Skúbb! - Spennandi útvarpsþáttur á leið í loftið

  Nú styttist í að sumardagskrá útvarpsstöðvanna taki við af vetrardagskránni.  Oft reynast þar dúkka upp áhugaverðir þættir.  Ég veit ekkert um sumardagskrá neinnar útvarpsstöðvar ef frá er talið að mér er kunnugt um að full ástæða sé til að hlakka til sumardagskrár rásar 2.  Þar á bæ hafa framsýnir menn tryggt sér útvarpsmennina góðkunnu Andra Frey og Dodda litla.

  Þáttur þeirra fóstbræðra verður á dagskrá á föstudagskvöldum á milli klukkan 8 til 10.  Hann hefur hlotið nafnið Litla hafmeyjan.  Þar með er annarsvegar tenging við nafn Dodda litla og hinsvegar tenging við staðsetningu Andra Freys.  Hann er búsettur í Kaupmannahöfn og sendir sinn hluta þáttarins út þaðan.

  Andri Freyr og Doddi litli hafa sannað sig sem frábærir útvarpsmenn.  Báðir hafa til margra ára unnið á X-inu og Reykjavík FM101,5.  Doddi hefur að auki unnið á FM957 (sem reyndar eru ekki meðmæli.  Dagskrárgerð hans á hinum útvarpsstöðvunum vegur það rækilega upp).  Mig minnir að Andri Freyr hafi unnið á enn einni útvarpsstöðinni en mér tekst ekki að rifja upp nafn hennar.  Enda er það aukaatriði.  Aðalatriðið er að hann er sprækasti,  hugmyndaríkasti og djarfasti dagskrárgerðarmaður í sögu íslensks útvarps. 

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

einhvernvegin hefur mér alltaf fundist sumardagskrár ljósvakamiðla einkennast af leiðindum og tómleika. vonandi að það sé að breytast.

Brjánn Guðjónsson, 30.4.2008 kl. 18:52

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þessir gaurar eru allavega skemmtilegir og gaman að fá þá í útvarp á ný!

Markús frá Djúpalæk, 30.4.2008 kl. 20:18

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já gaman að því að Andri er kominn í loftið aftur.. þekki ekki hinn.

Óskar Þorkelsson, 30.4.2008 kl. 22:15

4 identicon

Flott er, þeir eru sprækir kapparnir. Hvenær byrjar þetta.

Annars held ég að RVKFM hafi risið úr ösku XFM (sem andri vann líka á) , mig minnir það.

ari (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 00:26

5 Smámynd: Jens Guð

  Brjánn,  þetta er ekki algilt.  Ég starfaði á útvarpsstöðvum í gamla daga til margra ára.  Dagskrá einhverra útvarpsstöðva tekur mið af því að skólar starfa ekki á sumrin.  Unglingar hlusta meira á útvarp að degi til á sumrin vegna þess að þá eru þeir ekki inni í skólastofum heldur í unglingavinnunni.  Unglingar hlusta minna á útvarp á kvöldin á sumrum en á vetrum.  Á sumrin eru þeir úti í fótbolta eða á rölti í góða veðrinu.  Jafnframt fjölmennir fólk í sumarbústaði um helgar og í sumarfríum.  Hlustar á útvarp yfir útigrillinu.  Þátturinn Litla hafmeyjan er á fínum tíma fyrir þá sem eru komnir í sumarbústaðinn á föstudagskvöldum.

  Markús,  ég man ekki eftir skemmtilegri innkomu dagskrárgerðarmanns en þegar Andri Freyr kom fram á sviðið í þættinum Freysi á X-inu.  Hann fór dásamlega yfir strikið svo ítrekað að í minnsta skiptið tvisvar var hann kærður og lögreglan mætti í heimsókn.  Allt var þetta þó á frekar saklausum nótum sem höfðu ekki mikinn eftirmála.  Ég hef þekkt Andra Frey frá fæðingu hans og hef haft mikla skemmtun af að fylgjast með honum.  Frábær náungi sem á ekki langt að sækja uppátækjasemi er fara langt inn á gráa svæðið. 

  Hann er líka skemmtilegur tónlistarmaður.  Var í Bisund (sem náði á sínum tíma 2.  sæti í Músíktilraunum) og Botnleðju (sem sigraði í Músíktilraunum) á sínum tíma og Fídel.

  Óskar,  ég þekki heldur ekki Dodda litla nema af nokkrum útvarpsþáttum hans og einu "herrakvöldi" á Kaffi Reykjavík.  Hann er skemmtilega hress þó að ég hafi ekki haft húmor fyrir hlutverki hans sem tónlistarmannsins Love Gúrú.

  Ari,  ég gleymdi að nefna það að þátturinn Litla hafmeyjan fer í loftið - að ég held - 16.  maí.

Jens Guð, 1.5.2008 kl. 01:12

6 identicon

Takk f. það lillepúng. (eins og Andri segir)

ari (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.