Viltu græða hellings pening um verslunarmannahelgina?

   Ég er of gamall til að flandra á útihátíðir um verslunarmannahelgina.  Þess vegna gef ég boltann til ykkar sem yngri eruð - eða annarra sem viljugir eru á útihátíðir - og viljið græða hellings pening á einfaldan og skjótfenginn hátt.  Tugþúsundir manna sækja þessar útihátíðir þannig að markaðurinn er stór.  Fæst af þessu fólki tekur með sér tannbursta.  Hann gleymist þegar fólk hugsar ekki um annað en tjald,  bjór og brennivín.  Svo vaknar þetta fólk upp með æluna upp í sér - og út um allt ef betur er að gáð.
 
  Þá er lag:  Bjóðið upp á tannbursta til leigu með ögn af tannkremi sem kaupauka.  Fjárfesting ykkar felst í kaupum á 2 - 3 tannburstum og nokkrum tannkremstúpum.  Það eina sem þið þurfið að gera er að rölta um svæðið þegar fólk er að rísa úr "rekkju" og bjóða til leigu tannbursta á vægu verði (100 kall eða svo).  Það er heppilegast að staðsetja sig nálægt kranavatni. 
  Það þarf ekki að leigja út tannbursta til nema 1000 - 2000 manns á dag og afraksturinn er 100.000 til 200.000 kall.  Áhættan er engin því ekkert er lagt undir.  Við erum að tala um útleigða tannbursta að morgni - eða hádegi - föstudags,  laugardags,  sunnudags og mánudags. 
  
  Helgin getur hæglega skilað hálfri til einni milljón króna og upp í nokkrar milljónir ef vel tekst til.     
  Þar fyrir utan verðið þið vinsælasta liðið á svæðinu,  með tilheyrandi "grúppíum" af báðum kynjum.  Jafnvel öllum kynjum.
 
  ölvunarvandræði5
  Þessum bráðvantar að fá tannbursta leigðan til að skrúbba ælubragðið úr munninum.  Og kannski til að skrúbba sletturnar af bílnum líka.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Vanur maður hér á ferð

Ómar Ingi, 5.7.2008 kl. 12:28

2 Smámynd: Frikkinn

Þessi húsráð minna mann dálítið á Silla sparsama í Spaugstofunni. Og þá spyr ég ; fær maður ábót ?  Kveðja.

Frikkinn, 5.7.2008 kl. 14:49

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það vantar ekki frumlegheitin og hugmyndirnar hjá þér Jens.

Sigurður Þórðarson, 5.7.2008 kl. 15:45

4 Smámynd: Landfari

Ég segi nú eins og Einar. Nei takk.

Ekki áhugi að bursta sig upp úr ælunni úr næsta á undan.

Ætli maður fengi ekki bara á sig kæru frá heilbrigðiseftrilitinu.

Hugmyndina þarf bara að útfæra aðeins og kaupa ódýra tannbursta í heildsölu og bjóða þá með tannkremi á staðnum, en nýja samt.

Landfari, 5.7.2008 kl. 16:12

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Tek undir hjá Ómari það er eins þér sé málið skilt elsku kallinn. Minn tannbursti var alltaf með í för og notaður kvölds og morgna.  Góða helgarrest Jensinn minn.

Ía Jóhannsdóttir, 5.7.2008 kl. 20:23

6 Smámynd: Jens Guð

  Ómar og Sigurður Helgi,  takk fyrir innlitið. 

  Einar,  fólk er ekki með neitt pjatt um verslunarmannahelgina.  Það kippir sér ekki upp við að þiggja sopa úr brennivínsflösku sem ókunnugir hafa ælt yfir.  Þar fyrir utan er sjálfsagt að biðja fólk um að skola tannburstann í lok notkunar.

  Frikkinn,  áttu við ábót af tannkreminu?  Það getur orðið samningsatriði.

  Siggi Þórðar,  ég er undrandi á að engum hafi dotti þetta ráð í hug fyrr. 

  Landfari,  það góða við þetta er að ólíklegt er að kæra berist heilbrigðiseftirliti fyrr en eftir verslunarmannahelgina.  Eða þó að kæra berist þá er ólíklegt að henni verði sinnt fyrr en allt er um garð gengið.

  Stundum hafa tannburstar og tannkrem verið til sölu í sölutjöldum útihátíða.  Fólk er bara ekkert í stemmningu fyrir að kaupa slíkt um verslunarmannahelgina.  Það er komin reynsla á slíkt.  Rekstraraðilar sölutjalda hafa farið illa út úr því að sitja uppi með lager af tannburstum.

  Leiga á tannburstum er það sem virkar.  En ef svo ólíklega vildi til að hún virki ekki þá situr enginn uppi með lager af vöru sem selst ekki. 

Jens Guð, 5.7.2008 kl. 20:40

7 Smámynd: Jens Guð

  Ingibjörg,  málið er mér ekki skylt á neinn hátt.  Hinsvegar hef ég verið í braski í meira en aldarfjórðung.  Rekið bæði verslanir og heildsölu.  Selt allt frá plötum,  pennum,  leikföngum,  steinum,  spilum,  bókum,  fatnaði til sólkrema,  hársápu og fleiri snyrtivara.  Ég er alltaf að koma auga á eitthvað sem hugsanlega má koma í verð.  Núna datt mér þessi tannburstaleiga í hug.  En mér leiðast útihátíðir meira en svo að ég nenni að leggja á mig að gera út á þetta.   Hinsvegar sé ég ekki ástæðu til að liggja á hugmyndinni heldur bíð ég glaður öðrum að stökkva á þetta tækifæri.  Ég tek ekki krónu fyrir það. 

Jens Guð, 5.7.2008 kl. 20:48

8 Smámynd: Heidi Strand

af 5

Heidi Strand, 5.7.2008 kl. 21:09

9 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og má bæta við - farandsalerni ?

Halldór Sigurðsson, 5.7.2008 kl. 21:19

10 Smámynd: Jens Guð

  Heidi,  það er bara fullt hús.  Glæsilegt!

  Halldór,  ég held að það séu salerni á helstu útihátíðum um verslunarmannahelgina.  Hinsvegar heyrði ég í útvarpinu í vikunni að salerni eru læst á mörgum vinsælustu ferðamannastöðunum fyrir austan fjall.  Það ríkir víst neyðarástand í rútuferðum vegna þessa.  Það er kannski skoðandi fyrir framtakssaman að rúnta um þessi svæði með farandsalerni og best er ef það eru farandvatnssalerni.

Jens Guð, 5.7.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband