Rasmus Rasmussen - færeyskur Hörður Torfa

  rasmus

  Rasmus Rasmussen er ungur færeyskur rokkari.  Hann er einn besti gítarleikari Færeyja.  Hann hefur sjálfstæðan og einstaklega flottan gítarstíl og hefur sem slíkur sett mark sitt á færeyska rokktónlist.  Hann hefur spilað með flestum helstu þungarokkshljómsveitum Færeyja,  svo sem Diatribes,  Hatespeech og Makrel.

  2002 kom hann með Makrel til Íslands og tók þátt í Músíktilraunum.  Makrel hreppti bronsverðlaun og Rasmus var óumdeilanlega kosinn besti gítarleikarinn.

  Síðan hefur Makrel tvívegis komið til Íslands og spilað á hljómleikum á Nasa og Grand Rock.  Lög með Makrel hafa komist inn á spilunarlista rásar 2 og plöturnar þrjár með Makrel hafa selst ágætlega á Íslandi.  Rasmus hefur jafnframt sent frá sér 3 sólóplötur.  Tékkið á þeim á www.myspace.com/rasmusrasmussen.

  Rasmus er samkynhneigður.  Samkynhneigðir Færeyingar hafa jafnan flutt frá Færeyjum og/eða farið hljótt með sína kynhneigð.  Fordómar gagnvart samkynhneigðum eru miklir í Færeyjum.  Staða samkynhneigðra þar eru svipuð og var á Íslandi fyrir meira en 30 árum.  Við þekkjum öll söguna af því þegar Hörður Torfason varð að flýja land eftir að hafa opinberað í tímaritsviðtali á áttunda áratugnum að hann væri samkynhneigður.

  Rasmus hefur ekki farið í felur með kynhneigð sína og það hefur aldrei truflað vinahóp hans.  Það leiddi þó til þess að haustið 2006 var hann laminn í klessu á skemmtistað fyrir það eitt að vera samkynhneigður.  Þegar á reyndi kom í ljós að samkvæmt færeyskum lögum var ekki hægt að vernda hann gegn ofsóknum vegna þess að þær voru á grundvelli kynhneigðar.

  Rasmus fékk taugaáfall og lenti inn á geðdeild.  Eflaust hjálpaði honum að hann var ein helsta rokkstjarna Færeyja.  Unga fólki í Færeyjum og rokksenan stóð með honum.  Íslenska alþingiskonan Rannveig Guðmundsdóttir tók mál hans upp á vettvangi Norðurlandaráðs.  Fleiri íslenskir stjórnmálamenn létu sig mál hans varða.  Meðal annars alþingiskonan Guðrún Ögmundsdóttir og Geir Haarde.

  Mál Rasmusar hlaut heimsathygli.  Dönsk sjónvarpsstöð gerði sérstakan þátt um málið sem vakti mikla athygli og umræðu.  Einnig var málinu gerð skil í þýsku og bresku sjónvarpi ásamt íslenskum sjónvarpsstöðvum.

  Þrýstingur á færeysk stjórnvöld var mikill.  Á færeyska lögþinginu var borið fram frumvarp um að ekki megi ofsækja samkynhneigða.  Það mætti gífurlega mikilli andstöðu í Færeyjum.  Einkum frá kristilegum prestum og talsmönnum sem töldu bráðnauðsynlegt að lemja homma með Biblíunni.  Vikulegar bænavökur voru haldnar í færeyskum kirkjum þar sem guð var beðinn um að styðja ofsóknir gegn hommum. 

  Leikar fóru þannig að færeyska lögþingið samþykkti frumvarpið um að ekki megi ofsækja homma.  Þann dag flögguðu kirkjur Færeyja í hálfa stöng og töluðu um svartasta dag í sögu Færeyja. 

  Næsta föstudag er þrjátíu ára afmælisfagnaður Samtakanna 78 á Íslandi í Hafnarhúsinu.  Þar heldur Rasmus hljómleika.  Sýnum mannréttindabaráttu Færeyinga samstöðu með því að mæta og hlusta á flotta músík Rasmusar þar.  Ásamt því að samfagna að Íslendingar eru í fararbroddi þjóða heims að láta sig engu varða kynhneigð fólks.  Fólk þarf ekki að vera svart á hörund til að "digga" Bob Marley.  Fólk þarf ekki að vera konur til að "digga" Patti Smith.  Fólk þarf ekki að vera samkynhneigt til að "digga" Rasmus Rasmussen.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Viðar

Jájá gamall dauðarokkari! Var með honum í þýsku hér í den.

Ekki tékkað á stöffinu hans samt, kannski maður geri það. 

Haukur Viðar, 24.6.2008 kl. 00:12

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Váá, áhugaverður pistill og einhvernveginn fær mann til að samþyggja samstundis að Rasmussen sé  flottasi Færeyjingurinn.

Besti gítarleikari Færeyja seigir þú Jens. Hérna er það rosa gott? Ég meina hvað spila margir Færeyjingar á gítar? 

S. Lúther Gestsson, 24.6.2008 kl. 00:15

3 Smámynd: Jens Guð

 Haukur,  ég er viss um að þú "fílar" plötur Makrels.  Sólóplötur hans eru ekki rokk heldur það sem kallast "lo-fi".  Lágstemmt gítarpopp.  En mjög flott.

  S.   Lúther,  Færeyingar eru 48.000 manns.  Þeir eru álíka margir og Hafnfirðingar og Kópabogsbúar til samans.  Miðað við höfðatölu standa Færeyingar Íslendingum framar í tónlist.  Að vísu eiga Færeyingar ekki Björk eða Sigur Rós.  Það er að segja að engin færeysk poppstjarna hefur selt plötur í milljóna upplagi.  Engu að síður hefur færeyskur poppari,  Teitur,  selt plötur í tugþúsundaupplagi.  Lög hans hafa ratað inn í bandarískar kvikmyndir og sjónvarpsþætti.  Myndbönd hans eru spiluð á MTV.

  Teitur opnar á "orange" sviðinu á Hróarskeldu í ár.  Bæði hann og Eivör hafa rakað að sér verðlaunum í dönsku tónlistarverðlaununum.  Eivör er að selja þúsundir platna á Norðurlandamarkaði,  í Þýskalandi og Kanada.

  Týr er að selja þúsundir eintaka af plötum á heimsmarkaði.  Þeir hafa átt í tvígang lög sem fylgja breskum þungarokksblöðum,  Kerrang! og ég man ekki nafnið á hinu blaðinu.  Það er gaman að sjá nafn Týrs á svoleiðis safnplötum með Soulfly,  Metallica og öðrum stórum nöfnum. 

Jens Guð, 24.6.2008 kl. 00:35

4 Smámynd: Páll Einarsson

sæll,

Teitur er audvitad bara snillingur. Fór á tónleika med honum hér í køben og var tad ógleymanleg stund. Gefur mikid af sér og tá ekki bara í gegnum tónlistna og søgur sem hann sagdi milli laga heldur lét hann ganga nokkra bakka af sykurpúdum vid mikin føgnud ;)

Ég á eftir ad hlusta á Rasmus... vindi mér í tad.

Ávalt áhugavert ad lesa pistlana tína sem fjalla um færeyjar... er tetta ekki svoldid líkt vestmannaeyjum ?

;)

Páll Einarsson, 24.6.2008 kl. 07:39

5 Smámynd: Ómar Ingi

Er hann ekki kallaður Rassi ?

eða Bossablossi

Ómar Ingi, 24.6.2008 kl. 09:31

6 Smámynd: Gulli litli

Flottur pistill...

Gulli litli, 24.6.2008 kl. 13:18

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Menn eru gjarnir á að ofsækja þá sem eru öðruvísi en þeir sjálfir í þeim tilgangi að reyna að upphefja sjálfa sig á kostnað annarra. En allir eru á einhvern hátt öðruvísi en allir aðrir og fjölbreytni er einmitt eitt af því sem gerir lífið skemmtilegt.

Þorsteinn Briem, 24.6.2008 kl. 13:48

8 identicon

http://www.myspace.com/boysinaband

Ég Ella eg (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 14:19

9 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Samkynhneigðir hnotukrossinn

hnjóta við

ekki blessar ástarkossinn

almættið.

(.....eða hvað??.....)

Rúna Guðfinnsdóttir, 24.6.2008 kl. 17:00

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rúna. Þúfutittlingum er uppsigað við samkynhneigða.

Þorsteinn Briem, 24.6.2008 kl. 18:25

11 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

spherical head laughing animated gif

Rúna Guðfinnsdóttir, 24.6.2008 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband