3.8.2008 | 23:01
Anna á Hesteyri - frumlega sjálfbjarga farandsali
Önnu frænku minni á Hesteyri í Mjóafirði er margt betur gefið en rata í þéttbýli. Í fyrsta skipti sem hún keyrði á Skódanum sínum upp á Egilsstaði týndi hún bílnum með það sama. Hún lagði honum við fyrstu verslun sem hún sá. Fór þangað inn til að skoða sig um og sá þar margt spennandi. Þegar hún fór út úr versluninni fann hún bílinn hvergi. Að vísu hætti hún sér ekki langt frá versluninni til að týna hvorki sjálfri sér né versluninni. En bílinn fann hún ekki. Að lokum hringdi hún í lögregluna sem fann bílinn undir eins. Hann var þarna í grennd. Bara ekki á þeim bletti sem Anna leitaði vandlega á.
Anna er heimavanari á Norðfirði. Þangað hefur hún oftar farið. Eitt sinn fór hún þangað til að selja barnabækur til styrktar Aðventístum. Anna er aðventísti og heldur laugardaginn sem hvíldardag.
Kona nokkur á Norðfirði sá út um gluggann hjá sér hvar Anna kom kjagandi í átt til hennar. Anna átti erfitt með gang, var eins og hálf sliguð, skjögraði óstöðug til og frá. Anna er reyndar mikil um sig. Þarna var hún þó ekki nema hálf sjötug (hún verður áttræð á næsta ári) og við ágæta heilsu. En hún var með þunga pinkla meðferðis.
Anna bankaði upp hjá konunni og bar upp erindið. Konan keypti af henni nokkrar bækur. Þegar Anna kvaddi dró hún upp úr pinklum sínum rösklega lófastóran stein og sagði:
"Ég ætla að biðja þig um að leyfa þessum steini að vera hér við útidyrnar hjá þér í dag. Þá geri ég þér ekki aftur ónæði."
Konan tók vel í það og horfði í forundran á eftir Önnu kjaga burt með bækur og grjóthnullunga. Það undraði konuna enn meira að Anna gekk ekki kerfisbundið úr húsi í hús inn eftir götunni heldur rölti hún - að því er virtist - tilviljunarkennt þvers og kruss um kaupstaðinn. Er leið að kvöldi hafði húsum fjölgað verulega sem skörtuðu grjóthnullungi við útidyrnar. Engu að síður voru þau fleiri inn á milli sem höfðu enga heimsókn fengið.
Fleiri færslur um Önnu á Hesteyri má finna á
- Bók á leiðinni
www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/592177
- Hringdi á lögguna
www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/463661
Flokkur: Bækur | Breytt s.d. kl. 23:05 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 16
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 1038
- Frá upphafi: 4111599
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 873
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Anna hefur verið frábær, og er mér strax farið að þykja vænt um hana. Kerlingin er greinilega með fullu viti þó hún sé ekki með kókóshnetuna alveg í lagi.
Hún hefur vitað sínu viti. Hvað varð annars um heimasíðuna þína??
Siggi Lee Lewis, 4.8.2008 kl. 00:09
Siggi, Anna er frábær. Mér þykir afskaplega vænt um hana og hef mikið dálæti á henni. Hún er sjaldgæft eintak af ofurgóðri manneskju, náttúrubarni sem er í bland "nævisti" í bestu merkingu þess orðs en með góða eðlisgreind. Hún ber þess merki að hafa alist upp við einangrun sem einbirni í afskekktri sveit.
Gunnar nokkur Svíafari lagaði endurhannaði síðuna mína. Láttu mig vita varðandi það sem þú telur að betur megi fara.
Jens Guð, 4.8.2008 kl. 00:33
Mér finnst vanta hlýlegri bakrunn Jens. Þetta er allt og snjóað.
Siggi Lee Lewis, 4.8.2008 kl. 01:02
Ég er sammála því. Ég þarf að biðja Gunnar Svíafara um að henda inn hlýlegri tón.
Jens Guð, 4.8.2008 kl. 01:12
Anna er náttúrulega í tölu dýrðlinga á Austfjörðunum. Allir sem komnir eru til manns og ára vita hver hún er.
En ég lenti einu sinni enn verr í því á Mjófirði en Anna á Egilsstöðum. Ég kom þangað sem sjómaður á sínum tíma og datt þá í hug að bregða mér á rúntinn á traktor sem varð á vegi mínum. Einhvern vegin fór það svo að ég týndi traktornum og fann hann ekki aftur. Vonandi að einhver hafi rekist á gráa Fergusoninn sem ég varð viðskila við sumarið 1966.
Dunni, 4.8.2008 kl. 10:51
Það verður gaman að lesa bókina í haust!
Þorsteinn Briem, 4.8.2008 kl. 13:03
Bókina verður maður að lesa
Ómar Ingi, 4.8.2008 kl. 14:12
Jens: Er þetta betra svona?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.8.2008 kl. 15:20
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.8.2008 kl. 20:15
Ef ég á einhverntíman eftir að verða farandsali, þá ætla ég að muna eftir steinunum. Anna er nefnilega ekkert smá brilljant. Takk Jens, aldrei kemur maður að tómum kofanum hjá þér.
Eva Benjamínsdóttir, 4.8.2008 kl. 20:47
Anna á Hesteyri,frábær manneskja þvílíkt sem mér þykir vænt um hana,vildi að hún væri frænka mín.
Númi (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.