Hver er leiðinlegasta íslenska hljómsveitin? Tillögur óskast

  Í kjölfar fjörlegrar umræðu um Ingó og Veðurguðina á blogginu hjá Kobba Magg (www.jakobsmagg.blog.is) vaknaði hjá mér forvitni um það hvaða hljómsveit eða hljómsveitir mönnum þykja leiðinlegastar.  Hvaða hljómsveit pirrar mest þegar þú heyrir lag með henni í útvarpinu?

  Þegar ég hef fengið vænan bunka af nöfnum stilli ég þeim sem flestar tillögur fá upp í formlega skoðanakönnun.  Til að halda fjölda nafnanna í skefjum skulum við miða við að hljómsveitin hafi starfað á þessari öld.  Hljómsveitir sem hættu á síðustu öld eru ekki gjaldgengar.   Gaman væri að heyra rökin eða hvað það er við viðkomandi hljómsveit sem pirrar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hinir einu og sönnu veðurguðir hafa aldeilis haft uppi heita músik í sumar þó hún virðist reyndar pirra Jan Mayen gengið! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.8.2008 kl. 14:19

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég ætla að tilnefna mína eigin hljómsveit 'Keeping the Darkness at Bay'.

Ekki það að við hljómum illa eða séum með leiðinleg lög, bara svo gaman að vera leiðinlegur...

...og svo finnst mér asnalegt að hreyta skít í kollegana á almannafæri á grundvelli smekksatriða. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 7.8.2008 kl. 14:26

3 identicon

Póserarnir í Merzedes Club vinna þetta án teljandi vandkvæða...

...désú (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 14:31

4 Smámynd: Gulli litli

Öll tónlist er skemmtileg.....líka sú leiðinlega....

Gulli litli, 7.8.2008 kl. 14:43

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég verð að hrósa þér fyrir það Jens, að hafa fengið mig til að hlæja þegar ég las 24 stundir í dag. Hlæ mjög sjaldan yfir blöðum - en ég gat ekki annað!
Þér finnst greinilega Ingó og Veðurguðirnir og Á móti sól verstu hljómsveitirnar, allt í lagi með það.

Ég fýla ekki Ingó & co, og alveg búin að missa allan áhuga á Á móti sól. En segi ekki að mér þyki þær hljómsveitir leiðinlegar! Alls ekki!

En ég verð að vera ótrúlega leiðinleg og vera sammála nokkrum fyrir ofan mig, en mér finnst Mercedes Club óóóótrúlega leiðinleg hljómsveit. ( Ég kunni ekki einu sinni að stafa nafnið þeirra, svo að ég  hef bara - 0 % áhuga á þeim, horft sem það er hægt eður eigi!)

Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.8.2008 kl. 15:11

6 Smámynd: Snorri Bergz

Þarf ekki að gera könnun. Mercedes Club vinnur þetta auðveldlega.

Snorri Bergz, 7.8.2008 kl. 15:14

7 Smámynd: Gunnar Kristinn Björgvinsson

Skilgreiningaratriði hvort hvort vonlaus dæmi eins og Luxor og Nylon geta talist hljómsveitir, þetta er meira svona samansafn af raulurum sem líta vel út og geta brosað framan í myndavélar.

 Í mínum huga er hins vegar enginn vafi. 

Hljómsveitin UPPLYFTING er eitt almesta rangnefni sögunnar.  Í hvert sinn sem ég heyrði í henni hér á árum áður lagðist ég í þunglyndi.  Án efa langleiðinlegasta hljómsveit íslandssögunnar.  Þeirra frægassta lag held ég að heiti því upplyftandi nafni Söknuður og er það án efa búið að vera uppspretta margra sjálfsmorða.

Gunnar Kristinn Björgvinsson, 7.8.2008 kl. 15:17

8 identicon

Merzedes Club er án vafa leiðinlegasta, hæfileikalausasta og aulalegasta "hljómsveit" allra tíma..

DoctorE (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 15:38

9 identicon

Úff, where to begin...Allt þetta Skítamóral/Svörtum Fötum/Landogsinum/Buttercup/Írafár/Mótisól-sorp er nákvæmlega jafn viðurstyggilega leiðinlegt, aðallega vegna þess að það er búið að vera alveg nákvæmlega eins síðan 1995.

Þessi bönd eru samt langt frá því að vera versta bandið á landinu - þann heiður hlýtur hljómsveitin "Noise". Ófrumleikinn og flatneskjan keyra svo yfirgengilega fram úr öllu hófi í hverjum einasta andardrætti frá þessari hljómsveit. Noise fá mitt atkvæði!

Óskar P. Einarsson (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 16:13

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já Jens minn, þegar stórt er spurt...! Rétt hjá Gunnari K. að Luxor og stelpurnar eru ekki hljómsveitir heldur söngflokkar. M+ er nú líka á mörkunum held ég í það minnsta líka að geta talist hljómsveit. En hinum sama Gunnari hefur ekki tekist að lesa færsluna vel, Upplyfting ekki gjaldgeng í þessari kosningu.

Annars sem "gömlum ræfli" leiðist mér ansi margt, til dæmis.., ja hvað leiðist mér núna?

Magnús Geir Guðmundsson, 7.8.2008 kl. 16:33

11 identicon

Síðan skein sól.

Ekki út af skrifum Jakobs heldur vegna söngvarans sem er alltaf að drepast úr gerfifílingi, nokkuð sem er illþolanlegt.

Fæ velgju þegar ég heyri í þeim.

Örn JOhnson ´67 (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 16:42

12 identicon

Merzedes Club, engin spurning.

Ragga (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 16:42

13 Smámynd: Ómar Ingi

Luxor , Baggalútur , Mercedes Club er síðan bara grín þannig erfitt að velja hana þar sem gert er útá grínið og það í boði símans og auglysingastofunnar hans Valla og Sigga.

En margar aðrar mættu telja upp en man þær bara ekki hreinsað útaf minniskubbnum enda lítið eftir af honun

Ómar Ingi, 7.8.2008 kl. 16:59

14 Smámynd: Páll Jóhannesson

Botnsætið vermir Sigurrós og á hæla þeirra Mercedes Club

Páll Jóhannesson, 7.8.2008 kl. 17:09

15 identicon

Mercedes Club

Sigrún (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 17:30

16 identicon

Merzedes Club

Jakob (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 17:31

17 identicon

Merzedes Club wkki spurning!

Birna (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 17:51

18 identicon

Sprengjuhöllin.

Verulega ofmetið og leiðinlegt fyrirbæri, lögin minna á ömurlegt væl sem hefði hugsanlega gengið á verslunarmannahelgarballi í Húnaveri á 8. áratugnum.

Guðrún (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 17:56

19 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sigurrós

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.8.2008 kl. 18:23

20 identicon

Vinir vors og blóma, Skítamórall og Merceses club. Allt viðbjóður

Arnar (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 18:23

21 identicon

Mér hefur alltaf þótt Sigurrós stórlega ofmetið fyrirbæri. Ég get með engu móti hlustað á þá hljómsveit.

Sigurbjörn H. Magnússon (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 18:23

22 identicon

Suðmenn. Engin spurning. Löngu kominn tími á að það apparat hætti þessari vitleysu. Nú er komið nóg.

Jens: hvað er emailið þitt?

Birkir Viðarsson (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 18:31

23 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Sigurrós, Björk, Mercedes Club og Luxor. 

Hjalti Garðarsson, 7.8.2008 kl. 18:37

24 identicon

Sigurrós ekki spurning, og næst á eftir Björk og hennar grúbba.

(IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 18:42

25 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Að reyna að finna út hvaða hljómsveit er verst er eins og að reyna að finna út hvaða matur er bestur eða hvaða litur er fallegastur. Smekkur manna er sem betur fer mjög misjafn þannig að aldrei mun nást endanleg niðurstaða í þessu máli. Alltaf munu einhverjir telja þá besta sem aðrir telja versta. Enda held ég að tónlistarflóran okkar yrði hálf litlaus ef að allir vildu eingöngu það sama.
Hvað mig varðar held ég að MC séu með því verra sem ég hef heyrt í nýlega.

Aðalsteinn Baldursson, 7.8.2008 kl. 18:51

26 Smámynd: Ásta Björk Solis

Bjork eg hef aldrey tholad gaulid i henni.

Ásta Björk Solis, 7.8.2008 kl. 18:52

27 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he ég er svo sannarlega sammála gunnari að austan.. sigurrós er leiðinlegasta hljómsveit íslandssögunnar. vælutónlist dauðans .. álíka grípandi og mávagarg.

Óskar Þorkelsson, 7.8.2008 kl. 18:56

28 identicon

Það eru klárlega hljómsveitirnar Mínus, Sigurrós og Stuðmenn

GG (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 19:07

29 identicon

Ekki má gleyma Hljómsveitinni Sign sem er einhver mesti viðbjóður sem heyrst hefur í.

GG (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 19:11

30 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Sinfoníuhljómsveit Íslands. Ástæðurnar geta verið margar, t.d. sú að ég borga fyrir hana án þess að hafa nokkurntíma beðið um hana. Svo kunna þeir ekki lögin, þurfa að lesa þau af nótum og sviðsframkoman er glötuð. Ekkert frumsamið, bara gamalt koverstöff.

Voða flinkir spilarar svosem, en það má svo sem segja það um meðlimi hljómsveitanna Á móti sól, Í svörtum fötum, Írafár, Ný dönsk og svo má lengi telja.

Ingvar Valgeirsson, 7.8.2008 kl. 19:33

31 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Tek undir með Ingvari þarna...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 7.8.2008 kl. 19:40

32 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko ég veit hvaða hópur framleiðir mesta umhverfismengun nú um stundir en sú sveit er hnakkasveit en ég held að enginn spili í alvörunni á hljóðfæri.

Mengunarsveitin er Merzedes Club.

Stumenn eru orðnir leiðinlegir.

Og sönghópar eru heldur ekki hljómsveitir.

Ekki frekar en ég er prentari en þó var ég að prenta uppskriftir úr prentaranum mínum bara rétt áðan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2008 kl. 19:43

33 identicon

Sigurrós langleiðilegust og Mercedes Club næst á eftir.

Hafdís Magnúsdóttir. (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 19:57

34 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Eurobandið stóð sig vel og á hrós skilið, engu að síður finnst mér hljómsveitin afspyrnuleiðinleg, bara ekki mín tónlist. Húmorinn í Merzedes Club er hins vegar góður, og Barði auðvitað brill. Ég hef aldrei verið ýkja hrifin af Jakobsarmi Stuðmanna, þótt hann eigi sín móment, en nú í augnablikinum finnst mér þeir úreltir. Samt aldrei að vita hvað gerist. Flestar ,,sólarhljómsveitirnar" eru leiðinlegar (nema helst eftir að Magni magnaði upp Á móti sól) og ég er líka svolítið lítið hrifin af Sálinni. En samt, ég man ekki eftir neinni hljómsveit sem hefur ekki átt sína góðu spretti, eða lag, eða alla vega brot úr lagi .... Langaði aðeins að víkka umræðuna eftir vægt einelti í garð Merzedes Club.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.8.2008 kl. 20:01

35 Smámynd: Þorsteinn Briem

Klúbburinn Mercedes karla,
og kona sem sést þar varla,
ferlegt þar stuð,
af Frikka dissuð,
en jússurnar herða þá jarla.

Þorsteinn Briem, 7.8.2008 kl. 20:09

36 identicon

Fyrst flestir eru svona sammála um útrunna brandarann MC þá vendi ek kvæði mínu í kross og kýs í þeirra stað Sálina hans Jóns míns fyrst Bubbi Morthens er ekki hljómst.

...désú (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 20:14

37 identicon

Mínus

Brynjar Emil (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 20:39

38 Smámynd: Neddi

Ég myndi nefna sigurrós, hjaltalín og Mercedes Club.

Mercedes club er reyndar aðallegast kjánaleg.

Neddi, 7.8.2008 kl. 20:42

39 identicon

Merzedes Club, engin spurning.

Og ef ég væri spurður um hver hefur leiðinlegustu útvarpsröddina myndi ég segja Bjarni Fel. Hann hefur einhverskonar öskurtón í röddinni. Skipti alltaf þegar hann kemur eftir fréttir á RÚV. Pirr pirr

Þórður J. (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 20:54

40 identicon

Sigurrós, ekki hægt að hlusta á það glamur og ef Björk er hljómsveit þá pottþétt hún líka.

Anna (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 21:00

41 Smámynd: Þröstur Unnar

Jebb, það eru hnakkarnir í Mercedes Strip Club.

Þröstur Unnar, 7.8.2008 kl. 21:00

42 identicon

Á móti sól

Jakob Bragi Hannesson (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 21:10

43 Smámynd: Heidi Strand

Merzedes Club

Heidi Strand, 7.8.2008 kl. 21:17

44 identicon

Það er íslenska hljómsveitin Sex division

jonas (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 21:21

45 identicon

Hvernig er það?? Man engin lengur en hálft ár aftur í tímann? Þó vissulega Mercedes Club séu álíka skemmtilegir og mannaskíturinn úr mér er dúettinn þú og ég sem státaði þeim Helgu möller og Pálma Gunnars það allra leiðinlegasta gaul sem ég veit um. Mig langar að slíta úr mér hjartað og klína því á veggi þegar ég heyri í þeim.

Eiríkur (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 21:36

46 Smámynd: Pétur Kristinsson

Það eru tvær hljómsveitir sem verma botnsætin hjá mér. Skítamórall og vinir vors og blóma. Arfaslakar, vondar á sviði og hroðaleg músssikkk.

Pétur Kristinsson, 7.8.2008 kl. 21:40

47 identicon

Ekki nokkur spurning, helvítis viðbjóðurinn á móti sól... það eru samt nokkrar hljómsveitir sem að fá mig til að verða óglatt, til að mynda svartir vettlingar, Ingó Bahama (samt bara heyrt eitt lag, vona að ég komist hjá þvi að þurfa að heyra meira) og reyndar allt íslenskt sem að ég hef  FM grunaða um að spila...

tommi (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 22:00

48 identicon

Takk fyrir þetta Eyjólfur. Alveg kórrétt

Eiríkur (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 22:08

49 identicon

Mercedez Club er auðvitað spaug og ber að taka því sem slíku. Vont spaug reyndar, en tæpast þess vert að vinna svona keppni.

Upplyfting ber höfuð og herðar yfir allt annað í þessum flokki - Sign fær líka atkvæði...

Stígur Helgason (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 22:24

50 identicon

Thad eru Minus og Sign sem eg tilnefni. Leidinlegar afritanir af erlendum starfsbraedrum sinum.

Guffi (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 22:59

51 Smámynd: Hanna

Að mínu mati er MC ekki hljómsveit.  Upplyfting hætti á síðustu öld.

Hverjir eru leiðinlegastir?  Björk og co., Stuðmenn, Mínus, Megas, Bubbi eftir að hann fór að væla, Sign og eflaust einhver fleiri bönd sem ég man ekki eftir í bili.  Mér finnst þessir aðilar þó ekki lélegir, bara leiðinlegir - nema Megas.  Hef aldrei skilið hann.

Hanna, 7.8.2008 kl. 23:02

52 identicon

Ég verð að bæta því við að ég er ekki að kveikja á þessu Sigurrósar dæmi... þó tel ég mig vera nokkuð góðan smekkmann á tónlist; I really don't get it.
Ég hef stunduð spáð í því hvort fólk einfaldlega þori ekki að segja að því finnist hún leiðinleg... en svo rekst ég á menn á erlendum síðum sem eru að fíla þetta í tætlur.

Svona er nú smekkur manna misjan, sem er bara ágætt.

DoctorE (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 23:22

53 identicon

Jamm óhljóðin í Sigurrós og Björk eru ekki góð en Sprengihöllin toppar alveg hroðann :(

Sólveig Pétursdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 23:34

54 identicon

Skemmtilegast, auðvitað það sem maður fílar sjálfur. Leiðinlegast, það sem maður fílar ekki sjálfur. Svona kannanir eru drepleiðinlegar auk allra þeirra kannanna og dóma þar sem verið er að velja einhverja tónlist betri en aðra. Leiðinlegast eru tónlistagagnrýnendur sem setja sig á háan hest og þykjast vita hvað öðrum finnst um tónlist. Mér finnst að allar athugasemdir og öll tónlistagagnrýni eigi að hefjast á orðunum: Mér finnst...

Mér finnst Sigurrós ein besta hljómsveit í heimi en það er alveg ljóst að þeir leika tónlist sem fólk annað hvort fílar eða ekki. Ég elska Sigurrós en þykir Bubbi (í dag), Megas og Skítamórall hrútleiðinlegir. Hef heldur aldrei náð því hvað fólk heyrir við Led Zeppelin, en það er nú víst erlend sveit.

Sævar (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 00:03

55 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sigurrós er sjálfsagt mjög leiðinleg hljómsveit en ég fíla hana samt, kannski vegna þess að þeir eru ekki að reyna að vera skemmtilegir. Skítamórall og í rauninni allt sem tengist Einari Bárðasyni er hinsvegar alvöru gegnheil leiðindi.

Emil Hannes Valgeirsson, 8.8.2008 kl. 00:08

56 Smámynd: Steini Thorst

Stuðmenn alveg klárlega. Kominn tími til að loka því dæmi og innsigla í eitt skipti fyrir öll.

Steini Thorst, 8.8.2008 kl. 00:28

57 identicon

10 verstu hljómsveitir/skemmtikraftar að mínu mati eru; 

1. Stuðmenn

2. Bubbi

3.Sinfóníuhljómsveit Íslands

4.  Veðurguðirnir

5. Sigurrós

6. Á móti sólu

7.Land og synir.

8. Rotweiler

9. Sálin hans Jóns míns

10. Björgvin Halldórsson 

Bjöggi (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 00:40

58 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hræðilegt, mestu tónspekíngar bloggsins telja bara upp fína múzzíg með flottum flytjendum.  Meðvirkni mín liggur í dvala á meðan.

Steingrímur Helgason, 8.8.2008 kl. 00:50

59 Smámynd: Anna Guðný

Ég held ég liggi í dvala í næsta helli við Steingrím. Er hann ekki annars á lausu?

Anna Guðný , 8.8.2008 kl. 01:18

60 identicon

Sigurrós, Björk, Merzedes Club og Barði Bang gang...

Þetta er bara ekki tónlist í mínum eyrum

Sigrún (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 04:54

61 identicon

Þótt þeir hafi kannski átt stöku spretti á tuttugustu öld verður að segjast að Stuðmenn eru leiðinlegasta hljómsveit þeirrar tuttugustuogfyrstu. Skítamórall fylgir þar fast á eftir.

Hjörvar (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 07:16

62 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mikið djöfull eru þær sniðugar svona eineltiskeppnir.

Ég þoli ekki græna papriku. Af hverju er þessi andsk. græna paprika alls staðar í mat þegar hún ætti að vera gul, rauð eða appelsínugul?

Það sem einum þykir vont þykir öðrum gott. Það tjóir ekki að deila um smekksatriði. Mér finnst samt einhvern veginn svo smekklaust að keppast við að dissa einhverja tónlistarmenn og segja í fésið á þeim nánast: Þú ert ljótur og leiðinlegur! Við erum að tala um fólk en ekki mislitar paprikur!

Ég leyfi mér að taka upp varnir fyrir allt sem ég þoli ekki og hefur verið talið upp hér og lýsi því hér með yfir að þessi skoðanakönnun er hjartalaust kjaftæði. Hér er annars vel gefið og gott fólk espað upp í að segja eitthvað ljótt um aðra, sem það myndi annars aldrei gera svona hugsunarlaust. Og allra síst í feisið á viðkomandi.

Jens, ég biðst afsökunar á því að vera svo leiðinlegur að taka ekki þátt í þessu fjöldaeinelti. Þessi pistill þinn verður mér samt áminning um að vera jákvæðari sjálfur, það skal ég taka til mín.

Haukur Nikulásson, 8.8.2008 kl. 07:52

63 identicon

Láttu ekki svona Haukur, ekki svona mikinn pólitískan rétttrúanað.
Ef við förum að þínum ráðum þá mega bara vera listar um skemmtilegustu hljómsveitirnar eða whatever... EN þeir sem eru neðst á þeim lista gætu orðið sárir þannig að við verðum að sleppa öllum listum.
Allir í 1sta sæti, allir koma heim frá ólimpíuleikum með gull

DoctorE (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 08:02

64 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það má nú eitthvað á milli vera Doctor. Ég setti mig í spor okkar frægustu tónlistarmanna t.d. Sigurrósar og Bjarkar og hugsaði: "Er þetta það sem ég myndi vilja heyra til að peppa upp nauðsynlegt egó?"

Nei, Doctor, þetta er bara særandi.

Jens er svo skemmtilega mislagðar hendur í hugleiðingum sínum og pælingum að þess vegna kem ég hingað aftur og aftur. He is like a box of chokolates... you never know what you're gonna get next."

Haukur Nikulásson, 8.8.2008 kl. 08:30

65 identicon

Stuðmenn eru algjörlega ÓÞOLANDI!!

Anna Þorkels (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 09:37

66 identicon

Smekkur manna er misjafn og miklir listamenn geta verið þreytandi í áhlustun.  Ég man þó eftir herfilega leiðinlegri sveitaballasveit hérna í den (held þeir séu hættir sem betur fer) sem kallaði sig Steina spil.  Músíkin þeirra var á innsoginu og leiðindahjakk erfitt að dansa eftir.

Bryndís Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 09:54

67 identicon

Hermi - hljómsveitin Mercedes Club fær mitt atkvæði sem leiðinlegasta og versta ...

Stefán (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 10:05

68 Smámynd: Rún Knútsdóttir

Mercededes Club pottþétt, það er bara eitthvað við hana sem fer alveg í mínar fínustu....

 Hinsvegar verð ég að kommenta á þetta varðandi Sigurrós. Ég fíla þá hljómsveit alveg í tætlur en ég skil alveg hvað það er sem verður til þess að fólk þolir hana ekki, sama með Björk. En "hljómsveitir" eins og MC er bara þvílíkt hreinræktað rusl að mér er algörlega fyrirmunað að sjá hvað það er sem fólk sér við þá.

Rún Knútsdóttir, 8.8.2008 kl. 10:23

69 identicon

Sigurrós - leiðinda væl

Auður (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 10:27

70 Smámynd: Heidi Strand

Hver sigraði?

Heidi Strand, 8.8.2008 kl. 11:34

71 identicon

Baggalútur

sverrir (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 12:32

72 identicon

Merzedes club og Sigur Rós deila þeim vafasama heiðri.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 13:15

73 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Totmobil - ekki spurning!! tilgerðarlegri tónlist er vandfundin

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 8.8.2008 kl. 13:16

74 identicon

Þetta eru allt góðar hljómsveitir fyrir þá sem nenna að hlusta á þær. Það er ekki neitt rétt í tónlist, og ekki neitt rangt. Meira að segja Leoncie skemmtir mér. Svo lítið er nú ekkert sérstaklega ungs manns gaman.

Don Pedro (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 13:51

75 identicon

Sprengjuhöllin er líklega það ömurlegasta sem komið hefur fram í áratugi, líklega alveg frá því að Bjöggi Halló var upp á sitt versta.

Guðmundur A. (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 14:14

76 Smámynd: Haraldur Davíðsson

ég vel hljómsveitina sem ég er í en aldrei hefur komið saman til að æfa, "Keeping the darkness at bay", ég meina það hlýtur að vera leiðinlegasta hljómsveit í heimi.

P.S. Haukur Nikulásson, hvaða hvaða, svona svona elsku kallinn hvað er að hrjá þig vinur er eitthvað hægt að hjálpa þér ?

Haraldur Davíðsson, 8.8.2008 kl. 14:20

77 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Ég hef aldrei getað hlustað á Sigurrós, heyri bara eitthvað væl   og skil ekki hvað margir heillast af þeim.  Stuðmenn eru orðnir mjög þreyttir núna en mér fannst þeir frábærir þegar þeir byrjuðu og á Með allt á hreinu tímabilinu.  Mercedez er auðvitað bara unglingaflipp

  Ég hugsa annars að það sé auðveldara að telja upp skemmtilegu hljómsveitirnar, Sprengihöllin er til dæmis góð.

Sigríður Þórarinsdóttir, 8.8.2008 kl. 21:49

78 Smámynd: Gunnar Pálsson

Sprengjuhöllin er agaleg.

MC club telst nú ekki til hljómsveita frekar en Þulurnar á RUV.

Gunnar Pálsson, 8.8.2008 kl. 21:55

79 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

....Enn að hugsa!

Þetta bara svo SKEMMTILEG lesning, að leiðindi komast bara ekki að!

SVo er þetta ekki neitt einfalt, mér finnst til dæmis svo margt með Sniglabandinu, (engin minnst á þá hér!) leiðinlegt músíkdæmi hlustandi á af plötum, en svo eru þeir jafn asskoti skemtilegir á tónleikum!Ghost Digital leiðindadæmi þannig lagað, en finnst Einar fínn sem og birgir Örn (sem núna heitir víst Curver og bara mamma hans líklega má nota birgisnafnið)

Jamm, vandlifað í þessum heimi!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.8.2008 kl. 22:00

80 identicon

Leiðinlegustu hljómsveitir allra tíma eru án vafa, flestar þær sem starfræktar eru nú.

Þenur (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 22:52

81 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég fæ alltaf einhverja þunglyndis- og vanlíðunartilfinningu þegar ég heyri í Sigurrós, og ég þori að viðurkenna það.  Í svörtum, Á móti sól og slík apparöt gera heldur lítið fyrir mig músíklega en ég hef gaman að ýmsu öðru, jafnvel skrýtnu sem margir aðrir þola ekki. Hvernig finnst ykkur Hekkenfeld og Botnleðja?

Markús frá Djúpalæk, 8.8.2008 kl. 23:21

82 identicon

Heyrðu Jens Guð,varstu ekki búin að spyrja fyrir nokkru síðan sömu spurningar líkt og þessi pistill er um.?

Númi (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 23:34

83 identicon

 "Hver er leiðinlegasta íslenska hljómsveitin" spyr bloggari, reyndar vinsæll bloggari. Fær mikið af svörum og heimsóknum á síðuna sína. Annars staðar situr ungur maður og semur lag. Lagið verður vinsælt. Hvor er skýrtnari -  lagasmiðurinn eða bloggarinn ? Settu þeir sig ekki báðir í stellingar til að ná athygli ? eða voru þeir bara einlægir og fengu óvænta athygli ? Ég er frekar heimskur maður en held að við mannfólkið séum stundum svolítið sjálfhverf og jafnvel vitlaus.

Sá sem sendir eitthvað frá sér hlýtur að gera það til að ná athygli annarra, annars myndi hann bara geyma það í skúfunni sinni.

Jens Guð er markaðsmaður og selur sig, heldur úti vinsælli síðu til að ná athygli. Ungir menn semja lög í sama tilgangi. Hver er munurinn á kúki og skít ?

siggi fannar (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 23:41

84 Smámynd: Jens Guð

  Mercedes Club og Sigur Rós hafa tekið hér afgerandi forystu í tilnefningum um leiðinlegustu hljómsveitina.  Þeim verður þess vegna klárlega stillt upp í formlegri skoðanakönnun þar sem 1000 atkvæði munu kveða upp endanlegan dóm. 

  Hvort sem við skilgreinum MC sem leiksýningu,  brúðuleikhús eða annað þá met ég þetta fyrirbæri gjaldgengt sem leiðinlega hljómsveit. 

  Sigur Rós er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum.  Ég er gráti nær að sjá hana á þessum lista.  En læt það yfir mig ganga. 

  Nú þarf ég að biðja ykkur um að hætta að tilnefna þessar tvær hljómsveitir.  Þeim verður stilltu upp í formlegu skoðanakönnuninni.  Mig vantar stuðning við tilnefningar á þeim hljómsveitum sem svamla þarna fyrir neðan svo ég geti stillt upp að minnsta kosti 5 hljómsveitum í allt sem raunhæfum valkosti yfir leiðinlegustu hljómsveitirnar.  Vinsamlegast tilnefnið þess vegna að minnsta kosti 3 hljómsveitir sem ástæða er til að setja í formlegu skoðanakönnunina.   

Jens Guð, 9.8.2008 kl. 00:06

85 Smámynd: Jens Guð

  Númi,  ég hef áður staðið fyrir skoðanakönnun um það dægurlag sem pirrar mest.  Söngur um Nínu  með Eyjólfi Kristjánssyni reyndist vera það lag. 

  Ég hef ekki áður kannað hug fólks til leiðinlegra hljómsveita.  Ég var með skoðanakönnun um bestu og/eða merkustu íslensku hljómsveit poppsögunnar.  Þar sigraði Trúbrot og Utangarðsmenn voru númer 2.

  Siggi Fannar,  þú spyrð stórt.  Ég þræti ekki fyrir athyglisþörfina.  Ég var blaðamaður í 30 ár og bloggið mitt er framhald á því.  Það er að mörgu leyti skemmtilegra en blaðaskrif vegna þess að það er svo gagnvirkt.  Oft verður hér á blogginu til skemmtileg umræða um mín áhugamál.  Vangaveltur um músík eru þar áberandi. 

  Þó að þú sért heimskur,  Siggi Fannar minn,  þá ert þú alveg gjaldgengur í vangaveltur um blogg og músík.  Rétt eins og ég sem er heimskur líka.  Blogg er ekki forréttindi gáfaða fólksins.

  Það er rétt hjá þér að ég er markaðsmaður.  Meira að segja menntaður í markaðsfræðum og starfaði sem slíkur til fjölda ára. 

  Lagahöfundur er ekki skrítinn fyrir það eitt að vilja ná athygli með sínu lagi.  Það er frekar skilgreining á metnaði.  Sem markaðsfræðingur get ég upplýst að það er auðvelt að ná athygli út á næstum hvað sem er.  Það er auðvelt að búa til metsölu á hverju sem er.  Fyrir markaðsfræðing er almenningur auðveldlega útreiknaður. 

  Það er hægt að gera hvaða lag sem er vinsælt.  Hvaða plötu sem er vinsæla og hvaða hljómsveit sem er vinsæla.  Og ef út í það er farið hvaða bloggsíðu sem er vinsæla.

Jens Guð, 9.8.2008 kl. 00:37

86 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er alveg hanz & hágréta í kór með þér Jenz yfir að 'Sigurrós' njóti ekki verðskuldað að vera utan þezzarar 'leim' kjörkassaumfangzumræðu um hvað er bláast í hinu bláa.

Ljóðræna lýrikin í tónlizt þeirra er handmáluð snilld á tréverk, þungarokkarinn sonur minn færði mér þeirra fyrzta disk & kenndi mér vel að meta.

Ó þjóð, mín þjóð...

Steingrímur Helgason, 9.8.2008 kl. 01:17

87 identicon

Eru allir búnir að gleyma Geirmundi Valtýssini?

sigurlaug brynjólfs (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 01:19

88 identicon

Minus

Arnar (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 10:19

89 identicon

Tek undir Mínus.

Ragnar S. (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 10:26

90 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki gaman af svona umræðum sem ganga út á að rakka niður hljómsveitir og listamenn. Menn hafa misjafnan smekk og það er einmitt það frábæra við tónlist hve fjölbreytt flóra hún er. Flestar umræður og rökræður um tónlist eru skemmtilegar en skítkast gagnvart mönnum sem hafa lagt gríðarlega vinnu að skapa tónlist sem þeir hafa trú á, burtséð frá tónlistarstefnu, er hundleiðinleg. Þá eru skrif líkt og næstu 2 færslur hjá Jens mun skemmtilegri. Þar er hann að benda á áhugaverða hluti en fær greinilega ekki mörg komment út á það því miður.

Kristján Kristjánsson, 9.8.2008 kl. 10:35

91 identicon

blessaður Jens þær þrjár hljómsveitir sem koma upp í huga mér og fá mig til þess að langa að ganga með eyrnatappa eru:Dísel,Lúxor og heitar lummur.jafnframt fylgja hara systur fast á eftir en þær eru svo sætar að maður fyrirgefur þeim tónlistina:)

Hilmar Garðarsson (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 10:46

92 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ji minn hvað ég er heppin. Engin hljómsveit fer í taugarnar á mér. Kannski er það bara vegna þess að engin neyðir mig til að hlusta á eitthvað sem ég ekki vil hlusta á.

Ég flýt með straumnum að þessu leyti. Er ginnkeypt fyrir markaðssetningu og spilun í útvarpi. Syng hástöfum með lögum sem þykja ''ekki góð músík'' og finnst þau bara helvíti skemmtileg.

Margar hljómsveitir hafa gefið út eitt þrælskemmtilegt og vel ''pródúserað'' lag og svo fylgja hörmungar á eftir þessu eina lagi.

Ég get ekki fyrir mitt litla líf dregið íslenskt tónlistarfólk í dilka. Allir eiga sína góðu og slæmu daga.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.8.2008 kl. 11:51

93 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gleymdi að segja þér Jens; eftir 17 ár syng ég enn af jafn mikilli innlifun um hana Nínu.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.8.2008 kl. 11:52

94 identicon

Stuðmenn og Merzedes Club eru án efa vinningshafar fyrir leiðinlegustu skemmtikrafta ever að mínu mati.

Valsól (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 12:37

95 Smámynd: Gunnar Pálsson

Ég bæti við Ghostigital, þar fer flokkur sem slær held ég flest út í leiðindum.

Maus koma líka mjög sterkir inn sem ein leiðinlegasta hljómsveit landsins frá landnámi.

Baggalútur er alveg ofboðslega leiðinlegt fyrirbæri.

Á móti sól er hrútleiðinleg hljómsveit.

Atómstöðin...úff.

Heimilistónar.

Megas og Senuþjófarnir. Búið að þurrausa og blóðmjólka.

Múm. hvað getur maður sagt þar eiginlega.

Papar.

Spaðar.

Gunnar Pálsson, 9.8.2008 kl. 13:53

96 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Vantar húmorinn í GP hér fyrir ofan. En Kiddi hefur auðvitað hárrétt fyrir sér og ég hef nú leynt og ljóst muldrað hérna við svipuð tækifæri, mælistika á tónlist sem aðrar listir í raun ekki til, en sem ég sagði áður, er hægt að hafa gaman af lesningunni er hún að mestu er á léttu samkvæmisstigi, en það versnar í því þegar þetta fer út í persónulega sleggjudóma og skít, eins og Kiddi sagði ennfremur.

Geirmundur karlinn þinn sveitungi nefndur he´rna, hann svolítið í því á sínum plötum jú að "semja sama lagið" aftur og aftur, eins og það er stundum orðað, en líkt og með Sniglana, mjög gott band oftast gegnum tíðina á sínu eilífðarsveitaballasviði!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.8.2008 kl. 15:36

97 Smámynd: Gunnar Pálsson

Magnús, það er nú bara þannig að menni stekkur ekki bros á vör við að hugsa um þessar hljómsveitir. Ég get samt sagt þér einn góðan. Einu sinni var ljóska sem....

Gunnar Pálsson, 9.8.2008 kl. 16:08

98 identicon

Það hlýtur að vera óhjákvæmilegt að bæði Sálin og Stuðmenn lendi á þessum lista.

Ég held að besta líkingin sé við lambakjöt sem gleymdist bak við eldavélina... Gott á sínum tíma en hreinn viðbjóður í dag.

E.P. (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 16:24

99 identicon

Hvað hét þessi hljómsveit sem Guðrún Gunnarsdóttir og Eva Albertsdóttir voru í ca. árið 1994?  Hún var með kántrýslagsíðu og bjó til verstu myndbönd tónlistarsögunnar.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 16:40

100 identicon

H.T.Bjarnason ég held að þær hafi kallað sig snörurnar eða eitthvað álíka.

Hilmar Garðarsson (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 16:50

101 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Nú get ég ekki látið hanka mig á því að vera að dissa hljómsveitir þó að ég þoli þær ekki margar fyrst að ég er farinn að eiga við þetta sjálfur, fer því að dæmi Einars Mack og Halla Davíðs og tilnefni einsmannsbandið mitt INSIDE BILDERBERG....ábyggilega leitun að verri tónlist

Georg P Sveinbjörnsson, 9.8.2008 kl. 19:05

102 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Rétt hjá Hilmari, Snörurnar kölluðu þær sig, en líkt og um fleiri sem hér hafa verið nefndir, var ekki um hljómsveit að ræða heldur söngtrió.Man í fljótheitum eftir allavega tveimur plötum með þeim, með þessum tveimur líklega já en ekki þeirri þriðju á báðum. Helga Möller söng held ég á plötu númer tvö, ERna þórarins á hinni, en man það ekki fyrir víst.

Þetta allt ins vegar miklar sómakonur!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.8.2008 kl. 23:03

103 Smámynd: Steingrímur Helgason

Maggi, þú veizt allt dona, ef man ég rétt til, er þetta fína kántrísöngtríó að tvíþriðjúngi upprunnið úr 'agureyzgu' hljómzveitinni 'Hver' & innlimað var af stífum limum ~Brunaliðzins~ sem Eva, Erna, Eva' ?

'do the grapewine, country style' ...

Steingrímur Helgason, 9.8.2008 kl. 23:29

104 identicon

Land og synir klárlega fremstir (neðst) Sálin hans Jóns míns og auðvitað Björk ..... aldrei getað verið nægilega þroskaður til að þola hennar tónlist

Jón H B (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 01:31

105 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jájá STeini minn grímur, passar!

Magnús Geir Guðmundsson, 10.8.2008 kl. 04:47

106 identicon

Sprengihöllin og Björk fá mitt atkvæði á eftir Sigurrós og jú Stuðmenn æ þeir eru að verða doltið sorglegir.

sólveig Pétursdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 08:46

107 identicon

Fyrst enn vantar þrjú stykki hljómst þá tel ég nokk öruggt að Sálin hans Jóns míns og Stuðmenn rati á þann lista... en ættu ekki Vinir vors og blóma vel heima á þeim lista?  Hreinn viðbjóður frá síðustu öld sem átti grátbroslegt kombakk ekki margt fyrir löngu.

...désú (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 13:46

108 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hér hefur fólk verið afar dugleg að nafngreina hljómsveit sem er ekki til, Sprengihöllin er nefnd hér iðulega. Ég geri ráð fyrir að fólk eigi við hljómsveitina Sprengjuhöllina; það er soldið kjánalegt að þykjast ekki þola eitthvað og vita svo varla hvað fyrirbærið heitir sem maður þolir ekki. En þetta er nú bara sunnudagspirr hjá mér. Góðar stundir.

Markús frá Djúpalæk, 10.8.2008 kl. 14:18

109 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Einar, jú verulega kjánaleg. Takk fyrir að benda mér á það. En fólk hefur nú varla mikið pælt ef það veit ekki hvað grúppan heitir.

Markús frá Djúpalæk, 10.8.2008 kl. 14:33

110 identicon

Það eru tvær hljómsveitir sem fara gríðarlega mikið í taugarnar á mér: Mínus og Steed Lord.

Sennilega er það tilviljun að báðar hljómsveitirnar innihalda afkvæmi Bó Hall.  

nafnlausa gungan (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 15:55

111 identicon

MC Club og Sólstrandagæjarnir - minnir að þeir hafi heitið það.

Sigga (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 19:34

112 identicon

Sprengjuhöllin!

Almar (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 18:12

113 identicon

Hvers vegna minnist enginn herna a Maus???

Mesti hryllingur i islenskri tonlistarsögu, fyrr og sidar.

Majasolla (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband