Plötuumsögn

rokkland2007ólipalli 

Titill:  Rokkland 2007

Flytjendur:  Ýmsir

Lagaval:  Ólafur Páll Gunnarsson

Einkunn: ****1/2

  Rokklandskóngurinn Ólafur Páll er kominn međ góđa uppskrift ađ safnplötu sem er afskaplega girnileg fyrir rokkáhugafólk.  Uppskriftin felst í tvöfaldri plötu ţar sem önnur platan inniheldur sýnishorn af áhugaverđustu lögum liđins ár.  Hin platan inniheldur sígildar perlur úr sögu rokksins.  Elstu lögin eru frá 1956 og ţau yngstu frá ţessari öld.  Hér fyrir neđan er listi yfir lögin á plötunum.

  Á fyrri plötunni eru áhugaverđ lög sem voru kynnt í útvarpsţćttinum Rokklandiá rás 2 í bland viđ lög sem nutu vinsćlda í almennri dagskrá á rás 2.  Ţar kennir ýmissa grasa.  Upphafslagiđ er "instrumental" djass-fönk flutningur Marks Ronsons á ţekktu Coldplay-lagi.  Nćsta lag er sungiđ á dönsku af einni vinsćlustu hljómsveit Dana,  tölvupoppsveitinni Nephew.  Sćnska söngkonan Nina Person (úr The Cardigans) syngur lag međ welsku hljómsveitinni Manic Street Preachers.  Ástralski Íslandsvinurinn Nick Cave fer á kostum í ćđislega flottu lagi međ Grindermen (sem er skipuđ sömu mönnum og The Bad Seedsen áherslurnar eru ađrar.  Til ađ mynda spilar Nick Cave á gítar međ Grindermen).  Ţannig mćtti áfram telja til ađ sýna ađ fjölbreytni er töluverđ á plötunni.

  Ég var búinn ađ ákveđa ađ fá mér plötuna međ Grindermen,  eins og plötur sem innihalda nokkur önnur lög á ţessari plötu,  svo sem međ Radiohead og Michael Franti & Spearhead.  Ég ţarf einnig klárlega ađ kynna mér New York-sveitina The National betur.  Ţađ er svo ljómandi gott lagiđ međ ţeim.

  Fjögur lög á ţessari plötu eru flutt af Íslendingum.  Margir munu fagna ţví ađ fá nú loks á plötu Freight Train í flutningi Lay LowÓlöfu Arnalds og Péturs Ben.  Lögin međ Jónasi SigurđssyniMugison og The Viking Giant Showeru meira spennandi.  The Viking Giant Show er nýja hljómsveitin hans Heiđars úr Botnleđju.

  Seinni platan er í einu orđi sagt frábćr.  Ég á 13 af 14 fyrstu lögunum á henni á plötum međ flytjendunum.  Nema Apache á ég í flutningi Links Wrays í stađ The Shadows.  Lagiđ ágćta međ sćnsku pönksveitinni Randy hafđi ég aldrei heyrt.

  Ţrjú lög til viđbótar á ţessari plötu á ég á plötum međ flytjendunum:  Chuck BerryEddie Cochran og Ram Jam.  Ţađ segir töluvert um ţessa safnplötu ađ ég skuli eiga rösklega 3/4 af lögunum á henni.  Er ţó á henni gamalt rokk og ról,  pönk,  mod,  ţungarokk og "bítlarokk".

  Íslensku lögin međ Utangarđsmönnum ogThor´s Hammer (Hljómum) standa útlendu perlunum í engu ađ baki.  Snilldarlög.

  Í samanburđi viđ ađrar safnplötur er áberandi hvađ Óli Palli hefur nćma tilfinningu fyrir heppilegri uppröđun laga.  Nćsta lag á undan skilur eftir stemmningu sem lađar fram helstu kosti nćsta lags á eftir.

  Ţađ sem gerir ţessa plötutvennu líka verulega eigulega er ađ henni fylgir 36 blađsíđna bćklingur.  Í honum er slíkt safn af fróđleik um lögin og flytjendur ađ hann einn og sér er rík ástćđa fyrir rokkáhugafólk til ađ eignast Rokkland 2007

   Plata 1

1. Mark Ronson And Daptone Horns – God Put A Smile Upon Your Face
2. Nephew – Igen & igen &
3. The Fratellis – Chelsea Dagger
4. The Klaxons – Golden Skans
5. Manic Street Preachers – Your Love Alone Is Not Enough
6. Interpol –The Heinrich Maneuver
7. Spoon –The Underdog
8. Radiohead – Reckoner
9. The National – Fake Empire
10. Lay Low, Ólöf Arnalds og Pétur Ben – Freight Train
11. Rufus Wainwright – Going To A Town
12. Amy Winehouse – Love Is A Losing Game
13. Michael Franti And Spearhead – Yell Fire!
14. Jónas Sigurđsson – Baráttusöngur uppreisnarklansins á skítadreifurunum
15. Rapture – Get Myself Into It
16. Modest Mouse – Dashboard
17. Blonde Redhead – 23
18. The Viking Giant Show – The Cure
19. Grinderman – No Pussy Blues
20. Mugison – Sweetest Melody

Plata 2

1. The Ramones – I Wanna Be Sedated
2. The Jam – Going Underground
3. Buzzcocks – Ever Fallen In Love? (With Someone You Shouldn't Have)
4. Utangarđsmenn – Fuglinn er floginn
5. The Skids – The Saints Are Coming
6. Randy – Win Or Lose
7. MC5 – Kick Out The Jams
8. The Clash – Janie Jones
9. The Fall – Victoria
10. The Runaways – Cherry Bomb
11. Little Richard – Long Tall Sally
12. Thor´s Hammer – I Don´t Care
13. Iggy And The Stooges – Search And Destroy
14. The Shadows – Apache
15. The Tornados – Telstar
16. Chuck Berry – Johnny B. Goode
17. Eddie Cochran – C'mon Everybody
18. Stray Cats – Rock This Town
19. Ram Jam – Black Betty
20. The Hives – Walk Idiot Walk
21. Johnny Kidd And The Pirates – Shakin' All Over
 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ţetta er ađ looka , og ćtti ađ geta veriđ gott í eyrun líka

Takk Takk

Ómar Ingi, 29.4.2008 kl. 00:24

2 Smámynd: Gulli litli

jamm jamm...

Gulli litli, 29.4.2008 kl. 01:32

3 Smámynd: Bárđur Örn Bárđarson

Held ađ ţetta sé plata sem rokkáhugamenn eigi bara ađ eiga í skápnum sínum. Reyndar á ég eftir ađ ná mér í eintak af henni og heyra en kannast ţó líkt og ţú viđ flest lögin og dágóđur hellingur er til í hillunni. Reyndar hef ég veriđ međ latari mönnum undnafariđ ađ sinna plötukaupum. Forgangsröđinu heimilisins hefur veriđ ađ ţokast yfir til konunnar, En ég ćtla strax í dag ađ yfirtaka ţennan hluta heimilisbókhaldsins

Bárđur Örn Bárđarson, 29.4.2008 kl. 03:28

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Takk fyrir ábendinguna Jens!

Ţetta er ţarft framtak hjá Ólafi Páli.  Kynning á nýju efni (og jafnvel gömlu) er í hálfgerđum ólestri. Svo vantar sárlega góđar plötubúđir ţar sem menn geta labbađ ill og rćtt viđ sérfrćđinga í faginu eins og í Japís í gamla daga ţegar Ási o.fl. voru ţar innanborđs. Auđvitađ er hćgt ađ niđurhala öllum fjandanum í dag en ţessi .mp3 tćkni er hreinlega ađ eyđileggja tónlistina, upptökur og tónlistarsmekk manna.
Vil ţó benda mönnum á ágćtan vef ţar sem kynnt er ný tónlist til sögunnar: All Songs Considered á NPR (sem ég held svei mér ţá ađ sé ríkisrekin í USA).  

Júlíus Valsson, 29.4.2008 kl. 10:45

5 identicon

Heyrđi einmitt flutning diskanna í rokklandi núna á sunnudaginn ţegar Óli Palli var ađ kynna diskinn. Verđ ađ vera sammála ţér međ ađ hér er á ferđinni mjög góđ útgáfa. Aftur á móti má setja smá spurningamerki viđ ađ kalla The Viking Giant Show nýja sveit. Kom hún ekki međ mjög vinsćlt lag fyrir svona 2-3 árum síđan sem var mikiđ spilađ á rokkstöđvunum? Spurning ţví hversu ný hún sé.  Hljóma lagiđ hafđi ég svo aldrei heyrt áđur, en líkađi mjög vel viđ. Ţetta er klárlega diskur sem verđur keyptur, eins og allavega 3-4 ađrir rokklands diskar sem mađur á nú ţegar.

Ţorsteinn (IP-tala skráđ) 29.4.2008 kl. 10:59

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Rokkland á rás2..........."rás2, fyrst og fremst í íslenskri tónlist"?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.4.2008 kl. 11:47

7 Smámynd: Júlíus Valsson

ubs! ...ég var nćrri búinn ađ gleyma Dóra á Laugaveginum.  Hvar ertu Dóri?

Júlíus Valsson, 29.4.2008 kl. 14:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband