinn Briem, 16.4.2008 kl. 22:32
Linda, takk fyrir það.
Brjánn, varðand góða staðsetninguna á hótelinu þá er ég að miða við það að ég er haltur síðan ég fékk bakteríusýkingu í annan fótinn um daginn. Það var lúxus að þurfa aðeins að haltra nokkra tugi metra með þungar klyfjar. Nokkrir innkaupapokar fullir af bjór taka í.
Gulli, satt segirðu. Hehehe! Ég var lukkunnar pamfíll.
Steini, manni hefur nú verið kennt um meira af minna tilefni.
Jens Guð, 16.4.2008 kl. 23:06
Velkominn heim.
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 23:50
Vertu velkomin heim yfir hafið og geim.Heyrðu ekki fórstu til U S A bara til að fá þér í tána,þetta með sýkinguna,,en þú varst heppin að fá ekki sýkingu í miðfótinn.
Númi (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 23:53
Ása, takk fyrir það.
Númi, Boston-ferðin hafði langan aðdraganda. Fyrst ætlaði ég um jólin. Þá skullu svakalegar vetrarhörkur yfir svæðið. Ég færði ferðina til páska. Þá var mér óvænt boðið til Færeyja. Til að eitthvað yrði úr Boston-ferðinni dreif ég mig núna. Ég var búinn að borga 130 þúsund kall fyrir hana og vildi ekki að sá peningur færi út um glugga.
Ég veit ekki hvort menn fá bakteríusýkingu í miðfótinn. Hinsvegar fékk ég fyrir nokkrum árum flatlús á það svæði. Þetta voru vinaleg kvikindi en áttu það til að bíta. Það olli kláða. Ég kastaði því kveðju á hópinn með vökva sem ég keypti í apóteki.
Jens Guð, 17.4.2008 kl. 00:51
Sko kallinn
Ómar Ingi, 17.4.2008 kl. 01:17
ef fólk tekur ekki leigubíl til og frá hótelum þarna.... hvað gerir það þá?
ari (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 01:35
Ómar, takk fyrir innlitið.
Ari, hótelin eru með skutlubíla sem sækja mann út á flugvöll og skutla manni líka út á flugvöll að dvöl lokinni. Það er ekkert rukkað fyrir það. Ég lét hótelbílinn að auki skutla mér niður í miðbæ Boston. Ég þurfti aldrei að taka leigubíl í Boston. Þegar ég fór úr miðbæ Boston upp á hótel þá tók ég lest sem kostaði 2 dollara (144 íslenskar krónur).
Jens Guð, 17.4.2008 kl. 01:47
Hótelið og herbergið líta ágætlega út, það er ekkert slor að fá 8 kodda og tvö rúm fyrir einn mann
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.4.2008 kl. 01:50
Boston er æðisleg borg já þetta er sniðugt með skutl bílana við fengum okkur bara einkadræver sem skutlaði okkur um allt sem við þurftum að fara alltaf tilbúinn þegar við hringdum hvenar sem er ekki svo dýrt En já ekkert sem jafnast á við góðu rúmmin í henni Ameríku ohhh næs allir þessir koddar en já þú heppinn að hafa bús verslun á næstu grösum
Brynja skordal, 17.4.2008 kl. 02:09
Jóna, það var lúxus að geta "rútínerað" 8 koddum.
Brynja, dollarinn er svo lágt skráður núna að allt í Bandaríkjunum er ódýrt. Rúmin tvö voru góð en ég sakna þess að þar voru engar sængur. Bara þunnt lak til að breiða yfir sig. En eftir að hafa drukkið helstu bjórtegundir Bandaríkjanna tók ég svo sem lítið eftir því hvort að á rúmum var lak eða sæng.
Jens Guð, 17.4.2008 kl. 03:08
Já, Jens ég hef átt þarna leið um og þetta með hótelskuttlið er alger snilld. Var þá á leið til Orlando skömmu eftir 9/11 með konunni og 3ja mánaða barni. og varð að millilenda í Boston. Missti af tengiflugi og gekk þá bara að vegg með slatta af símum lyfti upp tólinu og spurði hvort þeir ættu laust herbergi og innan við 15 mínútum síðar vorum við sótt, herbergið klárt með barnarúmi og öllu þegar við komum og um morgunin var bíllinn kár með að skuttla okkur á flugvöllinn aftur. - Þetta er bara snilld. Ég fékk þó ekki svona mörg rúm og kodda á hvern einstakling. Þeir hafa líklega haldið að þú værir svefnburkan á Íslandi.
Bárður Örn Bárðarson, 17.4.2008 kl. 07:27
Jens þú drepur mig. Þú ert snilli.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2008 kl. 08:34
Flottar myndir, gott að vita af þessu hóteli. Hef gist þarna yfir nótt, en var dálítið út úr miðborginni og þurfti að taka lest ofan í miðbæinn. Þú er algjör eins og litla Hanna Sól segir, með áherslur á AL - Gjör
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 09:37
þetta hótel lítur út eins og bæjarblokk í úthverfi oslo :)
gott að þú komst lifandi og óskaddaður frá byssuþjóðinni
Óskar Þorkelsson, 17.4.2008 kl. 10:11
Ég trampaði dáldið á milli amerískra fréttastöðva & gladdist í hvert sinn við að fá þar af þér öngvar fregnir, því stundum er það albest.
Velkominn heim aftur & ameríkan er til ennþá.
Steingrímur Helgason, 17.4.2008 kl. 12:46
Hjartanlega velkominn heim Jens. Dýr ferð en lagaðastu í fætinum á bröltinu milli rúma
Eva Benjamínsdóttir, 22.4.2008 kl. 00:42
Ég þakka ykkur fyrir umhyggjuna. Hægri fóturinn minn er allur að koma til en hamlaði mér töluvert bröltið í Boston.
Jens Guð, 22.4.2008 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.