22.8.2008 | 22:44
Þegar Anna á Hesteyri slóst við mömmu
Móðir mín var 18 ára þegar faðir hennar lést. Hann var jarðaður í fjölskyldugrafreitnum á Hesteyri í Mjóafirði. Heimasætan á Hesteyri, Anna Marta Guðmundsdóttir, var komin á þrítugsaldur. Þær mamma eru bræðradætur. Mamma var flutt suður til Reykjavíkur. Þarna á fimmta áratugnum var ferðalag frá Reykjavík til Mjóafjarðar heilmikið mál.
Mamma keypti sér fínan og - eiginlega um efni fram - rándýran kjól fyrir jarðarförina. Hann var víður og svartur. Sniðið byggði á gulllituðu belti sem reyrði kjólinn saman í mittið. Yfir brjóstinu vinstra megin var gulllituð rós í stíl við beltið. Mamma var rígmontin af sér í þessum fína kjóli þegar hún mætti í jarðarförina. Fyrsta manneskjan sem mamma hitti var Anna. Þær höfðu varla heilsast þegar Anna réðist á mömmu og tók hana glímutökum. Mömmu var verulega brugðið en varðist fimlega framan af. Hún æfði stíft fimleika og var í góðri þjálfun. Leikar fóru þó þannig að Anna þeytti mömmu í loft upp, sleit utan af henni beltið og skellti henni flatri í drullusvað.
Mamma var í miklu uppnámi. Kjóllinn hékk eins og skítugur hveitipoki utan á henni þegar beltsins naut ekki lengur við. Hólkvíður og druslulegur. Mamma fór að gráta og spurði Önnu hvers vegna í ósköpunum hún hefði ráðist á sig. Anna svaraði með vorkunnartóni:
- Ég veit að þessi sorgardagur er þér erfiður. Ég var búin að velta mikið fyrir mér hvernig ég gæti auðveldað þér að takast á við fráfall pabba þíns. Þá datt mér í hug að ég gæti fengið þig til að dreifa huganum ef ég kæmi þér á óvart með glímubrögðum.
-------------------------
Fleiri sögur af Önnu á Hesteyri:
- Hringt á lögguna
www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/463661
Flokkur: Spil og leikir | Breytt 27.8.2008 kl. 02:22 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 15
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 1039
- Frá upphafi: 4111564
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 875
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Þetta eru hrikalegar lýsingar á kellu og þessi bók um hana verður trúlega bönnuð áður en hún kemur út í haust. Anna og föðuramma mín hefðu verð góðar saman og hún átti líka heima fyrir austan.
Kvenfélagið Tilraun í Svarfaðardal bliknar í öllum samanburði.
Þorsteinn Briem, 22.8.2008 kl. 23:07
Dægilegt fínt bloggerí, næztum fer að skammazt mín yfir að hafa ekki 'KallaTommað' þig frekar en ~aðrar~.
Steingrímur Helgason, 22.8.2008 kl. 23:24
Ég hefði orðið verulega leið yfir eyðileggingu nýja kjólsins, það verð ég að segja.
Rúna Guðfinnsdóttir, 22.8.2008 kl. 23:34
Anna er örugglega einstök manneskja og í hvert sinn sem ég les um uppátækin hennar, sé ég fyrir mér senu í bíó. Það verður að gera kvikmynd um Önnu - original. Ég hefði ekki viljað vera mamma þín Jens minn og kem ekki til með að leika hana.
Eva Benjamínsdóttir, 23.8.2008 kl. 00:23
kvikmynd, konan hefur verið rosaleg, athyglisverður persónuleiki sem má ekki gleymast!!
já, sammála, þú ert ekki sem vestur að blogga
alva (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 01:26
Anna á Hesteyri er kynlegur kvistur og slíkir kvistir auðga mannlífið hjá þeim sem ekki falla í slíkan kvist-flokk.
En þegar 18 ára stúlka er við jarðarför föður síns, þá finnst mér svona trakteringar bara ömurlegar og ekki varpa neinum dýrðarljóma á svona útkjálkakarakter.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.8.2008 kl. 02:31
Målsettingen var god, men metoden var skrekkelig. Stakkars mora di.
PS: Norske jentene er i finale i OL nå og stillingen er N. 8 R 2
Heidi Strand, 23.8.2008 kl. 07:55
Kvikmynd það er málið. Ég vildi leika Önnu hlutverkið yrðið alveg sniðið fyrir mig
Rannveig H, 23.8.2008 kl. 09:43
og lÍka fyrir mig.
Heidi Strand, 23.8.2008 kl. 10:48
Þessi Anna er greinilega SNILLDARKELLING .. Mættu fleirri vera svona í dag.
Brynjar Jóhannsson, 23.8.2008 kl. 11:13
Kerlingin hafði góðan hug að baki. Skemmtileg saga Jens.
Gunnar Pálsson, 23.8.2008 kl. 12:18
Anna er bara æðsigengin..... Ég hugsa að ég yrði mjög góð í hlutverki hennar í kvikmyndinni , það er margt sem við eigum sameiginlegt og líka margt líkt með okkur sko..
Kveðja úr Álversbæ.. Dreifbýlistúttan
Dreifbýlistúttan (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 16:18
Jens varstu búinn að skrifa færslu þegar landhelgisgæslan bjargaði öndunum hennar.
Res (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 21:33
Nei, ég hef ekki skrifað um það. Ég held að sú saga verði í bókinni um Önnu.
Jens Guð, 24.8.2008 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.