Bjargið lífi ykkar með því að vita þetta

 skógarbjörn

  Íslendingar eru óvanir því að rekast á ísbirni á förnum vegi.  Sú staða getur þó alltaf komið upp.  Hingað leggja af og til leið sína ísbirnir frá Ameríku.  Einkum Grænlandi.  Vitað er um 600 ísbirni sem lagt hafa leið sína til Íslands.  Þeim á eftir að fjölga næstu árin.

  Í huga Íslendinga eru birnir stórhættulegar skepnur.  Fyrsta hugsun þeirra sem rekast á ísbirni er að það verði að fella dýrið.  Annars muni það ráðast á mann,  rífa á hol og éta.  Vissulega getur sú staða komið upp ef dýrið er langsoltið. 
 
  En það er til einföld aðferð til að hindra með öllu að birnir ráðist á mann.  Hún felst í því að maður syngi.  Birnir ráðast ekki á syngjandi fólk.  Það er talið að þeir skynji söng sem eitthvað er svipar til væls í húnum.  Fyrir bragðið vorkenna birnir syngjandi fólki og láta það alveg í friði.
  Ekki er ráðlegt að öskra grimma rokkara á borð við Hiroshima  (Þið munið öll,  þið munið öll,  þið munið öll deyja!  Þið munið stikna,  þið munið brenna...).  Betra er að syngja ljúfari slagara og helst á grænlensku.  Að sjálfsögðu er bannað að syngja Draum um Nínu og This is My Life.  Það má ekki kvelja dýrin.
  Þetta ráð - að vernda sig með söng - virkar á hvort sem er ísbirni,  skógarbirni,  svartbirni og Birni Bjarnasyni.    
  Ísbjörninn á myndinni efst slapp í ljósabekk.  Þess vegna er hann svona fallega sólbrúnn.  Effemm-hnakka-eurotrash virkar samt ekki vel á hann.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

hahaha Þetta er fyndið prufa þetta ef ég mæti einum en betra að vera með  skotvopn til öryggis.

Skattborgari, 5.6.2008 kl. 23:24

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég óttast Bíbí mest...

Óskar Þorkelsson, 5.6.2008 kl. 23:26

3 Smámynd: Neddi

Ég myndi nú reyndar syngja Daum um Nínu fyrir BB. Held að hann eigi það alveg skilið (og kannski færi hann að skilja hvað vesalings mennirnir í Guantanamo þurfa að þola þegar að kaninn spilar fyrir þá Britney og co)

Neddi, 5.6.2008 kl. 23:31

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Eg tek kraftmikinn riffil fram yfir míkrófón ef ég hitti bangsa.

Ég reyndar söng eitt sinn á samkundu hjá Sjálfstæðisflokknum. Þar var Björn Bjarnason víst og lét mig alveg í friði. Því má leiða líkur að því að þetta sé satt og rétt hjá þér.

Ingvar Valgeirsson, 5.6.2008 kl. 23:51

5 identicon

Þakka þér f. heilræðið.

Ég ætla að syngja "Nú er tími til að elska" með Gunnari Jökli ef ég rekst á bjarndýr.

Ari (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 02:18

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Njóttu helgarinnar með eða án Ísbjarnarblús. Kveðja héðan úr sveitinni 

Ía Jóhannsdóttir, 6.6.2008 kl. 06:00

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Fróðlegt!..hmm

Óskar Arnórsson, 6.6.2008 kl. 06:50

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki mátti undan líta,
á útikamri var að skíta,
hann þar söng,
sín harðlífi löng,
Karlsson vildi kúki flýta.

Þorsteinn Briem, 6.6.2008 kl. 08:03

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég myndi ekki vilja gera prufu á þessu Jens. Hún endaði örugglega illa, metið út frá minni söngrödd.

Ég er algerlega ósammála þeirri fullyrðingu þinni að birnir séu stórhættulegir í augum Íslendinga. Samanber þúsundir bloggfærslna þá telur þorri Íslendinga birnina, krúttlegar barnagælur, auðsveipa, vel meðfærilega og algerlega hættulausa. Sem betur fer eru samt einhverjir sem sjá skógin fyrir trjánum og bregðast hárrétt við.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.6.2008 kl. 08:40

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verði þér að góðu, Hörður minn.

Þorsteinn Briem, 6.6.2008 kl. 08:45

11 Smámynd: Gulli litli

Bjössi on the milkcar....

Gulli litli, 6.6.2008 kl. 10:18

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Frekar trúi ég á söngaðferðina enn að skóta á ísbjörn með 9mm skammbyssu. Reiður ísbjörn og maður með buxurnar á hælunum og í "miðri aðgerð"...

auðvitað á flytja inn nokkra ísbirni og leyfa þeim að vera barnapíur nokkur skipti. Ætli þessar þúsundir manna myndu ekki fá aðrar hugmyndir um hvað ísbjörn er raunverulega, eftir nokkur skipti.

Gæludýrakjaftæðið myndi sjálfsagt stoppa snögglega...ekki láta Grælendingar ísbirni passa börnin sín, svo mikið er víst..

Óskar Arnórsson, 6.6.2008 kl. 11:15

13 identicon

Jens.  Þú hefur greinilega ekki heyrt mig syngja.  Ég er sannfærður um að jafnvel friðsömustu jurtaætur mundu reyna að taka mig af lífi ef þær heyrðu söng minn

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 12:33

14 Smámynd: Ívar Pálsson

Góður! Systir mín og ég mættum skógarbirni á fjallgöngu okkar í Wyoming BNA í fyrra. Við böðuðum út höndunum, töluðum frekar hátt og bökkuðum frá, en þarna ytra er fóliki ráðlagt að fara þannig að og gæta þess sérstaklega að vera ekki á milli húns og birnu. Maður tók nú ekki áhættuna á því að syngja um Nínu. Annars væri þessi athugasemd kannski skrifuð með annarri hendi núna!

Ívar Pálsson, 6.6.2008 kl. 12:36

15 Smámynd: Rannveig H

Nína með smáhræðslublönduðu ópi,og Bjössi yrði mitt gæludýr

Rannveig H, 6.6.2008 kl. 12:43

16 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég vildi að einhver hefði sungið fyrir ísbirninga sem voru við illan aðbúnað í Sædýrasafninu í gamla daga. Ég er viss um að þeir ísbirnir hafi þráð það helst að einhver myndi binda enda á hörmungar þeirra og skjóta þá.

Helga Magnúsdóttir, 6.6.2008 kl. 14:58

17 Smámynd: Júlíus Valsson

Hvernig er með rafbyssur?

Júlíus Valsson, 6.6.2008 kl. 15:54

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

Rafbyssur á ísbirni?  Af hverju ekki bara reyna að rota ísbjörn með blíanti?

Óskar Arnórsson, 6.6.2008 kl. 16:22

19 Smámynd: Júlíus Valsson

Ég man vel eftir risablýanti í IKEA hjá Kungens Kurva í Stokkhólmi.

Júlíus Valsson, 6.6.2008 kl. 16:29

20 identicon

Það væri kannski ráð fyrir laglausa að gaula bangsa í hel.

Rúnar (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 16:47

21 Smámynd: Júlíus Valsson

..eða bara spila Billy Joel?

Júlíus Valsson, 6.6.2008 kl. 16:50

22 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég kann ekki að syngja svo ég myndi ekki þora að berja á bangsa með risablíanti frá Íkea. 0.45 magnum sjálvirk myndi vera í lagi og samt verður maður að hitta rétt. Brúnbirnir eru gæfari enn ísbirnir og hefur margur veiðimaðurinn verið rifin í tætlur í Norður Svíþjóð vegna þess að þeir verða ergilegir við að fá skot í sig. Enn svona í alvöru talað, birnir af hvaða tegund sem er, eru engin leikföng og sér í lagi eru kvendýrin hættuleg með húna eins og einhver benti á hér að ofan.  Kannski myndi björn byrja að dansa við Billy Joel músik?  Ég ætla nú ekki að spyrja neinn bjarndýraveiðimann um það.  Mér hefur einu sinni verið boðið á bæði elg og bjarndýraveiðar. Ég afþakkaði boðið þrátt fyrir góð vopn og öflug.  Það er til svolítið sem kallast "Bjarnafrossi"  Veiðimaður stirnar af hræðslu þegar hann stendur andspænis birni, og þá verður venjulega jarðarför ef eitthvað er eftir til að jarða...

Óskar Arnórsson, 6.6.2008 kl. 17:09

23 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vel athugandi þetta með að syngja.

Ef það virkar ekki, nú,- þá kemur það bara í ljós! 

Árni Gunnarsson, 6.6.2008 kl. 17:33

24 Smámynd: Haraldur Davíðsson

...Dvel ég í draumahöll, virkaði vel á Mikka ref.....

Haraldur Davíðsson, 6.6.2008 kl. 17:48

25 identicon

Ísbjörninn á myndinni hér að ofan hefur vafalaust notað Banana Boat sólbrúnku krem. Feldurinn er fallega brúnn og engir flekkir í honum.

En ef ég stæði fyrir framan standandi ísbjörn myndi í hiklaust syngja Atti Katti Nóa. Það er vísa sem Bjössi skilur, enda Grænlönsk. 

Atti katti nóa, Atti katti nóa

Enisa Denisa dolli matti dei

Seta kola missa rató

Seta kolla missa a rató! Atti katti nóa, Atti katti nóa

Enisa denisa dollimatter-ei ! JE 

 Væri samt frekar broslegt og hálf scary að sjá mann syngja þessa vísu fyrir framan urrandi (og undrandi) ísbjörn, glorsoltinn!

Siggi Lee Lewis (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 17:56

26 Smámynd: Óskar Arnórsson

..eða svangan brúnbjörn..

Óskar Arnórsson, 7.6.2008 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.