Farinn

  Margur góður Skagfirðingurinn sefur órótt þessa dagana.  Ástæðan er ótti við að ísbjörn bíði í leyni,  langsoltinn og grimmur.  Ennþá fleiri og ennþá betri Skagfirðingar sofa órótt á nóttunni.  Ástæðan er sú sama.  Ofan á þetta bætist ótti um að nýdrepni ísbjörninn muni ganga aftur og ofsækja alla Skagfirðinga og alla þeirra ættingja um ókomna framtíð.  Líka fjarskylda.

  Mér rennur blóðið til skyldunnar.  Sem gamall Skagfirðingur legg ég nú land undir fót og þeysi norður í Skagafjörð.  Þar mun ég leggja mig fram um að sefa ótta og hjálpa fólki að ná góðum og heilsusamlegum svefni.  Til viðbótar ætla ég að leita af mér allan grun um að fleiri ísbirnir hafi gengið á land fyrir norðan og reyna einhvernvegin að hindra frekari landgöngu þeirra.  Ísbjarnalaus Skagafjörður 2009 er markmiðið.

  Ég kem aldrei aftur.  Eða ekki fyrr en þessi mál eru til lykta leidd. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Mundu eftir riflinum ef að syngja skyldi ekki duga bara til öryggis. Betra að vera með hann og þurfa ekki að nota hann heldur en að hafa hann ekki og þurfa á honum að halda.

Ps Skagafjörður er mjög fallegur fjörður er ætaður þaðan sjálfur. 

Skattborgari, 6.6.2008 kl. 18:57

2 Smámynd: Ómar Ingi

Kill em all and then go 2 sleep

Skagafjörður er ægi fallegur ( sértaklega fyrir Hesta )

Ómar Ingi, 6.6.2008 kl. 19:50

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skagafjörður er skítapleis,
með skelfilegt bjarnarfeis,
en Jensinn er verri,
jólasveinn og perri,
og vita alveg vonlaust keis.

Þorsteinn Briem, 6.6.2008 kl. 20:00

4 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Já það geta verið margar ástæðurnar fyrir svefnleysi, jarðskjálfti hér, ísbjörn þar... hvað næst? 

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 6.6.2008 kl. 22:54

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Allar leiðir liggja nú í Skagafjörðin og þar mun Jens örugglega skemmta sér vel!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.6.2008 kl. 00:19

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Bið að heilsa norður, ég sendi sérlegan sendifulltrúa minn á skólamótið en hann var drepinn!!!!

Vilborg Traustadóttir, 7.6.2008 kl. 15:42

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Kveðjur í fjörðinn okkar í norðrinu.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.6.2008 kl. 16:36

8 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Æi góði Jens!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 7.6.2008 kl. 17:05

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Góður Jens en þér rennur blóðið til skyldunnar til að telja í okkur kjark.  Drífðu þig sem fyrst en það bíður herbergi eftir þér í Reykholti.

Sigurjón Þórðarson, 7.6.2008 kl. 21:11

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér hefur nú skilist að við nýunnið víg þessa fína 'nýbúa' í Skagafjarðarskíri þá hafi meðalgreindarvísitala Grænlendínga dottið upp fyrir skónúmerið, en ~Skaffóskríllinn~ í heild sé núna álitinn af umhverfisnefnd EES með meðalgreindarvísitölu á við útrunna rækjusamloku.

Það að þú flytir norður frá Tjöruborginni hækkar víst þessa vísitölu í báðum þeim póstnúmerum.

Berðu mig samt ekki fyrir því heillin, en ólyginn sagði mér...

Steingrímur Helgason, 8.6.2008 kl. 01:30

11 identicon

Pasaðu þig líka á Þorgeirsbola. Hann gæti litið við í kaffi.

Ari (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 01:45

12 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég held þú ættir að kenna þessum erlendu ísbjörnum smá skrautskrift

Brjánn Guðjónsson, 8.6.2008 kl. 03:54

13 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ertu bara með áfallahjálp úti um allt land?

Helga Magnúsdóttir, 8.6.2008 kl. 17:58

14 Smámynd: Jens Guð

  Skattborgari,  fegursta hafsýn heims er að horfa á sólarlag frá Héraðsvötnum og sjá sólina setjast á bakvið Drangey,  Málmey og Þórðarhöfða.

  Ómar,  hestarnir kunna svo sannarlega að meta fegurð Skagafjarðar flestum öðrum betur.  Þegar ég sem barn var að reka í hús hestana á Hrafnhóli í Hjaltadal þá áttu þeir það til að þráast við vegna þess að þeir voru að dáðst að útsýninu.

  Steini,  þetta er ekki uppáhalds limran mín eftir þig.  Hehehe!

  Sigurður Helgi,  það eru bara húnar í Húnavatnssýslu.  Maður þarf ekki að óttast þá.  Maður þarf frekar að vara sig á afkomendum Björns á Löngumýri.  Einn þeirra gaf mér eitt sinn myndarlegt glóðurauga í Varmahlíð.

  Rannveig,  næst er það Geirmundur Valtýsson.  Nei,  ég segi nú bara si sona.  Geirmundur er frábær.  Held ég.  Þannig lagað.  Jú,  jú,  ég skrifa aldrei neitt neikvætt um Geirmund síðan ég söng með honum CCR lög í gamla daga.

  Maggi minn,  ég skemmti mér meira en vel í Skagafirðinum um helgina.

  Helga Guðrún,  ég skila frá þér góðum kveðjum út og suður um Skagafjörðinn.  Í einhverju spjalli barst þú í tal þegar ég var þarna fyrir norðan um helgina.  Ég man ekki af hvaða tilefni.  Einhver nefndi að þú hafir verið svakalega sæt unglingsstelpa.  Miðað við aðrar stelpur úr Skagafirði taldi ég fullvíst að þú sért ennþá sætari í dag.

  Guðrún Magnea,  takk fyrir innlitið.

  Sigurjón,  takk fyrir boð um gistingu í Reykholti.  Ég ætla að eiga það inni í næstu norðanferð.  Vegna nemendamótsins á Steinsstöðum hélt ég mig þar um slóðir og söng liðið þar í svefn með róandi kvöldvísum.

  Steingrímur,  ég flutti ekki eitt né neitt og varð ekki var við neinar tilfærslur á greindarvísitölu.  Þar fyrir utan tel ég greind vera ofmetna.

  Ari,  nóg er af draugum,  huldufólki og álfum í Skagafirði þó að ég þurfi ekki líka að "díla" við Þorgeirsbola. 

  Brjánn,  vandamálið með ísbirni og skrautskrift er að ísbirnir er örvhentir.

  Helga,  ég hleyp til þar sem hjálpar er þörf.  Það er mín köllun.

Jens Guð, 9.6.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband