24.8.2008 | 23:27
Færeyingar fylgjast áhugasamir með söngkonunni sem borgarstjórinn bauð á Menningarnótt
Íslendingar spentir uppá Sølvu Ford 23. aug 2008, 15:50 |
Mynd: Ólafur F. Magnusson og Sølva Ford
Í Reykjavík eru mentanardagar - Cultural Night - byrjaðir. og nú seinnapartin framførir Sølva Ford í Reykjavík, eftir at hon varð boðin til býin av sjálvum borgarstjóranum
Fyrr í ár beyð Ólafur F. Magnusson, nú fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, Sølvu Ford at syngja í Reykjavík til mentanar dagarnar. Hann var tá á vitjan í Føroyum.
Í dag syngur Sølva í Reykjavík og íslendingar eru spentir, tí teir hava hoyrt nógv um henda sangfuglin, men kenna ikki so nógv til tað, ið Sølva hevur at bjóða.
Hon syngur í dag á gallarí Kjarvalsstaðir, sigur heimmildarmaður okkara, Jens Guð, og leggur afturat, at nýggi borgarstjórin í Reykjavík eitur Hanna Birna.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Hver er uppáhalds Bítlaplatan þín?
Please Please Me 10.4%
With The Beatles 4.0%
A Hard Days Night 3.8%
Beatles For Sale 4.0%
Help! 6.4%
Rubber Soul 8.8%
Revolver 14.7%
Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band 14.0%
Magical Mystery Tour 2.4%
Hvíta albúmið 9.7%
Let It Be 2.1%
Abbey Road 17.5%
Yellow Submarine 2.1%
422 hafa svarað
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 34
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1058
- Frá upphafi: 4111583
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 886
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Það er bara eitthvað við þennan gaur sem er SPOOKÝ
Af hverju þú og þínir vinir vilja hafa þennan gaur í flokknum ykkar segir meira en margt um ykkur.
Ómar Ingi, 24.8.2008 kl. 23:31
Jens vill ekkert hafa Ólaf í flokknum sínum, spurning með svo sem eins og einn og einn vin Jens er enginn kjáni. Hann kann aftur á móti að meta góðar söngkonur.
Þóra Guðmundsdóttir, 24.8.2008 kl. 23:59
Það er eitthvað við þessa mynd.....
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2008 kl. 00:02
sammála Jenny..
Óskar Þorkelsson, 25.8.2008 kl. 00:05
Ómar, er það ekki umhverfið þarna - með öllum þessum speglum - sem er "spúký?"
Guðrún Þóra, ég er nú reyndar "dáldill" kjáni.
Jenný og Óskar, það eru speglarnir.
Halldóra, ég veit ekki hvar myndin er tekin. Ég hef ekki komið í Hótel Færeyja, ef þú átt við það, uppi í hlíðinni. Færeyskan mín er fátækleg.
Jens Guð, 25.8.2008 kl. 01:41
Hér eru myndir frá Færeyjum, til dæmis "blómur":
http://www.skulin.fo/myndasavn/
Þorsteinn Briem, 25.8.2008 kl. 03:55
Það er eitthvað við fólk sem ætíð og einlæglega er tilbúið að tala illa um aðra, sér sora í hverju horni og ef enginn óþverri er fyrir hendi þá kemur það með hann sjálft. Það er eitthvað óhugnarlegt við þannig fólk, eitthvað ofsalega sorglegt líka. Þetta fólk getur ekki átt sér neitt líf. Annars lifði það varla af jafn mikilli illsku gegnum annarra líf. Kannski er þetta fólk bara ekkert fólk heldur afturgengnir draugar sem fatta ekki að þeir eru dauðir. Líflausir einir og sér. Djöfullegir dagsdaglega og í besta falli frekar hvimleiðir. -Getur það verið...?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.8.2008 kl. 11:08
Hanna Birna verur að drífa í að bjóða fólki að taka þátt í næstu menningarnótt áður en hún hættir. Þá getur næsti brgarstjóri tekið vel á móti (og þarf heldur ekki að standa í undirbúningnum).
Vilborg Traustadóttir, 25.8.2008 kl. 12:11
Góð pæling hjá þér Helga Guðrún, mjög góð.
Sigurður Þórðarson, 25.8.2008 kl. 13:12
Ég bý í Færeyjum og ég hef bara ekki orðið vör við þetta sko...
Guðrún B. (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 14:05
Ólafur er eitthvað svo skrýtinn á svipinn á myndinni að maður fer að spá í hvar söngkonan er með hendina. Nei ég bara segi nú svona
Valsól (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 15:07
Er þessi stúlka samtekki nokkuð þekkt í Færeyjum fyrir sönghæfileika sína ? Eg sá einhversstaðar á netinu að færeyigur nokkur taldi hana koma næsta á eftir Eivöru (án þess að álit eins segi allt)
Hún efur víst gengið í gegnum ýmislegt í lífinu en hefur nú fundið Guð. Vet ekki hvort það þýðir "frelsuð" í Færeyjum eins og það þýðir oft á Íslandi.
Eg held þetta sé hin merkilegasta manneskja.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.8.2008 kl. 15:39
Hefði gjarnan viljað sjá hana syngja
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 25.8.2008 kl. 16:42
Ég sá hana ekki, en ég samgleðst allri hamingju
Eva Benjamínsdóttir, 25.8.2008 kl. 17:15
Glæsifólk & myndarlegt.
Merkilegt með sum laufin í mannsorpinu, að geta aldrei séð spaða í friði án þess að byrja að henda skít.
Steingrímur Helgason, 25.8.2008 kl. 17:26
Ólafur vakti óskipta athygli þegar hann var í Færeyjum, svo ekki sé meira sagt.
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 18:27
Hún var i klukkutíma langt viðtal á Sögu í dag. Hún er orðin heimsfræg á Íslandi.
Heidi Strand, 25.8.2008 kl. 19:46
Always praises our Lord,
her name is Sølva Ford,
she is good,
with our food,
I like her newest record.
Þorsteinn Briem, 25.8.2008 kl. 21:32
Sølva Ford syngur "I'm free":
http://www.livdin.fo/Sangir/Soelva_Ford%20-%20Im_free_080608.mp3
Þorsteinn Briem, 25.8.2008 kl. 21:36
Hvað hefur þessi færeyska söngkona gert til að verðskulda háð og dylgjur fólks? Þetta er dónakapur og smáborgaraleg framkoma. Ég þekki vel hjartalag og gestrisni færeyinga, kem þar reglulega, og veit að þeir myndu ekki koma fram á þann hátt sem allt of margir hafa sýnt, að taka gremju sína í garð Ólafs út á henni.
Einar Örn Einarsson (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 21:41
Góði Jens. Hvað kemur þér einkamál Ólafs.f. fyrrverandi borgarstjóra við ?
Ég vona svo sannarlega að saman gangi með honum og söngkonunni...Sérðu ekki hvað Ólafur er ástfanginn?
Sér það enginn nema ég?
Guðrún Magnea Helgadóttir, 25.8.2008 kl. 21:43
Sæll Benoný og taskk fyrir síðast. Já Jens er vissulega snillingur sem gaman er að þekkja.
Sigurður Þórðarson, 25.8.2008 kl. 22:52
Steini, takk fyrir limruna og hlekkina á myndirnar og lagið. Það er alltaf gaman að skoða færeyskar "blómur" og hlusta á Sölvu.
Helga Guðrún, ég tek undir með Sigurði Þórðar. Þetta er góð pæling. En það þarf líka að greina á milli þess sem er sett fram af illgirni og níðingsskap annarsvegar og hinsvegar því sem er sett fram í kæruleysislegum léttum dúr. Held ég.
Valsól, mér sýnist Ólafur bara vera kátur og hress á svipinn eins og Íslendinga er siður í Færeyjum.
Ómar Bjarki, hún er allavega vel þekkt þar í dag.
Hulda Bergrós og Eva, við skulum vona að hún eigi eftir að syngja oftar á Íslandi.
Steingrímur, þetta er góð speki.
Gunnar Hrafn, já, heimsókn hans vakti mikla lukku. Enda ekki á hverju ári sem borgarstjóri Reykjavíkur heiðrar Færeyinga með nærveru sinni.
Heidi, ég heyrði viðtalið hjá Markúsi Þórhallssyni. Það var flott. Ég sá líka bloggfærsluna þína um það.
Halldóra, takk fyrir þessar upplýsingar. Ég þarf að fletta þessu upp.
Ippa, ljómandi eru þær góðar myndirnar af þér á www.ketilas08.blog.is. Annars er þetta góður siður sem vonandi festir sig í sessi að nýr borgarstjóri bjóði færeyskum söngvurum til þátttöku í Menningarnótt. Ég hlakka til að vita hverjum Hanna Birna býður. Fyrir nokkrum árum var ég samferða bestu vinkonu hennar, Ásdísi Höllu Bragadóttur, á Ólavsvöku. Hún er hálf færeysk og getur verið Hönnu Birnu innan handar við valið.
Guðrún B., fréttin að ofan er úr færeyska netmiðlinum www.planet.fo. Á sunnudaginn fékk ég upphringingu frá tveimur færeyskum fjölmiðlum sem voru að forvitnast um hvernig Sölvu hafi tekist upp.
Einar Örn, ég veit ekki hvort rétt er að fólk sé að taka út gremju í garð Ólafs. Ég kýs að túlka þetta meira sem eitthvað er fólk segir/skrifar í hálfkæringi - án þess að það sé illa meint.
Guðrún Magnea, ég þekki Ólaf F. en það hefur aldrei hvarflað að mér að einkamál hans komi mér við. Enda hef ég aldrei velt þeim fyrir mér, hvorki á blogginu né annarsstaðar.
Opinber embættisverk Ólafs, eins og þau að bjóða færeyskri söngkonu til þátttöku í dagskrá Menningarnætur, eru allt annað mál. Það er sjálfsagt að kvitta undir að það var gott uppátæki hjá honum og vonandi til eftirbreytni fyrir alla hina borgarstjóra Reykjavíkur á næstu misserum.
Hinsvegar ert þú að gera eitthvað einkamál úr þessu. Það er miður.
Jens Guð, 25.8.2008 kl. 22:59
Benóný, öfund er sjaldan til góðs. Nema hægt sé að læra af henni.
Jens Guð, 25.8.2008 kl. 23:04
JG, ég túlkaði ekki þína færslu sem rætna á nokkurn hátt. Það voru hins vegar "sumir" kommentarar sem tóku þá hlið að sér að vanda. Að öðru leiti tek ég undir orð Einars Arnar.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.8.2008 kl. 23:11
Halldóra S. skrifar: "Það er hægt að hlusta á hana inn á visir.is"
Í Sølvu ? Hvernig finnur maður það á visi ? (mig langar til að heyra í manneskjunni)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.8.2008 kl. 23:27
Enn og aftur spyr ég fávís kjáninn, í hverju hefur skandallinn falist? Gengur þetta út á að karlinn hafi gert eitthvað af sér eð þessu boði eða að það sé stórsynd ef hann hafi "girnst meyna" eins og það var orðað áður fyrr eða er sagður hafa gert það að röngu!? Skil þetta ekki alveg, nema þetta gangi út á að hann hafi verið að stinga undan einvherjum í leiðinni? Mig grunar að önnur hver kella á blogginu varlega áætlað dreymi um að vilja "Kíkja á Jens" og varla er það nú ljótt umtal þó ég haldi því fram?
Magnús Geir Guðmundsson, 25.8.2008 kl. 23:31
Siggi, takk fyrir "komplimentið" og sömuleiðis.
Helga Guðrún, minn kæri sveitungi. Ég tók orð þín ekki til mín og áttaði mig alveg á hvað þú varst að fara. Ég nýt þeirra forréttinda að vera í færeyskum fjölmiðlum iðulega titlaður Færeyingavinur. Ég deili reynslu minni af Færeyingum með Einari Arnari. Hinsvegar er ég ónæmur fyrir dónaskap og svívirðingum hér á blogginu (sem og annarsstaðar) og ætla flestum sem eru ruddalegir í minn garð - og annarra í "kommentum" - að framsetningin eigi ekki að rista djúpt. Þetta sé meira eitthvað sem fólk hendir hér inn í kæruleysi.
Jens Guð, 25.8.2008 kl. 23:35
Þóra í "kommenti" #2 og Guðrún Þóra, ég biðst afsökunar á að hafa ruglað ykkur saman.
Ómar Bjarki, ég á eftir að finna þetta. Halldóra S. hjálpar okkur kannski við það?
Maggi meistari, ég fatta heldur ekki "skandalinn".
Jens Guð, 25.8.2008 kl. 23:57
Halldóra, bestu þakkir.
Jens Guð, 25.8.2008 kl. 23:59
Færeyingar kunna að orða það!
Íslendingar spentir uppá Sølvu Ford
Mér sýnist á pósunni hjá hjá blessuðum kallinum honum Óla að hann sé aldeilis spentur uppá Solvu Ford. Er það ekki bara heilbrigt og skemmtilegt?
skúmur (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 00:15
Haha þetta er flott !!
Þetta væri bara enn flottara ef það stæði Ólafur spenntur upp á Sölvu Ford og svo myndin fyrir neðan.
Bjöggi (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 00:33
Skúmur og Bjöggi, Sölva er flott söngkona og Ólafur, sem er ágætur söngvari sjálfur, hefur ágætan smekk fyrir góðum söng.
Halldóra, mér skilst að Sölva hafi sjálf gefið út gospell-disk með sér. Hann fæst ekki á Íslandi og er vandfundinn í plötubúðum í Færeyjum. Hinsvegar er til diskur með Sölvu & Bergmenn á plötumarkaði sem er tvisvar á ári í Perlunni. Einnig er lag með henni á plötu sem heitir Ung um aldamót eða eitthvað álíka og hefur verið til sölu í versluninni Pier í glerturninum við Smáratorg.
Jens Guð, 26.8.2008 kl. 01:19
Benóný, ég held að ég sé ekki að tala niður til Sölvu þegar ég skilgreini stöðu hennar í færeyskri músík þannig að hún sé góð söngkona en hafi ekki verið í fremstu línu hvað frægð varðar. Eftir nokkrar atrennur sigraði hún í söngvarakeppninni "Ársins söngrödd" 2000. Áður atti hún meðal annars kappi við Eivör.
Ég met stöðu Sölvu þannig að það hafi háð henni að kráka (= syngja cover lög), syngja á dansleikjum og taka þátt í karíókíkeppnum fremur en gera út á frumsamda músík. Vel að merkja er hún engu að síður góð söngkona. Góður túlkandi með fína söngrödd.
Það að borgarstjóri Reykjavíkur hreifst af söng hennar jafngildir því að borgarstjóri New York hafi hrifist af söng íslenskrar söngkonu og boðið henni til þátttöku í hátíðarhöldum í New York.
Mér þykir einungis fallegt og skemmtilegt ævintýri að borgarstjóri Reykjavíkur hafi uppgötvað þessa góðu söngkonu í Færeyjum og boðið henni til þátttöku í Menningarnótt Reykjavíkur. Ég er stoltur af borgarstjóranum að hafa stigið þetta skref og lagt þannig sitt af mörkum við að gera Menningarnótt 2008 sem glæsilegasta.
Jens Guð, 26.8.2008 kl. 01:35
Já takk Halldóra.
Mér fannst Mercedes Benz ekkert sérstakt hjá henni en Im free var bara gott. Þó erfitt sé að dæma af þessu tvennu, þá er hún örugglega ágætissöngkona sem nýtur sín vel life. Einhver tillfining í henni.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.8.2008 kl. 01:37
Tærasti í heimi tenór,
tekur sig vel út í kór,
ég hef fyrir því,
undra Benóný,
á Ford hann eitt sinn fór.
Þorsteinn Briem, 26.8.2008 kl. 02:17
Mér finnst þú JensGuð algjör snilld! Ég sé nú reyndar ekkert skrítið við þessa mynd, og Guðrún Magnea staðfestir það sem ég fékk fyrst á tilfinnguna.
Það er gaman að færeysku máli. Ég hef búið og unnið í Færeyjum í 4 mánuði og það tekur ekki lengri tíma að læra að skilja málið. Enn það gengur erfiaðra að tala það.
Ef kallinn er ástfanginn, þá óska ég honum bara innilega til hamingju með það. Virkilega.
Enn og aftur, þá finnst mér snilldin í JensGuð alveg með ólíkindum. Það eru ekki margir sem ná að koma með jafn frumlega pistla eins og hann.
Ég hef í mesta lagi tvisvar haft ástæðu til að vera honum ekki sammála á bloggi.
Þú ert sannkallaður listamaður JensGuð og snillingur! Maður að mínu skapi segi ég nú bara...
Óskar Arnórsson, 26.8.2008 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.