Fyndin saga

  Fyrir nokkrum dögum heyrđi ég fyrir tilviljun brot úr bráđskemmtilegum ţćtti á rás 1.  Nokkrum dögum síđar ćtlađi ég ađ fletta ţćttinum upp á netinu til ađ heyra hann í heild.  Ég fann hann ekki.  Ég vissi ekki nafn ţáttarins og tókst ekki ađ rifja upp hvenćr ég heyrđi brotiđ.  En ţađ hljómađi ţannig:

  Sagt var frá nafngreindum fullorđnum brćđrum á bć í nágrenni Bolungarvíkur.  Ţeir bjuggu tveir saman og stunduđu búskap.  Fátt var um gestakomur.  Ţó brá svo viđ einn daginn ađ mađur nokkur átti erindi viđ ţá.  Annar bróđirinn bauđ gestinum upp á kaffi og mjólkurkex.  Gesturinn bleytti upp í kexinu međ ţví ađ dýfa ţví í kaffiđ.  Ţegar hann er byrjađur ađ slafra kexinu í sig spurđi gestgjafinn:

 - Ţykir ţér vera skrítiđ bragđ af kexinu?

  Gesturinn velti bragđinu og spurningunni fyrir sér og kvađ hálf hikandi nei viđ.  Ţá sagđi gestgjafinn eins og ekkert vćri eđlilegra:

 - Bróđir minn heldur ţví fram ađ kötturinn hafi migiđ í kexkassann.  Ég held ekki.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţórđarson

Hann hefur sum sé notađ gestinn sem tilraunadýr

Sigurđur Ţórđarson, 13.7.2008 kl. 16:06

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ha, ha, ha, frábćr saga, ha, ha.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.7.2008 kl. 18:57

3 Smámynd: Guđrún Ţóra Hjaltadóttir

Góđur Jens.

Guđrún Ţóra Hjaltadóttir, 13.7.2008 kl. 20:37

4 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 13.7.2008 kl. 20:50

5 Smámynd: Heidi Strand

Heidi Strand, 13.7.2008 kl. 20:53

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

 Alltaf mikiđ mál ađ hafa rétt fyrir sér...skemmtileg saga. kveđja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.7.2008 kl. 21:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband