8.5.2008 | 13:31
Sótt að borgarstjóranum
Síðustu daga hafa fjölmiðlar verið með einhliða neikvæða umfjöllun um borgarstjórann í Reykjavík, Ólaf F. Magnússon. Látið er að því liggja að hann hafi ítrekað skipt um skoðun varðandi flugvöllinn í Vatnsmýri og hamrað er á því að borgarstjórinn sé einangraður í afstöðunni til þess að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri.
Hið rétta er að borgarstjórinn hefur aldrei hvikað frá stuðningi sínum við veru flugvallarins í Vatnsmýri. Borgarstjórinn er gegnheill hugsjónamaður sem stendur fast á sinni sannfæringu.
Tal um að hann sé einangraður er villandi, svo ekki sé meira sagt. Að vísu er hann eini borgarfulltrúinn sem berst fyrir áframhaldandi veru flugvallarins þar sem hann er. En í kosningum sem fram fóru fyrir nokkrum árum um það hvort flugvöllurinn ætti að fara eða vera var útkoman nokkuð jöfn. Þátttaka var reyndar svo dræm að kosningin var ógild.
Síðan hafa skoðanakannanir einungis mælt vaxandi fylgi við flugvöllinn í Vatnsmýri. Síðasta könnun Fréttablaðsins mældi 60% stuðning Reykvíkinga við flugvöllinn í Vatnsmýri. 60% stuðningur sýnir að borgarstjórinn er ekki einangraður heldur þvert á móti fulltrúi meirihluta Reykvíkinga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
Nýjustu athugasemdir
- Svangur frændi: Var ekki kellingarangin bara heppin, engu stolið og pörupilturi... Bjarni 14.3.2025
- Svangur frændi: Stefán, ég kannast við þetta. jensgud 13.3.2025
- Svangur frændi: Tryggingastofnun gleypir t.d. hverja krónu jafnóðum og lífeyris... Stefán 12.3.2025
- Svangur frændi: Stefán, hvað gerði Tryggingastofnun af sér? jensgud 12.3.2025
- Svangur frændi: Það eru nú til stærri og umfangsmeiri afætur en þessi gutti, t.... Stefán 12.3.2025
- Svangur frændi: Jóhann, óheppni eltir suma! jensgud 12.3.2025
- Svangur frændi: Já það er vandlifað í þessari veröld. Það er aldrei hægt að ga... johanneliasson 12.3.2025
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt: Brynjar, þetta vissi ég ekki. Takk fyrir fróðleikinn. jensgud 7.3.2025
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt: Vissirðu að Pósturinn Páll syngur bakraddir á Hvíta albúmi Bítl... Brynjar Emil Friðriksson 6.3.2025
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt: Ingólfur, bestu þakkir fyrir þessa áhugaverðu samantekt. jensgud 5.3.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 0
- Sl. sólarhring: 85
- Sl. viku: 1183
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1016
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Kommon Jens! Maðurinn opnar ekki munninn án þess að gera sig að enn meira fífli! Og bæta Jakobi Frímanni inn í þetta skelfilega mengi er náttúrulega algjört kjaftshögg og vorum við borgarbúar orðnir aumir fyrir á kjammanum!
Heiða B. Heiðars, 8.5.2008 kl. 13:36
Núverandi borgarstjóri Reykjavíkur er að mínu mati lélegasti, leiðinlegasti, húmorslausasti og vonlausasti borgarstjóri sem ég man eftir hér, en sem betur fer virðist enginn í borgarstjórn hlusta á hann, enda virðist hann hafa alla borgarstjórnarfulltrúa upp á móti sér sama hvoru megin borðsins er. Ráðning hans á Jakopi F Magnússyni og þeirri tæpu milljón sem við borgarbúar þurfum að borga í hans vasa er enn einn mínusinn sem sem skrifast á þennan mjög svo óvinsæla borgarstjóra, sem ég ætla að varla nokkur borgarbúi myndi kjósa eða styðja í dag. Starf borgarstjóra snýst ekki bara um flugvöllinn.
Stefán (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 13:49
Þarna skaut blessaður borgarstjórinn sjálfan sig í stóru tána.Tel að upp frá þessum gjörningi hans undanfarna daga þá fara dagar hans ört fækkandi sem Borgarstjóri.Mannréttindastjóri borgarinnar gafst upp og sagði upp,'olafur F sagði að það ætti að spara á sem flestum sviðum,en þessi staða mannréttindastjóra sem var ný hún var barasta blásin af.Og Jakob Frímann Magnússon ráðinn til að redda,-------redda Ólafi F Magnússyni burt úr Borgarstjórastóli. Tek undir með Stefáni í bl,No 2.
jensen (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 14:26
er ekki bæði ómálefnalegt og óviðeigandi að ræða þetta?
Brjánn Guðjónsson, 8.5.2008 kl. 14:26
Leikskólavísa:
Ólafur Friðrik hinn óskýri,
ætíð hann er í fyrsta gíri,
eins og köttur úti í mýri,
æðir Jakob hinn fokdýri.
Þorsteinn Briem, 8.5.2008 kl. 14:39
Og til hamingju með daginn, elsku kallinn minn!
Þorsteinn Briem, 8.5.2008 kl. 14:48
Ólafi Magnússyni er ekki sjálfrátt. Það eru brotalamir í íslensku lýðræði sem gera það að verkum að við fáum það sem við eigum skilið. Svokallað "karma reflex" Semsagt: Fólk er fífl og kýs yfir sig fífl !
Annars er besta hljómsveitarnafnið: "Grandmothers Lust"
Kristján P. (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 14:54
Jens hvernig dettur þér í hug að bera blak af Óla Falska? Sveik hann ekki þig og þína skoðanabræður með því að yfirgefa frjálslynda og ganga í íslandshreifinguna ?
Óli F er ömurlegasti maður sem hugsast getur í áhrifastól á íslandi í dag.. og sennilega fyrr og síðar.
Óskar Þorkelsson, 8.5.2008 kl. 15:10
Ég ætla ekki að gera Óla Magg. að umræðuefni hér. Miklu frekar að tala um smáborgarahátt Íslendinga. Það er ábyggileg mjög gott að búa í stórborginni Reykjavík, geta farið í strætó, Ríkið, Bónus, og tekið eigubíl. Ys og þys hversdagsins gerir mann að óþekktri stærð í eirðarleysi stórborgar. Enginn tekur eftir neinum og öllum er skítsama...nema um helgar þegar jarneskur losti og eftirsókn eftir fullnægingu tekur völdin. Ég bý í samfélagi, árið 2008 í 100 km. radíus frá Reykjavík. Þar vita allir hvað ég er að kaupa í matinn og þessi innkaup verða ósjálfrátt aðalumræðuefni íslenskra smáborgara. Ég hef búið í útlöndum í nokkur ár en aldrei á ævi minni upplifað annan eins samfélagslegan aulagang einsog raun ber vitni.
Kristján P. (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 15:19
" Borgarstjórinn er gegnheill hugsjónamaður sem stendur fast á sinni sannfæringu."
Tek undir þetta með þér, Jens.
Kveðja, Auður
Auður (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 15:42
Ég heyri marga tala um það núna að þeir muni flytja lögheimili sín frá Reykjavík á meðan Ólafur F er borgarstjóri, samt ekki nálagt Meðalfellsvatni þar sem Jakob Frímann hefur hreiðrað um sig.
Stefán (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 16:04
Þessi borgarstjórnarmeirihluti er orðinn tragikomiskur brandari, þar sem borgarstjórinn er í aðalhlutverkinu sem trúðurinn. Og nú er hann búinn að ráða sér aðstoðartrúð!
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 16:07
Sæll, Jens.
Jakob Frímann nýráðinn framkvæmdastjóri miðborgar, það má segja að með ráðningu Jakobs sé réttur maður á réttum stað enda maðurinn mjög hæfileikaríkur og alltaf staði sig með miklum sóma, borgarstjóri hefur rétt á að ráða inn fólk sem hann ber traust til , borgarstjóri verður að hafa ákvörðunarvald til að sinna sínum skyldum án þess að veða níddur niður af óvönduðum minnihluta í borgarstjórn.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 8.5.2008 kl. 16:45
Sjálfstæðis(græðgi)flokkurinn setti borgarstjórastólinn, næst valda- og virðingarmesta embætti í landinu, á uppboð með því að selja hann í hendurnar á manni sem augljóslega er vanhæfur til að sinna embættinu og hafði auk þess minnst fylgi á bak við sig af öllum flokkunum.
Allt til að svala valdafíkn sinni. Alveg sama þó kjósendur og embætti borgarstjóra sé svívirt. Ólafur F(ylgislausi) Magnússon skipar síðan aðra fylgislausa vildarvini sína í feitu embættin.
Þessi borgarstjórnarmeirihluti er ekki nema til að hlæja (eða eftir atvikum gráta) að honum. Hann byggðist ekki á neinu nema valdagræðgi þeirra sem skipa hann.
Theódór Norðkvist, 8.5.2008 kl. 17:32
Það er gott að búa í Hafnarfirði!
Guðni Már Henningsson, 8.5.2008 kl. 18:34
Sæll, Theódór.
Framreiknuð laun fyrrum framkvæmdastjóri miðborgar R-listans eru þau sömu og Jakobs, var enginn spillinginn þar ? Samt byrjað hún þar.
Það er gott að búa í Hafnarfirði.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 8.5.2008 kl. 18:47
Óli F var enn og aftur að gera sig að fífli.. nú í viðtali á stöð 2 þar sem hann tönnslaðist á því hikstandi og roðnandi í framan að hann væri ekki spilltur...
Óskar Þorkelsson, 8.5.2008 kl. 19:15
Haha, nú hjarta mitt hlær!
En hvað sé ég!
ER einhver búin að stela hinu ódauðlega viðurnefni "Rauða ljónið" frá Bjarna Fel!?
Það þykir mér ljótt að sjá!
Magnús Geir Guðmundsson, 8.5.2008 kl. 19:19
Aumleg var vörn borgarstjórans í sjónvarpsstöðvunum í kvöld. Hikstandi og stamandi reyndi hann að halda uppi vörnum með því að yfirspila spyrjendur, en án árangurs. Þekkt er sú vörn stjórnmálamanna með lélegan málstað að reyna að yfirspila spyrla í fjölmiðlaviðtölum, samanber Jónínu Bjartmarz og Helga Seljan á sínum tíma.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 20:33
Sigmar í Kastljósinu stóð sig vel,gagnvart Ólafi F,þó Ólafur reyndi að kjamma einsog hann gat og það oft á tíðum óskiljanlegt sem frá honum kom.Ég hjó eftir því að hann sagði (Ólafur) að Jakob Frímann væri nokkurskonar,Miðbæjarborgarstjóri.Maður bara spyr ræður hann Ólafur ekki við neitt, aðstoðarmenn til hægri og vinstri og út um allt,burt með þennan Borgarstjóra,hann hefir verið ósannfærandi í starfi allt frá fyrsta starfsdegi sínum í þessu embætti sem hann lét múta sér í eða réttara sagt tróð sér í.Munu Úthverfaborgarstjórar verða ráðnir einnig.....?.Hver veit----------Ólafur F,hann veit hann er svo ótrúlega heiðarlegur.Ólafur F Magnússon er farinn að minna á ónefndan mann í Seðlabankanum.
jensen (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 20:47
Ólafur F hann talar bara í hringi,hann hefur enga burði í þetta starf,það sést vel hve brothættur hann er.Það þarf sterka einstaklinga og ákveðna í þetta starf,persónulega var ég lítt hrifin af Degi B,langlokutal hans var pirrandi hann átti það til einsog Ólafur að vera óskiljanlegur í málsvörnum,þegar þeir voru spurðir af fréttamönnum.Tel að Ólafur F ætti að segja af sér sem fyrst,óánægja gagnvart þessari ráðningu hans er rétt að byrja,treystir hann sér í þá baráttu.?
jensen (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 21:13
Ég fer nú að hafa áhyggjur af blessuðum borgarstjóranum, þetta er allt of mikið fyrir hann. Þið munið að hann er nýlega komin með heilbrigðisvottorð. Hann hefur alltaf viljað flugvöllinn, ég er hrifin af því, ég vil líka flugvöll í Vatnsmýrinni, það gefur líf í Vesturbæinn.
Ég hef þá trú að hann hafi ráðið sér Jakob Frímann, gamla skólabróðir sinn til stuðnings, því það er eins og þið vitið hann þarf einhvern að halla sér upp að..
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 8.5.2008 kl. 21:23
útskýrðu fyrir mér Guðrún.. hvernig gefur flugvöllurinn líf í Vesturbæ ? Ég bý þar og eina lífið sem þessi óskapnaður gefur er umferð í loftinu.. og henni fylgir hávaðamengun.
Óskar Þorkelsson, 8.5.2008 kl. 21:35
Skítt með Óla, til hamingju með daginn.
Og skál í botn!
viðar (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 21:35
Knús á þig elsku Jens minn
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.5.2008 kl. 22:08
Sá maður sem ekki sér eitthvað athugavert við þessa Stuðmannaráðningu ætti náttúrulega að hætta að villa á sér heimildir og láta lengja á sér eyrun. Hvað hugsjónirnar varðar ... ja þá... ef einhverjar eru... drukkna þær bara og deyja í svo ótrúlegum leiðindum að ég skil bara ekki af hverju samstarfsmenn hans setja hann ekki í fjölmiðlabann. Þetta er einn fárra pólítíkusa sem nær gera mig hálf "arry" í hvert skipti sem ég heyri í honum.
Þorsteinn Gunnarsson, 8.5.2008 kl. 22:10
....6472....eða var það 6742...eða......
....var hann ekki örugglega blörraður í sjónvarpinu í kvöld?
Haraldur Bjarnason, 8.5.2008 kl. 22:23
Jens Kristján Guðmundsson,Sauðakræklingur og Hólamaður,til hamingju með árin og daginn. Hvað eru þaug annars mörg.
Eru Þaug svona mörg:::: I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I ::::.........
jensen (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 22:32
Hjá Jakobi Frímanni er núna, SUMAR Á SÝRÐU LANDI.
jensen (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 22:41
Ég fæ ekki betur skilið en að Jens eigi afmæli í dag... eða hvað?
Til öryggis: TIL
Lára Hanna Einarsdóttir, 8.5.2008 kl. 23:12
Sjitt... veit ekki hvernig þetta gerðist - læt eins og ekkert sé.
Til öryggis: TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ, JENS!
Lára Hanna Einarsdóttir, 8.5.2008 kl. 23:13
Ég vann hjá Ístak um nokkurra vikna skeið við endurnýjun flugvallarins árið 2001. Þó ég sé fæddur og uppalinn Rvk-ingur og þaulkunnugur borginni sem mig ól, þá kom mér satt að segja á óvart hve gríðarlega plássfrekur flugvöllurinn er. Annað sem kom mér á óvart, er hve fjölskrúðugt fuglalíf og varpland er utan við malbikaðar brautirnar. Þar eiga heimkynni rjóminn af fuglaflóru Íslands, sem segir okkur hve dýrin í náttúrunni eru góð í að aðlaga sig umhverfinu.
Ég skil vel að margir Rvk-ingar renni hýru auga til vatnsmýrarinnar, en það kæmi mér ekki á óvart þó sæi eitthvað á fuglífinu við Tjörnina ef svæðið verður tekið undir íbúðabyggð, auk óvissu um vatnsbúskap Tjarnarinnar. Þó fuglar aðlagi sig, þá þurfa nú vaðfuglar, endur og aðrir vatnssæknir fuglar að hafa aðgang að vatni. Vatnsmýrin ber nafn sitt ekki að ástæðulausu. Að sjálfsögðu er ég fylgjandi flugvellinum í Vatnsmýrinni en til vara má hann fara út á Löngusker.
Eitthvað hefur lítið farið fyrir umræðunni um samgöngumál í samhengi við þessa 10-15 þús. manna íbúaaukningu í miðborginni. Þegar minnst hefur verið á brýr og aðrar vegtengingar yfir Skerjafjörðinn til Kópavogs eða jafnvel Álftaness, þá hafa umhverfisverndarsinnar bent á að það yrði skelfilegt umhverfisslys gagnvart lífríkinu á skerjasvæðinu og ásýnd þess, að hrófla við því með samgöngumannvirkjum. Mörg sveitarfélög kæmu að ákvarðanatöku um slík samgöngumannvirki og ég er ekki að sjá það gerast að sátt yrði um þau mál. Það er meðal annars þess vegna sem Ólafur F. vill sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, til þess að ákvarðanataka um skipulagsmál komist upp úr eiginhagsmunapoti einstakra sveitarfélaga og yfir í heildarhagsmuni samfélagsins alls á svæðinu.
Um ráðningu Jakobs í þetta Miðborgarstjórastarf er það að segja, að fyrrv. meirihluti réð í samskonar starf með sömu launakjörum. Starfið var auglýst enda um framtíðarstöðuveitingu að ræða. Ekki hef ég séð afurðum fyrirrennara Jakobs flaggað mikið, kannski fékk viðkomandi of skamman tíma til að marka spor. Jakob fær ár. Sjáum til.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.5.2008 kl. 00:52
Að fréttamenn geri þetta smámál að aðalmáli dagsins er alveg yfirgengilegt. Smámál um mannaráðningu í sambandi viðað reyna að hressa uppá forljótt og þreytt andlit borgarinnar. Borgarstjóri í þriðju gráðu dónalegri yfirheyrstu í sjónvarpi um hvernig standi á því að hann leifi sér að ráða mann í tæpt ár . Reykvíkingar eru þið ekki með sjónvarpsdagskrá eða eitthvað lókalblað til að blaðra í um svona lagað. Það er von að maðurinn segi “Það er gott að búa í Hafnarfirði”
Snorri Hansson, 9.5.2008 kl. 03:13
Aldrei nokkurn tíma hef ég séð mann koma eins illa fyrir í Kastljósum fjölmiðla en Ólaf F í gærkvöldi, enda hefur hann marga slæma málstaði að verja til að hiksta á. Reyndar er hann líka að draga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins með sér niður í skítinn og ég held að þeir hljóti að skammast sín óskaplega mikið fyrir hann.
Stefán (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 09:32
Miðbærinn var orðinn svo ömurlegur að maður skammaðist sín fyrir að koma með útlendinga niður í bæ. Þeir sem bera ábyrgð á þessu svínaríi bauna nú hvað hæst að hershöfðingja Græna hersins. Eitt er víst að nú munu hendur standa fram úr ermum.
Sigurður Þórðarson, 9.5.2008 kl. 09:47
Ég lít svo á að Reykjavík sé án borgarstjórnar. Ef þetta væri stærstu afglöp meirihlutans myndi ég ekki kvarta. Þetta er frekar kornið sem fyllti mælinn.
Theódór Norðkvist, 9.5.2008 kl. 10:31
Ég hélt að Sigurður Þórðarson væri talsmaður Frjálslyndra en ekki Íslandshreyfingar, kanski búinn að skipta um flokk eins og Ólafur F og Jakob Frímann. Sá síðastnefndi mun tæplega hafa mikinn tíma til að vinna fyrir ofurlaunum sínum hjá borginni vegna anna við tónlist og búandi upp við Meðalfellsfvatn í Kjós.
Stefán (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 10:42
Maðurinn hljómar eins og ég veit ekki hvað, hann er lafmóður núna í Reykjavík Síðdegis og það hljómar næstum eins og hann sé grenjandi?
Maðurinn er svo greinilega ekki hæfur sem Borgarstjóri!
Benna, 9.5.2008 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.