21.6.2008 | 23:33
Gullkorn úr minningargreinum
Minningargreinarnar í Morgunblaðinu eru merkilegar fyrir margra hluta sakir. Þær eru greinilega flestar skrifaðar af fólki sem er óvant að tjá sig á prenti. Engu síður reyna sumir að setja sig í skáldlegar og háfleygar stellingar án þess að ráða við formið. Útkoman vill þá verða nokkuð brosleg. Eftirfarandi tilvitnanir eru allar úr raunverulegum minningargreinum. Allar komnar vel til ára sinna. Þær eiga því ekki að koma neinum illa í dag. Nöfnum er samt breytt:
"Gönguferðin þeirra varð styttri en menn vonuðu. Banvænn sjúkdómur beið hennar bak við stein og sló hana fljótt til jarðar."
"Hún hafði það sterka skapgerð að smá rigningarsuddi setti hana ekki úr jafnvægi."
"Hann var sannur Íslendingur og dó á 17. júní."
"Þrátt fyrir góða greind gekk hún aldrei í kvenfélag."
"Það er löngu vitað mál að bestu og skemmtilegustu vinina eignast maður í lúðrasveitum."
"Hann skrapp úr vinnunni til að fara í þrekpróf hjá Hjartavernd, en kom þaðan liðið lík."
"Ég bið þann sem lífið gaf að hugga, styrkja og bæta aðstandendum skaðann."
"Tók hann fráfall konu sinnar mjög nærri sér vegna barnanna."
"þar voru m.a. Ásta Gunnarsdóttir og Guðríður Bjarnadóttir frá Folafæti. Enda þótt Ásta væri þá hálfslæm í fæti lék hún við hvern sinni fingur."
"Sigríður lést þennan dag kl 16. Sigríður hafði ætlað að eyða deginum í annað."
"Í dag kveðjum við kæran samstarfsmann og félaga. Hann tók sér tveggja daga frí til að kveðja þennan heim."
"Og má segja að hún setti ekki svo skál af tvíbökum á borð að ekki stafaði af því mýkt og listfengi."
"Orð þessi eru skrifuð til að bera hinum látna kveðju og þakkir frá tengdafólki hans og ekki síður frá tengdamóður hans þótt nú nálgist 20.árið frá fráfalli hennar."
"Hún bjó manni sínum gott heimili og ól honum 9 hraust börn, þar af tvö á sjómannadaginn."
"Ágústa giftist ekki og eignaðist ekki börn í venjulegum skilningi þess orðs."
"Á þessum fjölbreytta lífstíl sínum kynntist Jóhann mörgum mönnum af ýmsum þjóðernum, þ.á.m. Indjánum og Kínverjum. Hann lærði tungumál þeirra að minna eða meira leyti, einkum ensku og norðurlandamálin."
''Persónulega, góði vinur, þakka ég og konan mín þér fyrir innileg samskipti á umliðnum árum. Guð varðveiti þig. Vertu sæll, ég kem bráðum.
Bréf barst að heiman, það færði mér fréttina: Nonni frændi er dáinn. Það hlýtur að hafa verið gott að vera kind í fjárhúsunum hans Nonna frænda.
Drottinn minn gefðu dánum ró og hinum líkin sem lifa.
Nú á morgun, þegar Jónas tekur tösku sína fulla af góðum fyrirbænum og þakklæti og hefur sig til flugs af brautinni, rísum við samstarfsmenn úr sætum og veifum til hans og þökkum samverustundirnar.
Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Þessi orð koma mér í huga þegar ég minnist afa. Hann var 93 ára þegar hann lést."
Svo er hér eitt gullkorn til viðbótar, sem prentvilla ber ábyrgð á:
"Hann giftist eftirlifandi eiginkonu sinni og átu þau tvö börn."
Flokkur: Menning og listir | Breytt 22.6.2008 kl. 20:25 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 22
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 1046
- Frá upphafi: 4111571
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 878
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Hólmdís Hjartardóttir, 21.6.2008 kl. 23:37
ekki fara út á hálan ís í þessum efnum;)
ringo (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 23:48
sumir eru dæmdir á líkum:) allavega raðmorðingjar;)
ringo (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 23:51
Góðir Jens minn
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.6.2008 kl. 23:59
Þrátt fyrir góða greind gekk hún aldrei í kveinfélag.
Sigríður lést þennan dag kl 16.Sigríður ætlaði að eyða deginum í annað.
Rannveig H, 22.6.2008 kl. 00:01
Takk kærlega fyrir. Yndislegur lestur.
blogglesari (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 00:14
Hvað ertu búinn að drekka marga bjóra?Svaraðu nú því þú prestssonurinn.
Númi (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 00:22
Var á bloggflakki og rakst inn á síðuna þína.
Þarna er komin ástæðan fyrir því afhverju minningargreinar eru svona vinsælar á Íslandi - þær eru svo fyndnar. Takk fyrir hláturvekjandi lesningu.
Mér fannst þessi t.d. fyndinn:
“Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Þessi orð koma mér í huga þegar ég minnist afa. Hann var 93 ára þegar hann lést."
Anna Þóra Jónsdóttir, 22.6.2008 kl. 00:56
Hólmdís, takk fyrir innlitið.
Ringo, nei, þetta eru svo gamlar tilvitnanir að þær trufla engan í dag. Eða eins og Sverrir Stormsker sagði - ef ég fer rétt með: "Oft eru dáin hjón lík."
Linda, ég fékk þetta sent. Og varð á að hlæja. Þess vegna setti ég þetta hér inn. Svo fleiri gætu brosað.
Rannveig, það var einkennilegt með þessa greindu konu að hún skuli þrátt fyrir gáfurnar ekki hafa gengið í kvenfélag. Hehehe!
Blogglesari, takk fyrir innlitið.
Númi, ég er búinn með eina kippu af Budweiser og er nýbúinn að skipta yfir í Thor.
Jens Guð, 22.6.2008 kl. 00:57
Anna Þóra, minningagreinar eru sérdeild. Margir sem skrifa minningagreinar kannast við vangetu sína og láta sér vanari penna umskrifa textann. Þar fer margur gullmolinn í ruslið.
Verri þykir mér sú þróun að margir eru farnir að ávarpa hinn látna beint minningagreinum.
Jens Guð, 22.6.2008 kl. 01:08
Ég er þér sammála Jens, það er hræðilegt að lesa minningagreinar sem bréf, stíluð á hinn látna. Þetta var lengi vel bannað en í dag er meira en önnur hver grein sem slík.
Rúna Guðfinnsdóttir, 22.6.2008 kl. 02:16
Rúna, mér er kunnugt um að starfsmenn Morgunblaðsins hafa reynt að spyrna við fæti varðandi minningagreinar þar sem hinn látni er ávarpaður. En þeir fá ekki við neitt ráðið. Sömuleiðis veit ég að fólk sem hefur að atvinnu að skrifa minningagreinar fyrir aðra hefur reynt að halda aftur af þessari þróun. En dugir ekki til.
Jens Guð, 22.6.2008 kl. 02:48
Og svo var það þessi lína Jens:
"Ekki gekk hann menntaveginn heldur fór í Samvinnuskólann."
Kveðja,
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 03:13
Já kvenfélagsleysið hefur alltaf háð mér líka, þrátt fyrir afburðagáfur...
Aðalheiður Ámundadóttir, 22.6.2008 kl. 03:53
Þetta var skemmtilegt að lesa
Tvær spurningar:
1. Hvað er að þessari setningu?
''Persónulega, góði vinur, þakka ég og konan mín þér fyrir innileg samskipti á umliðnum árum. Guð varðveiti þig. Vertu sæll, ég kem bráðum.”
2. Hvað er að því að ávarpa látna manneskju?
Bestu kveðjur
Halldóra S (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 03:55
Óborganlega fyndið.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.6.2008 kl. 04:07
Hann var vínkær og ölkær og gleðimaður mikill er sagt um fyllirafta. Aldrei talað um miklar gleðikonur þó.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.6.2008 kl. 04:11
Halldóra, það er búið að banna að ávarpa látna í minningargreinum Morgunblaðsins. Ef það sleppur er það fyrir slysni og vangá prófarkalesara. Þetta var ekki að ástæðulausu enda var oft pínlegt að lesa væmnar og bersöglar samræður við látna.
Sigurður Þórðarson, 22.6.2008 kl. 07:46
Heidi Strand, 22.6.2008 kl. 09:25
Heheheh mörg þessara ummæla eru hrein snilld!!! Kveðja inn í góðan dag Jensinn minn
Ía Jóhannsdóttir, 22.6.2008 kl. 10:04
það hefur nú ekki borið mikið á rithæfileikum á þessu bloggi nem síður sé.Alltaf hissa hvað margir eru að kíkja á bullið hjá þér.
BB (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 10:35
Yndisleg lesning.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 11:00
Frábær
Heiða Þórðar, 22.6.2008 kl. 11:30
Hahahaha, leiðinlegt að lifa það ekki að lesa eftirmælin sín. Þ.e. ef þau eru svona skemmtileg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2008 kl. 12:10
Eitt sinn leysti undirritaður Sverri Þórðarson á Mogganum af í nokkra daga en Sverrir sá þar um minningargreinarnar og þýðingar á fréttum úr færeysku dagblöðunum Dimmalætting (Afturelding) og Sósíalurin. Sverrir er faðir Ásgeirs Sverrissonar, sem hefur skrifað erlendar fréttir í Moggann og var ritstjóri Blaðsins um tíma.
Undirritaður er hins vegar Moggaegg, eins og Matti Jó kallar það, en það er egg sem hefur verið ungað út á Mogganum og gerir garðinn frægan úti í þjóðfélaginu þegar það verður að hænu. En eins og kunnugt er kunna hænur að telja upp að þremur og fara létt með það.
Sverrir neitaði að læra á tölvu, pikkaði allt á ritvél frá millistríðsárunum og notaði síma sem síðar var gefinn Þjóðminjasafninu. Ráðin var dama á Moggann til að pikka allt inn á tölvu, sem Sverrir hafði glamrað á ritvélina með tveimur fingrum, en Sverrir var friðaður samkvæmt lögum um fornminjar.
Ekki skildi ég nú mikið í þessum færeysku blöðum en fann þó margt skemmtilegt í þeim og birti í Mogganum, eftir að hafa sjænað það dáldið til og gert það allt sennilegra, því ekki lýgur Mogginn. Ekki þarf þó að þýða allt í færeyskum fréttum yfir á íslensku og svona hljóðaði til dæmis fyrirsögn í færeyskri fótboltafrétt: Verjan sprakk og allt lak inn!
(Áður birt í Tígulgosanum.)
Þorsteinn Briem, 22.6.2008 kl. 13:36
Jens. Þeir sem Guðirnir elska deyja ungir. Það á við um þá sem eru "ungir í anda" fram í háan aldur, samanber þann sem þú gerir að umtalsefni og lést 93 ára. Hafi hann verið með "fulde fem" fram á þennan aldur má segja að hann hafi verið svo af Guðs blessun. Þessi tilvitnun þín á því lítið erindi í þessa samantekt þína.
Sammála þér um að menn ættu ekki að ávarpa hinn látna í minningargreinum sínum. Sérstaklega á þetta við um þa sem kalla sig kristna. Kristur sagði men sofa í gröfum sínum fram að upprisunni á efsta degi. Fram að því er engin hugsun né starfsemi hjá hinum sofandi og því geta þeir ekki tekið nokkurn þátt í samræðum við hina sem eftir lifa.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.6.2008 kl. 15:56
Talandi um orðalag, þegar Laxnes dó sagði þekkt kona í sjónvarpsviðtali; flott hjá honum hann lifði alla 20. öldina. (1902-1998)
Frikkinn, 22.6.2008 kl. 17:13
Guðlast, guðlast og aftur guðlast! Stiknið öll í víti! ( eða gasgrilli eða kolagrilli )
Himmalingur, 22.6.2008 kl. 18:12
alveg með ólíkindum að fólk skuli geta fundið eitthvað hér til að fetta fingur út í. Mér þóttu þetta allt snilldarúrtök, en auðvitað misgóð. Það drepur yfirleitt góða brandara að ætla að fara að kryfja þá.
Takk Jens fyrir samantekt
Jóna Á. Gísladóttir, 22.6.2008 kl. 19:51
Þetta er hrein snilld... það er hreint dásamlegt hversu skemmtilega fólk getur orðið fótaskortur á tungunni......bæði ég og aðrir....
Rúna Guðfinnsdóttir, 22.6.2008 kl. 20:48
Þetta er alveg frábært, ég stórskemmti mér yfir lestrinum!
Ein hér: ....sjaldan eru hjón lík, nema dauð séu.....
Lilja G. Bolladóttir, 22.6.2008 kl. 22:03
Hmmm! Tilgangur minningargreina er ekki að upphefja þann sem ritar þær heldur að minnast þess sem genginn er. Það eru ekki allir með það eina markmið að láta ljós SITT skína, heldur að sýna látnum virðingu sína með einhverjum hætti. Athyglisjúkir eiga auðvitað erfitt með að skilja það. Kveðja, Páll.
Páll Heimir Einarsson (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 04:58
Þetta er alveg stórkostlegt! Hafði allt af gaman af þessu :)
Mofi, 24.6.2008 kl. 10:29
Það litla sem ég flissaði yfir þessu!
Ragga (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 21:28
Góð lesning - skellti upp úr nokkrum sinnum ... :)
Hugskot (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.