Niðurstaða í skoðanakönnun um flottustu íslensku söngkonuna

  Í byrjun júní leitaði ég eftir tillögum ykkar og viðhorfi til flottustu íslensku söngkonunnar.  Valið var bundið við núlifandi dægurlagasöngkonur í rokkgeiranum.  Vísnasöngkonur,  óperusöngkonur og   djasssöngkonur voru ekki gjaldgengar nema þær hafi einnig sungið popprokk. 

  Með orðinu flottust er ekki átt við útlit heldur söngstíl og það sem söngkonan stendur fyrir í músík.  Einhverjir sakna einhverra söngkvenna á þessum lista.  Listinn samanstendur af öllum þeim söngkonum sem fengu flestar tilnefningar og nokkurra til viðbótar sem fóru inn fyrir þrýsting.  Eftir sem áður er útkoman svipuð því sem forkönnunin gaf til kynna.  Kannski var þeim í neðstu sætunum ekki gerður greiði með því að stilla þeim upp í keppni þar sem möguleikar þeirra voru litlir.  Fyrst og fremst vegna þess að þær eru nýliðar og eru ekki búnar að kynna sig nógu rækilega til leiks - þó hæfileikana skorti ekki. 

  Fyrst og fremst ber samt að taka þessu sem léttum samkvæmisleik.  Gaman væri að heyra viðhorf ykkar til útkomunnar. 

  Upphaflega ætlaði ég að láta 500 atkvæði ráða niðurstöðunni.  Þegar til kom voru úrslit ekki nógu afgerandi þannig að ég framlengdi til 1000 atkvæða.  Núna hafa 1224 atkvæði skilað sér í hús og niðurstaða liggur fyrir:

1   Emilíana Torrini 15,7%

2    Andrea Gylfadóttir 15%

3    Ragnheiður Gröndal 14,3%

4    Björk 10%

5    Ellen Kristjánsdóttir 9,8%

6    Ragnhildur Gísladóttir 9,2%

7    Heiða "í Unun"  6,3%

8    Diddú 6%

9    Lay Low 4,9%

10  Sigga Beinteinsdóttir 4,7%

11  Hrund Ósk Árnadóttir 2,3%

12  Dísa 1,7%


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Ég keppti einu sinni við Hrund Ósk Árnadóttir í söngvakeppni grunnskóla á Broadway, sennilega 97 eða eitthvað svoleiðis. Hrund vann en okkur Rúnari og Bjössa var sparkað út af staðnum.

Siggi Lee Lewis, 25.7.2008 kl. 20:43

2 Smámynd: Ómar Ingi

Ég er sáttur við efsta sætið en valdi nú samt hina hæfileikaríku og fallegu Dísu sjálfur

en Emma er það líka

Ómar Ingi, 25.7.2008 kl. 21:27

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það eru svo margar söngdífur sem við eigum og margar þeirra sjást ekki á þessum lista vegna þess að þær eru ekki þjóðþekktar. 

Annars er ég sáttur við þennan lista nema hvað að mér Finnt Andrea Gylfa sú allra flottasta. 

Brynjar Jóhannsson, 25.7.2008 kl. 22:00

4 identicon

Flottur listi, þótt ég persónulega myndi vilja færa Ragnheiði Gröndal aðeins neðar á hann.

...og auðvitað rata ekki óþjóðþekktar söngkonur inn á listann, einfaldlega afþví að þær eru lítið þekktar ekki vegna þess að þær séu ekki góðar. Hlakka bara til að fá fleiri flottar í þennan hóp. 

Ragga (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 22:37

5 Smámynd: Haukur Viðar

Skrýtinn listi.

Ragnheiður Gröndal fyrir ofan Björk? Ég set stórt spurningarmerki við það, þó Ragnheiður sé ágæt í því sem hún gerir. 

Haukur Viðar, 25.7.2008 kl. 23:14

6 Smámynd: Rannveig H

Ég kaus Andreu en það var erfitt að velja.

Rannveig H, 25.7.2008 kl. 23:46

7 Smámynd: Jens Guð

  Andrés,  staða Ellenar breyttist lítið hvort sem atkvæði voru 500 eða 1000.  Sjálfur kann ég afskaplega vel við nettan söngstíl hennar og mörg lög sem hún hefur sungið í áranna rás.  Ég man fyrst eftir henni syngja djasskennda músík með Ljósunum í bænum.  Alla tíð síðan hefur hún verið í uppáhaldi hjá mér. 

  Siggi Lee,  þú segir fréttir af Hrund Ósk.  Ég hef aldrei heyrt í henni en mér er sagt að hún sé flott.

  Ómar,  ég er með smá móral yfir að hafa látið undan þrýstingi með að stilla Dísu þarna upp.  Ég var meðvitaður um að hún sé ekki búin að stimpla sig almennilega inn á markaðinn.  Flott söngkona og ljómandi góður lagahöfundur.  Margir eru hinsvegar ekki búnir að kynnast hennar hæfileikum.  En allt er þetta til gamans gert.

  Brynjar,  lengst af var mjótt á munum á Andreu og Emilíönu.   Eins og þú sérð þá var ennþá mjótt á munum fram á síðasta dag.

  Ragga þó!   Viltu færa Ragnheiði Gröndal neðar?  Hún er frábær.

  Haukur Viðar,  ég reiknaði að óreyndu með Björk ofar.  Sjálfur er ég aðdáandi Bjarkar og átti von á/reiknaði með að hennar staða væri sterkari.  Það eru eiginlega einu skekkjumörkin sem koma mér á óvart.

  Rannveig,  ég tek undir að valið er erfitt.  Sjálfur kaus ég Björk.  Engu að síðu hef ég dálæti á Andreu,  Emilíönu,  Ellen og mörgum öðrum á listanum.

Jens Guð, 26.7.2008 kl. 02:44

8 identicon

Algerlega hárréttur listi.

viðar (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 08:43

9 identicon

Ég var nokkuð hissa að sjá Björk ekki langefsta á blaði - en það er kannski ágætur mælikvarði á hvað við eigum margar frábærar söngkonur.

Auðjón (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 10:21

10 identicon

Ég veit hún er frábær og hún á alveg skilið að vera þarna á þessum lista en að mínu mati örlítið neðar. Mér finnst Björk betri og reyndar Heiða líka.

Ragga (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 12:41

11 identicon

hvar eru Rut Reginalds, Íris í Buttercup að ógleymdri drottningunni sjálfri, Birgittu Haukdal??? - eina söngkonan sem hefur eigin brúðu... þó hún sé reyndar miklu líkari Ruth Reginalds hehehe...

whaT???? (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 16:18

12 identicon

Ég er mjög sátt við þennan lista, enda kaus ég ungfrú Torrini.

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 16:23

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Engin er spámaður í sínu föðurlandi, ekki einu sinni björk Guðmundsdóttir!

En gaman að sjá Auðjón litla brósa kíkja inn, kveðja til hans!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.7.2008 kl. 20:34

14 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

ég á mjög erfitt með að sætta mig við það að Hrund Ósk Árnadóttir sé á þessum lista, þar sem að hún hefur lítið gert sem kallar á athygli eða aðdáun. Það fer síðan ótrúlega mikið í taugarnar á mér að Dísa sé ekki ofar á þessum lista. Sérstaklega að hún sé ekki hærra metin en til dæmis áðurnefnd Hrund já eða Lay Low, hún er mun betri söngkona en þær báðar. Gallinn er reyndar að fólk áttar sig kannski ekki á því fyrr en það sér hana Live, það mæli ég með að allir geri. 

Eiríkur Guðmundsson, 29.7.2008 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.