23.7.2008 | 23:26
Rasismi á Hressingarskálanum
Tæplega þrítugur Íslendingur ætlaði með vinum sínum inn í Hressingarskálann við Austurstræti um helgina. Krúnurakaður dyravörður með húðflúr meinaði honum inngöngu. Sagði með þjósti: "Þitt fólk fær ekki að koma hingað inn."
Maðurinn er ættaður frá Filippseyjum en uppalinn á Íslandi. Hann talar óaðfinnanlega íslensku. Dyravörðurinn útskýrði ekki hvað hann ætti við með "þitt fólk". Ætla má að hann hafi átt við fólk af asískum uppruna eða allt fólk sem auðsjáanlega er ekki af norrænu bergi brotið.
Maðurinn hefur margoft verið í góðra vina hópi á Hressingarskálanum. Hann hefur aldrei orðið var við leiðindi eða vesen á Hressingarskálanum. Sjálfur er hann kurteis og þægilegur í umgengni.
Svo virðist sem rasísk dyravarsla hafi verið tekin upp á Hressingarskálanum. Sveiattan. Á meðan sú stefna ríkir verður hann kallaður Rasistaskálinn.
Í síðdegisþætti Útvarps Sögu á laugardaginn verður viðtal við manninn sem fær ekki að fara inn í Hressingarskálann.
Maðurinn er ættaður frá Filippseyjum en uppalinn á Íslandi. Hann talar óaðfinnanlega íslensku. Dyravörðurinn útskýrði ekki hvað hann ætti við með "þitt fólk". Ætla má að hann hafi átt við fólk af asískum uppruna eða allt fólk sem auðsjáanlega er ekki af norrænu bergi brotið.
Maðurinn hefur margoft verið í góðra vina hópi á Hressingarskálanum. Hann hefur aldrei orðið var við leiðindi eða vesen á Hressingarskálanum. Sjálfur er hann kurteis og þægilegur í umgengni.
Svo virðist sem rasísk dyravarsla hafi verið tekin upp á Hressingarskálanum. Sveiattan. Á meðan sú stefna ríkir verður hann kallaður Rasistaskálinn.
Í síðdegisþætti Útvarps Sögu á laugardaginn verður viðtal við manninn sem fær ekki að fara inn í Hressingarskálann.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt 24.7.2008 kl. 01:51 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Hver er uppáhalds Bítlaplatan þín?
Please Please Me 10.4%
With The Beatles 4.0%
A Hard Days Night 3.8%
Beatles For Sale 4.0%
Help! 6.4%
Rubber Soul 8.8%
Revolver 14.7%
Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band 14.0%
Magical Mystery Tour 2.4%
Hvíta albúmið 9.7%
Let It Be 2.1%
Abbey Road 17.5%
Yellow Submarine 2.1%
422 hafa svarað
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 18
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 1040
- Frá upphafi: 4111601
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 874
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
ömurlegt þegar svona kemur upp.. boycott á Rasistaskálann eða reka manninn.
Óskar Þorkelsson, 23.7.2008 kl. 23:39
Smá rasismi er í lagi ef hann beinist ekki að mér, ..... not!
Björn Heiðdal, 23.7.2008 kl. 23:50
Verulega andstyggileg uppákoma að mínu mati ætti að reka manninn med det samme.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.7.2008 kl. 00:27
Óskar, ég er búinn að setja viðskiptabann á Rasistaskálann.
Björn, ég man ekki hvernig Andrea Jónsdóttir orðaði það svo flott. Það var eitthvað á þá leið að það sé hægt að sýna fordómum skilning en mikla fordóma eigi ekki að líða. Hún orðaði þetta einhvernveginn miklu betur.
Ásthildur, ég tek undir það að þessi starfsmaður er óhæfur í þessu starfi. Það á að reka hann.
Árni, það er ástæða til að eigendur Rasistaskálans og aðrir sem til þekkja geti áttað sig á um hvern ræðir. Framkoma mannsins er saknæm. Það er bannað að mismuna fólki vegna uppruna, kynþáttar og húðlitar.
Jens Guð, 24.7.2008 kl. 01:02
Rasistaskáli skal hann heita þar til eigendur gera einhvað í þessari ömurlegu framkomu.
Rannveig H, 24.7.2008 kl. 01:07
"Þetta eru náttúrlega þið Frjálslyndir !!!!"
Æji, nei, þetta náttúrlega virkar ekki, ég er líka svoleiðis ...
"Þú & þið Jenzar ...!"
Nei, virkar ekki heldur, of fáir...
"Já, það er alltaf þetta sköllótta fólk...!"
Hmm, ég er með meira hár á hökunni en hnakkanum.
Fordómar eru fyrir zlordóna ....
Steingrímur Helgason, 24.7.2008 kl. 01:52
Bilun!
alva (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 02:26
Uhm...
Þetta sökkar.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 24.7.2008 kl. 03:04
"Krúnurakaður með húðflúr" ?
Felast ekki fordómar í þessari lýsingu ?
Fransman (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 08:03
Fólk gefur oft ákveðnar yfirlýsingar með útliti sínu. Vissulega er hægt að mislesa þann sem er krúnurakaður með húðflúr... en það var augljóslega ekki í þessu tilfelli, ef að hann hefur verið með svona munnlegar yfirlýsingar í þokkabót.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.7.2008 kl. 08:52
Sjálfur hef ég lent í þessu með unnustu mína sem kemur frá Tælandi.
Hefur verið hér í 12ár og tala mjög góða Íslensku.
Okkur hefur oft verið meinaður aðgangur að skemmtistöðum eingöngu út á að hún sé frá Asíu.
Ég ræddi þetta einu sinni í mestu rólegheitum við dyrvörð á Pravda eftir að hann bannaði okkur að fara inn.
Hann sagðist harma þetta og þetta væri eitthvað sem hann stjórnaði ekki, heldur væru þetta leiðbeiningar frá eigendum, að margir hafi kvartað yfir konum frá Asíu.
Ég benti honum á að þetta væri nú ólöglegt að mismuna fólki á uppruna, hann var alveg sammála en þetta væri einfaldlega skipun sem hann yrði að fara eftir.
Skömmu seinna gekk ég framhjá 2 lögregluþjónum á vakt, bað þá um að gefa álit á þessu, þeir einfaldlega sögðu að Pravda hefði heimild til að meina fólki aðgangi eins og það vildi. Ég trúi ekki en að þetta sé rétt hjá þeim, heldur einfaldlega að þeir hafi ekki nennt að standa í einhverju stappi við dyraverði/eigendur.
Sigurður Vignir (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 09:10
Dyraverðir geta nú verið með ýmiskonar vesen við íslendinga líka , veriði nú alveg róleg , svo má nú ekki jarða alla dyraverði eða heilan stað fyrir einn dyravörð sem er jafnvel rasisti.
En þetta á auðvitað ekki að gerast.
Ómar Ingi, 24.7.2008 kl. 09:38
Sigurður Vignir, varst þú og konan þín ekki í Næturvaktinni? :)
(Svo eruð (voruð) þið ábyggilega of góð fyrir Pravda, þvílíkur drullustaður í lokin)
Jón Ragnarsson, 24.7.2008 kl. 09:41
Eitt sinn Jensinn alveg grænn,
ætlaði á Hressó þar lítið kænn,
hann út var skitinn,
ekki með rétta litinn,
en hvítur ertu á Hressó vænn.
Þorsteinn Briem, 24.7.2008 kl. 10:38
O,may -god. Ég er í sjokki. Og nú verður hann rekinn.
Annars eru það nú "fólk eins og hann" sem eru einna minnst til vandræða í öðrum löndum. Ekki eru það Asíu menn sem efla til slagsmála eða rífa kjaft. Svona ef út í það er farið. En þessi auðvitað alin upp á Íslandi og er þá væntanlega Íslendingur.
Halla Rut , 24.7.2008 kl. 11:48
..aumingja dyravörðurinn..í Svíþjóð hafa dyraverðir verið skotnir fyrir svona framkomu og alveg furðulegt hvað þeir eru kurteisir allir núna með skotheldu vestinn sín í Stockhólmi..og ekki eru það Asíbúar sem standa fyrir því.
Bara óánægðir Svíar sem fengu ekki inngöngu eða fengu dónalegar móttökur af dyravörðum...
Það er hægt að koma í veg fyrir svona rugl á Íslandi við dyragæslu á veitingastöðum með að meina dyravörðum vinnu sem hafa sprautað sig snarruglaða með anabóla og allskonar sterum...
Óskar Arnórsson, 24.7.2008 kl. 12:12
Ætli svona fólk fari aldrei til útlanda?
Kolgrima, 24.7.2008 kl. 12:34
ég heyrði viðtal við eiganda skálans á X-inu 977 í gær og þá tilkynnti hann hlustenum að þeir hefðu áður meinað fólki af erlendu breki borið aðgang, þá bæði fólki ættað frá asíu og austur evrópu... skömm að þessu, á erfitt með að trúa að íslendingar séu virkilega svo miklu prúðari í glasi..
Davíð Ragnarsson (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 12:41
Almenn hegningarlög:
180. gr. [Hver sem í atvinnurekstri eða þjónustustarfsemi neitar manni um vörur eða þjónustu til jafns við aðra á grundvelli þjóðernis hans, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar skal sæta sektum …1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
Það þýðir ekki að spyrja lögreglumenn um hvað má og hvað má ekki. Þeir hafa sjaldnast hugmynd um það sjálfir. Það á að fara uppá lögreglustöð og kæra staðinn. Hikið ekki við það. Svona er með öllu ólíðandi!
Sigurgeir (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 13:09
Gleymið þessu með að kæra svona rasismamál! Hefur verið gert svo mörgum sinnum og það endar bara í pappírskörfunni...180.gr!
Mig langar að eignast lista yfir lögin á Íslandi sem verður að fylgja, og þessi lög sem öll yfirvöld gefa skít í, og engin þarf að fylgja...
Getur ekki einhver með reynslu samið þennan lista? Svona fólki til hagræðis?
Ég spurði Björn Bjarnasson einu sinni um svona lista í einkasamtali og hann bara hló!!! Mér fannst þetta bara ekkert til að hlæja að...enn honum fannst þetta fyndið.
Ekki spyrja mig hvers vegna... enn ég á mynd af okkur saman í sparifötunum í fundarlok..asskoti góðar myndir..
Óskar Arnórsson, 24.7.2008 kl. 13:27
Mikið rétt :) En spurningin til lögreglunnar samkvæmt ofanverðu var hvort þeir mættu meina aðgang einsog þeir vildu og svarið við því er hreint og klárt nei.
Ef menn lenda í svona eiga þeir að hringja í lögregluna og fá þá til að koma niður og bóka atvikið. Þannig er öruggt að menn fái rétta meðferð fyrir dómstólum. Samt sem áður ef menn eru blindfullir þá er það næg ástæða til að mönnum sé neitað um aðgang þannig best að sleppa þessu við þær aðstæður.
Sigurgeir (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 13:36
Spurning: Hvernig umskerðu svona dyravörð?
Svar: Sparkar í kjálkann á systur hans.
DoctorE (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 13:48
Var að staðfesta við Ara að hann ætlar að mæta í þáttinn hjá okkur á laugardag á útvarpi sögu um 2
Ég þarf að komast til botns í þessu, óendanleg frekja hjá honum að ætla að troða sér inn á ALL WHITE CAFÉ.
VIð Markús munum siða drenginn til og segja honum hvernig þetta virkar í raun!
Dorinn (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 13:55
þetta fer að sjálfsögðu fyrir miðstjórnarfund í Frjálslyndaflokknum sem kærir þetta til amannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna.Íslenska Ríkinu ber að sjá til þess að mannréttindi séu ekki brotin á þegnunum.Frummælandi á miðstjórnarfundinum hlytur að verða Jens Guð.Landsamband kvenna hlýtur líka að hafa eitthvað um málið að segja.
Sigurgeir Jónsson, 24.7.2008 kl. 15:20
Er þessi færsla upprunaleg á blog.is eða stolin af dv.blogg.is eða öfugt?
Yngvi Högnason, 24.7.2008 kl. 15:20
Dyraverðir! hehe..
Óskar Arnórsson, 24.7.2008 kl. 15:37
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég heyri af svona frá Hressingarskálanum. Ég heyrði frá vini mínum að hann hefði orðið vitni af því að Pólverjum var meinaður aðgangur og sagt "Private party". Hann heyrði þá tala saman. Vinur minn var á eftir þeim og gekk rakleiðis inn, og hann var ekki boðinn í neitt "private party".
Örn Arnarson (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 16:25
Knús knús og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.7.2008 kl. 17:48
Ég var einu sinni í röðinni þarna á Hressó. Á undan mér voru pólverjar. Dyravörðurinn meinaði þeim aðgöngu vegna "dress code". Hann hefur haldið að ég væri með þeim því hann sagði það sama við mig en um leið og ég fór að tala íslensku þá kom á hann skrítinn svipur og hleypti mér og vinum mínum inn...
Kári Rafn Karlsson (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 18:38
Er ekki Hressó í eigu KFUM og K?
Heidi Strand, 24.7.2008 kl. 19:20
Þetta eru ekkert nema DyraMerðir !!
Sævar Einarsson, 24.7.2008 kl. 19:23
Svona framkoma og reglur sýna einungis fáfræði og heimsku.
Rúna Guðfinnsdóttir, 24.7.2008 kl. 20:24
Ég var einu sinni að vinna á Hressó og veit hvernig dyraverðir geta tekið ákvarðanir algjörlega út frá eigin geðþótta með hverjum er hleypt inn og hverjum ekki - stundum er bara nóg að þeir séu í vondu skapi !!!
En ég man þó þegar manni var uppálagt að reka alla sem voru með sólgleraugu út fyrir dyrakarmana ha ha ha
Ástæðan var sú að ef þú varst með sólgleraugu inni = þá varstu í dópi
Verst fyrir þennan blinda sem sötraði kaffi.............
Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 21:46
Já þetta er leiðinlegt að heyra.
En afhverju ætli hann hafi verið bannaður? Afhverju ætli pólverjum eða litháum sé meinaður aðgangur að mörgum veitinga og skemtistöðum hér á landi?
Gæti það verið vegna vandræðana sem fylgja þeim? 1. Dæmi: Oft hefur það gerst að menn af erlendum uppruna hafi bara rokið með lúkuna í klofið á kvenfólki og áreitt það á annan hátt?
Einnig getur verið mikið ofbeldi milli þeirra og önnur vandræði...
Ég efast um að nokkur sé bannaður á veitingastöðum bara út af bla bla... ætli vertarnir vilji ekki peninga fólks? hvaðan sem þeir koma????
Ættuð að heyra sumar sögurnar af vandræðum af a-evrópskum karlmönnum sem hafa verið fullir eða dópaðir.... það er varla prenthæft!!!
Ekki vera svona bláeygð og barnaleg....
Einar (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 16:22
Þegar ég fór á ballstaði í Rússlandi voru engin vandræði þar af nokkru tagi og ég hef kynnst bæði Pólverjum og Litháum hér. Sómafólk, allt það fólk. Hér hafa hins vegar verið um 20 þúsund útlendingar við störf undanfarin ár og við getum ekki gert ráð fyrir því að enginn þeirra geri eitthvað af sér.
En það er bannað með lögum að leyfa fólki ekki að fara inn á skemmtistaði eingöngu vegna þjóðernis þess eða litarháttar.
Þorsteinn Briem, 25.7.2008 kl. 16:57
Afhverju heyrum við aldrei af "vandræðum" 20 þúsund íslendingum í t.d Danmörku ???
Afhverju ætli það sé... afhverju heyrum við í fréttum á hverjum degi um glæpi útlendinga hér á landi... ofbeldi, líkamsárásir.. kúganir samlanda, glæpaklíkur eða mafíur.. nauðganir, þjófnaði og rán..
Hver ætli ástæðan sé fyrir þessu ???
Einar (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 17:05
Margir Íslendingar hafa verið dæmdir fyrir morð, manndráp, þjófnaði, rán og nauðganir hérlendis, og erlendis sitja Íslendingar einnig á bakvið lás og slá, enda þótt íslenska þjóðin sé nú ekki beinlínis stór.
Lítið mál að finna fjölmargar fréttir um alls kyns afbrot Íslendinga erlendis, til dæmis eiturlyfjakaup, flutning á eiturlyfjum og ofbeldisbrot.
Gúglið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upplokið verða ... ef þú ert Íslendingur.
Þorsteinn Briem, 25.7.2008 kl. 17:37
"Spænska lögreglan hefur handtekið íslenskan mann á fertugsaldri eftir að tæpt kíló af meintum fíkniefnum fundust í bifreið sem hann ók."
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/02/01/islendingur_handtekinn_a_spani/
"Íslendingur handtekinn fyrir að fróa sér í Kaupmannahöfn."
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2006/02/08/islendingur_handtekinn_fyrir_ad_froa_ser_i_kaupmann/
"Íslendingur handtekinn á Indlandi fyrir peningaþvætti."
http://eyjan.is/blog/2007/09/27/islendingur-handtekinn-a-indlandi-fyrir-peninga%C3%BEv%C3%A6tti/
"Íslendingur handtekinn í Svíþjóð. Sænska lögreglan handtók íslenskan karlmann á fimmtudagskvöld vegna árásar á eldri konu við lestarstöð í bænum Gävle."
http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=92135
"ÍSLENDINGUR sem handtekinn var á flugvellinum í Sao Paulo í Brasilíu í fyrradag, sakaður um að hafa reynt að smygla rúmum 12 kílóum af hassi og fjórum e-töflum til landsins, er 29 ára karlmaður, og á að baki brotaferil hér á landi.
GÆSLUVARÐHALD yfir íslenskum karlmanni á þrítugsaldri var staðfest í Burnley á Englandi fyrir helgina og verður manninum haldið í varðhaldi þar til mál hans verður tekið fyrir. Er honum gefið að sök að hafa hitt og dvalið með 14 ára enskri stúlku á hótelherbergi í Burnley án samþykkis forráðamanna hennar en samkvæmt breskum lögum flokkast samvistir með börnum undir 16 ára aldri sem barnsrán - skiptir þá ekki máli hvort samþykki stúlkunnar liggi fyrir eða ekki.
ÍSLENDINGUR á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í Hvidovre í Danmörku í tengslum við smygl á 10 kg af hassi til Íslands.
ÍSLENDINGUR um fertugt var handtekinn á flugvellinum í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum sl. fimmtudag fyrir vopnaburð og hefur setið í fangelsi síðan.
41 ÁRS gamall Íslendingur sem grunaður er um að hafa smyglað hassi til Færeyja var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald.
29 ÁRA gamall Íslendingur hefur verið úrskurðaður í 4 vikna gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar í Þórshöfn í Færeyjum eftir að hann var handtekinn á flugvellinum í Vogum síðastliðinn föstudag með 3 kg af hassi í fórum sínum.
BRESK yfirvöld handtóku fyrir skömmu Íslending á Waterloo-brautarstöðinni í London. Um 1,1 kíló af amfetamíni fannst hjá manninum. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Íslendingur handtekinn í Hollandi
ÞRÍR menn voru handteknir í gær en þeir eru grunaðir um aðild að smygli á 17 kg af hassi til landsins. Einn þeirra var handtekinn í Hollandi en hinir tveir í Reykjavík.
ÍSLENDINGUR á fertugsaldri, sem búsettur er hér á landi, var handtekinn á Schiphol-flugvelli í Amsterdam fyrir rúmri viku með um 15 kg af kókaíni í fórum sínum samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.
HÉRAÐSDÓMSTÓLLINN í Kleve í Þýskalandi hefur dæmt þrítugan Íslending, Davíð Garðarsson, í tveggja ára og tíu mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot. Dómurinn var kveðinn upp 20. júlí en Davíð var handtekinn í byrjun desembermánuðar í lest er hann var á ferð frá Hollandi til Frankfurt í Þýskalandi.
ÍSLENSKUR karlmaður hefur setið í fangelsi í bænum Perpignan í Suður- Frakklandi frá 4. mars sl. en maðurinn var þá handtekinn á landamærum Frakklands og Spánar með mikið magn fíkniefna.
SEX fíkniefnamál sem Íslendingar eiga aðild að eru nú til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í Þýskalandi og hérlendis. Átta manns sitja þegar í gæsluvarðandi vegna þessara mála og eru sum þeirra enn ekki upplýst að fullu.
ÍSLENSKUR maður um fertugt var handtekinn í Suður-Frakklandi 6. febrúar síðastliðinn með fimm kíló af hassi í farangri sínum.
ÍSLENDINGUR á þrítugsaldri var handtekinn á flugvellinum í Glasgow með töluvert magn af sterum sem hann hugðist flytja úr landi."
Þorsteinn Briem, 25.7.2008 kl. 17:51
Hvað ertu eiginlega að reyna að sanna, Steini? Mér sýnist Íslendingar eiga við dóp vandamál að stríða á meðan A-Evrópubúarnir eiga við ofbeldisvandamál að stríða... No offense en ég myndi frekar velja þá fyrri nefnda að djamma með.
P.S. Þegar ég segi "Íslendingur" þá meina ég "Íslendingur" af erlendum uppruna - sem eru öll orkan við kring okkar sem tengir okkur við móður plánetuna... PEACE OUT!!!
Linger (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 18:08
hehe..sæll Steini Briem! Alveg þrælgott hjá þér!
Stingur aðeins upp í kjaftinn á montnum og asnalegum Íslendingum..
Gæti bætt við þessa upptalningu verulega mikið...og þá bara með dómum frá norðurlöndum..hehe..
Óskar Arnórsson, 25.7.2008 kl. 18:29
..þessi Linger er í einhverri vörn..
Óskar Arnórsson, 25.7.2008 kl. 18:30
Steini Briem:
Þessir "glæpir" íslendinga sem þú taldir upp, hvað er þetta á margra ára tímabili? eða er þetta kannski frá upphafi?
Ef þú fylgist með fréttum að þá geturðu talið upp svona á hálfu ári hér á landi.
Ekki vera svona barnalegur.
Einar (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 18:34
Jamm, strákar mínir, það er sport í því fyrir Dani að horfa á ykkur Íslendingana runka ykkur í Köben og fyrir ykkur aumingjana að ráðast útúrdópaðir á gamlar sænskar konur.
Þorsteinn Briem, 25.7.2008 kl. 20:05
25.07.2008 (í dag):
"Nítján ára gamall íslenskur piltur, Jón Guðmar Þóroddsson, hefur verið dæmdur í eins árs fangelsi í Danmörku. Jón Guðmar var sakfelldur fyrir að hafa kveikt í skóla í bænum Struer á Jótlandi í tvígang."
http://www.dv.is/frettir/2008/4/16/islendingur-daemdur-i-fangelsi-i-danmorku/
Þorsteinn Briem, 25.7.2008 kl. 20:13
30.06.2008:
"Bretinn Mark Paul Mayled óttast að Íslendingur sem búsettur er á Spáni uni sér ekki hvíldar fyrr en hann hafi myrt sig og fjölskyldu sína eða komið þeim í fangelsi. Mark segir að Íslendingurinn, sem heitir Halldór Haraldsson, hafi lagt líf sitt og fjölskyldu sinnar í rúst og hafi áreitt þau í fjóra mánuði."
http://www.visir.is/article/20080630/FRETTIR01/233617935/1035
Þorsteinn Briem, 25.7.2008 kl. 20:24
15.03.2007:
"Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, hyggst rita bréf til ríkisstjóra Virginíufylkis, og leita eftir því að Íslendingur, sem þar situr í fangelsi og afplánar 20 ára dóm fyrir vopnað rán, fái að afplána hluta af dómnum hér á landi. Ólíklegt er þó talið að jákvætt svar berist við bréfinu."
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2007/03/15/radherra_skrifar_bref_vegna_islensks_fanga_i_virgin/
Þorsteinn Briem, 25.7.2008 kl. 20:31
18.02.2008:
"Lögreglan í bænum Langebæk í Danmörku handtók seinni partinn í gær íslenska feðga sem grunaðir eru um að hafa gengið í skrokk á dönskum karlmanni og veitt honum áverka. Frá þessu greinir danski fjölmiðillinn TV2.
Mennirnir sem sagðir eru 50 ára og 18 ára réðust að manninum sem er 49 ára gamall á heimili hans en hann hafði nýlega tekið upp sambúð með fyrrum eiginkonu föðursins. Veittu þeir manninum áverka meðal annars með járnröri. Konan náði hinsvegar að hringja á lögregluna og voru þeir handteknir skömmu síðar. Fórnarlamb árásarinnar hlaut nokkra áverka og var fluttur á sjúkrahús."
Þorsteinn Briem, 25.7.2008 kl. 21:02
19.03.2008:
"Íslenskur ríkisborgari, Róbert Tómasson, hefur verið á flótta undan bandarískum yfirvöldum í ein sex ár en hann á allt að 20 ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
Alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir Róberti sem og lögreglan í Bakersfield í Kaliforníu en hún varar almenna borgara við að reyna að handsama Róbert þar sem hann er talinn vopnaður og hættulegur."
Þorsteinn Briem, 25.7.2008 kl. 21:09
Takk fyrir ábendinguna, Jens, sem ég hef þegar brugðist við.
Gísli Tryggvason, 25.7.2008 kl. 21:28
Veit einhver hér alla söguna eða eigum við að tjarga, fiðra og afllífa dyravörðinn strax?
"Þitt fólk" getur þýtt margt. Getur verið að þessi eðaldrengur sem fékk ekki að fara inn á Hressó hafi verið með læti helgina áður? Eða kvöldinu áður? Getur verið að það sé eitthvað persónulegt milli dyravarðarins og stráksins?
Miðað við fjölbreytileika þjóðernis starfsfólks og kúnna á Hressó þá leyfi ég mér að efast um að þessi dyravörður hafi komið með rasistakomment. Frekar að eitthvað meira sé á bakvið þessa sögu.
Gissur Örn (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 00:31
Gissur Örn. Sjá komment númer 32 og 35 hér að ofan.
Þorsteinn Briem, 26.7.2008 kl. 00:49
Dyraverðir segja oft óæskilegu liði að það sé "dress code" eða það kosti mikið inn til að losna við að hleypa þeim inn. Það eru margir íslendingar sem lenda í þessu um hverja helgi. Það hefur ekkert að gera með litarhátt né þjóðerni. Vandræðagemsar eru vandræðagemsar hvort sem þeir eru svartir, gulir, hvítir eða appelsínugulir. Það er eitthvað meira á bakvið þetta mál.
Gissur Örn (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 02:02
Ég þakka ykkur öllum fyrir fjörlega umræðu. Ég hefði gjarnan viljað þakka ykkur hverju fyrir sig fyrir innleggin. En eins og þið sjáið eru "kommentin" 59 og ég verð að láta nægja að svara spurningum sem er beint til mín.
Jens Guð, 26.7.2008 kl. 02:11
..horfiði bara á hvernig margir dyraverðir eru í laginu? Þarf einhverja vitsmuni til að sjá vandamálið? Ég veit að margir dýraverðir er tikkandi tímasprengjur vegna steranotkunar.
Þeir bíða eftir tækifæri á að hegðun einhvers gefi honum tækifæri á að fá útrás fyrir "styrkleika sinn". Svo eru unga löggur farnar að sprauta þessum fóðurbæti dýra í rassgatið á sér svo þeir geti orði stórir og sterkir..
..það er svo fyndið að heyra einhvern segja svona í varnarskyni sem lítur út eins og "belgium blue" nautgripur: "Nei, ég hef ALDREI tekið stera! Hvernig dettur þér það í hug!! ég keypti prótein í Nóatúni svo hef ég verið smá í lyftingum"... og stærsta djókið er: Þeir trúa þessu sjálfir!! hahaha..
Óskar Arnórsson, 26.7.2008 kl. 04:35
Stundum er erfitt að gera greinarmun á fordómum:
"..Krúnurakaður dyravörður með húðflúr meinaði honum inngöngu"
"...horfiði bara á hvernig margir dyraverðir eru í laginu? Þarf einhverja vitsmuni til að sjá vandamálið? Ég veit að margir dýraverðir er tikkandi tímasprengjur vegna steranotkunar."
"...það er sport í því fyrir Dani að horfa á ykkur Íslendingana runka ykkur í Köben og fyrir ykkur aumingjana að ráðast útúrdópaðir á gamlar sænskar konur."
"...Spurning: Hvernig umskerðu svona dyravörð?
Svar: Sparkar í kjálkann á systur hans."
Mér sýnist mjög margt af því sem þið eruð að segja vera ekkert skárri (reyndar verri..) en það sem dyravörðurinn sagði við útlendinginn.
Brynjar (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 09:23
Brynjar.
Þetta eru ekki fordómar, heldur dómar. Fordómar eru að dæma eitthvað fyrirfram, að óathuguðu máli.
"Íslendingur handtekinn fyrir að fróa sér í Kaupmannahöfn."
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2006/02/08/islendingur_handtekinn_fyrir_ad_froa_ser_i_kaupman
"Íslendingur handtekinn í Svíþjóð. Sænska lögreglan handtók íslenskan karlmann á fimmtudagskvöld vegna árásar á eldri konu við lestarstöð í bænum Gävle. Maðurinn er um fimmtugt, að því er fram kemur á vef sænska ríkisútvarpsins, og undir áhrifum fíkniefna."
http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=92135
Hér hefur komið fram stuðningsmaður lögbrjóta, þeirra sem eru með mikla fordóma gagnvart útlendingum og vilja meina öllum karlmönnum af ákveðnu þjóðerni aðgang að íslenskum skemmtistöðum:
"En afhverju ætli hann hafi verið bannaður? Afhverju ætli pólverjum eða litháum sé meinaður aðgangur að mörgum veitinga og skemtistöðum hér á landi?" (Í kommenti númer 40.)
"Afhverju heyrum við aldrei af "vandræðum" 20 þúsund íslendingum í t.d Danmörku ???" (Í kommenti númer 42.)
Þessi komment eru hins vegar ekki fordómar:
"... það þarf rasíska hugsun til að lesa fordóma út úr lýsingu á krúnurökuðum með húðflúr. Sjálfur er ég oft krúnurakaður, sem og synir mínir sem eru húðflúraðir. Eini tilgangurinn með þessari lýsingu er að létta grun af öðrum dyravörðum á staðnum."
"... horfiði bara á hvernig margir dyraverðir eru í laginu? Þarf einhverja vitsmuni til að sjá vandamálið? Ég veit að margir dýraverðir er tikkandi tímasprengjur vegna steranotkunar."
"Spurning: Hvernig umskerðu svona dyravörð?" Þetta er brandari frá DoctorE og hefur ekkert með fordóma að gera.
Þorsteinn Briem, 26.7.2008 kl. 12:30
Mér hefur oftar en einu sinni verið meinaður aðgangur að veitingahúsum á Englandi af því að ég talað með hreim sem dyraverðirnir töldu vera írskan.
Sigurður Þórðarson, 26.7.2008 kl. 12:42
.... Það stóð á skiltum á hverju einasta veitingahúsi, búð og bar í Peterhead og Freiseburogh (veit ekki hvort þetta er rétt stafað, skít sama) í Skotlandi með stórum skiltum út ú gluggum: "Íslendingar ekki afgreiddir, Íslendingar ekki afgreiddir" götu eftir götu..
Þessi Brynjar Ip-son er eitthvað viðkvæmur greinilega...
Við fengum Siggi, að vera óáreittir í London á lúxus veitingahúsi. Við kvörtuðum hástöfum að súpan væri ekki manni bjóðandi. Og ekki voru stóru orðin spöruð!
Okkur var sagt að við værum að borða þvottavatnið sem notað er til að dýfa fingrunum í þega maður borðar kjúklinga...Vikar bróðir kláraði sína "súpu" enn ég tók bara 2 skeiðar og gafst upp..
Óskar Arnórsson, 26.7.2008 kl. 13:56
"Fordómar eru að dæma eitthvað fyrirfram, að óathuguðu máli."... einmitt, að leyfa þessari manneskja ekki njóta vafans í þessu máli eru fordómar. Hvernig vitum við að hann var ekki einfaldlega að hlýða bara skipun frá eigandanum? Hvernig vitum við að þetta sé ekki bara munnmælasaga sem einhver "vinur vinar míns" bjó til?
Brynjar (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 16:48
Brynjar.
Hér er um stjórnarskrárbrot að ræða og dyravörðum, sem öðrum í þjóðfélaginu, ber að að sjálfsögðu að hunsa fyrirmæli um slík brot, sem og önnur lögbrot. Það er heldur ekki gild afsökun að þekkja ekki lögin, eða þykjast ekki þekkja þau.
Stjórnarskrá Íslands:
65. grein. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna."
Almenn hegningarlög:
180. grein. Hver sem í atvinnurekstri eða þjónustustarfsemi neitar manni um vörur eða þjónustu til jafns við aðra á grundvelli þjóðernis hans, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar skal sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
Sömu refsingu varðar að neita manni um aðgang til jafns við aðra að opinberum samkomustað eða öðrum stöðum sem opnir eru almenningi."
Úr kommenti hér að ofan númer 61:
"... ég þekki bara söguna frá manninum sem varð fyrir þessu. Ég hef þekkt hann frá því að hann var barn. Hann hefur aldrei lent í neinum leiðindum. Hvorki á Hressó né annars staðar. Hann hafði aldrei séð þennan dyravörð áður.
Maðurinn sem um ræðir kemur afskaplega vel fyrir allsstaðar. Hann er mikill íþróttamaður. Var Íslandsmeistari í, ja, nú kann ég ekki að nefna þessar austurlensku bardagaíþróttir. Hann hefur aldrei lent í neinu veseni og drekkur lítið sem ekkert. Dyravörðurinn dæmdi hann bara vegna þess að hann hefur austurlenskt útlit. Það var engin forsaga á þeirra samskiptum."
Þorsteinn Briem, 26.7.2008 kl. 19:03
Rasismi er hugtak sem búið er að útjaska hér á landi, að því marki að fólk tekur ekki mark á því. Nú er svo komið að raunverulegir rasistar geta vaðið uppi og veist að nýlendingum í skjóli einkennisbúninga og starfslýsinga.
Hvenær ætlum við að ræða þessi mál á heilbrigðan hátt? Þegar rasistar eru komnir í sína eigin einkennisbúninga? Eða þegar þeir eru komnir á þing ?
Það er kominn tími á að laga löggjöfina okkar og fræðslu þannig að hægt sé að standa gegn þessari hegðun. Dyravörðinn á að reka og kæra og jafnvel að halda honum frá störfum sem bjóða upp á svonalagað, viljum við svona menn í lögguna t.d ?
Haraldur Davíðsson, 26.7.2008 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.