Bráðfyndnar ljósmyndir af mistökum

  Þessar bráðskemmtilegu ljósmyndir hér að neðan fékk ég sendar og hló dátt.  Ég ætla að leyfa ykkur að hlæja dálítið líka.  Neðsta myndin var reyndar ekki í þeim pakka sem ég fékk.  En mér finnst hún passa inn í þessa myndaröð af mistökum.  Veit ekki alveg hvers vegna.

mistök1mistök2mistök3mistök5mistök4mistök6mistök7mistök8mistök9JacksonMichael


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 14:36

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Smáklúður flest...

Markús frá Djúpalæk, 19.5.2008 kl. 14:57

3 identicon

ari (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 15:06

4 identicon

Ari, hvenær var "Hlægja" bannað?

Kolbeinn (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 15:21

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Næstum er barnaníðingur,
með nefi hvítu nú syngur,
hrikalegt kríp,
hveljur ég sýp,
teiknaður á hann tittlingur.

Þorsteinn Briem, 19.5.2008 kl. 15:21

6 Smámynd: Ómar Ingi

Góður Jens

Ómar Ingi, 19.5.2008 kl. 18:15

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Helga Magnúsdóttir, 19.5.2008 kl. 20:00

8 Smámynd: Jens Guð

  Ég þakka ykkur fyrir innlitið og gaman að þetta létti ykkar geð eins og mitt.

  Ari,  eins og Kolbeinn gefur í skyn þá er ekkert rangt við að skrifa g í hlægja.  Þetta ágæta orð er eitt margra íslenskra sem réttilega má stafsetja á fleiri en eina vegu.  Að öðru leyti kann ég vel við að vera leiðréttur. 

  Steini,  takk fyrir vísuna.   

Jens Guð, 19.5.2008 kl. 20:43

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vísu og vísu, þetta er nú kallað limra, elsku kallinn minn.

Þorsteinn Briem, 19.5.2008 kl. 20:58

10 identicon

Af því hér er komið inn á mitt sérsvið.  Til eru í íslensku tvær sagnir; hlæja og hlægja.  Þetta er ekki sama sögnin.  Hlæja þýðir að segja „hahahahaha“ en hlægja þýðir að láta einhvern hlæja, koma einhverjum til að hlæja.  Og hlæja beygist hlæja, hló, hlógum, hlegið en hlægja beygist hlægja, hlægði, hlægt.

Það er því ekki í samræmi við íslenska málhefð, og þá ekki heldur í Hjaltadal, og fær ekki stoð í Íslenskri orðabók í útgáfu Marðar að segja „Ég ætla að leyfa ykkur að hlægja dálítið líka.“ Nær hefði verið að láta svo um mælt: „Ég ætla að hlægja ykkur dálítið líka.“ Þá hefði þetta verið kórrétt og allir ánægðir. Svo eru auðvitað mörg orð sem stafsetja má á fleiri en einn veg en fá sem réttilega má stafsetja á fleiri en eina vegu en sum má stafsetja á marga vegu.

Tobbi (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 21:13

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hlátur ykkar hlægir mig,
hrossum ríðið nú á slig,
vinstri grænar vara þig,
á völsa þeim á Jóni Sig.

Þorsteinn Briem, 19.5.2008 kl. 21:56

12 Smámynd: Andrea

*hóst*
Ég fatta ekki svalamyndina!!
kveðja, Andrea ljóska

Andrea, 19.5.2008 kl. 23:31

13 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  eru limrur ekki vísur?

  Tobbi,  þú ert sérfræðingurinn.  Og bara takk fyrir að upplýsa mig um muninn á hlæja og hlægja. 

  Andrea,  hvernig ætlar þú að nota neðri svalirnar?  Hvar eru dyrnar?

Jens Guð, 19.5.2008 kl. 23:52

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vísur og vísur, ég er nú ekki viss um að limrur vilji láta kalla sig vísur. Þú verður að spyrja þær að því, elsku kallinn minn.

Ætli limrur vilji ekki láta kalla sig limrur. Ég gæti best trúað því.

Þorsteinn Briem, 20.5.2008 kl. 00:07

15 Smámynd: Andrea

Ég vissi þetta alveg! Var bara að gá hvort þú vissir það

Andrea, 20.5.2008 kl. 00:18

16 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  ég hef ekki hugmynd um það hvort að limrur eru vísur,  kvæði eða eitthvað annað.  Eftir því sem ég best veit eru limrur enskt vísnaform (eða ljóðform) sem Þorsteinn Valdimarsson,  vinur Stefáns afa míns,  kynnti til sögu hérlendis.  Hvar eða hvernig staðsetja á limrur í kveðskap veit ég ekki.  Þú ræður. 

Jens Guð, 20.5.2008 kl. 00:22

17 Smámynd: Jens Guð

  Andrea,  ég vissi það ekki.  Þetta var bara ágiskun.

Jens Guð, 20.5.2008 kl. 00:23

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Limrur eru ljóðagerð ["limerick", sem barst hingað frá Írlandi en Limerick heitir þar sýsla, ítem hafnarborg í þeirri sýslu]. Yfirleitt eru limrur tvíræðar, klámfengnar eða gamansamar, þar sem aðalgrínið eða tvíræðnin er höfð í síðustu línunni. Skipan ríms er fastmótuð þar sem 1. 2. og 5. ljóðlínur ríma annarsvegar og 3. og 4. hinsvegar. Lengd rímorða getur verið frá einu upp í þrjú atkvæði. Hrynjandin er einnig ljós þar sem þrjár kveður eru í hverri ljóðlínu, nema hvað 3. og 4. ljóðlínurnar eru styttar.

Hver kveða var oftast að írskri fyrirmynd þrjú atkvæði ... en stundum voru þær aðlagaðar íslenskri tungu og hafðar með tveggja atkvæða kveðum ... Oft er notast mikið við forliði og önnur auka atkvæði ef það bætir innihaldið. Sem betur fer hafa íslensk skáld og hagyrðingar bætt stuðlasetningu við hina írsku limru en tvær leiðir eru færar í því. Um fyrstu tvær línurnar gilda almennar reglur um stuðlasetningu."

Þorsteinn Briem, 20.5.2008 kl. 01:19

20 Smámynd: Róbert Tómasson

There once was a chap from Ealing

that pounded his rod with great feeling.

And then like a trout

he´d stick his tong out

and wait for the drops from the ceiling.

Veit ekki hvers vegna , fannst þessi Limra bara einhvernvegin viðeigandi.

Róbert Tómasson, 20.5.2008 kl. 11:50

21 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.5.2008 kl. 13:10

22 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.5.2008 kl. 18:03

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undur vel Nanna útlítandi,
aldrei loðna hennar vandi,
af hárum ei þjökuð,
og hörkuvel rökuð,
Katrín svaka er kynæsandi.

Þorsteinn Briem, 20.5.2008 kl. 18:21

24 identicon

Ég er með skrilljón fail myndir á mínu bloggi... vegna þess að ég skrifa svo mikið um FAIL ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 22:39

25 identicon

góður !

Ragga (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband