7.7.2008 | 23:25
Lögreglan greip mig áðan
Síðdegis í dag helltist skyndilega yfir mig þorsti. Kannski var það út af sólinni og hitamollunni. Mig langaði í kalt appelsín. Það var ekki um annað að ræða en snarast í næstu sjoppu sem var Neinn við Vatnsmýri. Þar tyllti ég mér niður um leið og ég teygaði svalandi og litað sykurvatnið. Ég var svo upptekinn af að svala þorstanum að ég tók ekki eftir neinu í kringum mig og var í eigin heimi.
Allt í einu hrökk ég inn í raunheim við það að vingjarnlegur einkennisklæddur lögreglumaður lagði hönd á öxl mér. Hann bauðst til að fylgja mér til Lindahverfis í Kópavogi. Mér þótti vænt um þetta góða boð en varð að afþakka það. Ég átti ekkert erindi í Kópavog og síst af öllu í Lindahverfið.
Lögreglumaðurinn sýndi mér þá ljósmynd af ókunnugum manni og spurði hvort að ég héti ekki Sigurður. Nei, ég kannaðist ekki við að heita Sigurður og hef ekki einu sinni heyrt að neinn hafi reynt að uppnefna mig Sigurð. Ég sagðist heita Jens og laug þar engu.
Samtalið varð ekki lengra og ég kláraði appelsínið frekar ringlaður en ekki eins þyrstur og áður. Ég tók ekki eftir því hvað varð af lögreglumanninum. Ég sá eftir að hafa ekki haft rænu á að spyrja hver þessi Sigurður væri.
Núna þegar ég kom heim og fletti mbl.is sé ég hvað var í gangi. Leit stóð yfir af alzheimer-sjúklingi, Sigurði að nafni. Af ljósmyndinni að dæma sem fylgir fréttinni er maðurinn ekkert mjög ólíkur mér. Þannig lagað; að minnsta kosti fyrir fólk sem þekkir hvorugan okkar. Að auki er tekið fram í fréttinni að hann sé með yfirvararskegg (eins og ég en það stendur reyndar ekki í fréttinni). Yfirvararskeggið á Sigurði sést ekki á myndinni en lögreglumaðurinn sagði mér að myndin sé margra ára gömul.
Allt er gott sem endar vel og Sigurður fannst. Sem betur fer er ég ekki ennþá kominn með alzheimer. Annars væri ég núna í Lindahverfi í Kópavogi og Sigurður ennþá týndur.
![]() |
Maðurinn fundinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 9.7.2008 kl. 20:38 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
Nýjustu athugasemdir
- Svangur frændi: Bjarni, góður punktur! jensgud 15.3.2025
- Svangur frændi: Var ekki kellingarangin bara heppin, engu stolið og pörupilturi... Bjarni 14.3.2025
- Svangur frændi: Stefán, ég kannast við þetta. jensgud 13.3.2025
- Svangur frændi: Tryggingastofnun gleypir t.d. hverja krónu jafnóðum og lífeyris... Stefán 12.3.2025
- Svangur frændi: Stefán, hvað gerði Tryggingastofnun af sér? jensgud 12.3.2025
- Svangur frændi: Það eru nú til stærri og umfangsmeiri afætur en þessi gutti, t.... Stefán 12.3.2025
- Svangur frændi: Jóhann, óheppni eltir suma! jensgud 12.3.2025
- Svangur frændi: Já það er vandlifað í þessari veröld. Það er aldrei hægt að ga... johanneliasson 12.3.2025
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt: Brynjar, þetta vissi ég ekki. Takk fyrir fróðleikinn. jensgud 7.3.2025
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt: Vissirðu að Pósturinn Páll syngur bakraddir á Hvíta albúmi Bítl... Brynjar Emil Friðriksson 6.3.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 43
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 4129932
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 1051
- Gestir í dag: 33
- IP-tölur í dag: 31
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
HAHAHAHHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA
Snilld
Jens Alz appelsínsjúkur imer sjúklingur fannst EKKI við NEINN í mýrinni kennda við vatn
Þar var rangur maður á röngum stað og ekki í fyrsta skiptið né það síðasta
Stilltur vertu pilltur Jenni minn
Ómar Ingi, 7.7.2008 kl. 23:38
Ég var að venju rangur maður. En ég veit ekki hvort ég var á röngum stað.
Jens Guð, 7.7.2008 kl. 23:45
Hér eftir verður þú að sjálfsögðu kallaður Sigurður Guð.
en gott að maðurinn fannst, þetta er ömurlegur sjúkdómur og maður vonast sko til að sleppa við hann..
arnar valgeirsson, 7.7.2008 kl. 23:52
Hef verið og er fjarverandi bloggheimum en sakna oft að hafa ekki meiri tíma. Yndislegt sumar 'so far'.
Eva Benjamínsdóttir, 8.7.2008 kl. 00:05
hahaha fyndið gott að maðurinn fannst. Skelvilegur sjúkdómur
Skattborgari, 8.7.2008 kl. 00:11
Fyndin saga Jens.
Sigurður Þórðarson, 8.7.2008 kl. 00:25
Ég sem hélt að Jens Guð væri engum líkur.
Númi (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 00:30
Verulega vitlaus maður,
að vanda kexruglaður,
uppbrett trýni,
í appelsíni,
undarlega óskaddaður.
Þorsteinn Briem, 8.7.2008 kl. 00:32
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.7.2008 kl. 00:35
Bara svo það sé á tæru er þetta ömurlegur sjúkdómur og var ég alls ekki að gera grín að sjúkdómnum sem slíkum , bara aðstæðunum sem að hinn síkáti og fjallhressi Jens lennti í.
Villdi nú bara hafa þetta á hreinu þar sem mitt comment gæti nú miskilist sumum.
Ómar Ingi, 8.7.2008 kl. 00:43
Ómar, faðir minn dó í kjölfar þess að hafa fengið alzheimer. Ég reikna með því að mín bíði sömu örlög. Og tek því létt. Svona er þetta bara og engin ástæða fyrir mig að fara í baklás yfir því. Ég þeysist upp sextugsaldurinn og hún styttist fyrir mig leiðin og klárinn, eins og segir í kvæði Megasar.
Jens Guð, 8.7.2008 kl. 00:56
Varstu að "venju" ?
" Ég var að venju rangur maður. En ég veit ekki hvort ég var á röngum stað.
Jens Guð, 7.7.2008 kl. 23:45 "
Gummi Hebb (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 01:49
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.7.2008 kl. 01:51
Ég sá myndina í blaðinu og hélt að þetta væri þú, ég er kannski efni í löggukonu
eftir allt saman
Fríða Eyland, 8.7.2008 kl. 05:33
Af hverju tókstu út CV-ið hjá barnaperranum?
Netfari (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 14:28
Það er nefninlega það Sigurður..........Haraldur...............Jens.
Gulli litli, 8.7.2008 kl. 14:39
Frábær færsla... hahahahahahahahahaha
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.7.2008 kl. 15:54
Þarna misstirðu af gullnu tækifæri til að heimsækja í Lindahverfið. Gaman hvernig þú sérð heiminn í skemmtilegu ljósi.
Hrannar Baldursson, 8.7.2008 kl. 17:26
jens minn það er kannski kominn timi til að við fjölskylda og vinir hættum að leika með og segjum þér sannleikann, þú heitir sigurður og býrð í Lindarhverfinu átt þar konu og 9 börn en eftir að þú fékkst alsheimer þá t´pkstu upp jens nafnið og fluttir eh einn og hófst þá nýr kafli í lífi þínu við sáum að ekkert væri hægt að gera og lékum bara með sorrý að þú heyrir fréttir þetta svona en settu nú "dótið" þitt í tösku og farðu heim bankaðu á dyrnar og segðu ég er sigurður og er kominn heim, gangi þér vel vinur!!!
sæunn (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 18:48
Já stundum held ég að ég sé að fá þennan alszheimer sjúkdóm , gleymdi símanum heima um daginn og gerði mér ferð heim til að ná í gemsann , já já , nú þegar í vinnuna var komið fór ég að leita að símanum og viti menn , hann var ennþá heima
Ómar Ingi, 8.7.2008 kl. 19:09
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 19:32
tíhí
Jens Sigurður Guð
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 21:29
Ég þakka ykkur öllum fyrir innlitið og skemmtilega umræðu.
Gummi, ég er búinn að venja mig á að vera rangur maður.
Netfari, Mogginn bað mig um að fjarlægja færsluna um barnaníðinginn. Ég féllst fúslega á rökin fyrir því. Það er að segja tillitssemi við fórnarlömb mannsins.
Sæunn systir, þetta útskýrir margt. En ekki allt. Vandamálið er að ég finn ekki töskuna mína. Og ég veit ekki hvar ég á að leita að henni. Ég er ekki einu sinni viss um að ég eigi tösku. En ég fann plastpoka. Hann er svo gott sem tómur. Það er ekkert í honum nema samloka sem einhver hefur bitið í.
Jens Guð, 9.7.2008 kl. 01:44
Spurningin er ;tóku their vitlausan mann?
Gulli litli, 9.7.2008 kl. 04:34
Allt er gott sem endar vel og Sigurður fannst. Sem betur fer er ég ekki ennþá kominn með alzheimer. Annars væri ég núna í Lindarhverfi í Kópavogi og Sigurður ennþá týndur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.7.2008 kl. 08:42
Du kunne ha fått et nytt liv i Klipavogur. Det er ikke dumt å ta alle utfordringer som tilbys.
Heidi Strand, 9.7.2008 kl. 08:56
Kær kveðja Alli
Alfreð Símonarson, 9.7.2008 kl. 14:07
hahaha.. þetta er snilld..
alltaf lendir þú í skemmtilegum ævintýrum Jens :)
kv Eva
Eva Björg (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 17:27
Það er bara hreinlega engin eins fyndin og þú Jens. Þú ert Gull.
Halla Rut , 9.7.2008 kl. 19:41
Haha... snilld... það væri reyndar svosem auðvitað að einhverjir myndu telja þetta sem áreitni af hæstu gráðu með pírð augun, frussandi „GAS, GAS, GAS, FASISTAR“ út um neðra munnvikið!
En þér til mikillar ánægju, vonandi, þá getur þú leitað til hóps fólks á höfuðborgarsvæðinu sem er með Alzheimer á byrjunarstigi og kalla sig því skemmtilega nafni: Sometimers... en þú athugar það kannski þegar nær dregur.
Bk,
Rokkarinn
Rokkarinn (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 21:50
Var þetta Appelsín con gas í boði lögreglunnar? :-)
Ragnar Bjartur Guðmundsson, 9.7.2008 kl. 23:51
Þetta er sennilega ástæðan fyrir því að strætóbiðskýlið fyrir framan elliheimilið Grund var fjarlægt nýlega:
Gervibiðskýli er gildra fyrir sjúklinga
"Sjúkraheimili í Düsseldorf hefur sett upp stoppistöð fyrir strætisvagna skammt frá aðalinngangi sínum. Undarlegt nokk ganga engir vagnar þangað, skiltið og bekkurinn er hugsað til að hefta för alzheimers-sjúklinga sem kunna að villast út á götu."
Þorsteinn Briem, 9.7.2008 kl. 23:52
Trúiði því í alvörunni að Jens hafi setið svona yfirvegaður með appelsínið sitt þegar lögregluþjóninn bankaði í öxlina á honum? Ég sé ekki alveg fyrir mér þessi hreinu og umhverfisvænu samskipti. Hvenær hefur Jens átt eðlilegar samræður við lögreglu þessa lands?
Af hverju fór appelsínu flaskan ekki upp í kok á lögregluþjóninum neðan frá?
S. Lúther Gestsson, 10.7.2008 kl. 02:13
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.7.2008 kl. 03:54
S.Lúther: Hann Jens er nú einn mesti rólegheitamaður sem ég hef nokkru sinni talað við svo ég sé það vel fyrir mér að hann hafi ekkert kippt sér upp við þetta.
Halla Rut , 10.7.2008 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.