10.5.2008 | 17:27
Óvænt uppgötvun
Eitt af því skemmtilega við netheima er að þar rekst maður iðulega á eitthvað sem kemur ánægjulega á óvart. Maður leitar uppi tilteknar netsíður í ákveðnum tilgangi og uppgötvar þá eitthvað nýtt og óvænt þar eða þá að leitin heldur áfram og leiðir mann á ókunnar skemmtilegar slóðir.
Þegar ég setti inn færsluna um Diskó og pönk hér fyrir neðan þá datt mér í hug að bæta við hana mynd úr leikverkinu Ástin er diskó, lífið er pönk. Ég leitaði uppi heimasíðu Þjóðleikshússins og rakst þá skyndilega á þetta: www.leikhusid.is/?PageID=753
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:11 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
Nýjustu athugasemdir
- Svangur frændi: Bjarni, góður punktur! jensgud 15.3.2025
- Svangur frændi: Var ekki kellingarangin bara heppin, engu stolið og pörupilturi... Bjarni 14.3.2025
- Svangur frændi: Stefán, ég kannast við þetta. jensgud 13.3.2025
- Svangur frændi: Tryggingastofnun gleypir t.d. hverja krónu jafnóðum og lífeyris... Stefán 12.3.2025
- Svangur frændi: Stefán, hvað gerði Tryggingastofnun af sér? jensgud 12.3.2025
- Svangur frændi: Það eru nú til stærri og umfangsmeiri afætur en þessi gutti, t.... Stefán 12.3.2025
- Svangur frændi: Jóhann, óheppni eltir suma! jensgud 12.3.2025
- Svangur frændi: Já það er vandlifað í þessari veröld. Það er aldrei hægt að ga... johanneliasson 12.3.2025
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt: Brynjar, þetta vissi ég ekki. Takk fyrir fróðleikinn. jensgud 7.3.2025
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt: Vissirðu að Pósturinn Páll syngur bakraddir á Hvíta albúmi Bítl... Brynjar Emil Friðriksson 6.3.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 18
- Sl. sólarhring: 49
- Sl. viku: 1201
- Frá upphafi: 4129907
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 1030
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA
Góður nema hvað ég er Vice Versa
Ómar Ingi, 10.5.2008 kl. 20:13
Lengi hafði leitað Jensinn,
að leifunum af sjálfum sér:
Ég er nú hissa! Ég er hér!
Ekki var nú mikill sénsinn!
Þorsteinn Briem, 10.5.2008 kl. 20:42
Góður Steini hehe
Ómar Ingi, 10.5.2008 kl. 21:20
Ómar, það er eitt það skemmtilega við pönk - diskó. Fólk er meðmælt öðru fyrirbærinu en andvígt hinu. Reyndar er til músíkstíll sem kallast diskópönk. Ég veit ekki hverjir hlusta á hann.
Steini, takk fyrir vísuna.
Jens Guð, 10.5.2008 kl. 21:34
Ég er nú það mikill jafnaðarmaður að fyrir mér er argasta pönk oft hevý fínt diskó, & næ ekki oftlega að skilgreina þetta sem einhverar öfgaandstæður, enda hvoru tveggja brúkað í olíutunnubánkerí það sem kallað er drömm & beiz í dag, hjá endurnýtnum.
Steingrímur Helgason, 10.5.2008 kl. 21:40
Er Megas pönkari??.... þá er ég pönkari
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.5.2008 kl. 21:55
..já og ég með göt í allsstaðar.
Annars er ég með yndislega dónalegt blogg í dag.. já næstum eins krassandi og þið Steini.. svo ég tali nú ekki um nýfundnalandið mitt hann Gunnar.. ég er nú að verða háð honum.. fæ fráhvarfseinkenni ef ég næ ekki glottskammtinum frá honum nokkuð daglega og helst oftar hehe.
En mitt er audda voða dömulegt og sætt sko.. eins og minn er siður.. Langaði bara að bjóða þér í heimsókn, Svungi minn. 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.5.2008 kl. 22:39
Steingrímur, diskó og pönk eiga nokkra sameiginlega fleti. Þessir músíkstílar komu fram á sama tíma sem andsvar við langþreyttu, margteygðu, flóknu og kaflaskiptu hipparokki. Diskó og pönk voru afturhvarf til einfaldleikans. En hvort að argasta pönk sé diskó, ja... ég er ekki tilbúinn að skrifa undir það.
Gunnar, þú ert pönkari. Ekki spurning. En varðandi Megas: Hvaða íslenskur tónlistarmaður var fyrstur til að taka pönkið upp á sína arma? Hver eru fyrstu íslensku pönklögin?
Svar: Megas var fyrstur íslenskra tónlistarmanna til að taka pönkinu opnum örmum. Strax 1977 samdi hann tvö pönklög sem hann söng inn á plötuna Á bleikum náttkjólum. Þetta var 3 árum áður en íslenska pönkbylgjan brast á. Þegar hún reis sem hæst í upphafi níunda áratugarins var Megas í pönksveitinni Íkarusi. Þar innanborðs voru ýmsir úr helstu pönksveitunum, svo sem Q4U, Taugadeildinni og Purrki Pillnikk. Einnig Beggi úr Egó og Tolli Morthens.
Með Íkarusi söng Megas inn á tvær plötur. Þekktustu lögin af þeim eru Krókódílamaðurinn og Svo skal böl bæta.
Þegar ég fór að vinna sem auglýsingateiknari fyrir Megas um miðjan níunda áratuginn var hann að syngja með Kuklinu, hljómsveit sem var skipuð fólki úr helstu pönksveitunum: Tappa tíkarrassi, Purrknum, Þey, Spilafíflum og Van Houtens Kókó.
Megas var svo sannarlega í hringiðu pönkhreyfingarinnar og nokkurskonar gúrú. Eldri og yngri pönksveitir hafa krákað lög hans, til að mynda Purrkurinn, Kolrassa krókríðandi, Unun og svo framvegis. Enska pönksveitin The Fall samdi og söng inn á plötu nokkur lög um Megas. Forsprakki The Fall, Mark E. Smith, kallaði Megas æðstaprest pönksins.
Þannig gæti ég haldið áfram að færa rök fyrir því að Megas hafi verið hluti af íslensku pönksögunni. En Megas er vitaskuld miklu meira en pönkari. Hann er allt og pönkið er bara örlítið brot af því.
Helga mín kæra, þú ert nú meiri dóninn. Eða réttara sagt dæmigerður Skagfirðingur.
Jens Guð, 11.5.2008 kl. 00:12
Mér hefur nú alltaf fundist Megas vera séní. En það er bara svo erfitt að skilja hvað hann er að syngja um. Minnir einna helst á einmana lamb sem týnt hefur móður sinni.
Kristán P. (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 05:48
Eitt máttu samt eiga Jens! Ég er að verða nokkuð jákvæður í þinn garð ! Held að þú sért að vinna þjóðþrifaverk !
Kveðja,
Kristján P.
Kristján P. (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 05:56
P.S. Skrýtið að þú skulir ævinlega nefna sömu hljómsveitirnar í pönkumfjöllun þinni. Hvað með Jonee Jonee ? Þeir voru jú fyrstu rappararnir á íslandi og þótt víðar væri leitað.
Kveðja.
Kristján P. (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 13:20
Kristján, ég á sömuleiðis oft erfitt með að greina orðaskil hjá Megasi. En það kemur ekki að sök vegna þess að textarnir fylgja iðulega á prenti með plötunum hans.
Ég var ekki búinn að taka eftir því að ég nefni ævinlega sömu pönksveitirnar. Kannski er það vegna þess að sumar pönksveitir eru mér minnisstæðari en aðrar. Hljómsveitir sem ég hef oftar séð á hljómleikum, á fleiri plötur með og hef fylgst betur með en öðrum.
Ég starfaði í hringiðu pönksins á níunda áratugnum. Rak pönkplötubúð, tók þátt í plötuútgáfu, hljómleikahaldi, var blaðamaður og svo framvegis. Sumum í pönkdeildinni kynntist ég vel og öðrum kynntist ég ekki. Til að mynda kynntist ég engum úr Jonee Jonee nema Einari sem var í hljómsveitinni í blábyrjun en færði sig yfir í hljómsveitina Spilafífl.
Ég veit ekki hvort rétt er að kalla Jonee Jonee rappara eða fyrstu rapparana á Íslandi. Einar Örn í Purrknum hefur verið kallaður fyrsti íslenski rapparinn. Aðrir hafa bent á að Guðmundur Jónsson hafi rappað á sólóplötunni sinni í lögum eins og Lax, lax, lax og Það er eins og gerst hafi í gær.
Það er ekki gott að segja hvers vegna Jonee Jonee hefur orðið eins og út undan að sumu leyti í umfjöllun um pönk. Ekki bara hjá mér heldur almennt. Til að mynda er aðeins minnst á Jonee Jonee á einum stað í Rokksögu Dr. Gunna. Það er í umfjöllun um Purrkinn. Þar er nefnt að Purrkurinn hafi haft þann sið að bjóða nýjum hljómsveitum að koma fram á hljómleikum sínum, svo sem Jonee Jonee og Lojpippos & Spojsippus.
Kannski stendur Jonee Jonee í skugganum af hljómsveitum sem urðu langlífari eða höfðu innanborðs liðsmenn sem hafa verið áberandi í öðrum hljómsveitum.
Jens Guð, 11.5.2008 kl. 14:09
Sæll Jens aftur! Ég kaupi alveg þessar útskýringar þínar. Purrkurinn tók Jonee upp á arma sína kannski vegna ákveðins skyldleika. Þótt gítarinn vantaði hjá Jonee drengjum. Það er samt gaman að sjá Jonee á youtube.com í sjónvarpsþ´ætti Jóns Ólafssonar um 25 ára afmæli Rokks í Reykjavík. Hér er linkurinn. http://www.youtube.com/results?search_query=Jonee-Jonee&search_type=
Kveðja,
Kristján P. (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 14:23
Er það ekki hæpið samt að kalla Megas pönkara, þó hann hafi látið frá sér fara örfá lög hér í denn, sem mögulega er hægt að flokka í pönkstílinn?
Megas er afbragðs tónlistarmaður og textasmiður.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.5.2008 kl. 15:43
Ég er sammála því að hæpið sé að kalla Megas pönkara. hann samdi jú frekar hefðbundin dægurlög með sinni sérstöku rödd.
Kristján P. (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 20:57
Jensi minn,' tvær stjörnur' Magnúsar þessa nú eða þá 'Heilsan, þú bíður alla veg anna...' eru löngu klassískar dægurperlur lýríska tónskáldsins, & spáðu í mig gæti eins verið eftir Magga Eiríks, & 'reykjavíkurdætur um nætur' sem & 'svo skal bölið bæta' eru bara ein fín rokklög frá kallinum.
Pönkið er ekki 'Megas', enda hann ekki 'pönkari' eins & þú kýst að núskilgreina hann sem tónlistarmann.
Steingrímur Helgason, 11.5.2008 kl. 23:36
Kristján, þú mátt ekki misskilja mig. Ég hef ekkert á móti Jonee Jonee nema síður séð. Ég hafði bara gaman að þessari hljómsveit og þótti gaman að sjá þá í afmælisþættinum um Rokk í Reykjavík. Jonee Jonee lagði sitt af mörkum við að gefa pönkbylgjunni fjölbreytta útfærslu. Textar þeirra voru líka hnyttnir.
Gunnar og Steingrímur, við skulum hafa þetta í réttu samhengi. Þið eruð pínulítið að oftúlka það sem ég hef sagt um Megas. Kveikjan að þessu eru þau orð mín á heimasíðu Þjóðleikhússins að stjörnur pönksins séu stóru nöfnin í dag (ég man ekki nákvæmlega hvernig ég orðaði þetta). Ég var að fjalla um pönkbylgjuna á Íslandi um og upp úr 1980.
Í "kommenti" #8 fer ég yfir það í stórum dráttum að Megas var virkur þátttakandi í þessari pönkbylgju. Hann var áberandi í henni. Á þann hátt var hann ein af stjörnum þessarar bylgju, til viðbótar því að hann var frumkvöðull á Íslandi í að semja og syngja pönk. En ég endurtek og undirstrika að þátttaka Megasar í pönkbylgjunni er aðeins örlítill þáttur í hans næstum fjögurra áratuga tónlistarferli og auðvelt er að tína til margt annað óskylt pönki sem stendur hærra. Það sama má reyndar segja um ýmsa aðra sem eru hluti af sögu íslensks pönks.
Jens Guð, 12.5.2008 kl. 00:21
Það er bara svo gaman að belgja og breiða sig gera sjálfa sig af bjánalalla, m.ö.o. "Að vita allt sem engin veitum/upp á sína tíu fingur!
Magnús Geir Guðmundsson, 12.5.2008 kl. 01:26
Magnús Geir ! Þetta var afar undarlegt komment ! Velti því fyrir mér hvort þú eigir við vandamál að stríða ?
Kristján P. (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 01:40
Þú maður minn Kristján, líttu þér nær!
Magnús Geir Guðmundsson, 12.5.2008 kl. 02:07
Svona vangaveltur eru ekki svaraverðar.
Kristján P. (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 02:19
Það var heldur engin að tala við þig MR. Misskilningur!
Magnús Geir Guðmundsson, 12.5.2008 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.