Fyndin saga

  Fyrir nokkrum dögum heyrði ég fyrir tilviljun brot úr bráðskemmtilegum þætti á rás 1.  Nokkrum dögum síðar ætlaði ég að fletta þættinum upp á netinu til að heyra hann í heild.  Ég fann hann ekki.  Ég vissi ekki nafn þáttarins og tókst ekki að rifja upp hvenær ég heyrði brotið.  En það hljómaði þannig:

  Sagt var frá nafngreindum fullorðnum bræðrum á bæ í nágrenni Bolungarvíkur.  Þeir bjuggu tveir saman og stunduðu búskap.  Fátt var um gestakomur.  Þó brá svo við einn daginn að maður nokkur átti erindi við þá.  Annar bróðirinn bauð gestinum upp á kaffi og mjólkurkex.  Gesturinn bleytti upp í kexinu með því að dýfa því í kaffið.  Þegar hann er byrjaður að slafra kexinu í sig spurði gestgjafinn:

 - Þykir þér vera skrítið bragð af kexinu?

  Gesturinn velti bragðinu og spurningunni fyrir sér og kvað hálf hikandi nei við.  Þá sagði gestgjafinn eins og ekkert væri eðlilegra:

 - Bróðir minn heldur því fram að kötturinn hafi migið í kexkassann.  Ég held ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hann hefur sum sé notað gestinn sem tilraunadýr

Sigurður Þórðarson, 13.7.2008 kl. 16:06

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ha, ha, ha, frábær saga, ha, ha.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.7.2008 kl. 18:57

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Góður Jens.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 13.7.2008 kl. 20:37

4 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 13.7.2008 kl. 20:50

5 Smámynd: Heidi Strand

Heidi Strand, 13.7.2008 kl. 20:53

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 Alltaf mikið mál að hafa rétt fyrir sér...skemmtileg saga. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.7.2008 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.