Guðni Ágústsson flýr úr útvarpsþætti

  Ég var að hlusta á þáttinn  Miðjuna  á Útvarpi Sögu.  Þátt sem ómögulegt er að láta framhjá sér fara.  Umsjónarmenn þáttarins,  þeir Sverrir Stormsker og Halldór Einarsson,  fara jafnan á kostum.  Eru galsafengnir og fyndnir.  Viðmælendur þeirra gíra sig flestir inn í galsann og útkoman verður ætíð hin besta skemmtun.

  Í þættinum núna áðan var Guðni Ágústsson viðmælandi Sverris.  Guðni náði engan veginn að átta sig á gríninu.  Hann pirraðist,  fór úr jafnvægi,  vissi ekkert hvernig hann átti að höndla spurningar Sverris,  móðgaðist og endaði með því að hlaupa út í miðjum þætti. 

  Lítið lagðist fyrir kappann,  eins og hann var sperrtur og drjúgur með sig í upphafi viðtalsins.  Flóttinn úr þættinum verður Guðna til háðungar um aldur og ævi.   

  Í viðtali við dv.is viðurkennir Guðni að hann hafi lent áttavilltur úti á túni í þættinum.  Hann segist aldrei hafa lent í slíkum aðstæðum áður.  "Þetta voru einhver allt önnur efnistök en ég hef þekkt fyrr og síðar," segir Guðni ringlaður en búin að ná stjórn á skapinu aftur.

  Til gamans má geta að Hannes Hólmsteinn,  Jónína Ben,  Þorsteinn Eggertsson,  Gunnar Þórðarson,  Rúni Júl,  Jakob Magnússon og fleiri réðu betur við aðstæður sem gestir í þættinum.

  Þættina  Miðjuna  má heyra á www.stormsker.net.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Er Sverrir að verða ofur útvarpsmaður, það verður að teljast nokkuð undarlegt að fyrrverandi Ráðherra og aðal uppistandari í þorrablótum Sunnlendinga skyldi gefast upp fyrir Sverri

Það er alltaf erfitt að verja málstað sem er svo eftir allt ekki málstaður, þvílík úlfakreppa sem framsóknarflokkurinn er kominn í og með þessa menn í forustu eins og Guðna og Bjarna.

Ég spái því að Framsóknarflokkurinn fá ekki yfir 5% fylgi á landsvísu í næstu kosningum !

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 30.7.2008 kl. 19:08

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Mér fannst einmitt svo skemmtilegt hvernig Sverrir stílfærði jafnóðum myndmálið frá Guðna.

Hrannar Baldursson, 30.7.2008 kl. 19:25

3 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Guðna lýst illa á kvótakerfið og segir að því eigi að breyta. Velti því fyrir mér eftir hlustun á þáttinn hvers vegna hann beytti sér ekki fyrir breytingu meðan hann var í embætti. Þá var kvótakerfið nákvæmlega í sömu stöðu og nú.

Siggi Lee Lewis, 30.7.2008 kl. 19:34

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.7.2008 kl. 19:39

5 identicon

Tek undir með Þorsteini Ásgeirssyni, það er ekki eftirsóknarvert hlutverk fyrir nokkurn mann að ætla sér að verja "málstað" framsóknar, þvílíkt rugl sem það fyrirbæri er.  - Svo lánlaus vonar maður að íslenska þjóðin sé ekki, að fara að kjósa framsóknarmenn á þing við næstu kosningar.

Ellismellur (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 20:17

6 Smámynd: Ómar Ingi

Gotta Love Sverris og verðum við ekki vorkenna ösnum eins og Guðna hvílíkt erkifífl það er erfitt að finna svona fífl jafnvel í þjóðsögum okkar.

Ómar Ingi, 30.7.2008 kl. 20:19

7 identicon

Passið ykkur ..  þið gætuð tapað 5 milljónum eða eitthvað

DoctorE (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 20:32

8 identicon

Sæll Jens. Við Sverrir erum "hættir saman"

Ég vék úr þættinum því mér fannst ég vera að halda Skerinu niðri, eins og hefur nú sannast. Stommi fór fyrst á flug þegar ég hætti að hanga í frakkalafi hans. Ég er þessa dagana aðallega að semja texta á afmælisterutr eins og þú getur lesið um hjá Hurrí á gurrihar.bog.is

Ást og umhyggja, Halldór E.

Dórinn (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 21:08

9 identicon

Bannsettar innsláttarvillur, Gurrí hefur aldrei verið uppnefnd Hurrí, enda væri það ekki passandi!

Mínar fínustu, Halldór E.

Dórinn (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 21:09

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Úlfi var þar að útvarpa,
er í gæru var að karpa,
ei lofuð af Guðna,
lagleg sú huðna,
en hundur í kalli á hlaðvarpa.

Þorsteinn Briem, 30.7.2008 kl. 21:56

11 identicon

Má vera að Guðni hafi flúið sökum óþefs í hljóðstofunni?

Hægt er að nota orðið húmor í þessu samhengi en ég held að orðið barnaskólahúmor passi betur við.

Þetta er allt saman ákaflega niðurlægjandi fyrir þáttarstjórnandann verð ég að segja. Hann er þó vonandi lukkulegur með það því hann virðist vera mjög spenntur fyrir því að koma sér í þá stöðu.

Gunni

Gunnar Pálsson (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 00:01

12 Smámynd: Jens Guð

  Jack,  miðað við að hafa hlustað á fyrri þætti Sverris,  ekki bara á Útvarpi Sögu heldur fleiri útvarpsstöðvum,  kom á óvart að Guðni væri fyrstur manna til að fara í baklás og hlaupa út.  Sverrir hefur afgreitt á sama hátt allt frá Hannesi Hólmsteini til Kolbrúnu Halldórsdóttur og ótal poppara.  Að óreyndu hélt ég að Guðni væri með þykkari skráp en svo að flýja af hólmi.  Eins og Stormskerið benti á þá hefur Guðni staðið keikur á alþingi undir skotum frá Steingrími J. og fleirum.  En lengi má á manninn reyna.  Þarna fór hann í kleinu og flúði með skottið á milli lappanna í miðju viðtali.  Æ, Æ, æ.

  Þorsteinn,  Framsóknarflokkurinn er á löngu tímabærri útleið úr íslenskri pólitík.  Það tekur okkur ekki nema eitt til tvö kjörtímabil að slátra þessari tímaskekkju.

  Hrannar,  ég missti af hluta af þættinum.  En það sem ég heyrði - og á eftir að hlusta betur á - tæklaði Sverrir þessa tímaskekkju mjög flott.

  Siggi,  það er hárrétt hjá þér að Framsóknarflokkurinn - þá undir forystu Halldórs Ásgrímssonar kvótakóngs upp á hundruð milljóna króna einkaeignar - hannaði núverandi kvótakerfi.  Þá hélt Guðni sig til hlés sem óbreyttur þingmaður,  síðar ráðherra og loks varaformaður.  Nú sem formaður í stjórnarandstöðu er hann skyndilega orðinn gagnrýninn á þennan stærsta glæp og rán á almenningseign í Íslandssögunni.  Þetta er maðurinn sem hleypur út úr útvarpsþætti þegar hann er spurður óþægilegra spurninga.  Svei,  svei.

  Linda mín kæra,  knús á þig.  Mundu að kjósa eitthvað annað en Framsóknarflokkinn.  Bara hvað sem er annað.

  Ellismellur,  stærsta verkefni næstu ára er að útmá Framsóknarflokkinn.

  Ómar,  Guðni lendir þarna ofarlega á lista.

  DoctorE,  ég er alveg til í að tapa 5 milljónum gegn því að Framsóknarflokkrinn detti út. Sem hann gerir í næstu tveimur kosningum. 

  Dóri,  góðu fréttirnar eru að þú heldur áfram að spjalla við Odd og fleiri sem krydda dagskrá ÚS.

  Steini,  takk fyrir limruna.

  Gunnar,  Stormskerið er snilld.

Jens Guð, 31.7.2008 kl. 03:26

13 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hefurðu hugmynd um hvenær þátturinn kemur inn hjá Sverri? Ég finn hann ekki - sá síðasti á vef Sverris er Jónína Ben.

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.7.2008 kl. 09:14

14 Smámynd: Hrannar Baldursson

Samkvæmt frétt á mbl.is, sem mér sýnist reyndar vera búið að fjarlægja af einhverjum ástæðum, óskaði Guðni (er haft eftir Sverri) eftir því að þátturinn verði aldrei endurfluttur. Ég bloggaði út frá þessari grein í morgun:

Ólafur F. hemur reiðina gegn harðri yfirheyrslu í Kastljósi (og samanburður við þátt Sverris og Guðna).

Hrannar Baldursson, 31.7.2008 kl. 09:21

15 identicon

Framsóknarflokkurinn er auðvitað algjör tómaskekkja og svo er honum stjórnað af skakka smáturninum honum Guðna húmorslausa Ágústssyni, sem frægastur er fyrir að stökkva á belju og reka henni þvílíkan rembingskoss að hún missti alla nyt í framhaldinu. Eins gott að Guðni rak ekki Stormskerinu koss, hann hefði getað misst eitthvað ... 

Stefán (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 09:38

16 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Það fer nú bara um mann aulahrollur að hlusta á Stormskerið. Þvílíkt fífl ! Ég skil Guðna mjög vel að hafa farið út. Ætli Sverrir hafi verið fullur ? 

Skákfélagið Goðinn, 31.7.2008 kl. 11:08

17 identicon

Eru ekki langt leiddir drykkjusjúkklingar alltaf fullir?

Gunnar Pálsson (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 11:25

18 identicon

Ofsalega finnst mér ódýrt og af þessum tveimur aumingjum hérna fyrir ofan Gunnari og Hermanni að nota svona smjörklípuaðferð eins og að fara að tala um einhverja drykkju og svoleiðis bull þegar málið snýst bara um það að Sverrir Stormsker hringsneri Guðna eins og skopparakringlu. Samt var Sverrir kurteis. Guðni Ágústsson hlýtur að vera mikið átrúnaðargoð þessara manna. Það að kalla Sverri "fífl" lýsir þessum aumkunarverðu mönnum vel. Sverrir er óborganlegur. Mér finnst það einhvernvegin liggja svo í augum uppi að Sverrir er einn klárasti, fyndnasti og kjarkaðasti maður landsins. Hann virðist fara létt með að pakka saman hvaða manni sem er í rökræðum án þess að fara út í aumkunarverðar, persónulegar aðferðir eins og Gunnar og Hermann eru að reyna að beita hér á þessari síðu.

Hafsteinn (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 12:01

19 Smámynd: Heidi Strand

Stormsker inviterer ikke til dronningintervju.

Jeg syntes at Helgi Seljan var uhøflig i Kastlyset i går. Borgemesteren skulle også ha gått ut!

Jens, jeg misunner deg det flotte fjellet, kan du ikke finne ut av hvordan det havnet hos deg.

Heidi Strand, 31.7.2008 kl. 12:39

20 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Ef Sverrir er svona klár,fyndin og kjarkaður hvers vegna er hann þá ekki á stærri útvarpsstöð eins og Rás 2 eða á Blygjunni með sinn bull þátt ? 

Það er bráðfyndið að tala um rökræður og Sverri í sömu setningunni .

Við eru ekki svo miklir aumingjar að við skrifum þó undir nafni !

Skákfélagið Goðinn, 31.7.2008 kl. 12:43

21 identicon

Hvað heldur "skáksnillingurinn" Hermann að það myndi þýða fyrir Sverri að vera á "Blygjunni"? Þar er bara síbylja út í eitt og ef að hann væri á ríkisstöðvunum þá yrði hann rekinn á stundinni því hann væri ekki nógu þægur og ekki með nógu pólitískt réttar skoðanir. Hann er flottur á Sögu því þær fær hann að tjá sig eins og honum sýnist á sinn stórskemmtilega og orginal hátt. Ég tek undir með Jens: Stormsker er snilld!

Ingvar (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 13:42

22 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þarna er ég sammála Ingvari, "Blygjan" og Rás2 ráða ekki við menn eins og Sverri.

Markús frá Djúpalæk, 31.7.2008 kl. 15:05

23 identicon

Hafsteinn aumingi, hvern var ég að kalla fífl?

Gunnar Pálsson (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 15:12

24 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér finnst alltaf gott þegar menn fara gætilega með hástig lýsingarorða eins og hann Hafsteinn er glöggt dæmi um. Varla er hægt að fara gætilegar í því efni en að telja Sverri Stormsker "einn klárasta, fyndnasta og kjarkaðasta mann landsins." Af alkunnum aulahætti mínum setti ég athugasemd inn á bloggfærslu Sverris í umdeildu máli. Ég leyfði mér af asnaskap að vera þar á annari skoðun en hann og viðhlægjendurnir. Nánar: Þetta var umræða um ísbjarnardráp og meintan ástæðulausan ótta við þessar meinlausu og geðþekku skepnur.

Sverrir, klár, fyndinn og kjarkaður kunni ekki við þessar heimskulegu athugaasemdir mínar og sendi mér tóninn þar sem hann m.a. taldi greinilegt að ég væri skíthræddur við ísbirni. Það er rétt hjá honum að ég yrði líklega skíthræddur ef ég mætti ísbirni enda er ég fráleitt einn af kjörkuðustu mönnum landsins.

Þegar ég hafði svarað þessu og sent inn á síðuna fékk ég send boð um að ég hefði ekki aðgang að þessari síðu! ! !

Klár, fyndinn og þó fyrst og fremst kjarkaður maður Sverrir Stormsker. 

Árni Gunnarsson, 31.7.2008 kl. 17:15

25 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Í pistli Árna Gunnarssonar hér fyrir ofan mig, finnst mér nú ekki lýsa opnum huga, húmor né heldur visku hjá Sverri nokkrum Stormskeri, ég verð að segja það, hef ég þó alltaf verið aðdáandi Sverris!

Guðni á stóra fjölskyldu sem dreifir sér þétt og bítandi, hann fær alltaf ein 5%, þó ekki sé nema frá fjölskyldunni.

Ég horfði ekki á Helga Seljan og Ólaf F, en móðir mín sagði að þar hafi Helgi farið langt út fyrir öll velsæmismörk. En...ég horfði því miður ekki á þáttinn!

Kveðjur inn í Verslunarmannahelgina.

Rúna Guðfinnsdóttir, 31.7.2008 kl. 20:46

26 identicon

Ég hitti Sverrir Stormsker á Sólón fyrir nokkrum vikum síðan og krítíseraði það sem hann er búin að segja í pistlunum sínum. Hann hló að mér til að birja með og snéri sér að fólkinu sem hann var að tala við en svo snéri hann sér alt í einu snökt að mér og spurði mig beint framan í mig að því hvort að ég væri vangefin og sagðist ekki þola hálfvita og hvort ég væri bloggari eða hvað. Ég fílaði Sverrir hérna áður fytr en núna finst mér hann als ekki vera nógu umburðalindur og Þó ég hafi ekki heyrt þáttin hans með Guðna að því að það var svo gott veður úti þá get ég samt vel ímindað mér að hann hafi verið mjög dónalegur við Guðna. Mér finst að hann eigi ekki að vera með útvarpsþætti á sögu ef hann er orðin svona mikill ruddi og dóni.
 

Jónas (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 10:50

27 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Sverrir Stormsker þorir að segja hlutina sem við hin þorum ekki af ótta við að verða rekin eða missa verkefni. Eins og flestir vita þá vilja ekki margir hafa Sverrir nálægt sér því hann gæti sagt eitthvað óþægilegt og bent á það augljósa sem enginn vill horfast í augu við. Hann er ekkert að skafa utan af hlutunum. Svona fólk er ómetanlegt!

Sumarliði Einar Daðason, 3.8.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband