Fersk og spennandi plata

  boys in a band

  Ég var að fá í hendur splunkunýja og virkilega spennandi plötu.  Hún heitir "Black Diamond Train" og er frumburður færeysku hljómsveitarinnar Boys in a Band.  Mörgum hér á landi er hljómsveitin vel kunn fyrir frábæra frammistöðu á Iceland Airwaves í fyrra og hljómleika víðsvegar um s-vestur horn landsins um verslunarmannahelgina.

  Í umsögnum margra blaðamanna um Airwaves voru hljómleikar Boys in a Band nefndir sem einn af hápunktum hátíðarinnar.  Í kjölfar vel heppnaðrar frammistöðu á Airwaves var hljómsveitin hvött til að taka þátt í alþjóðakeppni unglingahljómsveita,  Global Battle of the Bands.  Hljómsveitin gerði sér lítið fyrir og sigraði með glæsibrag á úrslitakvöldi GBOTB í London í desember. 

  Sigurinn opnaði Boys in a Band dyr inn á ýmsar hljómleikahátíðir víðsvegar um heim,  meðal annars Hróarskeldu.  Jafnframt færði sigursætið hljómsveitinni 8 milljón krónur í verðlaun.  Sá peningur var notaður í hljóðritun og útgáfu á plötunni "Black Diamond Train" sem kom út núna um mánaðarmótin.

  Ég hef ekki hlustað nægilega oft á plötuna til að skrifa dóm um hana.  Það geri ég þó á næstu dögum.  Músík Boys in a Band er dansvænt rokk.  Við getum kallað það léttfönkað rokk og líkt því við Franz Ferdinant.  Það er ónákvæm lýsing en samt sú nærtækasta.  Þú getur heyrt sýnishorn af músíkinni á www.myspace.com/boysinaband.  

  Platan á að fást í helstu plötubúðum hérlendis.     

  Það segir sitt um Boys in a Band að af umsóknum 700 hljómsveita hefur þessi spræka hljómsveit verið valin til að koma aftur fram á Airwaves í ár. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir hljóma helv.. vel. Virka svolítið Franz Ferdinand með blöndu af Arcade fire. Sérstaklega er lagið Secrets to conceal sterkt.

Guðmundur A. (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 11:31

2 Smámynd: Ómar Ingi

Shiiiiiiiii

Ómar Ingi, 9.8.2008 kl. 11:31

3 identicon

Þetta hljómar allavega mun betur en Veðurguðirnir og ÁMS...

Guðmundur A. (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 11:33

4 identicon

Man einhver eftir sænsku sveitinni Atomic Swing? Mikið djö.. er hljómar söngvarinn líkt Niclas Frisk og reyndar er tónlistin svolítið í ætt við AS.

Guðmundur A. (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 11:40

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Bara gott. Fyrir mig sándar þetta eins og blanda af Coldplay/Mugison/Sprengjuhöllin þ.e. lagið Before the flood.

Haukur Nikulásson, 9.8.2008 kl. 13:02

6 Smámynd: Gulli litli

Djöfull flottir...

Gulli litli, 9.8.2008 kl. 13:51

7 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Er komin með plötuna og hlakka til að hlusta betur á hana. Virkar fín við fyrstu hlustun.

Kristján Kristjánsson, 9.8.2008 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband