Hryllileg lífsreynsla

  Ég vaknaði - seint og síðarmeira - í dag við það að ég var blindur.  Ég sá ekki neitt.  Bara allt svart.  Samt taldi ég mig merkja góða birtu þó ég sæi hana ekki beinlínis.  En svarta myrkrið var ekki eins kolsvart þegar ég snéri að glugga eins og þegar ég snéri frá honum.  Ég fékk eðlilega áfall.  Ég "sá" tilveru mína hrynja. 

  Ég er reyndar búinn að sjá flest sem ég þarf að sjá,  svo það var ekki málið.  En hvernig átti ég að geta sinnt skrautskriftarkennslu án sjónar?  Hvernig átti ég að sinna útkeyrslu á heildsölunni án þess að sjá neitt?

  Ég staulaðist í sturtu.  Það gekk að mestu áfallalaust fyrir sig.  Yfir mig helltust samt áhyggjur vegna þessarar óvæntu fötlunar.  Mér tókst að klæða mig og fór að velta því fyrir mér hvernig ég ætti að staulast svona blindur á veitingastað til að fá mér eitthvað í svanginn.  Jú,  ég gæti hringt á leigubíl. 

  Í þann mund sem ég fann farsímann minn og ætlaði að hringja á leigubíl fékk ég skyndilega góða hugdettu.  Ég prófaði að opna augun.  Og viti menn:  Þá sá ég prýðilega.  Hjúkk,  hvað mér var létt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ég passa stundum að opna ekki augun á morgnana þegar ég nenni ekki að takast á það sem framundan þann daginn eða er latur eða ósofinn, nenni ekki framúr eða af ýmsum ástæðum. En oftast er ég nú meðvitaður um orsök þessarar blindu og laga hana áður en ég stíg fram úr

Steinn Hafliðason, 19.4.2008 kl. 23:59

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 Kraftaverkin gerast á hverjum degi

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.4.2008 kl. 00:06

3 Smámynd: Jens Guð

  Steinn,  það er mismunandi hvað maður fattar hlutina snemma.  Sérstaklega á laugardögum.

  Sigurður,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 20.4.2008 kl. 00:07

4 Smámynd: Jens Guð

  Jóna,  það er hverju orði sannara og kraftaverkin gerast þegar minnst varir.

Jens Guð, 20.4.2008 kl. 00:09

5 identicon

Þú ert nú meiri andskotans ormurinn. Ég var að því kominn að kynna mér heimsóknartímana á augndeildinni!

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 00:36

6 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur minn kæri,  þetta slapp fyrir horn.  Samt væri alltaf gaman að fá þig í heimsókn í eða utan heimsóknartíma á augndeildinni.

Jens Guð, 20.4.2008 kl. 00:39

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það sér hver blindur maður að þetta er bara vitleysa í þér, Jensinn minn.

Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 00:43

8 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  ég sé það núna.

Jens Guð, 20.4.2008 kl. 00:45

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

En blindir geta lesið Netið með blindraletri núna, þannig að við skulum tala fallega um þá.

Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 00:51

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

  Góður! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.4.2008 kl. 01:05

11 identicon

Annars á ég eineygður maðurinn ekki að vera að hafa þetta í flimtingum heheheh

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 01:45

12 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  ég tala aldrei nema vel um blinda.

  Lára,  takk fyrir innlitið.

  Gummi minn,  síðan hvenær ert þú eineygður?

Jens Guð, 20.4.2008 kl. 01:57

13 identicon

Síðan að vírus lagði hægra auga mitt í rúst með skipulögðum hætti frá því ég var 12 ára og þar til sjónin var fyrir bí er ég var 17 ára.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 02:51

14 Smámynd: Jens Guð

  Nú er ég hissa,  Guðmundur minn kæri vinur.  Eins og við höfum þekkst í mörg ár og umgengist mikið hef ég aldrei orðið var við sjóndepurð þína.  Þú berð hana ekki með þér.

Jens Guð, 20.4.2008 kl. 03:04

15 identicon

Nei enda sést þetta nánast ekkert.

En víkjum að öðru; gerðirðu ekki heiðarlega tilraun til að drepa Bush í ferð þinni vestur um haf?

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 03:12

16 identicon

Ég  fékk nánast sjokk þegar ég las þessa færslu.....en þar er enda áunninn vinningur Jens. Til hamingju með það.

Siggi Lee Lewis (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 07:44

17 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Ég hefði nú getað komið í heimsókn, misstigið mig á leiðinni og boðið uppí „haltur leiðir blindan“

Pálmi Gunnarsson, 20.4.2008 kl. 10:21

18 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Kjartan Pétur Sigurðsson, 20.4.2008 kl. 12:31

19 Smámynd: Ómar Ingi

Tja hérna hér

Ómar Ingi, 20.4.2008 kl. 13:37

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég var komin í víðtækt áfall yfir sjónraunum þínum skömmin þín,.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2008 kl. 14:08

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2008 kl. 14:10

22 Smámynd: Ragnheiður

Hahaha rosalega var gott að lesa þetta svona á sunnudagsmorgni

Ragnheiður , 20.4.2008 kl. 15:52

23 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Jens: Þú ert nú meiri rugludallurinn... og ég fíla það í botn.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.4.2008 kl. 16:35

24 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég held þú ættir að láta Blindrafélagið vita. Kannski eru fleiri þarna úti sem ekki hafa fattað þetta. spherical head laughing animated gif

Rúna Guðfinnsdóttir, 20.4.2008 kl. 16:56

25 Smámynd: Hrannar Baldursson

Mig grunaði að þetta væri raunin þegar ég sá fyrirsögnina, en frásögnin er hrein snilld.

Hrannar Baldursson, 20.4.2008 kl. 20:12

26 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

mér þykir spurning Valdemars óviðeigandi, eins og móðins er að segja um þessar mundir.

væntanlega hefur Jensinn staðið í ströngu að opna bjórflöskur og dósir. eins og þeir vita sem slíkt þekkja er það mikil vinna og erfið. skiljanlegt að maðurinn hafi verið úrvinda eftir slíka vinnutörn.

Brjánn Guðjónsson, 20.4.2008 kl. 20:35

27 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

be blind Varstu þá bara með lokaða búð eftir allt saman!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.4.2008 kl. 21:52

28 identicon

 Þú ert nú meiri maðurinn Algjör snilli

Guðrún (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 22:21

29 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Harkan að komast í sturtu áfallalaust blindur....

Ég er ein af þeim sem sjá mjög illa á gleraugna og ég treysti mér varla á salernið heima í minni eigin íbúð án þeirra. þó hef ég búið á sama stað í 12 ár tæp. Svo ég dáist að dugnaðinum við sturtuna.

En skamm skamm að stríða fólki svona.....

:-)

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 20.4.2008 kl. 22:28

30 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ef Jens skammaðist sín færu líka líkur á því að Ísland ynni Evrusjónina verulega hækkandi.

Steingrímur Helgason, 21.4.2008 kl. 00:00

31 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

.. og dúfur hættu að skíta á þök.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.4.2008 kl. 01:35

32 Smámynd: Íris Fríða

 Þetta var ansi fyndin færsla!

Íris Fríða , 21.4.2008 kl. 11:14

33 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Ég veit afhverju strákar verða blindir

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 21.4.2008 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband