Sérkennilegur vinsældalisti

  bítlarnir

  Fyrir sléttum 44 árum,  nánar tiltekið 1964,  var bandaríski vinsældalistinn svo undarlegur að lengi verður í minnum haft.  Látum nægja að kíkja á þau lög sem röðuðu sér í 5 efstu sætin.

  Í 1.  sætinu var lagið Can´t Buy Me Love með bresku hljómsveitinni Bítlunum (The Beatles).  Samið og sungið af Paul McCartney.  Þetta lag kom fyrst inn á vinsældalistann í mars-lok og klifraði síðan hratt upp í toppsætið.

  Í 2.  sæti var lagið Twist and Shout í flutningi Bítlanna.  Það fór í 2.  sætið í tveimur stökkum.  Menn höfðu ekki áður heyrt jafn hömlulausan öskursöng og hjá léttdópuðum John Lennon í þessu annars rólega lagi.

  Í 3ja sæti var She Loves You með Bítlunum.  Lennon og McCartney sömdu þetta lag saman og sungu báðir aðalrödd.  Lagið var áður 1. sætinu.

  Í 4ða sæti var I Want to Hold Your Hand með Bítlunum.  Annað lag sem þeir Lennon og McCartney sömdu saman og sungu báðir aðalrödd.  Lagið var áður í 1.  sætinu. 

  Í 5.  sæti var Please Please Me með Bítlunum.  Samið og sungið af John Lennon.  Lagið náði hæst í 3ja sætið vegna þess að sæti 1 og 2 voru blokkeruð með öðrum lögum Bítlanna.

  Samtals áttu Bítlarnir 12 lög á bandaríska vinsældalistanum fyrir sléttum 44 árum.  Höfðu þeir þó aðeins sent frá sér 2 stórar plötur.  Þetta afrek verður aldrei endurtekið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Lagið Twist and Shout var af fyrstu breiðskífu Bítlanna, Please, Please Me.  Þeir höfðu tekið upp 13 lög á aðeins 10 tímum.  Twist and Shout var síðasta lagið í upptöku.  Aðeins 15 mínútur voru eftir af tímanum og John gaf allt í sönginn.  George Martin hafði áætlað 2 tökur á laginu, en það varð aðeins ein.  Röddin var farin. 

Reyndar var John kvefaður þennan dag og ekki bætti æþað úr skák.  Hann drakk volga mjólk og saug mentólbrjóstsykur, til þess að hálsinn væri mýkri.

John Lennon sagði seinna að röddin hefði verið lengi að jafna sig eftir þetta og hann hafði það á tilfinningunni að hann væri að kyngja sandpappír.

Annars hef ég trú á því að Britney Spears eigi eftir að toppa þetta!

Hjalti Garðarsson, 19.4.2008 kl. 22:47

2 Smámynd: Ómar Ingi

Bara hreinn viðbjóður Jens

Ómar Ingi, 19.4.2008 kl. 22:51

3 Smámynd: Jens Guð

  Hjalti,  mikil er trú þín á Britney.  Ástæðan fyrir því að Twist and Shout var hljóðritað fyrir fyrstu plötuna var þessi:  Platan átti að vera 13 laga.  En vegna þess hvað Bítlarnir voru taugaóstyrkir við að hljóðrita þessa fyrstu plötu sína þá spiluðu þeir sum lögin örlítið hraðar en þeir höfðu gert á æfingum og hljómleikum.  Fyrir bragðið hefði platan orðið styttir í spilun en heppilegt þótti.

  Þá var brugðið á það ráð að bæta Twist and Shout við.  Enda hafði þetta verið lokalag allra hljómleika Bítlanna frá 1962. 

  John var búinn með röddina í sér áður en þeir hljóðrituðu lagið.  En hann þekkti það af langri reynslu af hljómleikaspileríi að hægt var að garga þetta lag í lokin með því að gefa allt í það. 

  Ómar,  Twist and Shout er stórkostlegt í flutningi Bítlanna.  Ég dreg í efa að Britney gæti afgreitt það jafn glæsilega.

Jens Guð, 19.4.2008 kl. 23:08

4 identicon

Ingó Marg sagði í bítlaþætti sínum f. nokkrum vikum að John Lennon (minnir mig) hafði farið fyrstur Bítla til Ameríku að heimsækja held ég ættingja (árið 1962 held ég), þá var bandið ekki mjög mikið þekkt. Þegar að hann kom til baka sagði hann hinum Bítlunum að það væri ómögulegt að slá í gegn í Ameríku f. þá.

ari (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 04:20

5 identicon

/\
Það mun hafa verið George Harrison.

Brynjar Emil (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 12:24

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Bítlarnir eru vinsælasta band ever.......punktur

Einar Bragi Bragason., 20.4.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.