30.6.2008 | 11:18
Heildarlistinn yfir greind og trúhneigð
Ég hef raðað hér upp þjóðum heims eftir meðalgreind þeirra. Greindarvísitalan er fyrir aftan nafn landsins. Í sviganum þar fyrir aftan er hundraðshluti viðkomandi þjóðar sem ekki trúir á guð. Þetta er nokkuð merkilegur og umhugsunarverður listi að skoða. Þegar litið er yfir listann í fljótu bragði læðist að mér sá grunur að greindarvísitöluprófið (Raven) sé ónákvæmt. Skekkjumörk þess séu í hag menntuðum Asíu- og Evrópu- og N-Ameríkuþjóðum en nái síður að mæla ýmsa hæfileika (greind) 3ja heims þjóða.
Það kemur mér pínulítið á óvart hvað hlutfallslega margir trúa ekki á guð. Þar gætu líka verið skekkjumörk. Flestir Víetnamar eru búddistar. Ég þekki búddisma ekki nógu vel. Sumir skilgreina hann sem heimspeki fremur er trúarbrögð. Þeir víetnömsku búddistar búsettir á Íslandi sem ég þekki iðka sinn búddisma líkt og trúarbrögð. Hafa altari og stunda þar sínar daglegu "serimóníur", "kirja" við brennandi reykelsi og þess háttar.
Einnig kemur mér á óvart hvað margar þjóðir eru nánast altrúaðar, eða 99,5%.
Fyrri grein um sama efni er á http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/576172.
1 Singapore 108 (13)
2 Suður-Kórea 106 (30)
3-5 Japan 105 (65)
3-5 Kína 105 (12)
3-5 Tævan 105 (24)
6 Ítalía 102 (6)
7-9 Ísland 101 (16)
7-9 Mongólía 101 (20)
7-9 Sviss 101 (17)
10-13 Austurríki 100 (18)
10-13 Bretland 100 (41,5)
10-13 Holland 100 (42)
10-13 Noregur 100 (31)
14-21 Belgía 99 (43)
14-21 Kanada 99 (22)
14-21 Eistland 99 (49)
14-21 Finnland 99 (28)
14-21 Þýskaland 99 (42)
14-21 Nýja-Sjáland 99 (22)
14-21 Pólland 99 (3)
14-21 Svíþjóð 99 (64)
22-29 Ástralía 98 (26)
22-29 Bandaríkin 98 (10,5)
22-29 Danmörk 98 (48)
22-29 Frakkland 98 (44)
22-29 Lettland 98 (20)
22-29 Spánn 98 (15)
22-29 Tékkland 98 (61)
22-29 Ungverjaland 98 (32)
30-32 Hvíta-Rússland 97 (17)
30-32 Rússland 97 (27)
30-32 Úkraína 97 (20)
33-36 Moldavía 96 (6)
33-36 Slóvakía 96 (17)
33-36 Slóvenía 96 (35)
33-36 Úruguay 96 (12)
37-38 Ísrael 95 (15)
37-38 Portúgal 95 (4)
39-43 Armenía 94 (14)
39-43 Georgía 94 (4)
39-43 Kazakhstan 94 (12)
39-43 Rúmenía 94 (4)
39-43 Víetnam 94 (81)
44-45 Argentína 93 (4)
44-45 Búlgaría 93 (34)
46-48 Grikkland 92 (16)
46-48 Írland 92 (5)
46-48 Malasía 92 (0,5)
49-52 Brunei 91 (0,5)
49-52 Kambódía 91 (7)
49-52 Litháen 91 (13)
49-52 Tæland 91 (0,5)
53-56 Albanía 90 (8)
53-56 Chile 90 (2)
53-56 Króatía 90 (7)
53-56 Kyrgystan 90 (7)
57-58 Kosta Rica 89 (1)
57-58 Laos 89 (5)
59-60 Ecuador 88 (1)
59-60 Mexíkó 88 (4,5)
61-68 Azerbaijan 87 (0,5)
61-68 Bólivía 87 (1)
61-68 Brasilía 87 (1)
61-68 Indónesía 87 (1,5)
61-68 Írak 87 (0,5)
61-68 Tajikistan 87 (2)
61-68 Turkmenistan 87 (2)
61-68 Uzbekistan 87 (4)
69-70 Kúveit 86 (0,5)
69-70 Filippseyjar 86 (0,5)
71-74 Kúba 85 (40)
71-74 Perú 85 (1)
71-74 Trinidad 85 (9)
71-74 Jemen 85 (0,5)
75-85 Afganistan 84 (0,5)
75-85 Kólumbía 84 (1)
75-85 Íran 84 (4,5)
75-85 Jórdanía 84 (0,5)
75-85 Morocco 84 (0,5)
75-85 Pakistan 84 (0,5)
75-85 Panama 84 (1)
75-85 Sameinaða Arabíska furstadæmið 84 (0,5)
75-85 Sádi-Arabía 84 (0,5)
75-85 Paraguay 84 (1)
75-85 Venesúela 84 (1)
86-90 Algería 83 (0,5)
86-90 Líbya 83 (0,5)
86-90 Oman 83 (0,5)
86-90 Sýrland 83 (0,5)
86-90 Túnis 83 (0,5)
91-95 Bangladesh 82 (0,5)
91-95 Dóminíska lýðveldið 82 (7)
91-95 Indland 82 (3)
91-95 Líbanon 82 (3)
91-95 Madagaskar 82 (0,5)
96-98 Egyptaland 81 (0,5)
96-98 Hondúras 81 (1)
96-98 Níkaragúa 81 (1)
99 El Salvador 80 (1)
100-101 Gvatemala 79 (1)
100-101 Sri Lanka 79 (0,5)
102 Nepal 78 (0,5)
103 Máritanía 76 (0,5)
104 Úganda 73 (0,5)
105-107 Kenya 72 (0,5)
105-107 Suður-Afríka 72 (1)
105-107 Tansanía 72 (0,5)
108-110 Ghana 71 (0,5)
108-110 Jamaíka 71 (3)
108-110 Zambía 71 (0,5)
111-115 Benin 70 (0,5)
111-115 Botswana 70 (0,5)
111-115 Namibía 70 (4)
111-115 Rwanda 70 (0,5)
111-115 Togo 70 (0,5)
116-121 Búrundi 69 (0,5)
116-121 Cote d´lvoire 69 (0,5)
116-121 Malawi 69 (0,5)
116-121 Malí 69 (0,5)
116-121 Niger 69 (0,5)
116-121 Nígería 69 (0,5)
122-125 Angóla 68 (1,5)
122-125 Burkina Faso 68 (0,5)
122-125 Chad 68 (0,5)
122-125 Sómalía 68 (0,5)
126-128 Guinea 67 (0,5)
126-128 Haíti 67 (0,5)
126-128 Líbería 67 (0,5)
129-131 Gambía 66 (0,5)
129-131 Senegal 66 (0,5)
129-131 Zimbabwe 66 (4)
132-137 Kamerún 64 (0,5)
132-137 Mið-Afríska lýðveldið 64 (1,5)
132-137 Kongó 64 (2,7)
132-137 Ethíópía 64 (0,5)
132-137 Mósambik 64 (5)
132-137 Sierra Leone 64 (0,5)
Hér eru efstu sæti þeirra þjóða þar sem fæstir trúa á guð:
1 Víetnam 81% (greind 94)
2 Japan 65% (greind 105)
3 Svíþjóð 64% (greind 99)
4 Tékkland 61% (greind 98)
5 Eistland 49% (greind 99)
6 Danmörk 48% (greind 98)
7 Frakkland 44% (greind 98)
8 Belgía 43% (greind 99)
9 Þýskaland 42% (greind 100)
10 Bretland 41,5% (greind 100)
11 Kúba 40% (greind 85)
12 Slóvenía 35% (greind 96)
13 Búlgaría 34% (greind 93)
14 Ungverjaland 32% (greind 98)
15 Noregur 31% (greind 100)
16 S-Kórea 30% (greind 106)
17 Finnland 28% (greind 99)
18 Rússland 27% (greind 97)
19 Ástralía 26% (greind 98)
20-22 Tævan 22% (greind 105)
20-22 Kanada 22% (greind 99)
20-22 Nýja-Sjáland 22% (greind 99)
23-25 Mongólía 20% (greind 101)
23-25 Lettland 20% (greind 98)
23-25 Úkraína 20% (greind 97)
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:51 | Facebook
Athugasemdir
Samkvæmt þessum lista trúa 16% íslendinga ekki á Gvuð. Samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 2004 er þessi tala hærri:
Matthías Ásgeirsson, 30.6.2008 kl. 12:07
Samkvæmt listanum hér að ofan eru íbúar þriðjaheims-landanna greindarskertir. Belarus er Hvíta-Rússland.
Flokkaskipting eftir greindarvísitölu fólks:
Í Stanford-Binet greindarprófinu er miðað við þessa flokkaskiptingu:
Þorsteinn Briem, 30.6.2008 kl. 12:24
Hver sá sem er eldri en ~8 ára og trúir því að súperman sé til í alvörunni á að falla á öllum greindarprófum.
DoctorE (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 12:28
DoctorE, þú kannski tókst ekki eftir því að þeir sem trúa ekki á Guð eru í mjög miklum minni hluta og síðan er ekki verið að tala um tilvist Súpermans heldur tilvist Guðs.
Mofi, 30.6.2008 kl. 13:01
Matthías Ásgeirsson, 30.6.2008 kl. 13:34
Mofi, guðinn þinn er glorífæaður súperman.
Og svo hefur það ekki nokkur áhrif á sannleiksgildi ævintýra hvort einhver x% trúi þeim eða ekki.
Ef við tökum dæmi
2 + 2 = 4
Ef milljónir manna tryðu því að 2 + 2 = 5 og segðu að ef menn trúi því þá fái þeir extra líf.. same weirdness.
DoctorE (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 14:46
Greindarpróf eru þannig hönnuð að menntunarstig viðkomandi á ekki að skipta neinu máli. Það er ekki verið að prófa þekkingu þannig að fólk í 3. heims löndum stendur jafnfætis öðrum í svona prófum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.6.2008 kl. 14:51
Samkvæmt þessu erum við trúaðasta og greindasta norðurlandaþjóðin.
Hvernig er þetta trúarhlutfall mælt eina og á Íslandi. Var gerð könnun eða telur þessi listi einnig þá sem ekki hafa nennt að segja sig úr þjóðkirkjunni
Annars var fyrri umræðan um þetta málefni þrælskemmtileg og undirstrikaði að mestu trúboðar, þeas þeir sem reyna helst að troða trú sinni á aðra eru trúleysingjar.
Vilberg Helgason, 30.6.2008 kl. 17:21
Já há
Ómar Ingi, 30.6.2008 kl. 17:24
Mér sýnist efnahagur vega ansi stórt þarna inn í og svo þarf að skoða lífskilyrði og annað. Ég hef nú ekki skoðað þessa könnun vel en það væri áhugavert að sjá hvort einhver skýring sé gefin á því afhverju trú eða trúleysi sé valið sem frumbreyta fram yfir aðrar breytur...
. (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 18:52
Vilberg Helgason hittir naglan NÁKVÆMLEGA á höfuðið!
Þetta var ég reyndar í örlítlum orðaþrautarstíl, að reyna að ná fram hvort einn ræðumanna hérna að ofan gæti skilið, en OFURTRÚ hans virtist nú ekki leyfa það, því miður!
Magnús Geir Guðmundsson, 30.6.2008 kl. 19:17
Ég er með lista yfir greind eftir kynhneigð . Viljið þið að ég setji hann á þetta blogg eða mitt ?
conwoy (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 19:35
Þú gerir þér grein fyrir því að samkvæmt þessu er meðalmaður í búrúndi og niðuraf ekki refsiverðir vegna greindarskorts. Ef þú ferð undir 70 þá ertu löglega "retarded" eins og maður segir á góðri Íslensku.
Hvað er næst? Höfuðmælingar? Bara hugsa sér...
Jakob (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 19:41
Ég held að höfuðmælingar séu marktækari viðfangsefni...
Halldóra S (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 20:41
Rosalega er meðalgreindin á íslandi lág...ef það er hægt að miða við listann hjá Steina Briem, við hvað er annars miðað í þessum lista hjá þér Jens?
alva (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 21:19
...já, sá það...Raven.
alva (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 21:20
Matthías Ásgeirsson, 30.6.2008 kl. 22:12
Matthías og Vilberg, ég veit ekkert um þessa könnun á hlutfalli trúaðra. Ég held að ég fari ekki mjög rangt með þegar mig rámar í að þessar upplýsingar séu fengnar úr bók sem kom út fyrir nokkrum árum. Um þá bók veit ég ekki neitt.
Steini, bestu þakkir fyrir fróðleikinn.
Gunnar, ég þekki ekki þetta próf sem kallast Raven. En ég man eftir greindarprófi sem gert var í Bandaríkjunum fyrir 15 - 20 árum eða svo og olli miklum deilum. Niðurstaða þess mældi að Bandaríkjamenn af asískum uppruna væru greindastir og hvítir af evrópskum uppruna næst greindastir.
Gagnrýnendur héldu því fram að prófið væri hannað af hvítum menntamönnum og prófið væri litað af því.
Sjálfur hef ég tekið greindarpróf á netinu og skorað hátt þrátt fyrir að vera þokkalega heimskur. En ég naut góðs af menntun í formfræði og margra ára vinnu við myndlist.
Jakob, ég held að þú farir nálægt sannleika með kenningu þinni. Án þess að fullyrða það þá held ég að prófessorarnir þrír sem stóðu fyrir greindarprófinu hafi komist yfir bók sem innihélt upplýsingar um trúhneigð 137 þjóða. Hjá þeim kviknaði þá forvitni - einhverra hluta vegna - að máta þessa tvo þætti saman.
Áður hefur einn þessara prófessora valdið úlfaþyt vegna "fræðilegs" samanburðar á konum og körlum.
Jens Guð, 30.6.2008 kl. 23:47
Þorsteinn, ég "datt" inn í umræðuna um þetta í Kristilega dagblaðinu í Danmörku. Las þar nokkrar áhugaverðar vangaveltur. Trúaðir menn ræddu niðurstöðuna af yfirvegun og æsingslaust. Ég veit fátt um könnunina, forsendur hennar eða þær ályktanir sem prófessorarnir drógu af henni. Umræðan snéri að hugsanlegum skýringum á því hvers vegna svo virðist sem fylgni sé á milli meðalgreindar þjóða og trúhneigðar.
Í fyrri færslu minni um málið vísaði ég til þess sem fram kom í umræðunni: Að margt trúað fólk er gáfað, vegnar vel og að margt vel gefið fólk sem gerist trúhneigt á eftri árum verður ekki grunnhyggið við það. Þess vegna er ekki hægt að alhæfa að trúhneigð ráðist af lágri greind eða trúleysi af hárri greind. Það eru aðrir þættir sem valda þessari niðurstöðu.
Og til að blanda persónu minni í þetta þá voru/eru foreldrar mínir (faðir minn er látinn) vel yfir meðalgreind (sem skilaði sér ekki til mín) og mjög trúhneigðir.
Jens Guð, 1.7.2008 kl. 00:59
Það er athyglisvert að sjá að 81% Víetnama trúa ekki á guð, en aðeins 0,5% Thailendinga. Þetta skýtur skökku við, þar sem lang stærsti hluti landsmanna í báðum löndum iðkar Búddisma og því ætti hlutfallið að vera miklu hærra í Thailandi.
Ég held að því miður sé ekki mikið að marka þennan lista. Gaman að skoða samt...
Sigurjón, 1.7.2008 kl. 03:28
Gaman að sjá það að það er fullt af þjóðum til sem eru greindarskertar. Og engin þeirra byggð hvítufólki. Það ætti að vera vatn á myllu rasista. Gott samt að sjá það að með hjálp Guðs slefum við Íslendingar yfir meðalgreind. Húrra!
Kreppumaður, 1.7.2008 kl. 03:50
Ætli guð hafi nú nokkuð með það að gera. Höfum einu sinni trú á okkur sjálfum!
Sigurjón, 1.7.2008 kl. 05:03
Var heimskulegt að trúa á Æsi og hver var greindarvísitala landnámsmanna hér fyrir 1100 árum?
Hver er greindarvísitala Framsóknarmanna, annars vegar hvítra og hins vegar svartra?
Obama og Bush?
Þorsteinn Briem, 1.7.2008 kl. 09:25
Greindasta kona heims, ljóskan og fyrirsætan Heidi Klum, sem er með greindarvísitöluna 160, hefur greint frá því að hún hafi uppgötvað að ástin sé mikilvægust þegar kemur að því að halda ástarsambandi gangandi.
Og eiginmaður hennar er kolbikasvartur. Hvað segir þetta okkur?
http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2008/07/01/klum_astin_mikilvaegust/
Þorsteinn Briem, 1.7.2008 kl. 10:30
Ætli guð hafi nú nokkuð með það að gera. Höfum einu sinni trú á okkur sjálfum!
Sigurjón,
Þarf það að vera í andstöðu við hvert annað að trúa og treysta á Guð og að trúa á sjálfan sig? Leiðir það að setja traust sitt á almættið til þess að maður líti niður á sjálfan sig?
Ég veit auðvitað ekki hver þín reynsla er en mín er akkurat öfugt við þetta.
Bestu kveðjur,
. (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 11:47
Að trúa á eitthvað almætti og leggjast í duftið fyrir þeirri ímyndun er löngun í að fá master & verða þræll, kannski dulið BDSM, do everything for da master.
DoctorE (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 13:02
Trúarbragðafræði er heilmikil fræðigrein, og þeir sem hafa kynnt sér málin og láta öskurapa og hástemd lýsingarorð lönd og leið, nálgast viðfangsefnið af einhverju jafnvægi. Sannleikur er nefnilega fólgin í ýmsum trúarbrögðum, ekki bara einni tegund þeirra.
Snilld
Að trúa á eitthvað almætti og leggjast í duftið fyrir þeirri ímyndun er löngun í að fá master & verða þræll, kannski dulið BDSM, do everything for da master.
Þetta getur semsagt ekki verið byggt á ást? DrE ég er hræddur um að þú skilur jafnmikið um það afhverju fólk trúir og ég skil þessa þráhyggju þína að gera lítið úr því sem þú skilur ekki bofs í.
Kærar kveðjur,
Jakob
. (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 14:28
Jakob ég skil algerlega hvað trúarbrögð ganga út á... þau selja þér eilíft líf eftir dauðann ef þú gerir eins og trúarritin segja.
Ég veit líka að enginn trúir raunverulega á guð, fólk trúir á extra lífið upplogna; Guðinn byggir ekki á ást eins og klárlega kemur fram í biblíunni, lestu hana góurinn og segðu mér svo að guðinn byggi á ást.
Þú veist að margt fólk kýs Mugabe, ekki vegna þess að hann sé svo góður... það er hrætt við hefnd hans.
Guðinn þinn segir: Elskaðu mig og dýrkaðu eða ég drep þig og pynta að eilífu.
DoctorE (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 14:37
DrE
Nú sýnirðu og sannar enn einu sinni að þú hendir öllum trúuðum og þeirra ótalmismunandi skilningi á sínum eigin trúarbrögðum öllum á sama haug án þess nokkurn tímann að stoppa eitt andartak til að reyna að skilja það að einstaklingar eru einstaklingar, þeir eru jafn ólíkir í hugsun og þeir eru margir og að dæma þá alla út frá fáeinum öfgamönnum segir meira um þig en það gerir nokkurn tímann um trúmanninn.
Svona til skýringar, þó það skipti þig líklega ekki miklu máli, þá er ég ekki kristinn þó ég beri mikla ást til Jesús og Bíblíunnar. Og til frekari skýringar þá ber ég alls engan illhug til þín, ég er ekki hræddur við dauðan - hvort sem annað líf fylgi eða ekki, ég hlýði boðum trúar minnar vegna ástar á Guði og vegna þess að þessi boð hafa hjálpað mér gífurlega mikið að ná jafnvægi á mitt líf. Það kann að vera að þú í fullvissu þinni trúir því að ég sé að ljúga þessu öllu saman en það verður bara að hafa það ég ber, sem betur fer, enga ábyrgð gagnvart þér.
Svona í lokin þá trúi ég ekki á efnislegt helvíti heldur lít ég á helvíti sem andlegt ástand orsakað af okkar eigin gerðum. Þetta er svipað og með náttúrulögmálin, einstaklingur getur kosið að reyna að brjóta þyngdarlögmálið en að lokum mun hann falla flatur á andlitið og er það engum að kenna nema honum sjálfum.
Bestu kveðjur,
. (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 19:51
Auðvitað hendi ég öllum trúarbrögðum á somu hauga, þetta er sama ruglið.
Það að vera hófsamur í trú gerir ekkert nema að íta undir öfgamenn, þeir geta talið sig vera að vinna fyrir ykkur, að það standi milljónir manna á bakvið sig.
Hvernig getur þú elskað eitthvað sem er ekki 1 sönnun fyrir, að þú haldir þig finna eitthvað segir bara zero, zip; Menn tala við fyllingarnar í tönnunum á sér og halda að það sé raunverulegt.
Menn trúa á álfa, tannálfa.... það eru til þúsundir guða í gegnum mannkynssöguina sem komu á undan þínum guði.
Hvernig er hægt að trúa á eitthvað sem alveg bersýnilega er ekki til... ég meina ef þessi guð væri virkilega til þá er hann klárlega ekki eitthvað sem fólk á að trúa á... ekki viltu trúa á og dýrka fjöldamorðingja... trúa á eitthvað sem gerir aldrei neitt... trúa á eitthvað sem er augljóslega bara birtingarmynd forns keisara
HVers vegna segist fólk trúa á slíkt dæmi... jú það er dauðinn, fólk lýgur að sjálfu sér að það geti yfirstigið dauðann EN þið vitið öll að þetta er tíma og peningasóun... vitsmunaleg sóun; Gerið eitthvað af viti
DoctorE (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 20:29
Hrokinn í DoctorE drepur alltaf niður alla vitsmunalega viðræðu, hann keyrir á sömu brandarafrösunum út um allt bloggeríið. Líklega ágætilega gjörður drengur, en ég kýs nú frekar bergmálið í Hjóðuklettum aftur, en að lesa eða svara þessum 'jútjúbíara'
Steingrímur Helgason, 1.7.2008 kl. 23:30
Ég ákallaði þann gamla í Niðurkoti þegar það fór fylling í tönn dag einn, sagan búin.
Ég trúi á Guð og borga jú skatta, en annars eyði ég allt of litlum tíma og peningum í Guð minn góðan miðað við alla þá góðu hluti sem ég áætla að hann hafi gert fyrir mig..
Mér er alveg sama þótt að ég verði bara dautt kjöt, ábúandi í Niðurkoti eða nakin engill með gítar eftir dauðann... Það böggar mig ekkert, ég vil bara vera hamingjuskott í tilverunni frekar en tortryggin og bitur líkt og doktorinn..
Halldóra S (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 23:39
Hann Diddi litli, (DoktorE) er eitthvert leiðinlegasta og innantómasta fyrirbæri á Netinu. Líkastur tölvuvírus og þyrfti að halda á náðir sálfræðinga vegna áráttu sinnar.
Annars er stórkostlega furðulegt að einhver skuli taka þessa svokölluðu "greiningu" alvarlega. Hér eru heilu þjóðirnar vanvitar!
Þetta er náttúrulega bara rugl.
Jóhann (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 00:32
,,Þarf það að vera í andstöðu við hvert annað að trúa og treysta á Guð og að trúa á sjálfan sig? Leiðir það að setja traust sitt á almættið til þess að maður líti niður á sjálfan sig?
Ég veit auðvitað ekki hver þín reynsla er en mín er akkurat öfugt við þetta."
Já, það er í andstöðu við hvort annað. Ef þú trúir og treystir á sjálfan þig, þarftu ekki að trúa og treysta á guð. Setjir þú trú þína og traust á guð, er hitt í raun tilgangslaust.
Ég skal útlista mína reynzlu varðandi guð: Ég setti einu sinni (þegar ég var ungur og vitlaus) traust mitt á guð og trúði á hann. Hins vegar fattaði ég upp úr unglingsárunum að það var algjörlega tilgangslaust. Guð er að sjálfsögðu ekki til og að setja traust sitt á slíkt er bara ávísun á vandræði og aumingjaskap. Ég uppgötvaði að ef ég ætlaði að áorka einhverju í þessu lífi, yrði ég að treysta og hafa óbilandi trú á sjálfan mig. Það kallazt að þroskast. Gaman væri að heyra þína reynzlu.
Látið svo DoctorE í friði. Hann er bara að benda á hluti sem þið getið ekki hrakið og því kallið þið hann geðsjúkling og hrokagikk. Þið eruð greinilega hrædd við hann og það sem hann hefur að segja. Líkt og fólk á dögum Sússa hafði ekki greind eða getu til að meðtaka það sem hann hafði fram að færa. Reynið frekar að sýna fram á að hann hafi rangt fyrir sér.
Sigurjón, 2.7.2008 kl. 02:21
Sæll Sigurjón,
Þetta var nú eiginlega svona retorical spurning þar sem það var alveg ljóst frá byrjun hver þín skoðun var. En allt í góðu :)
Ef ég svara spurningu þinni í stuttu máli þá get ég sagt að sem unglingur sneri ég baki við trú eftir að hafa upplifað ýmislegt neikvætt í lífinu og átti erfitt með að sætta það við hugmynd mína um Guð. Næstu sex ár voru með verstu árum lífs míns þar sem ég leiddist út í margt slæmt og einfaldlega leið ekki vel og að lokum þessa tímabils stóð ég á krossgötum þar sem ég þurfti að ákveða hvort ég ætlaði að halda áfram á brautinni sem ég var á eða hvort ég ætlaði að gera algjöra u-beygju í hugsanar- og lifnaðarhætti. Á þessu tímabili var ég að skoða margt sem var að gerast í kringum mig til að reyna að finna lausn og meðal þessa hluta var bahá'í trúin.
Ég byrjaði rólega að skoða rit trúarinnar með opnum huga og sótti nokkra fundi og bænastundir hjá bahá'íum. Öfugt við þína reynslu þá fann ég að eftir því sem ég las bahá'í ritin öðlaðist ég jákvæðari ímynd gagnvart sjálfum mér og fór að sjá mig sem andlega veru, þ.e. að hið raunverulega andlega sjálf mitt væri minn innsti kjarni en ekki hinar ýmsu hugmyndir og þessháttar sem höfðu orðið til þess að ég væri svona ósáttur við sjálfan mig eins og ég var. Ennfremur varð grundvallarbreyting á skilningi mínum á því hvað Guð er, sem varð til þess að gömlu átökin sem ég hafði haft við hugmyndina voru horfnar. Ef ég hefði ekki fundið þessa trú mína veit ég ekki alveg hvað hefði orðið um mig en ég þori að fullyrða að ég væri allavega ekki á þeim stað í þroska sem ég er í dag.
Varðandi DrE þá meinti ég það þegar ég sagði að ég bæri engan illvilja til hans. Mér hinsvegar finnst sorglegt að horfa upp á sæmilega gáfaða manneskju festa sig í dogma hugmyndafræði sinnar. Það er nefnilega grundvallar forsenda að hlusta og íhuga ef menn ætla að rökræða, annað er bara pissukeppni og ég hef engan áhuga á slíku. Taktu bara eftir því hvernig hann ræðir hlutina - fyrst spyr hann og svo fullyrðir hann um svarið. Þetta segir mér það að hann hafi ekki nokkurn áhuga á að skilja mitt viðhorf því að raunverulegum spurningum fylgir þögn.
Kærar kveðjur,
Jakob
. (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 09:41
Skrítið Jakob, ég er fastur í dogma minnar hugmyndafræði EN þeir kristnu ekki fastir í sínu.
Ég byggi mína hugmyndafræði á staðreyndum, trúaðir byggja sína á óskhyggju um extra líf og ímyndaða björgun við veraldlegum vandamálum.
Ég get alveg skilið viðhorf trúaðra, ég set ekkert út á fólk sem hefur sína trú á persónulegum nótum, utan skipulagðs trúarvændis, peningaplokks og valdafíknar.
Auðvitað þykir mér oft leitt að ég þurfi að tala eins og ég geri EN ég verð að nota það sem býðst sem tól í baráttunni fyrir trúfrelsi, í baráttunni fyrir því að trúarbrögð nái ekki að bora sér ínn í þjóðfélög með sínar absurd reglugerðir.
Þakkið ríkiskirkjunni fyrir mig, hún kveikti á vírusnum í mér þegar hún koma með vinaleið.
DoctorE (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 15:34
Skrítið Jakob, ég er fastur í dogma minnar hugmyndafræði EN þeir kristnu ekki fastir í sínu.
Það sagði ég aldrei. Ég sagði einmitt að það færi eftir manneskjunni og, bæti því við núna, trúarkvíslunum. Ég get alveg samþykkt það að margt ljótt hefur verið og er framið í nafni trúar en ég hinsvegar reyni að stunda dálítið sem kallast sjálfstæð leit - sem þýðir það að ég reyni að skoða hlutina og skilja áður en ég dæmi þá.
Þú segist byggja hugmyndafræði þína á staðreyndum. Ég hef fullyrt um það að mín trú byggist ekki á von um "extra líf" eins og þú orðar það svo vel. Þetta er staðreynd og þar sem þú ert ekki skyggn neyðistu annaðhvort til að kalla mig lygara eða taka mig á orðinu. Ef þú kallar mig lygara þá ertu kominn út á svolítið hála braut a.m.k. hvað varðar rökvísi - þar sem þú getur ekki byggt mat þitt á mér sem lygara á öðru en þínum eigin tilfinningum gagnvart trú og trúuðum - en ef þú ert tilbúinn að taka mig á orðinu og treysta því að ég hafi enga ástæðu til að ljúga þá neyðistu til að viðurkenna það að ekki er hægt að henda öllum trúuðum á haugana án þess að hlusta fyrst á þá, þ.e.a.s. að reyna að skilja af hvaða rót þeirra trú er sprottin.
Hérna er trúfrelsisákvæði mannréttindasáttmálans:
18. grein.
Allir menn skulu frjálsir hugsana sinna, sannfæringar og trúar. Í þessu felst frjálsræði til að skipta um trú eða játningu og enn fremur til að láta í ljós trú sína eða játningu, einir sér eða í félagi við aðra, opinberlega eða einslega, með kennslu, tilbeiðslu, guðsþjónustum og helgihaldi.
--
Mér finnst stundum eins og sé hálfgert brotið á þessum rétti mínum þegar verið er að setja manni orð í munn og fullyrt um hver trú manns sé "í raun og veru." Mér finnst ég eiga rétt á því að geta sagt frá mínum trúarskoðunum án þess að það sé verið að véfengja heiðarleika minn og ef fólk hefur ekki áhuga á að hlusta þá er það líka fínt en það er ekki í lagi mín vegna að mér sé gert upp skoðun án þess að vera spurður.
Bestu kveðjur,
Jakob
. (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 17:27
Takk fyrir að deila reynzlu þinni Jakob. Það var göfugmannlegt af þér. Ég stóð reyndar á krossgötum líka uppúr unglingsárum, en ákvað að ég þyrfti að bera ábyrgð á mér sjálfum og treysta á sjálfan mig; ekki utanaðkomandi öfl, hvaða nafni sem þau svo nefnast.
Ég hnaut við að þú segir að framhaldslíf sé staðreynd og þeir sem ekki meðtaka það þurfi annað hvort að kalla þig lygara eða taka þig á orðinu. Þetta er hins vegar ekki svo. Sá sem heldur einhverju fram sem staðreynd, þarf að sýna fram á að svo sé. Það er ekki hinna að afsanna fullyrðingu þína. Það er þitt að sanna hana. Þannig virka vísindin, þar með talin rökfræðin.
Ég held líka að DoctorE (sem og ég) séum ekki að reyna að sannfæra einn né neinn um að trúa ekki á hitt eða þetta. A.m.k. ekki ég. Allir mega trúa á hvað sem þeim sýnist fyrir mér. Hins vegar get ég ekki sætt mig við að ríkið reki ákveðin trúarbrögð, jafnvel þótt meirihluti þjóðarinnar segist fylgja þeim eftir (sem reyndar er vízt lítill meirihluti, skv. skoðanakönnunum). Þegar svo annarra trú er farin að hafa bein áhrif á mitt líf, hlýt ég að standa upp og mótmæla.
Sigurjón, 3.7.2008 kl. 00:54
Mér finnst allt í lagi þó aðrir fari aðra leið en ég hef kosið fyrir sjálfan mig enda væri lífið ekkert skemmtilegt ef við værum öll eins.
Þú hefur greinilega hnotið aðeins of langt þarna þar sem þetta var alls ekki það sem ég var að segja. Í kommenti 33 segi ég sem svar við DrE að trú mín byggist ekki á ótta við dauðann, í næsta kommenti á eftir fullyrðir doktorinn að ekki sé til trú sem ekki byggist á ótta við dauðann og endurtekur í kommenti 40 og svo segir hann ennfremur að hann byggi hugmyndafræði sína á staðreyndum. Í kommenti 41 svara ég því að það sé staðreynd að ég hafi fullyrt að trú mín sé ekki byggð á ótta við dauðann og þú þekkir restina. Ég trúi á líf eftir dauðann og fyrir mér er það staðreynd en ég var ekki að reyna að troða mínum hugmyndum upp á aðra þarna, geri ekki svoleiðis.
Síðasta setningin hjá þér er nokkuð góð og held ég að það mætti líka snúa henni þannig - þegar annarra trúleysi er farið að hafa bein áhrif á mitt líf, þá hlýt ég að standa upp og mótmæla. Trúfrelsi er gott mál.
Bestu kveðjur,
Jakob
. (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 11:21
Ég virðizt hafa misskilið þig eitthvað Jakob og biðst ég afsökunar á því. Við getum í öllu falli verið sammála að trúfrelsi er gott mál!
Sigurjón, 3.7.2008 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.