Plötuumsögn

JF 

Titill:  Revival

Flytjandi:  John Fogerty

Músíkstíll:  Kántrý,  popp og hart rokk

Einkunn **** (af 5)

  Bandaríska hljómsveitin Creedence Clearwater Revival skar sig nokkuđ frá ţví sem var ađ gerast í rokki hippaáranna á seinni hluta sjöunda áratugarins og í byrjun ţess áttunda.  Hrá og blúsuđ rokkhljómsveit sem gerđi út á einfaldleika.  Er á leiđ ferilinn fjölgađi sterkum laglínum verulega og kántrý slćddist međ.  Sérkenni CCR fólust međal annars í ţróttmiklum öskursöngstíl Johns Fogertys og heillandi útsetningum hans.  Lög hans voru krákuđ af Elvis Presly,  Ike & Tínu Turner, auk ótal annarra og íslenskar danshljómsveitir gerđu heilu og hálfu dansleikina út á ţau.  Gildrumezz úr Mosfellsbć gaf út heila plötu međ lögum Johns Fogertys. 

  Ég taldi mig vera ţungarokkara á ţessum árum (hlustađi á Deep Purple,  Led Zeppelin,  Cream,  Black Sabbath  og ţćr allar) en keypti jafnframt allar plötur CCR um leiđ og ţćr komu út.  Fyrstu hljómsveitir mínar,  Trico í Skagafirđi og Frostmark á Laugarvatni,  gerđu ađ hluta út á CCR lög.  Rétt eins og margar ađrar hljómsveitir á fyrri hluta áttunda áratugarins.  Einnig söng ég lög eins og Hey Tonight og Molina međ Hljómsveit Geirmundar Valtýs í Varmahlíđ.    
  Ţađ yrđi löng upptalning ađ ţylja upp alla smelli CCR.  Til viđbótar lögum eftir John Fogerty gerđu hann og CCR lög eftir Leadbelly og fleiri ađ sínum,  svo sem Cotton Fields (Kartöflugörđunum heima) og Midnight Specials
  Mér telst til ađ Revival sé sjötta alvöru sólóplata Johns Fogertys á 35 árum. 
  Ég er ósáttur viđ uppröđun laga á Revival.  Fyrri hlutu plötunnar eru róleg og poppuđ lög,  sum kántrýskotin.  Ljómandi fín lög út af fyrir sig en "venjuleg" um of.  Ţađ er ađ segja án ţess ađ flagga sterkum einkennum Johns Fogertys sem einstaklega flottum öskursöngvara.   
  John Fogerty hefur alltaf veriđ lagahöfundur međ sterkan persónulegan stíl.  Annađ lag pltöunnar, Gunslinger,  hefst ţó á sama "intrói" og She´s Got A New Spell eftir breska vísnapönkarann Billy Bragg.  John hefur ekki fariđ leynt međ ađdáun sína á honum sem lagahöfundi.  En samlíkingin nćr ekki út fyrir "intróiđ".  Til gamans má geta ađ She´s Got a New Spell međ Billy Bragg er undir greinilegum áhrifum frá Love Will Tear Us Apart međ Joy Division.
  Ţađ er ekki fyrr en í 7.  laginu,  Summer of Love,  sem hrjúfa blúsrokkiđ brýst fram.  Lag sem bergmálar blúsrokk CCR og upphafsára ţungarokksins.  Ţađ er heillandi tilvísun í Sunshine of Your Love međ Cream í ţessu lagi.  Lag sem var ein af skrautfjöđrum okkar í Frostmarki.
  Platan rís hćst í allt ađ ţví pönkuđu rokklagi, I Can´t Take It No More.  Ţađ er kraftmikiđ,  ţrungiđ reiđi og andúđ á stríđsglćpaforsetanum Brúski. 
  Ég hef aldrei hugsađ um CCR eđa John Fogerty sem pólitískt fyrirbćri.  Ađ vísu voru CCR oft međ óljósa ádeilu á hernađ Bandaríkjanna í Vietnam.  En hún var víđtćk og afgreidd međ líkingarmáli sem John Fogerty ţurfti ađ útskýra í viđtölum. 
  Á Revival er John Fogerty í fyrsta skipti beinskeittur í gagnrýni. Hann nafngreinir Brúsk og glćpafélaga hans,  Rummy og Dick Cheney.  Hver söngtextinn á fćtur öđrum er harđorđ gagnrýni á ţađ glćpahyski.  Í söngtextanum I Can´t Take It No More öskrar John Fogerty ađ hann sé búinn ađ fá upp í háls af lygum Brúsks. 
  Fyrir minn smekk hefđi ţetta átt ađ vera opnunarlag plötunnar og mýkri lögunum veriđ dreift inn um rokklögin.  En kannski virkar ţađ vel á ađra ađ fá mjúka pakkann fyrst áđur en reiđiöskrin brjótast út. 
  John Fogerty er ekkert ađ förlast.  Hann er rokkađri ef eitthvađ er ţegar sá gállinn er á honum,  samanber I Can´t Take It No More.  Laglínurnar eru flottar og ég kann vel ađ meta harđorđari gagnrýni hans á vonda pólitík. Ţađ er ánćgjulegt ţegar rokkstjörnur láta sig samfélagsmál varđa í stađ ţess ađ einblína á naflann á sér og vćla um misheppnađar ástir.  Kallinn öskrar jafn glćsilega og áđur ţó hann sé mjúkraddađri í fleiri lögum en á rokkuđustu plötum CCR. 
 
  Dúndurgóđ plata sem auđvelt er ađ mćla međ.  Ţađ er gaman ađ heyra ađ kallinn sé enn í fantagóđu formi og hrífandi "sjarmi" CCR svífur notalega yfir vötnum. 
   

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Viđ erum međ svipađan tónlistarsmekk...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.5.2008 kl. 23:00

2 Smámynd: Magnús Geir Guđmundsson

Jamm félagi Jens, ég sagđi ţér strax ađ vera ekki of dómharđur í upphafi og gefa plötunni tíma. En svo er rétt ađ minna á, ađ kallin er ađ koma á skeriđ, tónleikarnir hans bara ađ bresta á nú eftir helgina minnir mig!

Magnús Geir Guđmundsson, 16.5.2008 kl. 23:05

3 Smámynd: Magnús Geir Guđmundsson

En viđ urđum sammála um ţetta međ laganiđurröđunina, hún er svolítiđ skrítin.

Magnús Geir Guđmundsson, 16.5.2008 kl. 23:09

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Glitter KittyBestu óskir um góđa helgi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.5.2008 kl. 23:17

5 Smámynd: Ómar Ingi

Takk fyrir ţetta Jens

Ómar Ingi, 16.5.2008 kl. 23:20

6 Smámynd: Karl Tómasson

Ţú ert engum líkur Jens. Takk fyrir ţetta. Ég er ekki fullkomlega sammála ţér ađ tala um Fogerty sem öskursögstílssöngvara. Frekar sem hrjúfann og kraftmikinn söngvara.

Sjáumst hressir í Höllinni.

Karl Tómasson, 16.5.2008 kl. 23:28

7 Smámynd: Jens Guđ

  Gunnar,  ţađ er gaman ađ viđ skulum deila sama smekk á John Fogerty.  Hann og CCR voru mín átrúnađargođ á unglingsárum.  Ţegar ég var 14 - 15 ára merkti ég skólatöskum mína CCR.  Lengi vel var CCR eina hljómsveitin sem ég keypti allar plötur međ um leiđ og ţćr komu í íslenskar plötubúđir.  Ég veit ekki hvađ mörg hundruđ sinnum ég sofnađi út frá CCR plötum á ţeim árum.  Fyrsta bassalína sem ég lćrđi var Down on the Corner.  Fyrsta orgellína sem ég lćrđi var Have You Ever Seen The Rain.  Fyrsti gítarhljómagangur sem ég lćrđi var Bad Moon Rising.  Ţannig mćtti áfram telja.  CCR var dćmiđ.

  Maggi,  mér er ljúft ađ viđurkenna ađ ég var neikvćđur gagnvart plötunni eftir fyrstu hlustanir,  eins og ég sagđi ţér frá.  En eins og ţú spáđir ţá óx platan viđ frekari hlustun.  Og núna er ég alsáttur viđ hana ţó ađ ég sé ekki sáttur viđ niđurröđun laga.

  Linda mín kćra,  takk fyrir innlitiđ.

  Ómar,  tékkađu á ţessari plötu.  Eins og ég sagđi viđ Magnús Geir á sínum tíma ţá tók ég plötuna ekki í sátt til ađ byrja međ.  En platan vann all bćrilega á.  Núna finn ég fyrir löngun til ađ spila hana mér til ánćgju ţegar ég kem ţreyttur heim eftir eril dagsins.  Og spila hana aftur og aftur.  Ég er meira ađ segja hćttur ađ hlaupa yfir fyrstu poppuđu lögin á henni. 

  Kalli,  ţađ er spurning hvernig lýsa á ţessum sérstćđa söngstíl John Fogertys.  Ţađ er vissulega rétt hjá ţér ađ söngrödd hans er oft hrjúf og kraftmikil í senn.  Í samanburđi viđ alla hvíta öskursöngvara rokksins (Presley,  Lennon,  McCartney) ţá er John Fogerty sá eini sem virđist ráđa viđ öskursöngstíl án fyrirhafnar.  Little Richard og margir ađrir blökkusöngvarar ráđa bćrilega viđ svona fyrirhafnarlausan öskursöngstíl.  En í fljótu bragđi er John Fogerty sá eini af okkar bleiknefjakynstofni sem getur afgreitt öskursöngstílinn án ţess ađ hafa fyrir ţví.  - Hvort sem viđ skilgreinum ţađ sem hrjúfan og kraftmikinn söngstíl eđa öskursöngstíl.

  Biggi,  söngvari Gildrunnar,  er sá íslenskur söngvari sem rćđur best viđ ţetta dćmi.  Jafnvel ţó viđ leitum út fyrir landsteina.   

Jens Guđ, 16.5.2008 kl. 23:57

8 identicon

Var ekki hrifinn í byrjun en platan er stórfín ţegar mađur gefur henni ţann tíma sem hún ţarf....og kannski er ţađ snjallt hjá kappanum ađ hafa niđurröđun laganna svona, láta ţetta stigmagnast. Alla vegana betra en ef ţađ hefđi veriđ á hinn veginn, ţá vćri ţetta eins og botninn hefđi dottiđ úr öllu saman.

Bubbi J. (IP-tala skráđ) 17.5.2008 kl. 10:51

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

CCR er toppurinn, ekki hćgt ađ fá leiđa á ţeim. 21. nálgast, fć gćsahúđ af spenningi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.5.2008 kl. 16:01

10 identicon

Já flott, ég man vel eftir ţegar ţú tókst lagiđ međ Geira á skólaballinu í Varmahlíđ, flott hjá ţér, ţađ ţurfti kjark í ţetta, sjáumst

Röggi (IP-tala skráđ) 19.5.2008 kl. 21:39

11 Smámynd: Jens Guđ

  Bubbi,  kannski er ţađ rétt hjá ţér ađ ţađ komi vel út - ţegar upp er stađiđ - ađ leyfa músíkinni ađ stigmagnast.  Ţađ er ekki ađ marka ađ ég sćki í hörđustu rokklögin og stóđ mig ađ ţví ađ breyta niđurröđun laga á međan ég var ađ melta plötuna. 

  Axel,  ég er búinn ađ hlusta á CCR í meira en fjörtíu ár.  Ţrátt fyrir pönk,  nýrokk,  nýbylgju og ţađ allt ţá hef ég aldrei fengiđ leiđa á CCR.  Ţrátt fyrir ađ hafa á tímabili fengiđ leiđa á Yes og Pink Floyd. 

  Röggi,  minn kćri skólabróđir,  ţađ ţurfti ekki kjark til ađ afgreiđa CCR međ Geirmundi Valtýs.  Athyglisţörfin var allt sem til ţurfti enda var ég búinn ađ syngja ţessi lög viđ ţinn undirleik í hljómsveitinni sem viđ kölluđum Tríkó. 

Jens Guđ, 20.5.2008 kl. 00:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband