Fćrsluflokkur: Kvikmyndir

Kvikmyndarumsögn

 - Titill:  Klovn the Final

 - Höfundar og helstu leikarar:  Frank Hwam og Casper Cristensen

 - Einkunn: ***1/2

  Dönsku sjónvarpsţćttirnir Klovn eru snilld.  Húmorinn er grófur, ferskur, ófyrirséđur og bráđfyndinn. 2010 kom á markađ kvikmyndin Klown.  Hún var sprengja.  Í henni var gengiđ lengra í groddadagangi og húmorinn tekinn fram á ystu nöf.  Vinsćldum hennar var fylgt eftir međ myndinni Klown Forever 2015.  Henni háđi ađ vćntingar áhorfandans voru miklar.  Jafnframt var hann orđinn brynjađur fyrir senum sem annars hefđu gengiđ fram af honum.  Engu ađ síđur  slagađi hún upp í fyrri myndina á öllum sviđum.

  Nú er veriđ ađ sýna ţriđju myndina,  Klovn the Final.  Hún er sögđ vera lokamyndin í ţríleiknum.  Ţađ er skynsamleg niđurstađa.  Hún stendur fyrri myndunum örlítiđ ađ baki.  Samt er hún bráđskemmtileg.  Salurinn hló oft og mikiđ.  Líka ég.  Hún hefur sérstakt gildi fyrir Íslendinga.  Söguţráđurinn snýst um ferđlag kumpánanna til Íslands.  Ef ekki vćri vegna kórona-vírusins vćri myndin góđ auglýsing fyrir Íslands.  Ţađ getur svo sem skilađ sér síđar.   

  Einhverra hluta vegna hefur myndin veriđ illa auglýst hérlendis.  Kannski gerir ţađ ekki til vegna samkomubannsins.  Ţá er bara ađ ná henni í sjónvarpi eđa einhverjum netveitum. 

  Vegna međfylgjandi sýnishorna skal tekiđ fram ađ í íslenskum kvikmyndahúsum er myndin textuđ á íslensku. 

    


Ný James Bond mynd tekin í Fćreyjum

  2. apríl 2020 verđur sýnd ný kvikmynd um breska leyniţjónustumanninn James Bond,  007.  Hún hefur fengiđ heitiđ No Time to Die.  Hún verđur 25. myndin um njósnarann.  Jafnframt er ţetta 5. myndin međ Daniel Craig í hlutverki 007. 

  Tökur eru hafnar.  Tökuliđiđ er mćtt til Fćreyja ásamt áhćttuleikurum.  Líklega á ađ gera út á fagurt en sumstađar hrikalegt landslag eyjanna.  Enn ein stađfestingin á ţví ađ Fćreyjar og Fćreyingar hafa stimplađ sig inn á heimskortiđ. 

Daniel CraigKalsoy


Kvikmyndaumsögn

 - Titill:  Hérađiđ

 - Helstu leikarar:  Sigurđur Sigurjónsson,  Arndís Hrönn Egilsdóttir,  Hannes Óli Ágústsson,  Edda Björg Eyjólfsdóttir...

 - Handrit og leikstjórn:  Grímur Hákonarson

 - Einkunn: **** (af 5)

  Ţessi áhugaverđa kvikmynd átti upphaflega ađ vera heimildamynd um Kaupfélag Skagfirđinga. Vegna hrćđslu Skagfirđinga viđ ađ tjá sig um hiđ alltumlykjandi skagfirska efnahagssvćđi reyndist ógjörningur ađ fá viđmćlendur til ađ tjá sig fyrir framan myndavél.  Ţar fyrir utan eru margir Kaupfélagssinnar af hugsjón.  Telja ađ ofríki Kaupfélagsins veiti mörgum vinnu og standi gegn ţví ađ peningar samfélagsins fari suđur.  Kaupfélag Skagfirđinga stendur svo sterkt ađ lágvöruverslanir á borđ viđ Bónus,  Krónuna og Nettó eiga ekki möguleika á ađ keppa viđ KS í Skagafirđi  Skagfirđingar vilja fremur versla í dýrustu búđ landsins,  Skagfirđingabúđ Kaupfélagsins, en ađ peningur fyrir greiddar vörur fari úr hérađinu.

  Ég er fćddur og uppalinn Skagfirđingur.  Ég votta ađ margar senur myndarinnar eiga sér fyrirmynd í raunveruleikanum.  Jafnvel flestar.  Sumar samt í hliđstćđu.  Í myndinni er stofnađ mjólkursamlag til höfuđs Kaupfélaginu.  Í raunveruleika stofnađ pabbi minn og fleiri bćndur sláturhús til höfuđs KS. 

  Kvikmyndin fer rólega af stađ.  Eftir fćđingu kálfs og dauđsfall vörubílstjóra gerist myndin dramaatísk.  Hún er spennandi, áhrifarík og vekur til umhugsunar.  Flott í flesta stađi.

  Arndís Hrönn er sannfćrandi í hlutverki reiđu ekkjunnar.  Ég man ekki eftir ađ hafa séđ ţessa leikkonu áđur.  Ađrir leikarar standa sig einnig međ prýđi.  Ekki síst Sigurđur Sigurjónsson.  Hann túlkar Ţórólf, nei ég meina Eyjólf kaupfélagsstjóra, af snilld.

  Gaman er ađ sjá hvađ fjós eru orđin vélvćdd og sjálfvirk.

  Ég mćli međ ţví ađ fólk skreppi í bíó og kynnist skagfirska efnahagssvćđinu. 

hérađiđ


Kvikmyndaumsögn

 - Titill:  Lof mér ađ falla

 - Leikstjóri:  Baldvin Z

 - Helstu leikendur:  Elín Sif Halldórsdóttir,  Eyrún Björk Jakobsdóttir,  Ţorsteinn Bachmann,  Sólveig Arnarsdóttir... 

 - Handrit:  Baldvin Z og Birgir Örn Steinarsson

 - Einkunn:  *****

  15 ára Magnea kynnist 18 ára Stellu.  Magnea er góđur námsmađur; á gott líf og bjarta framtíđ.  Stella fiktar viđ eiturlyf.  Magnea lađast ađ henni og ćvintýralegum lífsstíl hennar.  Fyrr en varir eru ţćr orđnar djammfélagar og Magnea farin ađ fikta viđ eiturlyf.  

  Framan af er mikiđ fjör,  hvort heldur sem er á skemmtistöđum eđa í gleđskap í heimahúsum.  Fylgifiskurinn er skróp í skóla og fariđ á bakviđ foreldra.  Hćgt og bítandi harđnar ástandiđ og verđur ofbeldisfyllra.  Samviskan hverfur, svikin verđa grófari og ósvífnari.

  Myndin kemur ţessu ađdáunar vel til skila.  Hún er afar trúverđug.  Enda byggđ á sönnum atburđum.  Elín Sif og Eyrún Björk túlka Magneu og Stellu á sannfćrandi hátt.  Ótrúlegt ađ ţćr séu ekki menntađar í leiklist og ađ ţetta sé frumraun ţeirra á ţví sviđi.  Hugsanlega skilađi reynsluleysi ţeirra sér í raunverulegu sakleysislegu fasi í fyrri hluta myndarinnar.  

  Myndin flakkar til og frá í tíma.  Ég fattađi ţađ ekki strax.  Kannski vegna ţess ađ ég er vandrćđalega ómannglöggur.  Einnig ruglađi mig pínulítiđ í ríminu ađ Magnea og Stella skiptu ítrekađ um hárlit.  Ţetta kom ekki ađ sök eftir ađ ég áttađi mig á ţessu.  Frekar ađ ţetta hjálpađi viđ ađ stađsetja ţćr á tímalínu.

  Ađ mestu er sneitt framhjá sýnilegu ofbeldi.  Óhugnađurinn er meira gefinn í skyn eđa nefndur í samtölum.  Ţetta er mun áhrifaríkara en grafískar senur.

  Átakanlegt er ađ fylgjast međ varnar- og ráđaleysi foreldranna.

  Músík leikur töluvert hlutverk.  Hún er í höndum Ólafs Arnalds.  Hann kann fagiđ.

  "Lof mér ađ falla" er áhrifaríkasta mynd íslensku kvikmyndasögunnar.  Frábćr í alla stađi.  Skilur mikiđ eftir sig.  Besta forvarnarmynd sem hćgt er ađ sýna í grunnskólum. 

  "Vonarstrćti" hefur veriđ velt úr sessi.  Ţađ er ekki lengur besta íslenska kvikmyndin.     

  

lof mér ađ falla


Fćreyskur húmor

  Fćreyingar eru góđir húmoristar.  Ţeir eiga auđvelt međ ađ koma auga á eitthvađ spaugilegt.  Ţegar ţeim dettur í hug eitthvađ sprell ţá framkvćma ţeir ţađ ţrátt fyrir ađ stundum kalli ţađ á mikla vinnu og fyrirhöfn.  Dćmi:

  Rétt utan viđ höfuđborgina,  Ţórshöfn,  er risastór saltgeymsla eyjanna niđur viđ sjó.  Ţegar ekiđ er til eđa frá Ţórshöfn ţá liggur ţjóđvegurinn ofan viđ saltgeymsluna.  Ţak hennar blasir viđ vegfarendum.  Einn mánudagsmorgun blasti viđ ţeim ađ einhver eđa einhverjir höfđu málađ snyrtilega og fagmannlega stórum stöfum á ţakiđ orđiđ PIPAR. 

  Ţétt austur af Ţórshöfn er Nólsey.  Hún tilheyrir sveitarfélaginu Ţórshöfn.  Hún skýlir höfninni í Ţórshöfn fyrir veđri og vindum.  Íbúar eru hátt í 300.  Margir ţeirra vinna í Ţórshöfn. 

  Í Fćreyjum hefur til átta ára veriđ rekinn sumarskóli í kvikmyndagerđ.  Í ár er hann starfrćktur í Nólsey.  Af ţví tilefni brugđu tveir vinir á leik og settu í gćr upp risastórt skilti á eyjunni međ orđinu NÓLLYWOOD.  Framkvćmdin tók marga daga og var dýr.  En vinirnir segja ađ ţetta sprell eigi ađ endast í mörg ár.

  Eins og glöggt má sjá á myndinni hér fyrir neđan ţá er skiltiđ afrit af frćgasta skilti í Los Angeles í Bandaríkjum Norđur-Ameríku.  Neđst til vinstri á myndinni sést hús.  Af ţví má ráđa hver stćrđ skiltisins er. 

Nólsoy

 

hollywood-sign


Stórskemmtileg íslensk kvikmynd - umsögn

Undir trénu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 - Titill:  Undir trénu

 - Handrit:  Huldar Breiđfjörđ og Hafsteinn Gunnar Sigurđsson

 - Leikstjóri:  Hafsteinn Gunnar Sigurđsson

 - Leikarar:  Edda Björgvinsdóttir,  Sigurđur Sigurjónsson,  Steindi Jr.,  Ţorsteinn Bachman, Selma Björnsdóttir og Lára Jóhanna Jónsdóttir

 - Tegund:  Drama/harmleikur/grín

 - Einkunn: **** (af 5) 

  Sumar kvikmyndir eru ţannig ađ eftir ţví sem áhorfandinn veit meira um ţćr fyrirfram ţeim mun ánćgjulegra er áhorf.  Ađrar kvikmyndir eru ţannig ađ áhorfandinn má ekki vita fyrirfram neitt um framvindu né tilteknar senur.  Hámarks upplifun nćst međ ţví ađ myndin komi stöđugt á óvart.

  Undir trénu fellur undir síđarnefndu lýsinguna.  Ég hvet eindregiđ ţá sem sjá myndina ađ ţegja um hana - ef frá er taliđ ađ mćla međ henni.

  Óhćtt er ađ upplýsa örfáa punkta.  Myndin segir tvćr sögur.  Önnur er af ungu pari sem stendur í skilnađarbasli.  Hin er af foreldrum unga mannsins.  Ţeir eiga í nágrannadeilum vegna trés í garđinum.  Ţađ er orđiđ of stórt.  Varnar sólargeislum leiđ ađ garđi nágranna.

  Sögurnar tvćr fléttast lipurlega saman.  Framvinda beggja styrkir hina.  Pakkinn er 2 fyrir 1; ađ fylgjast međ tveimur spennandi og viđburđaríkum sögum á sama tíma.  

  Tilfinngaróf áhorfandans sveiflast hratt til og frá.  Allar lykilpersónur vekja samúđ.  Ţađ er sjaldgćft í kvikmynd sem byggir á harđvítugum átökum.  Svo ekki sé minnst á átökum á tveimur vígstöđvum.  Hefđbundna uppskriftin er átök á milli góđs og ills.  Hér er dramatíkin af og til óvćnt brotin upp međ vel heppnuđu skopi.

  Miklu skiptir úrval margra bestu leikara landsins.  Túlkun ţeirra er frábćr og hefur mikiđ ađ segja um útkomuna.  Edda Björgvins toppar sig.  Hefur hún ţó allan leikferil veriđ í hćstu hćđum.  

  Steindi Jr. er í burđarhlutverki;  gaurinn ađ skilja og sonur hjóna í nágrannaerjum.  Hann - amatör/leikmađur - er settur í rosalega bratta stöđu/áskorun ađ leika á móti bestu leikurum Íslands.  Hann veldur hlutverkinu.  Ţađ hjálpar ađ hans "karakter" er ţekktur sem galgopi í göslaragangi.    

  Tónlist Daníels Bjarnasonar er áhrifarík.  Iđulega dimm og drungaleg.  Bođar eitthvađ ógnvćnlegt.  Karlakór setur svip á tónlistina.  Gegnir einnig ţví hlutverki ađ túlka tilfinningasveiflur persónunnar sem Siggi Sigurjóns leikur.  Virkilega vel heppnađ. Tónlistin á stóran ţátt í ţví hvađ ţetta er góđ kvikmynd.  

  Eins og algengt er međ íslenskar myndir ţá er nafniđ ekki lokkandi.  Ţađ gefur ekkert forvitnilegt til kynna.   

  Ég mćli eindregiđ međ Undir trénu sem virkilega góđri kvöldskemmtun í kvikmyndarhúsi.  Ţó ekki fyrir viđkvćma.

 

        


Aukasýning - ađeins í ţetta eina skipti!

  Nýveriđ kom út ný heimildarmynd um Bítlana,  "Eight Days a Week".  Í henni er fjöldi viđtala,  m.a. viđ alla liđsmenn.  Ţar á međal ný viđtöl viđ Paul McCartney, Ringo Starr og samstarfsmenn.  Einnig áđur óbirt viđtöl viđ John Lennon og George Harrison.  Myndin dregur upp áhugaverđa og skýra drćtti af ţví hvađa áhrif velgengnin og síđan ofurfrćgđin hefur á sálarlíf ţeirra og ţroska.

  Ađ sjálfsögđu skipar tónlistin háan sess.  

  Sem kunnugt er komu öskur í áheyrendum iđulega illa niđur á hljómleikaupptökum međ Bítlunum.  Hljóđkerfi sjöunda áratugarins voru ekki nógu öflug til ađ yfirgnćfa öskrin.  Einmitt ţess vegna gáfust Bítlarnir upp á hljómleikahaldi 1966.  Ţeir heyrđu ekki í sjálfum sér.

  Međ nýjustu stafrćnu tćkni tókst framleiđendum myndarinnar ađ dempa svo mjög niđur áheyrendaöskrin ađ tónlistin heyrist hvellskýr.  Viđ ţađ opinberast Bítlaunnendum nýr heimur.

  Myndin hefur hvarvetna hlotiđ einróma lof,  jafnt gagnrýnenda sem almennings.  Í Rotten Tomatoes fćr hún međaleinkunnina 95% (af 100).

  Á morgun,  sunnudaginn 27.nóv, er aukasýning á myndinni í Háskólabíói klukkan 18.00.  Ađeins i ţetta eina sinn.  DVD útgáfa er ekki í sjónmáli vegna ţess ađ höfundarrréttarsamningar fóru í hnút.  Ţar fyrir utan er meiriháttar upplifun ađ heyra tónlistina í hćstu hljómgćđum.  Ţađ er nánast eins og ađ sitja hljómleika međ Bítlunum.  

  Aukasýningin er hvergi auglýst sérstaklega.  Vinsamlegast deiliđ ţessum upplýsingum á Fésbók og bloggi.  

   

       


Kvikmyndarumsögn

  - Titill: Can´t Walk Away

  - Tegund:  Heimildarmynd um tónlistarmanninn Herbert Guđmundsson

  - Framleiđendur/myndatökumenn:  Ómar Örn Sverrisson og Friđrik Grétarsson

  - Sýningarstađur:  Egilshöll Sambíó

  - Einkunn: ****

  Titill myndarinnar,  "Can´t Walk Away",  vísar til vinsćlasta lags Hebba (Herbert Guđmundsson).  Lags sem náđi ofurvinsćldum um miđjan níunda áratuginn.  Varđ íslenskt einkennislag "80´s".  Gekk svo í endurnýjun lífdaga um aldarmótin.  Fór á ţvílíkt flug ađ ţađ fer enn međ himinskautum.

  Lagiđ kemur eđlilega viđ sögu í myndinni.  Hinsvegar snýst myndin ekki um ţađ.  Ţess í stađ er fariđ yfir viđburđarríkt lífshlaup Herberts frá barnćsku.  Tónlistarferill hans er rakinn í bland viđ annađ sem á daga hefur drifiđ.  Í einkalífinu hafa skipst á skin og skúrir:  Brostin hjónabönd, fangelsisvist, eiturlyfjafíkn, eignamissir og gjaldţrot.  Hebbi dregur ekkert undan.  Reynir ekkert ađ fegra sinn hlut.    

  Myndin er heppilega hrá og látlaus; blanda af gömlu sjónvarpsefni, frásögnum samtíđarmanna og ţví ađ kvikmyndatökuvélar fylgdu Hebba eftir eins og skuggi hvert fótmál síđustu fimm ár.  Hún er hröđ og ţétt.  Hvergi slakađ á.  Ţađ er eitthvađ í gangi á hverri mínútu. Allt á fullu allan tímann.

  Jákvćđni Hebba er ađdáunarverđ.  Hann tekur öllu mótlćti af ćđruleysi og vill öllum vel.  Leitar alltaf ađ björtu hliđunum.  Hann er góđ og yndislega manneskja.  Myndin kemur ţví til skila.     

  Gaman var ađ fylgjast međ viđbrögđum áhorfenda.  Mikiđ hlegiđ og undir lokin braust í tvígang út ákaft lófaklapp.  Á leiđ út úr Egilshöll heyrđi ég ungan mann segja:  "Ţetta var  ţrusu skemmtileg mynd!"  Félagar hans tóku undir ţađ.  Ég geri ţađ líka.  Hvet alla sem tök hafa á ađ skottast í Egilshöll Sambíó.  Ţađ er góđ skemmtun.  

 

can't walk away               


Kvikmyndin um Hebba frumsýnd í kvöld

  Gríđarmikill spenningur er fyrir heimildarmyndinni um tónlistarmanninn sívinsćla Herbert Guđmundsson.  "Can´t Walk Away" heitir hún, eftir ţekktasta lagi hans.  Sýningar hefjast á myndinni klukkan 20.00 í kvöld,  í Egilshöll Sambíó.  Nćsta sýning er klukkan 22.00.   

  "Trailerinn" má sjá HÉR   

  Nánar um sýningartíma og lýsingu á myndinni má sjá HÉR 


Ný íslensk kvikmynd - mikil tilhlökkun

  Um nćstu helgi hefjast sýningar á splunkunýrri íslenskri kvikmynd. Hún heitir "Can´t Walk Away".  Sýningarstađurinn er Egilshöll Sambíó.  Ţetta er heimildarmynd um einn ástsćlasta tónlistarmann ţjóđarinnar í hálfa öld,  Herbert Guđmundsson.

  Hebbi, eins og hann er jafnan kallađur, á ađ baki skrautlegan tónlistarferil og ennţá skrautlegra lífshlaup ţar fyrir utan.  Fljótlega eftir fermingu var hann farinn ađ syngja međ áberandi hljómsveitum.  Raddsviđiđ er breitt.  Litbrigđi söngraddarinnar svipar til Johns Lennons en Hebbi varđ einnig ţekktur fyrir ađ afgreiđs Led Zeppelin-lög alveg eins og Robert Plant.  

  Ţekktustu hljómsveitir Hebba á áttunda áratugnum voru Tilvera, Eik og Pelican.  Á fyrri hluta níunda áratugarins söng hann vinsćlt lag, "Megi sá draumur rćtast", međ hljómsveit sinni Kan.  1985 kom út 3ja sólóplatan,  "Dawn of the Human Revolation".  Hún inniheldur lagiđ "Can´t Walk Away".  Ţađ sló ţvílíkt í gegn.  Allar götur síđan er ţađ einkennislag níunda áratugarins, ţess tímabils sem kallađ er 80´s. 

  Fram til ţessa dags hafa komiđ út vinsćlar plötur og smellir frá Hebba.  Nćgir ađ nefna "Hollywood", "Svarađu kallinu",  "Time", "Eilíf ás" og "Sumariđ er stutt". 

  Í einkalífinu hafa skipst á skin og skúrir:  Ástarsambönd og hjónabönd hafa brotlent; eiturlyfjaneysla, fangelsun, gjaldţrot, atvinnuleysi, róttćk trúskipti, ísbúđarekstur, harđvítugar nágrannaerjur og ţannig mćtti áfram telja.

can't walk away

 

 

 

 

 

 

...


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband