Bestu músíkmyndbönd sögunnar

  Enska poppblaðið New Musical Express stendur þessa dagana fyrir kosningu meðal lesenda sinna á besta músíkmyndbandi sögunnar (the greatest music video ever).  Kosningunni er ekki lokið.  Línur eru þó orðnar skýrar.  Niðurstaðan á tæplega eftir að breystast svo neinu nemur.

  Efstu sætin sýna enn einu sinni hversu ofur hátt Bretar skrifa hljómsveitina Oasis.  Ekki síst lesendur NME.  Og reyndar allt þetta brit-popp.  Það kemur aftur á móti kannski pínulítið á óvart að The White Stripes skuli eiga myndbönd í 5. og 6.  sæti.  Þá er gaman að sjá myndbönd með gömlu mönnunum,  Bob Dylan og Johnny Cash,  í 11.  og 18.  sæti. 

  Gaman væri að heyra viðhorf ykkar til þessa lista.

  Þannig er niðurstaðan:

1    Oasis:  Don´t Look Back in Anger

2    Oasis:  The Importance of Being Idle

3    The Verve:  Bittersweet Symphony

   Blur:  Coffee and TV

white stripes

5    The White Stripes:  Fell in Love With a Girl

6    The White Stripes:  Hardest Button to Button

7    Radiohead:  Just

8    Ok Go:   Here it Goes Again

9    Nirvana:  Smells Like Teen Spirit  

homesickblues

10  Bob Dylan:  Subterranean Homesick Blues

11  Weezer:  Buddy Holly

12  Beastie Boys:  Sabotage 

13  Pulp:  Common People

14  Foo Fighters:  Learn to Fly

15  Artic Monkeys:  Fluoercent Adolecent

16  Fatboy Slim:  Praise You

Nirvana in bloom

17  Nirvana:  In Bloom

gorillaz

18  Gorillaz:  Gorillaz

cash

19  Johnny Cash:  Hurt

20  Frans Ferdinand:  Take me Out

bjork

  Myndband Bjarkar,  All is Full of Love,  mallar þarna aðeins fyrir neðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Smells Like Teen Spirit:

http://www.youtube.com/watch?v=kPQR-OsH0RQ

http://en.wikipedia.org/wiki/Smells_Like_Teen_Spirit

http://www.lyricsfreak.com/n/nirvana/smells+like+teen+spirit_20101055.html

(Ekki Teenage.)

Þorsteinn Briem, 19.7.2008 kl. 23:29

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hef ekkert um þetta val að segja, en leiði þó hugan að því, að björkin hefur einmitt átt mörg mjög góð myndbönd, fengið til liðs við sig mjögfæra menn við gerð þeirra, samanber í upphafi við Human Behaviour (tékkneska videoið sem var svona í brúðustíl,gríðarflott!) og Army Of ME líka, skriðdrekamyndbandið margfræga.

It's All So Wuiet var sömuleiðis mjög smart og átti örugglega sinn þátt í vinsældum lagsins. Sum myndböndin hef ég þó á móti ekki alveg botnað í nema stúlkan hafi bara verið að ærslast með þeim, t.d. þetta sem ég man ekki við hvaða lag var, er hún var að striplast, hoppandi upp og niður í einvherjum sturtuklefa svo brjóstin sáust skjótast upp og niður!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.7.2008 kl. 23:41

3 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  takk fyrir "linkana"

  Maggi,  ég sé sjaldan músíkmyndbönd.  Eiginlega bara þegar þau eru notuð sem uppfyllingarefni í Sjónvarpinu eða á Skjá 1.  Og þegar ég er á hótelum,  hérlendis eða erlendis,  og þau eru með MTV eða aðrar músíkrásir.

  Engu að síður hef ég séð flest myndböndin á þessum lista. 

  Það er næsta víst að myndbönd Bjarkar hafa styrkt ímynd hennar mjög sem framsækinnar og nýskapandi listamanns.

Jens Guð, 19.7.2008 kl. 23:58

4 Smámynd: Jens Guð

  Árni,  um hvað var sú færsla? 

  Ég las það á bloggi Sigurðar Lúthers að þeir hjá Moggablogginu hafi boðið þér að færa þig yfir á eitthvað annað blogg.  Ég er á leið á dv.is.

Jens Guð, 20.7.2008 kl. 00:26

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ertu svo aumur Jens Guð að þú látir kaupa þig af Mogganum.

Annars heitir þú í mínum bókum Jens "Listamaður" vegna þess að það birtir enginn eins marga lista og þú.  Og það er þræl skemmtilegt.

En ég snarhætti að lesa þig ef þú ferð að heiman kall minn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.7.2008 kl. 00:33

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Mér finnst vanta  myndböndin með talking heads og Dire Straits á þennalista. Svo að sjálfsgögðu mitt uppáhald.. houselögin tvö MEÐ MADNESS. our house og house of fun.

Brynjar Jóhannsson, 20.7.2008 kl. 03:29

7 identicon

Þetta er nú ljóta helvítis vitleysan!! Hvað er eignlega í gangi???

Flottasta myndbandið??

Hvað er svona flott við skot á gamlan söngvara, "blörað" og svart hvítt?

Er ekki í lagi? Hvað er svona flott við þetta??? 

Siggi Lee Lewis (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 04:22

8 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Myndband Aha - Take on me þótti marka tímamót en þar var blandað saman teiknimynd og lifandi mynd og þótti myndbanið afskaplega gott á sínum tíma.

http://www.youtube.com/watch?v=RMWXyEHoN88

S Kristján Ingimarsson, 20.7.2008 kl. 10:28

9 Smámynd: Ómar Ingi

Eins og með margan listann , þá finnst mér þett furðulegur listi , en það er án efa bara ég

Var alltaf voða skotinn í þessu myndbandi í den enda eitt besta Band ever http://youtube.com/watch?v=og1HAkjOuL0

Joe Division sem varð New Order og lagið True Faith

I feel so extraordinary
Somethings got a hold on me
I get this feeling Im in motion
A sudden sense of liberty
I dont care cause Im not there
And I dont care if Im here tomorrow
Again and again Ive taken too much
Of the things that cost you too much
I used to think that the day would never come
Id see delight in the shade of the morning sun
My morning sun is the drug that brings me near
To the childhood I lost, replaced by fear
I used to think that the day would never come
That my life would depend on the morning sun...

When I was a very small boy,
Very small boys talked to me
Now that weve grown up together
Theyre afraid of what they see
Thats the price that we all pay
Our valued destiny comes to nothing
I cant tell you where were going
I guess there was just no way of knowing
I used to think that the day would never come
Id see delight in the shade of the morning sun
My morning sun is the drug that brings me near
To the childhood I lost, replaced by fear
I used to think that the day would never come
That my life would depend on the morning sun...

I feel so extraordinary
Somethings got a hold on me
I get this feeling Im in motion
A sudden sense of liberty
The chances are weve gone too far
You took my time and you took my money
Now I fear youve left me standing
In a world thats so demanding
I used to think that the day would never come
Id see delight in the shade of the morning sun
My morning sun is the drug that brings me near
To the childhood I lost, replaced by fear
I used to think that the day would never come
That my life would depend on the morning sun...

Ómar Ingi, 20.7.2008 kl. 14:28

10 Smámynd: Dunni

NME var áratugum saman eitt af mínum eftirlætis blöðum. Hin voru MM og Sounds.  En mér sárnar illilega að snillingarnir á NME skuli ekki líta á tónlistarmyndböndin frá henni Skandinavíu.  Í Svíaríki er nefnilega að finna eitt allra skæslegasta tónlistarmyndband sögunnar. Það inniheldur hið sívinsæla lag "Jeg Ringer på Fredag" með Sven Ingvars. 

Dunni, 20.7.2008 kl. 14:32

11 Smámynd: Jens Guð

  Árni,  ég man ekkert eftir þessari færslu.  Líklegast þykir mér að eitthvað í henni hafi stuðað einhvern og viðkomandi beðið mig um að fjarlægja hana.

  Jenný,  ég er alltaf til sölu.  Þetta snýst bara um það hver býður best hverju sinni.  Núna er það dv.is. 

  Ég ætla ekki að loka moggablogginu.  Hér á ég svo góðan bloggvinahóp,  hér er tónspilari,  skoðanakönnunarforrit og sitthvað fleira sem ég vil halda í.  Hinsvegar mun verulega draga úr bloggeríi mínu hér. 

  Þegar ég byrjaði að blogga hér í mars í fyrra vissi ég ekkert um moggabloggið.  Hér hefur margt komið mér skemmtilega á óvart.  Í dag veit ég ekkert um dv.is.

  Ég kannast mæta vel við áhuga minn á listum,  skoðanakönnunum,  vinsældakosningum og öðru þess háttar sem snýr að músík.  Fyrir daga internetsnins var ég búinn að sanka að mér tugum bóka og ennþá fleiri tímaritum sem innihéldu svona lista.

  Ég tel mér trú um að þetta tengist námi mínu í markaðsfræði og síðan vinnu við markaðssetningu,  rekstur plötubúðar og þátttöku í hljómleikahaldi,  plötuútgáfu og svo framvegis.

  Brynjar,  ég er sammála því að Talking Heads,  Dire Straits og Madness sendu frá sér áhugaverð myndbönd. 

  Siggi Lee,  ég spyr líka:  Hvað er svona flott við gamlan söngvara?

  S.  KristjánTake on Me myndbandið var lykillinn að heimsfrægð Aha.  Þótti frumlegt,  listrænt og flott.  Spurning hvort það hefur elst vel.  Ég veit það ekki.

Jens Guð, 20.7.2008 kl. 14:46

12 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  myndbandið  Atmosphere  með Joy Division kraumar rétt undir Topp 20.

  Dunni,  myndbandið  Remind Me  með Royksopp kraumar undir Topp 20.  Það er reyndar ljóður á íslenskum fjölmiðlum líka að líta um of framhjá skandinavískri músík.  Ekki síst norska black metalinu.

Jens Guð, 20.7.2008 kl. 15:25

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég gerði "mikilsverða" uppgötvun við myndbandið sem er í fyrsta sætinu ... eða þá að Oasis-menn sjást aldrei í mynd með öllum hvítklæddu stúlkunum sem leika í því. Kynin eru vandlega aðskilin. Var búin að horfa nokkrum sinnum á það þegar ég fattaði. Skil ekki af hverju "Street Spirit" með Radiohead er ekki þarna ... en reyndar er "Just" mjög flott. Hef ekki séð nema helminginn af þessum myndböndum, enda löngu hætt með MTV, hætti þegar tónlistin varð meira og minna öll R og B-skrækir. Það voru góðir tímar þarna í kringum 1995 í tónlistinni, ég vaknaði þá upp úr áralöngum tónlistardásvefni, einmitt þegar ég fékk MTV. Hlakka til að sjá þig á dv.is, er aðeins byrjuð þar, reyndar með sömu færslur og hér.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.7.2008 kl. 15:48

14 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Sledgehammer með Peter Gabriel. Tímamóta.

Ingvar Valgeirsson, 20.7.2008 kl. 18:38

15 identicon

Of mikil britpopp dýrkun hjá þessu blaði að vanda.

Það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá mér er QOTSA lagið Go with the flow http://www.youtube.com/watch?v=9nz6Rq1Pvh0

ari (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 20:27

16 identicon

Góð myndbönd geta hafið lög upp - á sama hátt og léleg geta dregið lög í drullusvaðið. Auðvitað dregur þessi listi dám af smekk lesenda NME, þeir eru enn fastir í brit poppinu. Það var svolítið spaugilegt að NME hefur aldrei verið samt eftir fráfall Melody Maker, samkeppnin hélt þeim á tánum í leitinni að einhverju nýju.

Auðvitað verður maður aldrei fullkomlega sammála svona lista en það verður að viðurkennast að flest myndböndin á þessum lista eru mjög góð. Ég nota myndbönd mikið til að hjálpa ungum dætrum mínum til að læra að meta aðra tónlist en í átt við Eurovision og High school musical - og það voru nokkur myndbönd þarna sem ég hef notað og þær hafa mjög gaman af, því krakkar elska sjónræn myndbönd, eins og legokubbalagið með White stripes, maðurinn sem labbar á alla með Verve og mjólkurfernulagið með Blur.

En það eru nokkur myndbönd sem ég sakna þarna og eflaust hafa verið fyrir neðan topp 20, ss.
Nirvana - Heart shape box, ég vil meina að sé sjónrænt listaverk.
White stripes - Seven nation army, ekki síðra
Radiohead - Paranoid android, hugsanlega betra en lagið.

Guðmundur (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 02:05

17 identicon

Já og Aha myndbandið hefur elst mjög vel og töluvert betur en Money for nothing með Dire Straits (sem kom út á sama tíma) - hins vegar er öfugt farið með lögin, hehehe.

Guðmundur (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 02:09

18 Smámynd: Heimir Tómasson

mér finnst vanta þarna nokkur myndbönd.

Don't give up - Peter Gabriel og Kate Bush. Minimalískt og flott.

Seeman - Apocalyptica og Nina Hagen. Finnar og Þjóðverjar bæta oft hvora aðra upp. Kannski það stemmi aftur til 1939-40.

Weapon of choice - Fatboy Slim. Kallinn er bara flottur í því.

En eins og áður, bara minn smekkur.

Heimir Tómasson, 25.7.2008 kl. 00:23

19 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Smack my bitch up með Prodigy.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.7.2008 kl. 03:36

20 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og svo náttúrlega Rokk skólarokk, með Svölu Björgvins. All time killer. Svo rámar mig í lag með Pax Vobis, sem hét Making a Commercial. (aulahrollur aldarinnar) Þetta er raunar hinn endinn. Ég stend við Prodigy, sem besta myndband.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.7.2008 kl. 03:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband