Afmælishátíð Samtakanna 78

  Á bloggi mínu bulla ég stundum heilu ósköpin.  Bæði um samkynhneigð,  gagnkynhneigð og hvað sem er.  Þegar ég bulla um samkynhneigð eiga sumir til að móðgast fyrir hönd samkynhneigðra.  Sjaldnast held ég eða vona að samkynhneigðir sjálfir taki því illa.  Enda aldrei illa meint.  Mér þykir bara allt í lagi að skrifa í léttum dúr um flesta hluti.  Ég styð samkynhneigða í öllum þeirra baráttumálum.

  Í ár fagna Samtökin 78 þrjátíu ára afmæli.  Á föstudaginn bjóða Samtökin 78 til afmælisveislu í Hafnarhúsinu.  Meðal þeirra sem fram koma eru færeysku rokkarnir Rasmus Rasmussen - þekktastur sem gítarleikari þungarokkssveitarinnar Makrel,  og Líggjan Ólsen úr framsæknu hljómsveitinni Deja Vu.  Í næstu færslu segi ég sögu Rasmusar. 

  Að öðru leyti hvet ég ykkur til að kynna ykkur afmælishátíðina á www.samtokin78.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Þú ert líka soddan rassgat

Bara gleði í kringum þetta fólk og það mikil.

Ómar Ingi, 23.6.2008 kl. 23:21

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Glæsilegt afmælisrit sem ég var að fletta um daginn í tilefni á þessum merka áfanga hjá þeim. þar er viðtal við yngsta hommann á íslandi og elstu lesbíuna á Íslandi.

Vakti furðu mína þegar ég var að fylgjast með unglingunum í versluninni minni fletta blaðinu, þar voru fordómarnir í hávegum hafðir.

Einn þóttist sjá úr 2 km fjarlægð að einhver stúlka þarna hlyti að vera trukkalessa.

Annar sagðist sjá um leið að einhver drengur væri vera stelpan í sambandinu.

Flestir sammála um að það væri ömurlegt fyrir börn að eiga annað hvort 2 mömmur eða 2 pabba.

Svo sögðu þeir að það væri alltaf hrikalegt fyllerí á samkynhneygðum, sæu nánast aldrei edrú homma.

S. Lúther Gestsson, 23.6.2008 kl. 23:29

3 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  ég styð alla gleði tengda samkynhneigðum.  Það var annars merkilegt að fylgjast með umræðunni í Færeyjum varðandi mál Rasmusar.  Hún snéri bara að hommum og enginn virtist gera ráð fyrir lesbíum.

  S.  Lúther,  ég hef blessunarlega ekki orðið var við fordóma ungs fólks gagnvart samkynhneigðum.  Í minni fáfræði sem manni á sextugsaldri hélt ég að óreyndu að unglingar væru hættir að pæla í kynhneigð.

Jens Guð, 24.6.2008 kl. 00:16

4 Smámynd: Ómar Ingi

HAHAHAHA

Já er nú búið að mismuna Lessunum í Færeyjum

Ljótt að heyra

Ómar Ingi, 24.6.2008 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.