Frábær útvarpsþáttur - ekki missa af honum

  Frískasti útvarpsþátturinn um þessar mundir er Litla hafmeyjan,  þáttur sem fór í loftið núna klukkan 19.00 á rás 2.  Þetta er í þriðja skipti sem þátturinn er í loftinu.  Það var svo gaman að fyrri þáttunum tveimur að ég geng út frá því sem vísu að þátturinn í kvöld verði jafn skemmtilegur.

  Þátturinn er í höndum Andra Freys og Dodda litla.  Þeir eru báðir vel þekktir úr útvarpi.  Aðallega rokkstöðvum á borð við X-ið og Reykjavík FM.  Gott ef Doddi var ekki á Effemm957 líka - sem að vísu eru ekki meðmæli.

  Andri Freyr er einnig þekktur sem fyrrum gítarleikari með Bisund,  Botnleðju og Fidel.  Doddi skemmti sömuleiðis undir nafninu Love Gúrú.   

  Venjulega stendur þátturinn Litla hafmeyjan til klukkan 22.00.  Í kvöld er hinsvegar eitthvað söluátak fyrir varasalva í gangi á rás 2.  Það hefst klukkan 21.00.  Þátturinn verður því styttri sem því nemur í kvöld.  Ekki missa af honum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þeir eru bráðskemmtilegir félagarnir, satt er  það

Markús frá Djúpalæk, 20.6.2008 kl. 19:12

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ertu ekki vaxinn uppúr þessari pönkumræðu allri Jens. Hef heyrt að þetta sé svar við FM hnakkatískubylgjunni. þ.e.a.s Ennisskallabylgja.

Þannig að annað hvort ertu FM hnakki eða Ennisskalli. Svona svipað og Duran Duran eða Wham

S. Lúther Gestsson, 20.6.2008 kl. 19:12

3 Smámynd: Jens Guð

  Markús,  þeir ráða við einhvern ferskan stíl,  sem jaðrar við að fara yfir strikið á köflum.  En vegna þess að þetta eru nákvæmlega þessir strákar þá komast þeir upp með skemmtilegan galgopahátt.

  S.  Lúther,  það eina sem vantar í þáttinn er pönk.  Músíklína þáttarins er of hnakkaleg. 

Jens Guð, 20.6.2008 kl. 19:21

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm, brattir Brókalallar þessir tveir, nema hvað Jens minn, að ekki er um neitt varasalvadæmi Rásar tvö séstaklega að ræða, sem veldur því að þátturinn er styttur núna, heldur samstillt átak allra ljósvakafjölmiðlanna undir heitinu "Á allra vörum", átak til kaupa á fullkomnustu greiningartækjum á brjóstakrabbameini! Vertu því ekki önugur félagi, þessar elskur eiga allt gott skilið og svo var nú kvennrétindadagurinn í gær!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.6.2008 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband