15.7.2008 | 20:12
Skúbb! - Anna á Hesteyri - bók á leiðinni
Anna Marta Guðmundsdóttir náfrænka mín á Hesteyri í Mjóafirði er fyrir löngu síðan orðin þjóðsagnarpersóna. Ekki aðeins fyrir mörg broslega sérkennileg og barnsleg uppátæki heldur einnig fyrir sterka réttlætiskennd og ást á dýrum. Ég hef rifjað hér upp á blogginu nokkrar sögur af henni. Það má fletta þeim upp á http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/532905.
Um mánaðarmótin september/október mun Bókaútgáfan Hólar frá sér í bókarformi ævisögu Önnu á Hesteyri. Anna er 79 ára og komin á sjúkrahús. Það er því ekki seinna vænna að tekin sé saman bók um þessa merku konu. Margir hafa rætt um þörfina á slíku í áratugi.
Rannveig Þórhallsdóttir bókmenntafræðingur skráir ævisögu Önnu. Rannveig er þekktust fyrir störf sín sem safnstjóri Minjasafns Austurlands.
Það er fleiri en ég þegar farnir að hlakka til útkomu bókarinnar.
Til gamans fylgir hér brot úr nýlegri bloggfærslu ungrar konu frá Reyðarfirði, Jóhönnu Kristínar:
"Alla amma er svo mikill lukkunar pamfíll að hún liggur á stofu með Önnu á Hesteyri sem er náttúrulega bara alveg einstök og sérstök..
Anna var semsagt að drekka súpu úr bolla, þeas hún hellti súpunni úr disknum yfir í bolla og drakk það sollis.. Hún notaði hvert tækifæri til að segja frá og troða að hnyttnum spakmælum/ máltækjum.. Og svo var hún alveg viss um að Ormurinn sem hún kallaði stráksa væri nautsterkur og heimtaði að fá hann í krumlu.. Ormurinn lét nú ekki biðja sig um það 2svar heldur greip í kellu og þau byrjuðu að togast á.. (ég varð hálfhrædd, því mér leist nú ekkert á blikuna á tímabili)
Enda Anna orðin eins og sprungin tómatur í framan og súpuhelvítið á leiðinni út úr henni.. og stráksi bara heldur sterkari en hún þorði að vona og hvað þá trúa.. hahhaha frekar fyndið atriði.. og svo segir hún eftir átökin (hún var nærri búin að frussa út úr sér tönnunum) að hann sé bara nokkuð sterkur og þá gall í mér.. já hann hefur það frá móður sinni þá hló nú Anna og sagði já þú segir það þegar kallinn heyrir.. og hélt að auðvitað Bjarki væri pabbi Ormsins.. Hahhaha
Þetta var priceless spítalaheimsókn.."
Í öðru bloggi, sem kallast 1964, segir frá Nönnum í kvenfélagi Neskaupstaðar. Þær lýstu eftir ungum manni að nafni Axel og fengu margar vísbendingar um ferðir hans. Þetta stendur síðan:
"Anna á Hesteyri hafði einnig samband og framan af símtalinu við Önnu taldi yfir-Nannan líklegt að Axel væri að finna í Mjóafirði. Undir lok símtalsins kom í ljós að svo var ekki heldur vildi Anna fá Axel sem húskarl; taldi hann vel brúklegan til allra nota."
Flokkur: Bækur | Breytt s.d. kl. 21:52 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 18
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 1040
- Frá upphafi: 4111601
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 874
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Anna á Hesteyri,er ein af mínum hetjum.Ekki spurning að bókin verður keypt.Vonandi heilsast henni Önnu frænku þinni vel.
Númi (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 20:29
Kvitt
Ómar Ingi, 15.7.2008 kl. 20:38
Anna er hetja. minnist ummæla hennar um karlpeninginn.... enda hefur hún aldrei gifst. þekki nokkra pilta sem hafa dvalið hjá henni mislengi.
Held hún fíli sig ekki á sjúkrahúsi, en hvað veit ég. alltaf gaman að heyra í henni í útvarpinu.
Efast ekki um að þetta verði súperlesning.
arnar valgeirsson, 15.7.2008 kl. 21:15
Anna er frábær, hlakka til að fá þessa bók til lestrar.
Rannveig H, 15.7.2008 kl. 22:13
VÚHÚ, ÉG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR BÓK UM ÞENNAN MIKLA SNILLING
TOMMI (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 23:08
Númi, mér skilst að Anna sé þokkalega spræk á sjúkrahúsinu. En hún á orðið erfitt með gang. Hún er orðin það þung og skrokkurinn farinn að gefa sig. Enda verður hún áttræð á næsta ári.
Ómar, takk fyrir innlitið.
Arnar, hún var að minnsta kosti treg að fara þangað. Það hafði maður gengið undir manns hönd að koma henni á elliheimili. En hún harðneitaði að fara frá Hesteyri.
Það var annars dálítið broslegt þegar Anna fór að fá vinnumenn inn á heimilið. Þá bað hún sérstaklega um að það væru rónar. Henni þótti nefnilega svo gaman að Boga og Örvari í Spaugstofunni og stóð í þeirri trú að rónar væru svo fyndnir og skemmtilegir.
Hún hefur reyndar verið ótrúlega heppin og ánægð með þessa menn og þeir kunnað að meta hversu góð og frábær manneskja hún er. Nema Steingrím Njálsson. Hann var með derring.
Rannveig og Tommi, ég tek undir það.
Jens Guð, 15.7.2008 kl. 23:46
Sæll Jens..
Ég bíð sko spennt eftir bókinni.. Því Anna er náttúruklega bara frábær persónuleiki og á engan sinn líkan.. En við eigum víst meira sameiginlegt en bara Önnu á Hesteyri.. Viðar Júlí og Alla á Reyðó eru vinir okkar beggja og svo varstu líka með tengdapabba mínum í skóla á Laugarvatni í "gamla daga"
Mikið ægilega er nú heimurinn og ísland lítið..
Góða stundir..
Kveðja úr Álversbænum ... 101 Reyðarfjörður
Ég er sko búin að bjóða ömmu að skipta við hana og
Jóhanna Kristín A.k.a Dreifbýlistúttan (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 17:09
Sæl Jóhanna Kristín.
Austfirðingar eru eins og ein stór fjölskylda. Flestir Austfirðingar sem ég þekki þekkjast innbyrðis. Móðir mín er frá Seyðisfirði og fjöldi ættingja minna eru dreifðir um næstu firði.
Hvur er tendafaðir þinn? Þeir voru nokkrir drengirnir frá Reyðarfirði á Laugarvatni.
Jens Guð, 16.7.2008 kl. 20:25
Jæja segðu segðu..
Langamma mín var frá Seyðis, ég er sjálf stoltur nobbari
Tengdó er frá sveitabæ rétt hjá Flúðum og var kallaður Jón "Farmer"
Jóhanna Kristín A.k.a Dreifbýlistúttan (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 09:20
Ættingjar mínir sem bjuggu á Norðfirði voru þar fyrir svo margt löngu að þú varst ekki fædd þar. Til að mynda var móðurbróðir minn, Jón Kr. Ísfeld, prestur þar.
Skilaðu bestu kveðjum frá mér til tengdaföður þíns.
Jens Guð, 17.7.2008 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.