Veitingahús - umsögn

kótelettur 

Veitingastaður:  Pítan,  Skipholti 50,  Reykjavík

Réttur:  Grillaðar kótelettur með bakaðri kartöflu

Verð:  1695 kr.

Einkunn: **** (af 5)

  Ég sæki frekar í fisk en kjöt.  Grilluðu kóteletturnar í Pítunni kalla samt stundum á mig.  Það er sérkennilega skarpt og bragðgott kryddbragðið af þeim.  Mér skilst að kryddblandan sé leyndarmál.  Með kótelettunum er borin fram bökuð kartafla (ein stór eða tvær minni),  smjör og kryddsmjör,  ferskt salat og 1000 eyja sósa.

  Salatið samanstendur af káli og litlum tómatbitum.  Ljómandi ágætt út af fyrir sig.  Það væri þó meiri stæll á því ef örfáar þunnar agúrkusneiðar myndu fylgja með.

  1000 eyja sósan er í bréfi eins og þeim sem seld eru með salatbarnum í Nóatúni.  Það er sjoppulegt.  Sósan ætti að vera í lítilli opinni skál,  til að mynda samskonar þeirri sem kryddsmjörið er í.   

  Ég er ekki alsáttur við að fá 1000 eyja sósu með kótelettunum.  Hún er svo sem allt í lagi.  En frönsk sósa (French dressing) passar mun betur með þeim.

  Bakaðar kartöflur eru frekar bragðdauft fyrirbæri.  Það þarf að strá yfir þær smá salti og pipar til að hjálpa smjörinu að skerpa á bragðinu.  Á Pítunni vantar pipar á borðin.  Þar er bara salt og krydd fyrir franskar kartöflur.

  Á fyrstu árum Pítunnar var lítil hreyfing á starfsfólki.  Viðskiptavinir fóru að kannast við það og starfsfólkið lærði á sérþarfir þeirra.  Undanfarin ár hefur verið meiri endurnýjun á afgreiðslufólkinu.  Það eru stöðugt ný andlit.  Ég veit ekki hvað veldur.  Kannski er það vegna þess að stillt er á útvarpsstöðina FM957.  Það þarf sterkar taugar til að vinna undir þeim viðbjóði sem þar er útvarpað.  Svo ekki sé minnst á heimskulegt og innihaldslaust blaðrið á milli laga. 

  Ég er ekkert að velta mér upp úr innréttingum og þess háttar á veitingastöðum.  Tek varla eftir þeim.  Pítan er snyrtilegur staður og stílhreinn.  Held ég.  Afgreiðsla gengur lipurlega fyrir sig.  Matseðilinn má sjá á www.pitan.is.  Þar hafa verð ekki verið uppfærð í öllum tilfellum.  Á síðunni yfir matseðilinn er gefið upp að kóteletturnar kosti 1595 kall. 

  Þó að ég skrifi hér um kóteletturnar þá get ég einnig mælt með pítunum á Pítunni.  Þær gerast ekki betri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Algjörlega sammála þér með kóteletturnar á Pítunni. Þær hafa ekkert breyst í gegnum árin, eru alveg jafn góðar og þær voru fyrir ca. 26 árum þegar Pítan opnaði.

Þóra Guðmundsdóttir, 13.7.2008 kl. 23:16

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 Kótiletturnar eru góðar, en bökuðu kartöflurnar eru ekki lengur bakaðar á Pítunni heldur soðnar. Þeim er skellt í snarkheitan ofn í ca 5 til 8 mín til að þær sýnist bakaðar. Pítunni hefur farið aftur. Ferðum mínum þangað fækkar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.7.2008 kl. 23:38

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Há einkun miðað við neikvæðu punktana, en gott að staðurinn stendur undir nafni, annað væri nú ef pítur væru vondar á Pítunni!

En þú sagðir reyndar minnst um Kódiletturnar sjálfar, stórar eða litlar, svína- eða lamba eða bæði í boði?

Og alvöru grill?

Magnús Geir Guðmundsson, 14.7.2008 kl. 00:02

4 Smámynd: Jens Guð

  Þóra,  ég er einmitt mjög ánægður með að þó endurnýjun hafi orðið á kokkum hjá Pítunni þá halda bragðgæði kótelettunnar sínum sérkennum.

  Axel,  miðað við hvað afgreiðsluhraðinn er góður hafði ég grun um að einhverri flýtimeðferð væri beitt. 

  Maggi,  þetta eru lambakótelettur.  Fjöldi þeirra fer eftir stærð.  Skammturinn er ríflegur.  Mig minnir að kóteletturnar hafi verið sex í dag.  Ég var orðinn saddur áður en mér tókst að klára skammtinn.

  Ég veit ekki hvað þetta grill þýðir.  Það er ekki kolagrill.  Svo mikið er víst.  Ég hef grun um að það sé grillofn.  Það er ekkert grillbragð af kótelettunum.  Þannig lagað.  En þær eru virkilega góðar.  Neikvæðu punktarnir hljóma kannski eins og þeir vegi þyngra en þeir gera.  Þetta er góður matur.  Neikvæðasti punkturinn snýr að þessu helvíti sem FM957 er.  Ég var í innan við klukkutíma á staðnum.  Kannski í 3 korter.  Ég varð stöðugt meira undrandi á því hvað mörg ömurleg píkupopplög hafa verið gefin út og hvað einn plötusnúður getur hljómað heimskulegur og innantómur.  Hann sagði fátt annað en hvað lögin væru frábær og þuldi upp hótanir um fleiri ömurleg lög og hamraði á því að þetta væri FM957. 

  Toppnum náði þessi auli þegar hann sagði:  "Það fer að styttast all rækilega í annan endann á mér." 

Jens Guð, 14.7.2008 kl. 00:38

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Bestu kveðjur til þín elsku Jensinn minn og bið ég góða nóttina og megi allir góðir Guðsenglar yfir þér vaka og vernda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.7.2008 kl. 01:23

6 Smámynd: Ómar Ingi

4 af 5 það er ekki verið að spara það

Ómar Ingi, 14.7.2008 kl. 18:20

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk fyrir það matgæðingur góður, þú gefur karlskarfinum Jónasi K. ekkert eftir!

En hvar værum við eða öllu heldur þú Jens, án hinnar engilþýðu og orðfögru Lindu Linnet, ég bara spyr!?

Magnús Geir Guðmundsson, 14.7.2008 kl. 18:48

8 identicon

Sæll Jens,

Ég hef nú ekki borðað á Pítunni í fleiri ár . En að fá 1000 eyja sósu með grilluðum kótilettum líkar mér ekki og lesa svo hér að bakað kartaflan hafi verið hálf tilbúin fynnst mér slæmt og að ekki sé til pipar . Þetta veitngahús fær ekki háa einkun hjá mér og þurfa svo að sitja undir tónlist eins og er á 957 . Þetta segir mér bara að ég á ekki að fara  á Pítuna.

Elísabet Sigmarsdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 21:02

9 identicon

Farðu að hakka í þig frekar grænmeti og aftur grænmeti Hlunkurinn þinn.

Númi (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 21:05

10 Smámynd: Elísabet Sigmarsdóttir

Ég fór inn á síðuna þeirra og undir máltíðir er búið að leiðrétta verðið en annarstaðar ef það ekki rétt. Það er líka gefinn kostur á að fá franskar með ef fólk vill það frekar. Mér síndist það vera með flestum réttunum . Ekki sniðugt

Elísabet Sigmarsdóttir, 14.7.2008 kl. 21:11

11 Smámynd: Heidi Strand

Jens, du er ikke kravstor.
Når vi er i usunnheten er det kun en plass som er aktuell og det er  Amerika style. Der er det også mye koseligere.

Heidi Strand, 14.7.2008 kl. 22:32

12 Smámynd: Jens Guð

  Linda,  takk fyrir góðar kveðjur og hafðu það sjálf sem allra best.

  Ómar,  ég hef af og til fengið mér kótelettur í Pítunni síðasta aldarfjórðunginn eða svo.  Það er vegna þess að þessi réttur er í uppáhaldi.  Ég er ekki viss um að sumir aðrir réttir á Pítunni verðskuldi jafn margar stjörnur.  Til að mynda langar mig ekki í djúpsteiktan fisk í orly.  Ég sakna pönnusteikta fisksins á Pítunni.

  Maggi,  það væri kuldalegra hér á þessu bloggi án hlýlegu kveðjanna frá Lindu.

  Elísabet,  það er líka hægt að taka matinn út af Pítunni.  Þá losnar maður við FM957.  Ég fattaði það bara ekki í tæka tíð.

  Númi,  maðurinn lifir ekki á grænmeti einu saman.  Það þarf prótein líka. 

Jens Guð, 14.7.2008 kl. 22:44

13 Smámynd: Jens Guð

  Heidi,  það eru mörg ár síðan ég hef kíkt á American Style.  Í upphafi þótti mér AS vera meiri Pítu Style en American.  Ég sæki meira í gamaldags "heimilismat" en pítur og er ekkert fyrir hamborgara og nautasteikur.  Ég prófaði á sínum tíma steiktan fisk á AS og hef ekki fundið fyrir löngun í að panta mér hann aftur. 

Jens Guð, 14.7.2008 kl. 22:57

14 identicon

nammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm

alva (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 23:37

15 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er hættur að vísitera reglulega þennann fyrrum gæðastað 'Pítuna' & hafa fokið af honum stjörnum prýddar fjaðrir ein af öðrum undanfarin árin.

Nótera sem dæmi breytíngu í óætar franzkar í stað McCain stráa, vélagos í stað álbauka, & meðlæti nú allt borið fram í álinnsigluðum plastmálum, sem að flokkast alltaf sem ~undimáls~ hjá mér.  Kódilettur skulu kolagrillaðar, eða þá látnar til friðs á lambinu ella.

Steingrímur Helgason, 14.7.2008 kl. 23:44

16 Smámynd: Jens Guð

  A.K.Æ.,  takk fyrir innlitið.

  Steingrímur,  ég borða ekki franskar kartöflur ef ég kemst hjá því.  Hvort sem þær kallast McCain eða annað.  Ég undrast sömuleiðis að fólk skuli drekka litað sykurvatn með mat þegar í boði er einnig einn besti drykkur heims,  íslenskt vatn.

Jens Guð, 14.7.2008 kl. 23:58

17 Smámynd: Jóhann Birgir Þorsteinsson

Hæ Hæ Jói Her :) Ég hef nu aldrei borðað á Pítun :) maður ætti kanski að skela ser næt þegar maður skellir ser suður ifir heiðar ;)

 kveða Jói :)

Jóhann Birgir Þorsteinsson, 15.7.2008 kl. 00:18

18 Smámynd: Jens Guð

  Jói,  ég er lítið fyrir kótelettur að öllu jöfnu.  Síst af öllu ef þær eru steiktar upp úr brauðraspi.  En ég mæli með því að þú tékkir á kótelettunum í Pítunni.

Jens Guð, 15.7.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband