9.5.2008 | 11:10
Diskó og pönk
Þessa dagana er verið að sýna í Þjóðleikhúsinu leikverkið Ástin er diskó, lífið er pönk eftir Hallgrím Helgason. Það hefur verið uppselt á allar sýningar til þessa. Einnig er uppselt á næstu sýningar. Þessi sýning hefur gefið mörgum ástæðu til að rifja upp árin um og upp úr 1980.
Í Fréttablaðinu tjáði Unnur Steinsson (móðir Unnar Birnu sem var kynnir í sjónvarpsþættinum Bandið hans Bubba) sig um málið. Hún var tískusýningadama á þessum tíma.
Unnur segist ekki hafa byrjað að hlusta á pönk fyrr en Egó kom til sögunnar. Jafnframt fullyrðir hún að pönkið hafi dáið en diskóið lifi.
Að því gefnu að Unnur eigi við hljómsveitina Egó - en ekki bensísstöðvar Egó - þá var sú hljómsveit ekki pönksveit. Egó byrjaði sem þungarokkssveit en breytti fljótlega yfir í fjölbreytta popprokkssveit af því tagi sem heyrði undir samheitið nýbylgju.
En fyrst Unnur skilgreinir Egó sem pönk og telur að pönkið hafi dáið þá er sérkennilegt að Egóið virðist vera ódrepandi. Sú hljómsveit er enn að og vinsældir hennar færast í aukana í áranna rás fremur en hitt. Fyrir þremur árum dró hún 110.000 manns á hljómleika í miðbæ Reykjavíkur og sló þar með Íslandsmet.
Burt séð frá Egói þá hefur pönkið fram á þennan dag lifað góðu lífi, hérlendis sem og erlendis. Það er stöðugt verið að setja hér upp vel sótta pönkhljómleika. Fyrir örfáum vikum var haldin stórkostleg pönkhátíð á Grand Rokk þar sem liðsmenn Fræbbblanna, Q4U, Das Kapital, Taugadeildarinnar og Tappa tíkarrass afgreiddu pönk-klassíkina. Hljómsveitir eins og Morðingjarnir, Rass, Æla, DYS, Hölt hóra, Innvortis, Dr. Spock og margar fleiri hafa verið og eru áberandi í rokksenunni. Svo ekki sé minnst á Fræbbblana sem aldrei hafa verið betri og sprækari en nú. Og hver átti bestu íslensku plötuna í fyrra? Ójú, harðkjarnapönksveitin I Adapt.
Hvað getum við talið upp margar starfandi diskóhljómsveitir? Bíðum nú við. Ja... er einhver diskóhljómsveit starfandi á Íslandi?
Flokkur: Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:12 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
Nýjustu athugasemdir
- Svangur frændi: Var ekki kellingarangin bara heppin, engu stolið og pörupilturi... Bjarni 14.3.2025
- Svangur frændi: Stefán, ég kannast við þetta. jensgud 13.3.2025
- Svangur frændi: Tryggingastofnun gleypir t.d. hverja krónu jafnóðum og lífeyris... Stefán 12.3.2025
- Svangur frændi: Stefán, hvað gerði Tryggingastofnun af sér? jensgud 12.3.2025
- Svangur frændi: Það eru nú til stærri og umfangsmeiri afætur en þessi gutti, t.... Stefán 12.3.2025
- Svangur frændi: Jóhann, óheppni eltir suma! jensgud 12.3.2025
- Svangur frændi: Já það er vandlifað í þessari veröld. Það er aldrei hægt að ga... johanneliasson 12.3.2025
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt: Brynjar, þetta vissi ég ekki. Takk fyrir fróðleikinn. jensgud 7.3.2025
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt: Vissirðu að Pósturinn Páll syngur bakraddir á Hvíta albúmi Bítl... Brynjar Emil Friðriksson 6.3.2025
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt: Ingólfur, bestu þakkir fyrir þessa áhugaverðu samantekt. jensgud 5.3.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 5
- Sl. sólarhring: 85
- Sl. viku: 1188
- Frá upphafi: 4129894
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1019
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Lífið er pönk og það sem meira er að ástin er líka pönk....Unnur hefur furðulega sýn á málin...
Gulli litli, 9.5.2008 kl. 11:14
Þess má geta í leiðinni að þetta leikrit Hallgríms Helgasonar er að fá vægast sagt hörmulega dóma hjá gagnrýnendum og fólki er eindregið ráðlagt að sleppa því að borga sig inn á það.
Stefán (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 11:32
Þrettándinn ansi þunnur,
en þrýstin að aftan Unnur,
gagna er lélegur grunnur,
getnaðarlegri en nunnur.
Þorsteinn Briem, 9.5.2008 kl. 11:34
Mæl þú manna heilastur Brjánslækjar Steini.
Ef ég þarf einhverntíman að fá upplýsingar um tónlist frá konu sem hefur unnið sér það helst til frægðar að vera sæt, þá held ég að það megi skjóta mig.
Hitt er svo annað mál, með hitt, það er að segja...
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 9.5.2008 kl. 12:12
Unnur verður seint talin mesti tónlistar spekingur Íslands, finnst soldið slegið undir beltis stað að skjóta á hana.
Segir kannski í leiðinni hvað diskóið er mikið á lífi ef hún er talin talsmaður diskósins, Palli er auðvitað diskódrottning landsins en hann hefur alltaf verið nær júródans en diskói.
Var til alvöru diskósveit á Íslandi fyrir utan Ljósin í Bænum sem gerðu hvað ? 2 lög: Diskó Frisko og Tunglið.
Það er kannski hægt að tala um danssveitir í Íslandssögunni en diskósveitir...
Þórður Helgi Þórðarson, 9.5.2008 kl. 12:50
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.5.2008 kl. 13:28
Að tengja pönk við tónlist er móðgun við tónlistargyðjuna. Pönk er fyrir flytjendur sem ekkert geta og ekkert kunna og hlustendur sem hafa gaman af hávaða. Örfáir pönkarar hafa náð að gera pönkið að listgrein og þá í gjörningsformi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.5.2008 kl. 18:12
Ja, svei mér Jens, ef meðalgreindarvísitala þeirra sem tjá sig hérna venjulega hefur ekki stokkið upp á við um nokkur prósent eftir innleggið síðasta, þá er ég ílla svikin hahaha!
Úr viskubrunni vel hér jós,
af valinkunnri þekkingu!
Sjálfur Gunni GÁFNALJÓS
og greindi pönksins blekkingu!?
Magnús Geir Guðmundsson, 9.5.2008 kl. 23:03
Gulli, góður punktur. Lífið og flest sem að því lýtur er pönk. Og því meira pönk þeim mun betra!
Stefán, ég er að bíða eftir því að ekki sé uppselt á einhverja sýninguna á þessu leikverki. Ég hef fylgst með dómunum í dagblöðunum og einnig umsögnum bloggara. Þar eru ekki allir á einu máli. Fyrir mína parta hljómar ekki spennandi að diskómúsík sé í leikverki. Á móti kemur að kannski/vonandi er pönkið áhugavert. Sumir hafa nefnt að það sé líka gaman að fara 28 ár aftur í tímann og rifja upp það sem var mest áberandi á þeim tíma.
Viðfangsefnið er áhugavert. Spurning hvernig unnið er úr því. Ég á eftir að tékka á því og mun gefa skýrslu. Aðstandendur sýningarinnar sendu mér boðsmiða sem ég ætla að nýta.
Steini, skemmtileg vísa.
Einar, þó að þú sért einni kynslóð yngri en Unnur Steinsson (á aldur við dóttur hennar, Unni Birnu) þá myndi ég frekar treysta þinni sagnfræði um hræringarnar í poppsögunni um og upp úr 1980 en hennar.
Þórður Helgi, Ljósin í bænum voru að hæðast að diskóinu en ekki heiðra það. Höfðu meira að segja takthraðann ójafnan í Diskó Friskó. Vissulega er Páll Óskar diskódrottning en eins og þú bendir réttilega á þá gerir hann öllu frekar út á Júródanspoppið.
Helgi, þú er vitaskuld í suðupotti pönksins og veist jafn vel og ég að af nógu er að taka í pönki nútímans, jafnframt því sem gömlum pönkslögurum fjölgar jafnt og þétt sem falla undir þann hatt að verða klassík/ódauðleg.
Helga Guðrún, takk fyrir þetta innlegg.
Gunnar, ég er þér ósammála. Pönkið er víðfemnara en þú ætlar. Það bauð/býður upp á afturhvarf til frumbernsku rokksins: Einfaldleika, spilagleði, innlifun, útrás fyrir sköpunarþörf og umburðarlyndi gagnvart því að allir geti verið þátttakendur.
Pönkið hefur alið af sér margar perlur sem standast bærilega tímans tönn. Góðar grípandi lífseigar laglínur sem hafa náð langt út fyrir pönksenuna.
Það er misskilningur að skilyrði þess að spila pönk sé að kunna ekkert. Pönkið hefur alið af sér marga yfirburðargóða hljóðfæraleikara. Svo ég nefni bara Clash - aðra af helstu pönksveitum bresku pönkbyltingarinnar ´77 - þá var þar innanborðs snilldar rythma-par (bassi+trommur). Ég gæti haldið áfram langri upptalningu með því að tiltaka fleiri hljómsveitir.
Jens Guð, 9.5.2008 kl. 23:32
Maggi, pönkið er tónLIST ef við göngum út frá því að list sé sá verknaður að framleiða eitthvað í sköpunargleði út frá sköpunarþörf og greini sig á þann hátt frá staðlaðri iðnaðarframleiðslu.
Í mínu fjögurra ára námi í Myndlista- og handíðaskóla Íslands var þessi munur stöðugt til umræðu. Hitt er annað mál og snýr ekki að pönki fremur en annarri tónlist eða öðrum listgreinum að til er góð list og vond list. Vel heppnuð listaverk og misheppnuð listaverk.
Jens Guð, 9.5.2008 kl. 23:42
Ég er kannski að skilgreina pönkið of þröngt. En þegar pönkhljómsveitir fara að hljóma sæmilega, þá eru þær eins og tvíkímblöðungur að gæjast upp úr moldarsverðinum og verða svo jafnvel að fallegu blómi, ef hlúð er að honum. Tala nú ekki um ef hann fær staðgóða næringu. En fræið er samt sprottið úr drullunni og þar er rótin.
Var þetta ekki heimspekileg samlíking?
Flott vísa hjá þér Magnús.
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.5.2008 kl. 00:10
Gunnar, þú ert að skilgreina pönkið of þröngt. Það sem greinir pönkið frá mörgum öðrum músíkstílum er að pönkarar og pönksveitir koma fyrr út á markaðinn en margir sem gera út á aðra músíkstíla. Dæmi: U2 var upphaflega pönksveit. Liðsmenn U2 reyndu að kráka lög annarra en uppgötvuðu að þeir réðu ekki við þau. Þeir fóru því eigin leiðir á þeim forsendum sem þeir réðu við. Og viti menn: Gítarleikarinn Edge blómstraði sem besti "lélegi" gítarleikari rokksögunnar og lagði grunn að músíkstíl U2. Datt niður á "strömm" sem var ólíkt öllu öðru en bjó til hljóðheim sem gerði U2 að einni stærstu hljómsveit rokksins.
Og svo að ég vitni aftur til Clash þá var sú hljómsveit heillandi frumstæð í fyrstu lögum. Fyrsta lag Clash, White Riot, (mars 1977) er flott, virkilega flott, og ber öll einkenni bílskúrshljómsveitar sem kýlir á hlutina undir getu. Þegar liðsmenn Clash reyndu að enda lagið með "ruslatunnuendi" þá réðu þeir ekki við það og niðurstaðan varð að yfirkeyra niðurlagið með vekjaraklukku. Yndislega einföld niðurstaða.
Framhaldið varð hinsvegar það að Clash fóru að fikta við reggí. Og þar allt í einu náði bassaleikarinn rökum á forminu sem fáir hafa leikið eftir.
Jens Guð, 10.5.2008 kl. 00:54
Sorry, átti að vera TÖKTUM en ekki rökum.
Jens Guð, 10.5.2008 kl. 00:55
og til þess að nefna nokkrar sem að eru svona á jaðri þess að vera underground og mainstream þá langar mig að nefna Streetlight Manifesto, Reel Big Fish, Dropkick Murphys, Flogging Molly, The Real Mckenzies, Mad Caddies og The Mudmen.
Allt pönkhljómsveitir með ska- og írskum þjóðlagaáhrifum. Mæli eindregið með að gera snögga leit að þeim á YouTube.
Þess má líka geta í framhjáhlaupi að ég var á sameiginlegum tónleikum Streetlight Manifesto og Reel Big Fish í Loppen í Kristjaníu hérna í Köben á köldu miðvikudagskvöldi sl. Febrúar og þvílíkan kraft og spilagleði hef ég sjaldan upplifað nema ef vera skyldi á tónleikum með meisturunum í Rolling Stones.
Ekki eru Dropkick Murphys heldur leiðinlegir á tónleikum. Spiluðu á Vega í Köben í byrjun apríl og tnóleikarnir voru ein stór skemmtun frá upphafi til enda og hvergi slegið af. Flogging Molly mun ég svo berja augum á Vega í Köben í lok Júní. Get ekki annað sagt en að ég hlakki óendanlega til þess.
En það er mikil misskilningur að pönkið sé dáið eða í einhverri lægð. Hefur eilítið breyst frá dögum Sex Pistols og Stranglers en lifir fínu lífi í dag.
Jón Hnefill Jakobsson (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 12:14
hahahahahaha!
Má vel vera að pönkið lifi góðu lífi í nútímatónlist en pönkið lifir bestu lífi í pönkinu og það er langt frá því að vera dautt og fór því síður í dvala þó svo að þið hafið hætt að fylgjast með... Eða láta meginstraumsfjölmiðla segja ykkur hvað sé uppi þá stundina.
Það er bara þannig að pönkið var of súr biti fyrir fjölmiðla að kyngja og þess fyrir utan er eðli fjölmiðla að hjakkast á því nýjasta í smá tíma og snúa sér eitthvað annað eftir smá stund. Það þýðir samt ekki að heimurinn hafi hætt að snúast.... þ.e.a.s. punk-heimurinn.
„Fuck The Sex Pistols"
The grass was never green. There was never purity. Some say it's all over... stupid fucking jaded burnouts.
Young ones: carry on. Destroy and annoy.
Hey! Hey! Hey! Hey!
Fuck The Glory Days!
We don't care what you think.
We don't care what you say.
You don't get to decide
It's ours. Go Away. Shut up"
-Modern Life Is War, 2007
Birkir Viðarsson (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.