Þegar Anna á Hesteyri slóst við mömmu

 anna á hesteyri

   Móðir mín var 18 ára þegar faðir hennar lést.  Hann var jarðaður í fjölskyldugrafreitnum á Hesteyri í Mjóafirði.  Heimasætan á Hesteyri,  Anna Marta Guðmundsdóttir,  var komin á þrítugsaldur.  Þær mamma eru bræðradætur.  Mamma var flutt suður til Reykjavíkur.  Þarna á fimmta áratugnum var ferðalag frá Reykjavík til Mjóafjarðar heilmikið mál.

  Mamma keypti sér fínan og - eiginlega um efni fram - rándýran kjól fyrir jarðarförina.  Hann var víður og svartur.  Sniðið byggði á gulllituðu belti sem reyrði kjólinn saman í mittið.  Yfir brjóstinu vinstra megin var gulllituð rós í stíl við beltið.   Mamma var rígmontin af sér í þessum fína kjóli þegar hún mætti í jarðarförina.  Fyrsta manneskjan sem mamma hitti var Anna.  Þær höfðu varla heilsast þegar Anna réðist á mömmu og tók hana glímutökum.  Mömmu var verulega brugðið en varðist fimlega framan af.  Hún æfði stíft fimleika og var í góðri þjálfun.  Leikar fóru þó þannig að Anna þeytti mömmu í loft upp,  sleit utan af henni beltið og skellti henni flatri í drullusvað.

  Mamma var í miklu uppnámi.  Kjóllinn hékk eins og skítugur hveitipoki utan á henni þegar beltsins naut ekki lengur við.  Hólkvíður og druslulegur.  Mamma fór að gráta og spurði Önnu hvers vegna í ósköpunum hún hefði ráðist á sig.  Anna svaraði með vorkunnartóni:

  - Ég veit að þessi sorgardagur er þér erfiður.  Ég var búin að velta mikið fyrir mér hvernig ég gæti auðveldað þér að takast á við fráfall pabba þíns.  Þá datt mér í hug að ég gæti fengið þig til að dreifa huganum ef ég kæmi þér á óvart með glímubrögðum.  

-------------------------

Fleiri sögur af Önnu á Hesteyri:

- Hringt á lögguna

www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/463661

- Keyrt á miðjum vegi
- Glannaakstur
- Konfekt
- Klámi mótmælt
- Bílpróf

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta eru hrikalegar lýsingar á kellu og þessi bók um hana verður trúlega bönnuð áður en hún kemur út í haust. Anna og föðuramma mín hefðu verð góðar saman og hún átti líka heima fyrir austan.

Kvenfélagið Tilraun í Svarfaðardal bliknar í öllum samanburði.

Þorsteinn Briem, 22.8.2008 kl. 23:07

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Dægilegt fínt bloggerí, næztum fer að skammazt mín yfir að hafa ekki 'KallaTommað' þig frekar en ~aðrar~.

Steingrímur Helgason, 22.8.2008 kl. 23:24

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég hefði orðið verulega leið yfir eyðileggingu nýja kjólsins, það verð ég að segja.

Rúna Guðfinnsdóttir, 22.8.2008 kl. 23:34

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Anna er örugglega einstök manneskja og í hvert sinn sem ég les um uppátækin hennar, sé ég fyrir mér senu í bíó. Það verður að gera kvikmynd um Önnu - original.  Ég hefði ekki viljað vera mamma þín Jens minn og kem ekki til með að leika hana.

Eva Benjamínsdóttir, 23.8.2008 kl. 00:23

5 identicon

kvikmynd, konan hefur verið rosaleg, athyglisverður persónuleiki sem má ekki gleymast!!

já, sammála, þú ert ekki sem vestur að blogga

alva (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 01:26

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Anna á Hesteyri er kynlegur kvistur og slíkir kvistir auðga mannlífið hjá þeim sem ekki falla í slíkan kvist-flokk.

En þegar 18 ára stúlka er við jarðarför föður síns, þá finnst mér svona trakteringar bara ömurlegar og ekki varpa neinum dýrðarljóma á svona útkjálkakarakter.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.8.2008 kl. 02:31

7 Smámynd: Heidi Strand

Målsettingen var god, men metoden var skrekkelig. Stakkars mora di.

PS: Norske jentene er i finale i OL nå og stillingen er N. 8 R 2

Heidi Strand, 23.8.2008 kl. 07:55

8 Smámynd: Rannveig H

Kvikmynd það er málið. Ég vildi leika Önnu hlutverkið yrðið alveg sniðið fyrir mig

Rannveig H, 23.8.2008 kl. 09:43

9 Smámynd: Heidi Strand

og lÍka fyrir mig.

Heidi Strand, 23.8.2008 kl. 10:48

10 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þessi Anna er greinilega SNILLDARKELLING .. Mættu fleirri vera svona í dag.

Brynjar Jóhannsson, 23.8.2008 kl. 11:13

11 Smámynd: Gunnar Pálsson

Kerlingin hafði góðan hug að baki. Skemmtileg saga Jens.

Gunnar Pálsson, 23.8.2008 kl. 12:18

12 identicon

Anna er bara æðsigengin.....  Ég hugsa að ég yrði mjög góð í hlutverki hennar í kvikmyndinni , það er margt sem við eigum sameiginlegt og líka margt líkt með okkur sko..

Kveðja úr Álversbæ..  Dreifbýlistúttan

Dreifbýlistúttan (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 16:18

13 identicon

Jens varstu búinn að skrifa færslu þegar landhelgisgæslan bjargaði öndunum hennar.

Res (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 21:33

14 Smámynd: Jens Guð

  Nei,  ég hef ekki skrifað um það.  Ég held að sú saga verði í bókinni um Önnu.

Jens Guð, 24.8.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband