8.6.2008 | 23:32
Ísbjarnalaus Skagafjörður
Síðustu daga hef ég dvalið í Skagafirði í þeim erindagjörðum að leita uppi ísbirni og sefa ótta Skagfirðinga og ferðamanna þarna um slóðir við bangsa. Ég skimaði eftir ísbjörnum hátt og lágt. En það var engan að sjá. Ég kallaði og skipaði birninum að gefa sig fram undanbragðalaust ef hann væri einhversstaðar. Viðbrögð urðu þau ein að Björn Sveinsson á Varmalæk í Lýtingsstaðahreppi gaf sig fram en sagðist vera hættulaus. Jafnframt hafði hann gilda ástæðu til að vera þarna vegna þess að hann var að vígja nýja og glæsilega reiðhöll.
Svo skemmtilega vildi til að um helgina var nemendamót á Steinstöðum. Nemendur í Steinstaðaskóla á árunum 1961 til 1971 hittust og rifjuðu upp gömlu góðu dagana. Ég var þarna í "gaggó" - eins og 9. og 10. bekkur í grunnskóla var kallaður - á þessum árum. Það var meiriháttar gaman að hitta þennan frábæra hóp. Á morgun skrifa ég færslur um nemendamótið. Margir gamlir nemendur áttu ekki heimangengt og ég ætla að nudda þeim upp þeirri frábæru skemmtun sem þeir misstu af.
Vegna nemendamótsins á Steinstöðum leitaði ég sérstaklega vel að ísbjörnum þar um slóðir. Ég rölti um gólfvöllinn hans Friðriks Rúnars (Lalla) í Laugahvammi og gægðist inn í glæsilega sumarbústaði þarna í grennd. Fékk grillaða pylsu og drykk hjá höfðingjunum Rögnu og Gunnari og rölti veginn framhjá Lambatjörn. Það var ekkert lamb í tjörninni fremur en fyrri daginn er við krakkarnir í Steinstaðaskóla skautuðum þar á svelli á sínum tíma. Og enginn var þar ísbjörninn.
Skammt frá Lambatjörn er kominn góður fótboltavöllur. Hann er hálfur kílómeter á breidd en 20 metrar á lengd. Ég hef ekki fylgst með fótbolta undanfarna áratugi. Þegar ég var í Steinstaðaskóla þótti okkur krökkunum heppilegra að hafa fótboltavöllinn þokkalega langan en héldum breiddinni í lágmarki. Eitthvað hefur breyst síðan.
Skagfirðingar óttast ísbirni ekki eins mikið og ég hélt. Ég róaði þá sem voru hræddastir. Það voru ferðamenn og annað aðkomufólk. Til að stríða því fólki samt pínulítið var gengið í það þarfa verk að merkja leiðina yfir Þverárfjall með táknmynd af ísbirni og textanum "Varúð!".
Eldri árgangar urðu kvöldsvæfir á nemendamótinu.
Flokkur: Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:49 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 29
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 1051
- Frá upphafi: 4111612
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 882
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Það er ekki oft sem ég öfundast út í fólk, en núna verð ég að gera undantekningu.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.6.2008 kl. 23:49
Helga mín kæra Guðrún, láttu það eftir þér að öfundast út í okkur sem mættum á nemendamótið. Ég hefði gert það sjálfur ef ég hefði misst af fjörinu.
Jens Guð, 8.6.2008 kl. 23:57
Segðu frá. -Hverjir slógust? -Hverjir drápust og hvar? -Hver mætti með besta bruggið? -Hvar voru partýin? -Hverjir voru að syngja? -Var riðið út? -Hverjir voru að yrkja? -Hver sagði bestu sögurnar og hvernig voru þær? Láttu nú gamminn geysa sem aldrei fyrr!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.6.2008 kl. 00:10
Alltaf missi ég af einhverju spennandi
Þóra Sigurðardóttir, 9.6.2008 kl. 00:16
Helga Guðrún, engir slógust. Enginn dó. Það var ekkert brugg.
Þú ert búin að vera of lengi fjarri Skagafirðinum. Slagsmál, dauðsföll og brugg eru ekki lengur það sem skemmtanir í Skagafirði ganga út á.
Þóra, þú misstir af miklu.
Jens Guð, 9.6.2008 kl. 00:38
Eitthvað held ég að hann Jens okkar sé ekki að sega okkur satt í þetta skipti frekar enn einhver önnur.
Mér finnst grunsamlegt hvað Jens staldraði langt við í Skagafirðinum, hann er í betra formi en það að það taki hann nokkra daga að labba upp á smá heiði og kíkja eftir Ísbirni. Svo minndi hann aldrei þora því.
Mér finnst einnig afar grunsamlegt hvað hann er að spá í hvort knattspyrnuvellir í Skagafirði séu löglegir að stærð. Hann hvorgi veit hvað vítateigur eða hornfáni er.
Einna grunsamlegast finnst mér að hann hafi arkað gólfvöll þveran og endilangann. Mér er sagt að hann hafi dottið um holur á gólfvelli.
Mín skoðun er sú að Jens sé að taka út svæði til ræktunar Ísbjarna, ætli að fá þau heiðurshjón Rögnu og Gunnar til að taka að sér ræktunina að einhverju leiti.
Friðrik Rúnar (Lalli) og Jens ætla svo að slá upp Laxeldi í lambatjörn.
S. Lúther Gestsson, 9.6.2008 kl. 01:03
S. minn kæri Lúther. Ég get kvittað undir að ég veit ekkert hvað vítateigur eða hornfáni er. Því síður veit ég hvað hola á golfvelli er. Ég sá þarna fána og veit ekkert hvaða hlutverki þeir gegna. Mér nægði að sjá engan ísbjörn.
Jens Guð, 9.6.2008 kl. 01:45
Þú hefur vonandi skilað kveðju fram í Lýtó?
Gulli litli, 9.6.2008 kl. 08:47
Mamma og stjúpi voru illa fjarri góðu gamni, ég held að þau séu ennþá að spóka sig í Rúmeníu. Ekki hefði ég viljað skipta á Skagafirði og Rúmeníu.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.6.2008 kl. 12:12
efast ekki um gleði ,söng og siðast en ekki síst sögur fyrst þú varst á svæðinu. annars virðast Skagfyrðingar vilja losa sig við alla birni er ekki alltaf stríð í kringum Björn Mikaels yfirlögregluþjón þar.
sæunn (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 13:38
Innlitskvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.6.2008 kl. 14:56
Takk fyrir síðast! Nemendamótið var frábært í alla staði, gaman að hitta alla og mikið rétt hjá þér, úr þeim stalli sem ég sá þetta lið af '56 módelinu þá sýndist mér að þetta hefði verið upp úr kl:22 á laugardalskvöldinu sem þessar myndir hafi verið teknar. Ég kom aftur á svæðið um kl:8 á sunnudagsmorgun til að kveðja, það var enginn á róli á svæðinu þannig að ég verð bara að skila kveðju til allra. Er kominn í sumarfrí og ætla að heilsa upp á Spánverja i vikunni og fylgjast með Evrópuboltanum þaðan til síðasta leiks.
Kveðja VRP
Viglundur Rúnar Pétursson (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.