Sögufölsun

  Joan Baez og Bob Dylan

  Ég átti leið um bensínsjoppu sem heitir því bjánalega nafni Neinn (skrifað N1).  Þar lá frammi fríblað sem heitir álíka bjánalegu nafni,  eða Hann Hún.  Nei,  það fjallar ekki um "she-male" en margt annað misáhugavert.  Mér varð starsýnt á þetta blað um stund þangað til ég skyndilega greip það eldsnöggt og fór að glugga í það. 

  Þar sá ég mér til ánægju ljósmynd (tekna af Getty með skráðum höfundarrétti Nordicphotos) og grein um Bob Dylan.  Það er eitthvað sem veldur því að ég les allar greinar um Dylan,  Bítlana og Stóns. 

  Í greininni um Dylan segir:  "Það er því undarlegt til þess að hugsa að fyrsta lag hans sem náði efsta sæti á vinsældarlista í Bandaríkjunum var Knocking on Heaven´s Door sem kom út árið 1973."

  Þarna er farið rangt með á grófan hátt.   Lag Dylans Mr.  Tambourine Man raðaði sér alveg þvers og kruss í efsta sæti bandaríska vinsældalistans 1965 í flutningi The Byrds.  Hinsvegar man ég ekki betur en að þetta flotta lag,  Knocking on Heaven´s Door, hafi hæst náð í 12. sæti bandaríska vinsældalistans 1973.  Þá var ég 17 ára og fylgdist glöggt með ferli Bobs Dylans.  Mér vitanlega hefur hann aldrei sjálfur komið lagi í efsta sæti bandaríska vinsældalistans þó að breiðskífur hans hafi náð toppsætinu.

  Nú gæti einhver hártogað dæmið vegna orðalagsins "efsta sæti á vinsældalista í Bandaríkjunum" og vísað til einhverra annarra vinsældalista í Bandaríkjunum en hins eina sanna opinbera almenna vinsældalista.  En það stenst ekki heldur.  Like a Rolling Stone með Dylan náði 2.  sæti bandaríska vinsældalistans 1965 og toppsæti ýmissa annarra sértækari vinsældalista í Bandaríkjunum. 

  Að öðru leyti er greinin í Hann Hún um Bob Dylan ljómandi góð,  sem og plötudómar á sömu síðu og kannski eitthvað á öðrum síðum (ég nennti ekki að lesa þær).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Kæri Jens.

Dylan er að koma en komst þú á Fogerty?

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 23.5.2008 kl. 00:52

2 identicon

Haha það eru svo gífuryrtar fyrirsagnirnar hjá þér þessa dagana, kæri Jens.

Annars verð ég að sjá goðsögnina, alveg sama þó að nokkrir sem ég þekki hafi sagt að hann hafi verið hundleiðinlegur á Hróarskeldu f. nokkrum árum.   

ari (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 01:46

3 identicon

Blessaður Jenni, við skulum bara átta okkur á því að meitstari Leon Russell sér um meira og minna  allt nema 12strengja gítarinn hjá Roger McGuinn, enda  að ekkki að ósekju að hann sé nefndr The Master of Space and Time.

viðar (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 01:50

4 identicon

Við  vorum að tala um lagið Mr. Tamborine Men

viðar (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 01:52

5 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég held að það sé rétt hjá þér Jens, að Mr. Dylan hafi aldrei sjálfur átt topplag á bandaríska vinsældalistanum. Enda kannski ekki  hann stíll að sækjast eftir slíkum vegtyllum...

Markús frá Djúpalæk, 23.5.2008 kl. 10:27

6 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þó hafa plöturnar selst vel eins og dæmin sanna. Sýnir kannski að þeir sem hafa gaman að kallinum vilja allan pakkann, ekki bara eitt og eitt lag.

Markús frá Djúpalæk, 23.5.2008 kl. 10:28

7 Smámynd: Gulli litli

Sá kallinn á Hróarskeldu  fyrir nokkrum árum og hann var vægast sagt ömulegur. Ég þarf að ná að sjá hann í toppformi. Hann á víst misjafna daga eins og flestir....

Gulli litli, 23.5.2008 kl. 11:55

8 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Manni skilst nú að hann sé búinn að vera í feiknaformi á þessum túr.

Georg P Sveinbjörnsson, 23.5.2008 kl. 15:58

9 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Sæll og blessaður Jens Guð og þakka þér fyrir að lesa blaðið mitt þótt nafnið hugnist þér ekki. Upplýsingarnar um Knocking on Heaven's Door eru fengnar á vefsíðunni www.who2.com. Þar segir; Although Dylan was an influential pop figure during the youth movement of the 1960s, his first number one hit, "Knocking on Heaven's Door," didn't come until 1973. Það er rétt að ekki er tekið fram á hvaða lista lagið varð númer eitt og hugsanlegt er að það sé ekki offical vinsældalisti Bandaríkjanna. Hér var auðvitað líka átt lag eftir hann í hans flutningi en vegna plássleysis í stuttri grein var það ekki tekið fram. Allt um það þótt deila megi um nákvæmni þessara upplýsinga teljast þær varla gróf sögufölsun.

Steingerður Steinarsdóttir, 23.5.2008 kl. 18:36

10 Smámynd: Andrea

Persónulega finnst mér Hann/Hún frábært blað og miklu betra en þessi sem maður þarf að borga hvítuna úr auganu fyrir- og standa svo engan veginn undir fyrirsögnunum á forsíðu

Besta tímaritið sem er í boði- og kostar ekki krónu. Skítt með Dylan :)

Andrea, 23.5.2008 kl. 18:59

11 Smámynd: Jens Guð

  Kalli,  Fogerty fór ekki framhjá mér.  Ég er í stuði þessa dagana.  Fór meira að segja á Diskó-pönk söngleikinn áðan.

  Ari,  þegar manni er niðri fyrir þá er gripið til gífuryrða.  Nei, reyndar er ég í galsa.  Dylan er svo fyndin týpa.  Ég var að horfa á endursýningar af sjónvarpsþættinum um hann.  Það er yndislegt að heyra hvað hann er lyginn.  Hann er ólíkindatól og skemmtilega ófyrirséður.  Sem ræðst kannski af því hvaða efni eru í umferð hverju sinni.

  Viðar,  mér finnst eins og ég hafi heyrt það einhvertímann áður að Leon Russell hafi lagt sitt lóð á vogarskálarMr.  Tambourine Man.  Og reyndar gert margt fleira gott.  Ég man eftir því að þegar við vorum herbergisfélagar á Laugarvatni þá rötuðu plötur með Leon Russell á fóninn ósjaldan á fóninn.

  Markús,  ég tel fullvíst að Dylan hafi sjálfur aldrei átt lag í efsta sæti þessara helstu ráðandi vinsældalista í Bandaríkjunum,  Bretlandi o.s.frv.  En stundum komist nálægt því.  Hinsvegar hafa fjölmargar breiðskífur hans trónað í toppsætum.  Og þó að varhugavert sé að miða við sjálfan sig þá umgengst ég músík hans sem breiðskífur. Ég hugsa um músík hans út frá breiðskífum og hlusta á hana sem breiðskífumúsík.

  Gulli,  maðurinn hefur afgreitt þúsundir hljómleika og hefur eðlilega verið misvel fyrirkallaður.  Hann er mislyndur.  Oft í fýlu,  oft reiður og pirraður.  Oft dópaður.  En - að því er mér skilst - oft frábær.

  Georg,  ég vona að þú hafir rétt fyrir þér. 

  Steingerður,  taktu ekki of alvarlega það sem ég skrifa hér á bloggið.  Ég er aðallega í því að bulla eitthvað rugl.  Ég þekki ekki þessa síðu www.who2.com.  Samkvæmt þessu er síðan ónákvæm heimild.  Vissulega er gróft hjá mér að kalla þetta grófa sögufölsun.  En málið er að ég er grófur bloggari.  Það á líka við um það þegar ég geri smá grín að nafni blaðsins þíns.  Ég var að reyna að snúa út úr nafninu með aulahúmor.  Vandamálið er það að aulahúmor minn er svo sjálfsmiðaður að hann nær ekki langt út fyrir minn einkaaulahúmor.  Hey og hó!  Upp með fjörið!  Reynum að vera ekki of alvarleg.  Þetta er bara létt grín sett fram í galsa.

  Andrea,  gott mál að þú sért ánægð með þetta blað.  Og bara gaman ef þú hefur lesið þessa ágætu grein um Bob Dylan.  Ég er það sem kallast Dylan-aðdáandi og fer alltaf í gott galsastuð þegar Dylan ber á góma.

Jens Guð, 24.5.2008 kl. 00:08

12 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Til betri vegar skal bókað að líklega voru Peter Paul and Mary fyrst til að koma Dylanlagi á topp 10 í US en umrætt Blowin' In The Wins náði 2. sæti á lista þar í landi í sept. 1963. Og það held ég að sé rétt hjá þér að Dylan sjálfur hefur aldrei náð í 1. sæti á US listanum frekar en UK. En það má kannski segja að Blowin' In the wind sé fyristi risasmellur Dylans og gerði hann að þeirri stórstjörnu sem hann varð EKKI með fyrstu plötu sinni.
Minnist þess að Árni Matt hjá Mogganum hafi fyrir nokkrum árum runnið ílla á svellinu þegar hann í grein um Dylan talaði um að þriðja pata söngvaskáldsins hafi slegið í gegn.

Bárður Örn Bárðarson, 25.5.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.