Úrslit skoðanakönnunar: Bestu hljómsveitir Bubba

bubbi  bubbimorthens

  Að undanförnu hefur verið í gangi skoðanakönnun hérna á blogginu mínu þar sem spurt er um það hver hafi verið/sé besta hljómsveit Bubba.  Röðin tók fljótt á sig fasta mynd sem hefur ekkert breyst þó atkvæðum fjölgaði um hundruð.  Núna þegar 468 atkvæði hafa skilað sér í hús er engin ástæða til að halda áfram með könnuna.  Niðurstaðan er löngu ráðin.  Hún er þessi:

1.  Utangarðsmenn 42,8%

2.  Egó 29,1%

3.  Das Kapital 13,5%

4.  GCD 7,1%

5.  MX-21 4,3%

6.  Stríð og friður 3,2%


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rámar eitthvað í þennan BUBBA ,hann var ágætur fyrir nokkrum misserum ég asnaðist til að kaupa bæði plötur og diska með honum,en er búinn að gefa þetta allt drasl í dag.Blessaður gúanórokkarinn er orðinn að klístruðum Kapítalista í dag. Búið.

Númi (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 22:06

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og tónlistin verður sjálfkrfafa vond við það að gúanórokkarinn breytist í kapitalista?

Það finnst mér mjög fróðlegt!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.5.2008 kl. 22:44

3 identicon

Ég hefði raðað þessu í nákvæmlega þessa röð nema að ég hefði svissað Egó og Das kapital , mér fannst þeir skemmtilega hráir (Das kapital) og kraftmiklir sérstaklega á tónleikum. Platan þeirra hefur líka elst betur en Egó plöturnar þó að þær séu flottar líka.

Röggi (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband