Svívirðilegir viðskiptahættir

  Lágvöruverslanir Krónunnar hafa veitt Bónus verslunarkeðjunni raunhæfa samkeppni.  Vörurnar í Krónunni kosta krónu meira en sömu vörur í Bónus.  Þess vegna heitir Krónan Króna.  Ef vörurnar væru 5 krónum dýrari myndi Krónan heita Fimmkall.  Bónusbændur eru ekki sáttir við harða samkeppni Krónunnar.  Þeir hafa brugðið á það lágkúrulega ráð að virkja Baugsmiðlana í að níða skóinn af Krónunni.  Dag eftir dag má heyra upphrópanir í fréttatímum ljósvakamiðla og lesa forsíðufyrirsagnir á dagblöðum sem fullyrða: 

  "Krónan er sveitarfélögunum óþægur ljár í þúfu"

  "Krónan áfram veik út árið"

  "Krónan ber listina ofurliði"

  "Krónan veldur vandræðum"

  "VEIKING KRÓNUNNAR VEGUR ÞUNGT"

  "Krónan er ónýt"

  "TREYSTIR EKKI KRÓNUNNI"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ertu að tala um verslunina

Ómar Ingi, 29.7.2008 kl. 19:04

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ásgeir er Jón en ekki á Krónu,
og aldrei þar reykir með Jónu,
með kanilsnúði,
þar keypti brúði,
hana Bónus-Hagkaup Billjónu.

Þorsteinn Briem, 29.7.2008 kl. 20:13

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég vissiða. tómt samsæri  segja Krónuna gera allt svo dýrt og glatað. vilja bara fá Euro prís.

Brjánn Guðjónsson, 29.7.2008 kl. 21:06

4 Smámynd: Gunnar Kristinn Björgvinsson

Hef einmitt veitt þessu athygli.  Sumt meikar ekki sens.

(A*)  Dag eftir Dag (B*) koma forsvarsmenn atvinnulífs, verslunar og jafnvel stjórnvalda fram og segja okkur að það sem hamli framþróun á Íslandi sé Krónan.  Af hverju er ekki löngu búið að loka þessarri búð?  Bíður okkar eitthvað betra ef þessarri búð verður lokað ?

Stærsta vandamál Krónunnar er að margir ráðamenn Íslands eru farnir að tala niður til hennar.  Ef ráðherrar í ríkisstjórn Stórbretalands töluðu illa um hvert pund (jafnvel þótt það jafngildi aðeins hálfu kílói) væru þeir reknir á staðnum. En jafnvel sumáir íslenskir ráðherrar (C*) hafa talað krónuna niður í von um að komast í EB.  Horfandi framhjá þeirri staðreynd að ef ekki er stöðugt efnahagslíf hér fáum við hvorki aðgang að evrunni eða EB.

(A*) Dagur er stuttur í fjármálaheiminum.  Sérstaklega fyrir olíufyrirtæki sem hækka verðið alltaf þegar heimsmarkaðsverðið hækkar.  En gleyma svo að lækka það þegar heims(k)markaðsverðið lækkar.  Og alltaf kyngjum við önglinum.

(B*) Eggertsson. 

(C*) Það vekur furðu hvað margir forystumenn samfylkingarinnar, þar á meðal Björgvin viðskiptaráðherra (sem ætti að reyna að peppa upp móralinn.... en hann nær trúlega ekki svo hátt upp), tala niður til krónunnar.  Ef á annað borð á að setja stefnuna á EB þá þarf að STYRKJA Krónuna, ekki fella hana.  Ná stöðugleika og jafnvægi.

Núverandi ríkisstjórn er ekki að gera neitt í þessa áttina.

Búinn að missa þá litlu sáralitlu trú sem ég hafði á Samfylkingunni.  Og Sjallarnir eru ekki hótinu betri með "do-nothing" stefnu í landsmálum og ykkar frjálslynda Ólaf í forystu borgarinnar. Held bara áfram að vera anarkisti.

Gunnar Kristinn Björgvinsson, 30.7.2008 kl. 02:26

5 Smámynd: Yngvi Högnason

Ég veit hvaða verslanir er átt við en hvað er lágvara? Það er fullt af vörum í þessum verslunum sem að ég get ekki keypt af því að þær eru í efstu hillu.Eru þær vörur þá hávörur?

Yngvi Högnason, 30.7.2008 kl. 08:54

6 identicon

Alveg óþolandi að auðmenn geti haldið úti svona smear campaign gegn góðri verslun á borð við krónuna, tökum málið í okkar eigin hendur og skrifum greinar til höfuðs bónus, sýnum þessum gæjum að við séum ekkert hrædd við þá og þeirra pappírsrusl.

Bara eg (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband