21.5.2008 | 22:59
Svíðingslegir viðskiptahættir
Ég átti leið um Salahverfi í Kópavogi. Þorsti sótti á mig. Ég mundi eftir því að verslun sem heitir Nettó hafði auglýst að þar væri boðið upp á Egils kristal á 99 krónur. Ég var með 110 krónur í Johnny Cash (reiðufé) í vasanum og hugði því gott til glóðarinnar. Ætlaði að kaupa Egils kristal á 99 krónur og fara síðan í sjoppu og kaupa karamellu eða kúlu eða lakkrísbút fyrir 11 krónur. Ég byrjaði að hlakka til að komast í nammið.
Ég gekk hröðum og öruggum skrefum að gosdrykkjarekkanum. Þar var skilmerkilega merkt að Egils kristallinn kostaði 99 krónur. Ég greip eina flösku og kom mér í röðina við afgreiðslukassann. Á undan mér var eldri maður með hálffulla innkaupakerru. Til að stytta mér stundir í röðinni þá laumaði ég sokkabuxum í kerruna hjá honum án þess að hann tæki eftir.
Þegar sá gamli fór að hlaða vörum úr kerrunni á afgreiðsluborðið hjálpaði ég honum og hélt honum uppi á snakki til að hann tæki ekki eftir sokkabuxunum. Allt gekk hið besta fyrir sig og ég var ennþá að spjalla við hann á meðan ég var afgreiddur. Þegar ég gekk út úr Nettó áttaði ég mig á því að ég hafði verið rukkaður um 109 krónur fyrir Egils kristalinn. Ég var með kvittun í höndunum sem staðfesti þetta.
Þarna hafði verslunin beitt svíðingslegum viðskiptaháttum: Auglýst og merkt Egils kristal á 99 krónur en verðlagt drykkinn á rúmlega 10% hærra verði við kassann. Ég var á hraðferð og tímdi ekki að eyða tíma í að gera læti yfir þessu. Ákvað þess í stað að fordæma þennan níðingsskap á þessum vettvangi. Nettó: Skamm, skamm! Ég átti aðeins eina krónu eftir en ekki 11 til að kaupa nammi í næstu sjoppu. Þetta var rán á björtum degi.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 24.5.2008 kl. 23:25 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Stefán, Steinn Steinarr klikkar ekki! jensgud 24.1.2025
- Passar hún?: Nýlega sköpuðust miklar umræður hér á þessu bloggi um hunda óme... Stefán 24.1.2025
- Passar hún?: Elskuleg. L 24.1.2025
- Passar hún?: L, takk fyrir skemmtilegt ljóð. jensgud 24.1.2025
- Passar hún?: Í ástarinnar Ômmu er allt í stakasta lagi. Skapaðar að hanna g... L 23.1.2025
- Passar hún?: Stefán, eins og svo oft ber enginn ábyrgð! jensgud 23.1.2025
- Passar hún?: Önnur og verri saga: ,, Litlu leikskólabörnin urðu fárveik af ... Stefán 22.1.2025
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 83
- Sl. sólarhring: 84
- Sl. viku: 1209
- Frá upphafi: 4121897
Annað
- Innlit í dag: 64
- Innlit sl. viku: 1005
- Gestir í dag: 57
- IP-tölur í dag: 56
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Verst að Dr. Gunni er nú fjarri góðu gamni á meðan Evróvisíon er, þeir hjá nettó hafa kanski haldið að það væri óhætt að okra smá rétt á meðan.
SeeingRed, 21.5.2008 kl. 23:58
Hehehe, spurning hvað í alvöru borgaði sig og borgaði sig EKKI í þessari frásögn hins netta Jens í Nettó!?
Magnús Geir Guðmundsson, 22.5.2008 kl. 00:06
Í Kópavogi karl fór í gettó,
og keypti þar flösku í Nettó,
dýr var Kristall,
drullu það mall,
ógeð líkt og Egill í Réttó.
Þorsteinn Briem, 22.5.2008 kl. 00:14
SeeingRed, með þetta flotta "lógó" vina minna í Killing Joke, ég þarf að koma þessari svívirðu á framfæri hjá Dr. Gunna, eina alvöru neytendafrömuðu landsins.
Maggi, ég er alveg ringlaður yfir að hafa lent í svona svínslegum viðskiptaháttum Nettó. Ég reyni sem ég mest má að skipta við norðlensk fyrirtæki. Kaupi eins og ég get frá Kjarnafæði, KS og öðrum fyrirtækjum staðsettum norðan heiða. Kaupi meira að segja Brynju-ís þegar ég kem því við. En mér mislíkar þessa viðskiptahætti Nettó.
Maggi, ég var að frétta að Bubbi J., vinur þinn, hafi unnið hjá pabba mínum í ullarmatinu og pabbi minn heitinn haft dálæti á - að því er mér er sagt - indæls dreng.
Steini, takk fyrir LIMRUNA.
Jens Guð, 22.5.2008 kl. 00:28
Ég er á því að Nettó hafi mázke óviljandi sparað þér 30.000.- krónur í tannlæknakostað fyrir að snuða þig um bruðlið í skemmandi karmellukúluna.
Salómonsdómur minn dæmir þig til að eyða 14.990´.- krónum í næstu Nettóferð & kaupa nytjavörur fyrir gott málefni að eigin vali.
Íklæddur engu öðru en samskonar sokkabuxum & þú prangaðir viljandi á saklausann eldri hefðarborgarann.
Nú hlýðir þú, Jens minn.
Steingrímur Helgason, 22.5.2008 kl. 01:06
Þetta líkar mér, farinn að kalla limrur limrur. Blink blink!
Þorsteinn Briem, 22.5.2008 kl. 01:06
Og aumingja gamli maðurinn mátti borga hvað fyrir sokkabuxurnar ?
hehehehehe
Ómar Ingi, 22.5.2008 kl. 01:23
Gott á þig! Hvað þurfti gamli maðurinn að borga fyrir sokkabuxunar? Í minnsta lagi 200kr kannski 400-500kr? En þú varst bara rukkaður 10kr of mikið.
Skattborgari, 22.5.2008 kl. 01:36
Nei vá, sokkabuxur eru sko ekki svona ódýrar! Þær kosta að minnsta kosti 1200 kr, allt upp í 10þúsund skal ég segja þér!
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 02:01
Gamli madurinn hefur ekki efni á ödru en ad gerast klædskiftingur eftir adra eins medferd. Thú ert Nett ó tugt Jens.....
Gulli litli, 22.5.2008 kl. 02:06
Jája´, Bubbi leppurinn er ágætur og vann þarna með hléum í mörg herrans ár, síðast nær til þess að starfseminni var hætt! Hann hefur líka minnst á það við þig, að hafa unnið með Sæunni og STefáni þarna og lent á einhverjum fylleríum í gamla daga með honum!
Magnús Geir Guðmundsson, 22.5.2008 kl. 02:15
Þessi sokkabuxna saga úr Nettó minnti mig á atburð úr Nettó á Ak fyrir nokkrum árum. Þá var ég búsettur þar ásamt fyrrum spúsu minni og versluðum við oftast í Nettó. Í einni ferðinni rakst hún á vinkonu sína sem hún hafði ekki séð árum saman og tóku þær tal saman og voru af því uppteknar mjög. Fór mér að leiðast þófið og hóf að rölta um búðina og tína til það sem við ætluðum að versla. Datt mér í hug, að rétt væri að flýta fyrir vinkonunni í leiðinni og tók ég eitt og annað sem ég hélt að hana vantaði og laumaði í hennar körfu í leiðinni. Þegar þær svo ákváðu að slíta samtali og drífa sig á kassa, leit vikonan í sína körfu og spurði. Er þetta ögugglega mín karfa? Já, svaraði ég, þú varst allavega með þessa þegar þið byrjuðuð að spjalla. Ok sagði vinkonan og rauk sem leið lá til að fá að borga þetta. Við vorum á eftir. Allt tók hún með og borgaði nema einhvern einn hlut sem hún sagðist ætla að sleppa á kassanum. Verð ég að viðurkenna, að mikið átti ég erfitt með mig næst á eftir henni þar sem mörgu sem hún handlék þurfti hún að skoða
Nokkrum vikum síðar kom þessi vinkona í heimsókn og spurði ég hana í leiðinni hvort ekki hefði allt komið sér vel sem var í körfunni hennar í Nettó þegar ég hitti hana síðast. Svipbrigðin urðu mörg á andlitinu á henni, líklega á meðan hún var að raða saman og finna út hvað ég ætti við, en allt endaði þetta með hlátri.
Hafsteinn (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 07:44
Mátulegt á þig fyrir að hrekkja gamalan mann.
Þú hefðir mátt borga tvöfalt fyrir drykkinn skömmin þín
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.5.2008 kl. 08:19
Íslendingar ræna samlanda sína leynt & ljóst, þannig er bara hin íslenska þjóðarsál sem allir eru að verja fyrir ágangi hinna vondu útlendinga.
DoctorE (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 08:59
Kæri Jens,Nettó er ekki norðlenskt fyrirtæki lengur,bara svo að það sé á hreinu.
Óskar Aðalgeir Óskarsson, 22.5.2008 kl. 09:27
Auglýst verð gildir. Setjum Dr. Gunna í málið.
Sigurður Þórðarson, 22.5.2008 kl. 10:15
Er þetta ekki spurning um hvort verðið sé nettó eða brúttó?
Theódór Norðkvist, 22.5.2008 kl. 10:16
eða Prettó?
Brjánn Guðjónsson, 22.5.2008 kl. 11:03
Já Jens, sá gamli hefur farið mun verr útúr þessari verslunar ferð þinni en þú sjálfur. Þar hefur fjárhagslegt tjón hans ef til vill verið hjóm eitt miðað við það vandræða ástand sem skapaðist þegar frúin tók upp úr pokunum heima.
Handa hverri varstu að kaupa þessar sokkabuxur Jón?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.5.2008 kl. 11:17
Jens minn: Þú þarft greinilega að fá þér KEA kort. Þá færðu kristalinn pottþétt á 99 kr.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 11:31
ég held að verðið hafi verið nett prúetto
Gauti Halldórsson, 22.5.2008 kl. 11:35
Innlitskvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.5.2008 kl. 11:43
Því miður eru til allt of margar búðir sem snuða mann illilega ekki bara Nettó því Bónus, Samkaup, Hagkaup ofl. eru alls ekkert saklaus hvað svona rang-merkingar varða. Ef það væri til meiri mettnaður hjá eigendum/yfirmönnum þá væri minna um svona atvik. Dr. Gunni er að gera góða hluti en það þarf fleiri menn eins og hann svo að eftirlitskerfi virki. Það sem mér finnst samt MEST svívirðilegast við sögu þína og sárnaði ég mikið við lesturinn (sem átti eflaust að vera fyndin en varð síðan ekki) en það er hvað þú gerðir í garð eldri mannsins. Sokkabuxur í dag kosta á bilinu Kr.800.- til Kr.3,000.- þ.a.l. finnst mér bara nokkuð GOTT Á ÞIG að hafa þurft að greiða skittnar 10.- krónur auka við uppgefið verð sem má eflaust flokka sem álagningu fyrir óúthugsaðan barnaskap. HUGSA MEIRA, TALA MINNA og ekki síst - ÞROSKAST (vita hvað má og hvað ekki má).
Íbúi í Kópavogs-Gettóinu (Hrefna) (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 11:46
Það virðist sem að hrekkur þinn gagnvart gamla manninum fyrirgeri nokkuð af samúðinni yfir 10 krónunum sem þú varst snuðaður um
Georg P Sveinbjörnsson, 22.5.2008 kl. 14:15
Já Bloggheimur allur, ef það hefur ekki verið ljóst fyrr, þá er Jens svívirðilegur sakamaður, svellkaldur úlfur í sauðargæru, sem vílar ei fyrir sig grín á kosnað gamlingahræja, sem asnast til að þvælast fyrir á hans vegi. Þau geta sem og aðrir, bara sjálfum sér um kennt og þessi gamli mun bara geta spókað sig glaður í þessum sokkabuxum og þannig ugglaust opinberað löngu tímabært "Transsexualeðli" sitt!
Magnús Geir Guðmundsson, 22.5.2008 kl. 14:58
Og mikið rétt, ég gleymdi sjálfur að nefna það, en NETTÓ er fyrir nokkrum árum horfið sem og nánast allt annað, úr eigu norðlendinga, kaupfélagsmafíudreggjarnar seldu það til einhverra sem reka líka búðir hygg ég á suðurnesjum og/eða suðurlandi. Kannski heitir það Kaupás, en kannski ekki, nenni ekki að muna það.
Magnús Geir Guðmundsson, 22.5.2008 kl. 15:01
Ég hef tekið að mér að hanna nýtt merki fyrir Nettó, þeim að kostnaðarlausu:
Theódór Norðkvist, 22.5.2008 kl. 16:07
Heldurðu Jens að karl ræfillinn hafi passað í þessar sokkabuxur? - þetta er nú vel sloppið hjá þér skepnan þín; tíkall fyrir sokkabuxurnar.
Haraldur Bjarnason, 22.5.2008 kl. 17:55
Það er spurning um að Þú farir að taka að þér einhverskonar neytendavakt hérna. Var í Nóatúni í gær og keypti Wanted sósur sem eru spicy og fyrir neðan stóð 188 kr. Á kassanum kom í ljós að sósuflaskan kostaði 350 kr. um það bil og lét ég starfstúlkuna vita af þessu en það eina sem ég fékk var afsökunarbeiðni en enginn leiðrétting á verðinu. Þá spyr ég, er ekki skylda verslana að selja vöru á auglýstu verði eða verðmerktu?
Pétur Kristinsson, 22.5.2008 kl. 17:56
Þú hefðir átt að sjá svipinn á konunni minni skepnan þín, þegar ég kom heim með þessar helvítis sokkabuxur!
Sem pössuðu svo auðvitað ekki þegar til kom.
Árni Gunnarsson, 22.5.2008 kl. 20:42
Stoppaði í AKTU TAKTU og keypti Pepsí Max og tikk takk (eða hvað sem það heitir til að maður verði minna andfúll). 400 kr. takk fyrir. Ég hélt að hún hefði bætt á mig eigin útlátum í sjoppunni en nei nei. Pepsíið kostaði 175 kr og restin var fyrir andfílunni. þvílíkt okur. Stúlkan sagði mér að margir viðskiptavinir rækju upp stór augu þegar hún segði heildarkostnaðinn. En hálf varnarlaus er hver sem verslar í lúgusjoppu þar sem ekkert er verðmerkt.
Halla Rut , 22.5.2008 kl. 21:19
PS: Áfram Ísland.
Halla Rut , 22.5.2008 kl. 21:19
Árni Gunnarsson: léstu þá ekki bara konuna þína fá sokkabuxurnar? Ef þær pössuðu ekki á þig?
Arnar (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 21:20
"Nei vá, sokkabuxur eru sko ekki svona ódýrar! Þær kosta að minnsta kosti 1200 kr, allt upp í 10þúsund skal ég segja þér!
Ása Ninna Katrínardóttir, 22.5.2008 kl. 02:01"
Skattborgari, 22.5.2008 kl. 21:23
Ása er ung og fluggáfuð stúdína í H.Í og veit því örugglega hvað hún syngur!
Magnús Geir Guðmundsson, 22.5.2008 kl. 21:31
Þetta heitir að koma sér upp slæmu "karma".
Ég fór um daginn að stela einni kerru af sandi. þegar ég var að keyra í burtu þá brotnaði beislið á kerrunni. Ég tók út refsingu á staðnum.
Sama held ég að þú hafir lent í með því að stríða karl greyinu.
Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 22:19
Heldurðu að ég hafi nú athugað það Arnar í öllu fátinu?
Árni Gunnarsson, 22.5.2008 kl. 23:21
Nettó er ekki eina sjoppan sem hefur orðið uppvís að því að hækka verð á kassa, án þess að setja rétt verð á hillu. Svo er líka mjög vinsælt að verðmerkja eitthvað ódýrt og hafa svo samskonar vöru við hliðina, óverðmerkta.
Nóatún er mjög slæmt, hvað þetta varðar. Af þeim orsökum varð þessi limra til hjá mér um daginn:
Gunnar Kr., 23.5.2008 kl. 00:58
Ég segi nú bara það var gott að þú varst ekki að kaupa bíl... en annars gott grín með sokkabuxurnar, gamli situr örugglega ennþá með símtólið í hendinni, að reyna að muna símann hjá lækninum..
Haraldur Davíðsson, 23.5.2008 kl. 01:02
Eins og Gunnar Kr nefnir hér að ofan, þá eru verslanir Nóatúns mjög slæmar með það að kassaverð séu mun hærri en hilluverðin. Lenti t.d. í því í Nóatúni Hringbraut í síðustu viku að nánast allar vörur sem ég verslaði þar reyndust mun dýrari þegar á kassann kom og fékk ég greidda einhverja hundraðkalla til baka. Því og miður láta íslenskir neytendur vaða allt of mikið yfir sig með svindl í stórmörkuðum.
Stefán (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 09:41
Jens, þú ert örugglega með horn og hala en þetta var gott grín í þeim gamla. Hann hefur pottþétt geymt greiðslukvittunina svo hann getur skipt á sokkabuxunum og sviðasultu, karmellum, kúlum og fullt af lakkrísbútum. Ég er sannfærð um að hann fylgist vel með í framtíðinni hvað kemur uppúr körfunni... allavega ætla ég að fara að fylgjast betur með minni körfu!
Halla (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 00:25
Bara til að það sé á hreinu þá kostuðu sokkabuxurnar 899 krónur. Ef þær pössuðu ekki á viðkomandi er hægt að gefa þær einhverjum í jólagjöf.
Jens Guð, 24.5.2008 kl. 00:42
Svíðingsverk? Vart má á milli sjá hvor var verri í svíðingsverkum þennan dag, Nettó eða gervigrasafræðingurinn :)
Kveðja af horninu
Hjördís
Hjördís á horninu (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.