Þjóðin sameinast í sjónvarpsglápi

   bobdylanbobdylan

  Það er gaman þegar íslenska þjóðin rennur saman í eina samstæða þjóðarsál.  Eins og í dag.  Það var sama hvort ég fór á Umferðarmiðstöðina (að fá mér að borða) eða vestur á Granda til að kaupa mér skó (það er komin sprunga í sólann á öðrum skónum mínum) eða í matvöruverslun öreiganna, Bónus (til að vita hvað Bjarni Ármanns var að kaupa í matinn):  Allir sem ég hitti og þekkti ætluðu að horfa á sjónvarpið í kvöld.  Og ég líka.  Ég keypti meira að segja snakk og ídýfu til að stemmningin væri upp á sitt best.  Það er ekki á hverjum degi sem Skjár 1 sýnir frá gömlum hljómleikum með Bob Dylan.

  Upp úr klukkan 6 í kvöld léttist umferð.  Þegar ég renndi í hlað heima hjá mér um hálf 7 var varla bíll á ferli.  Þátturinn með Dylan byrjaði klukkan hálf 7.  Og þátturinn sveik engan.  Þarna var sýnt úrval frá hljómleikum Bobs Dylans frá árunum 1962 til 1965.  Hver gullmolinn rak annan. 

  Þessi sjónvarpsþáttur var svo skemmtilegur að ég horfði aftur á hann á Skjá 1+.  Þar flutti Dylan fleiri og ennþá skemmtilegri lög.  Joan Baez var komin með í leikinn og þetta var snilld.

  Lögreglan hefur staðfest að allt var í rólegheitum á meðan á útsendingu Skjás 1 á þætti Bobs Dylans og endursýningu á Skjá 1+  stóð.  Síminn fékk að vera í friði á lögreglustöðinni.  Ég get staðfest að það sama var með minn síma.  Það vogar sér enginn að trufla mig eða lögguna á meðan sjónvarpsþáttur með Bob Dylan er í loftinu.

  Til að skerpa á stemmningunni er ég núna að hlusta á Lay Lady Lay eftir Dylan í mögnuðum flutningi "industrial" hljómsveitarinnar Ministry.  Þvílíkt flott.´

  Myndin til vinstri er af Bob Dylan úr sjónvarpsþættinum á Skjá 1.  Myndin til hægri er úr endursýningunni á Skjá 1+.


mbl.is Allir að horfa á sjónvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

FLottur Jens....

drífðu þig annars að blogga um þetta. Þetta er svakalegt, níðingsakstur:

"Sá sem hraðast ók mældist á 1254 km hraða og má hann eiga von á 50.000 króna sekt."

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/24/mikill_erill_a_selfossi/

ari (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 23:36

2 Smámynd: Jens Guð

  Ari,  þetta var víst flugvél í lágflugi frá franska hernum sem lögreglan á Selfossi mældi á 1254 km hraða. 

Jens Guð, 24.5.2008 kl. 23:56

3 identicon

en stóra spurningin er... gerðu þeir þvagprufu?

ari (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 00:03

4 Smámynd: Jens Guð

  Ari,  það er seinni tíma verkefni. 

Jens Guð, 25.5.2008 kl. 00:13

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hahaha, glaumur og gleði hér við völd hjá þér félagi Jens, sem fyrridaginn!En klaufinn ég, var örugglega eini borgari þessa lands sem bara ekkert var við sjónvarpið og það þótt ég eigi rándýrt 29 tommu hágæðahljóðstæki!

En Dylan og Joan svíkja aldrei þegar þau "bregða á leik", satt er það!

Magnús Geir Guðmundsson, 25.5.2008 kl. 01:16

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

....enginn prakkaraskapur við skókaupin...? Nú eða í matvöruversluninni?

Haraldur Davíðsson, 25.5.2008 kl. 03:24

7 Smámynd: Jens Guð

  Maggi,  ég man að ég las bloggfærslu hjá þér í fyrra um það þegar þú keyptir þetta glæsilega sjónvarp til að fylgjast með einhverjum útlendum boltaleikjum.  Betur hefði tækið verið brúkað undir Dylan og Baez.  Það er svo gaman að heyra í Dylan frá þessum upphafsárum tónlistarferils hans,  sem reyndar náði alveg yfir til þess er hann rafmagnaðist. 

  Og ekki er hann smitsjúkdómahræddur.  Eftir eitt uppklappið hóf hann leik en uppgötvaði að hann var ekki með munnhörpuna með sér.  Hann bað áheyrendur um að henda upp á svið til sín ef einhver væri með munnhörpu í E.  Einhverjar skiluðu sér og hann greip þakklátur þá næstu og blés og sogaði upp í sig slefið úr munnhörpueigandanum.

  Haraldur,  nei,  ég er ekki vanur að hrekkja fólk.  Reyndar hvarflaði að mér að lauma einhverju furðulegu í innkaupakörfuna hjá Bjarna Ármanns.  En ég hætti jafnskjótt við það.  Hann var með 5 - 6 ára stelpu með sér og ég sá í hendi mér að henni hefði verið kennt um það.  Ég vildi ekki hafa það á samviskunni.

Jens Guð, 25.5.2008 kl. 03:46

8 identicon

Þú segir að ég sé "hundasjúkur"!

Margur heldur mig sig !

Gunnar (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 10:27

9 identicon

Það er gersamlega tilgangslaust að þurfa að lesa bullið hér.  Þessi innihaldslausa "bloggræpa" er farin að  pirra mig.

Gunnar (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 10:37

10 identicon

Gunnar, þarftu að lesa þetta blogg?

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 10:54

11 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hahhahahahaha Mér finnst Jens vera helvíti góður. Góð spurning, Ása

Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.5.2008 kl. 11:20

12 Smámynd: Ómar Ingi

Bog Dylan það er búið að vera gefa miða útum allt á þetta freakshow , svo að höllin verði nú ekki tóm , skandall að flytja þetta inn til landsins.

Ómar Ingi, 25.5.2008 kl. 13:27

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ah, ekki alveg rétt munað reyndar félagi, tækið ekki svo nýtt, en skitirekkimali!

Magnús Geir Guðmundsson, 25.5.2008 kl. 14:10

14 identicon

einnig má benda á þessa heimildamynd um kappann. Hreint ótrúlegur maður!

http://www.jokeroo.com/funnyvideos/bob_dylan_no_direction_period.html

ari (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband