Gróf mismunun

  Eitt bílaumboðið,  Hekla held ég frekar en Ingvar Helgason,  fer mikinn í útvarpsauglýsingum í dag.  Það auglýsir bíla á gjafverði,  getur tekið við greiðslum í evrum og veitt hagstæð bílalán í evrum.   Sömuleiðis segir í auglýsingunni að boðið sé upp á drykki,  nammi og pylsur og börnin fá andlitsmálningu.

  Hvað á svona ruddaleg mismunun að þýða?  Af hverju fá bara börnin andlitsmálningu en engir aðrir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Þau fá enga drykki.....

Gulli litli, 2.5.2008 kl. 14:52

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

en hver á að keyra eftir drykkina ?

Óskar Þorkelsson, 2.5.2008 kl. 14:56

3 Smámynd: Gulli litli

Börnin keyra heim....þess vegna engir drykkir handa þeim.....

Gulli litli, 2.5.2008 kl. 14:57

4 identicon

Viðkomandi bílaumboð gerir þetta vafalaust á barmi þeirrar örvæntingar að þeir sitja uppi með mikið magn bíla sem þeir verða að losna við á meðan fólk lætur enn platast af svona gylliboðum og situr svo uppi með lán á heimsins hæstu okurvöxtum. Önnur bílaumboð munu svo fylgja eftir með svipuð örvæntingartilboð.   

Stefán (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 15:25

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þú færð örugglega andlitsmálningu ef þú biður um hana, Jens. Mundu bara að láta taka af þér mynd til að birta hér á þessum vettvangi! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.5.2008 kl. 15:31

6 Smámynd: 365

Meðan einhver peningur er í umferð, þá eru öll meðul notuð.  Lítum á auglýsingar í sjónvarpinu til glöggvunar, það er ekki allt í lagi.

365, 2.5.2008 kl. 15:39

7 Smámynd: Ómar Ingi

Jens við ættum að fá Bjór og svo löbbum við bara með bæklingana heim og skoðum málið

Ómar Ingi, 2.5.2008 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband