Sumir eru furðulega nægjusamari en aðrir

íbúð 1

  Í þessum vesældarlega kofa kúldrast maður sem kallast Sheikh Zayed bin Sultan Al Nahyan ásamt  öllum sínum börnum og þjónustufólki.  Til að kofinn virki stærri og veglegri hafa myndirnar verið teknar með gleiðhornalinsu.  Sheikh Zayed bin Sultan Al Nahyan er fyrrverandi forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna.

íbúð 2

íbúð 3

íbúð 4

íbúð 5

íbúð 6

íbúð 7

íbúð 8

íbúð 9

íbúð 10 

 Í bakgarðinum sprakk vatnslögn.  Vegna nísku og blankheita tímir Sheikh Zayed bin Sultan Al Nahyan ekki að spandera peningum í viðgerð.  Þess vegna hefur í bakgarðinum myndast þessi leiðinlegi pollur sem eyðileggur möguleika krakkanna á að leika sér í fótbolta eða brennó í garðinum.  

íbúð 11

Sheikh Zayed bin Sultan Al Nahyan hefur einfaldan smekk.  Þessi silfurliti kubbslegi smábíll hans er smíðaður úr hreinu silfri.  Sheikh Zayed bin Sultan Al Nahyan þykir það vera kjánalegt pjátur og tvíverknaður að smíða bíl úr járni og sprauta hann síðan með silfurlitaðri málningu.

bíll 1

bíll 2

Synir Sheikh Zayed bin Sultan Al Nahyan eiga hver sinn bílinn.  Kallinn er svo aðhaldssamur að hann náði að suða út magnafslátt með því að kaupa alla bílana á einu bretti.  Þeir eru allir af sömu árgerð og flestir af sömu tegund. Dökku bílarnir eru notaðir í snattferðir vinnumanna.  Dökkur liturinn dregur í sig óþægilegan hita frá sólinni.  Vinnumennirnir eyða þess vegna ekki meiri tíma í snattrúnt en nauðsynlegt er.

bílar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Money money.

Halla Rut , 15.5.2008 kl. 23:18

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm, þetta heitir bara að sníða sér stakk eftir vexti félagi Jens!

Þetta myndum við báðir örugglega gera líka í hans sporum, nema kannski að Virgin Megastore eða ein slík yrði partur af "kofanum" frekar en íþróttavöllur eða annað slíkt.

Nú svo yrði Höllu Rut og öðrum kvinnum oss til gleði, auðvitað fundin viss staður í einu horninu, nema hvað!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 23:23

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Svo er fólk að fárast yfir því að bensínið sé dýrt! Þvílík níska, maður á ekki að telja eftir sér að styrkja svona málefni. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.5.2008 kl. 23:32

4 Smámynd: Ragnheiður

hahahaha þessi færsla var skemmtileg hahaha

Ragnheiður , 16.5.2008 kl. 00:03

5 Smámynd: Gulli litli

Iss svona sundlaug fær madur í Bauhaus, sófasett í ÍKEA og bíldruslur í Brimborg......og lánin í Glitni.

Gulli litli, 16.5.2008 kl. 00:11

6 identicon

Já það er vandlifað í Sameinuðu Bíunni hans Ara. Mjög erfitt að eiga svona margt, hlutirnir byrja bara að eiga mann, en maður ekki þá.

ari (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 00:23

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Líf hans allt bara leikur,
læri og endalaus sleikur,
ekkert er feik,
hjá Al Nahyan sheikh,
með kellingar hundrað er keikur.

Þorsteinn Briem, 16.5.2008 kl. 00:25

8 identicon

Sæll.

Já,þetta er það sem menn geta sett undir nægjusemi.

Góð birting hjá þér eins og svo oft.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 00:41

9 identicon

Iss, þvílíkt hreysi. Tímir ekki einusinni að fylla upp í pollinn.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 02:51

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kallinum munaði lítið um að "tapa" fjórum miljörðum dala í "bankahneyksli" 1972. Þá var auðvitað verið að styðja Muhjahídana í Afganistan og leggja grunninn að styrjöldinni þar sem enn stendur yfir. Þessi karl er einn fremsti glæpabarónn heimsins og ég vona svo sanarlega að allt gullið hans verði grafið með honum. Það er svo illa fengið að ég skil ekki að nokkur vilji nýta það.

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.5.2008 kl. 08:42

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já nægjuseminn og sparnaðurinn skín út úr þessum myndum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2008 kl. 09:04

12 Smámynd: halkatla

nennirðu að hætta að birta færslur um fólk í svona mikilli neyð, vorkunnsemi mín höndlar þetta ekki :(

halkatla, 16.5.2008 kl. 09:31

13 identicon

Og það fyndnasta er að karlgreyið er eflaust ekkert hamingjusamari en kauðinn sem er búinn að vera í rusli í 50 ár!

...désú (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 10:05

14 identicon

Arabaolíuokrarar, arðræningjar og kvennakúgarar.

Stefán (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 13:35

15 Smámynd: Flower

Nú á ég erfitt með njóta gull Benzins míns með demantahurðarhúnunum. Það er svo erfitt að horfa upp á þá sem eru fátækari en maður sjálfur

Flower, 16.5.2008 kl. 15:31

16 Smámynd: Júlíus Valsson

Er þetta ekki það sem Íslandsvinurinn Odd Nerdrum myndi kalla "Kitsch".

List fyrir hina ríku, en smekklausu.

Júlíus Valsson, 16.5.2008 kl. 15:32

17 identicon

Zayed raunar lést árið 2004 þannig að hann nýtur þessa ekki lengur, svo að menn viti.

paurinn (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.