Tókst að afstýra fleiri en einum árekstri í dag

árekstur

  Um fimm leytið í dag ók ég í rólegheitum vestur Kleppsveg.  Þegar ég ók um gatnamótin við bensínstöð Shell klesstu tveir bílar þar saman ansi hressilega.  Ég kippti mér ekkert upp við það.  Hélt bara áfram og beygði síðan upp Kringlumýrabraut.  Er ég kom að fyrstu gatnamótunum - við Cabin hótel og Essó-bensínstöðin - beygði ég í vesturátt.  Um leið sá ég tvo bíla skella saman við gatnamótin.

  Þetta kom mér ekki við svo ég hélt í humátt að verslun Nóatúns við Nóatún.  Er ég renndi þar í hlað sá ég bíl bakka út úr stæði og klessa á bíl fyrir aftan sig.  Þá áttaði ég mig á því hvað var í gangi.  Bíllinn minn sendi frá sér vonda strauma.

  Ég brá við skjótt.  Lagði bílnum og tók leigubíl til hins bílsins míns.  Það sem eftir lifði dags ók ég um á honum.  Eins og mig grunaði urðu ekki fleiri árekstrar í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég held þú neyðist til að hætta að drekka tólf tíma á dag, frá því klukkan sjö á morgnana, Jensinn minn.

Þorsteinn Briem, 6.5.2008 kl. 23:45

2 Smámynd: Gulli litli

Bara taka strætó.....

Gulli litli, 6.5.2008 kl. 23:51

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hvaða tegund, árgerð og litur er illgjarni bíllinn þinn og hvaða númer er á honum? Ég ætla að passa mig á honum í umferðinni.

Lára Hanna Einarsdóttir, 6.5.2008 kl. 23:51

4 identicon

Ég tek undir spurningu Láru Hönnu,Jens vinsamlegast svaraðu.

Númi (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 23:55

5 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  velkominn til leiks á ný.  Það var dauflegra á blogginu í fjarveru þinni.  Ég drekk aldrei klukkan 7 á morgnana.  Þá er ég nefnilega nýfarinn að sofa.

  Gulli,  ég vinn við að keyra út Banana Boat heilsusnyrtivörum.  Það er erfitt að burðast með í strætó tugi kassa upp á samtals nokkur hundruð kíló.  En samt.  Ekki útilokað.  Ég skal taka þetta til athugunar. 

  Lára Hanna og Númi,  ég var á silfurlitum Volkswagen Caddy sendibíl.  Ég man ekki árgerð né númer.  Hann hefur aldrei sent frá sér vonda strauma áður svo ég muni eða hafi tekið eftir.

  Þessi saga er sönn þó ótrúleg sé:  Að sjá þrjá árekstra á stuttri leið með örfárra mínútna millibili.  Reyndar var rigning en þó engin hellidemba.  Mér þykir líklegt að sagt verði frá einhverjum þeirra í dagblöðum á morgun.

Jens Guð, 7.5.2008 kl. 00:10

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Heldurðu að þess verði getið í blöðunum að árekstrarnir séu allir Jens og silfurlita Caddyinum að kenna? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.5.2008 kl. 00:40

7 identicon

Það hefur eflaust líka e-ð um þetta að segja að nýtt tungl var að láta sjá sig.

ari (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 01:04

8 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Hvort er þetta lán eða ólán ?

Verður þú ekki að gefa okkur akstursáætlun svo við getum haldið okkur í öðu hverfi en því sem þú ekur um í Jens.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 7.5.2008 kl. 01:11

9 Smámynd: Jens Guð

  Lára Hanna,  það fer eftir því hvort blaðamenn vinna heimavinnuna sína.

  Ari,  nýja tunglið fór framhjá mér.  En kannski hafði það vond áhrif á bílinn.

  Guðrún Þóra,  þetta var lán í óláni.  Ég leyfi sendibílnum að hvíla sig í smá stund þangað til hann hagar sér betur.

Jens Guð, 7.5.2008 kl. 02:06

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Komdu með mynd af helv... sendibílnum, svo maður geti varað sig í næstu höfuðborgarferð

Haraldur Bjarnason, 7.5.2008 kl. 08:14

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.5.2008 kl. 08:50

12 identicon

Ég held að það þurfi að fara langt út fyrir Evrópu til að finna lélegri og tillitslausari bílstjóra en þá sem keyra hér um götur, svínandi yfir á rauðum ljósum, sleppandi því að gefa stefnuljós og gleyma sér í gemsunum svo að bílarnir sveiflast á milli akreina.   

Stefán (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.