Bráðfyndið

  letiköttur

  Hér fyrir neðan eru brosleg orðatiltæki sem hrokkið hafa upp úr viðmælendum í ljósvakamiðlum.  Flest að öllum líkindum óvart sem mismæli en hugsanlega eru einhver þeirra úthugsaður útúrsnúningur.  Leggið endilega í púkkið ef þið munið eftir orðatiltækjum í þessum stíl. 

- Róm var ekki reist á hverjum degi! (sagt af þekktum Selfyssingi)

- Byrjið á því að beinhreinsa vínberin (í uppskrift á desert) 

- Svo handflettir maður rjúpurnar (í annarri uppskrift)

- Ég var alveg steinvöknuð (í frásögn þar sem viðkomandi sagðist áður hafa steinsofnað).

- Lærin lengjast sem lifa (átti sennilega að vera "Maður lærir svo lengi sem lifir").

- Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis. 

- Þessi peysa er mjög lauslát.

- Þau eiga þvílíka myllu,  lifa eins og greifingjar og leika á alls eggi.

- Hann sló þarna tvær flugur í sama höfuð.

- Ég hefði sko gefið mikið fyrir að fá að vera þarna dauð fluga á vegg.

- Ég sá svo sæta stelpu að ég fór alveg framhjá mér.

- Ég var svo þreyttur að ég henti mér beint undir rúm.

- Hann sat bara eftir með súrt eplið.

- Og nú,  góðir farþegar,  er einmitt fengitími melóna.

- Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég ætti að setjast.

- Hún átti nú eftir að naga sig í handakrikann fyrir að hafna þessu.

- Hann barasta kom eins og skrattinn úr heiðskíru lofti.

- Þar stóð hundurinn í kúnni.

- Æ, maður fer bara í bæinn til að sjá sig og sýna aðra.

- Íslendingar eru orðnir svo loðnir á milli lappanna.

- Þetta er ekki upp í kött á Nesi.

- Betur sjá augu en eyru.

- Það er ég sem ríð rækjum hér!

- Ég er búinn að liggja andvana í alla nótt.

- Þeir urðu að setja í minni pokann fyrir heimamönnum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

HAHAHAHAHAHAHAHA

Góður

Ómar Ingi, 28.8.2008 kl. 18:26

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Afar sérstæður maður héðan af Ströndinni átti það til að fatast á orðtökum. "Ég geri þetta bara eftir djúpum disk" (....eftir dúk og disk) sagði hann eitt sinn er hann var við vinnu í salthúsi staðarins. Örugglega til margar litlar sögur til af þessum manni.

Sami maður var afar þjófóttur, en besta skinn, jafn gáttaður og allir hinir hvað hlutir hurfu af staðnum. Þá var á það ráð brugðið að gera hann að ábyrgðarmanni yfir lausamunum í saltfiskvinnslunni. Viti menn...meðan hann gengdi því starfi, hvarf ekki svo mikið sem einn hanski!

Rúna Guðfinnsdóttir, 28.8.2008 kl. 18:39

3 Smámynd: Gulli litli

Ég held samt ad enginn toppi Hallbjörn Hjartarson þegar hann sagdi "Jæja, nú er ekki eftir neinu ad byrja, en ad bretta upp hendurnar"

Hann var spurdur í vidtali um hvort hann drykki áfengi. "Nei vinur minn, coke er mitt eiturlyf" var svarid..

Gulli litli, 28.8.2008 kl. 19:49

4 identicon

Ég var einhverntíman að hika full mikið við að reyna við stelpu sem ég hitti í partýi og einn ölvaður vinur minn hafði á orði: "Gunnar, þú verður að hamra gæsina á meðan hún er heit!". Frekar viðeigandi mismæli, gengur eiginlega ekkert síður upp sem máltæki en hin tvö sem notuð voru við gerð þess.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 20:47

5 Smámynd: Halla Rut

Halla Rut , 28.8.2008 kl. 20:49

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2008 kl. 21:39

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lengist móðurlífið,
er lærin sýnir vífið,
og þar í millum,
í þremur hillum,
undarlegt og ósvífið.

Þorsteinn Briem, 28.8.2008 kl. 21:56

8 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Sjaldan fellur smiður langt frá stillans

Kjartan Pálmarsson, 28.8.2008 kl. 22:01

9 identicon

"Ég rek þær bara á eftir mér" sagði sveitungi minn fyrrverandi einu sinni í smalamennsku (hann var ekki með allt fé á húsi).

Eggert Ólafur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 22:15

10 identicon

Af hverju eru allar leikkonur svona spiiiikmjóar í sjónvarpinu mamma....fékk þessa spurningu í gær og ákvað að setja hana hérna inn þar sem hún tengist ljósvakamiðli...svo verður mörgum hérna ísheitt og verða alveg steinhrædd stundum...

alva (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 22:18

11 identicon

en mikið djö...væri ég til í að vera þessi köttur þarna á myndinni í svona korter...

alva (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 22:19

12 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Eva Benjamínsdóttir, 28.8.2008 kl. 22:21

13 identicon

já og eitt sinn mætti vinkona mín full eftir ball heim að dyrum ungs manns sem hún var voða skotin í, hún bankaði og bankaði eins og óð, þar til hann kom til dyra, þá spurði hún hann ofursætri röddu, með hamar i hendinni, hvort hún mætti negla hann

alva (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 22:21

14 identicon

Hehe priceless Eitt sinn varð mér á orði við vin minn þegar hann var nýstiginn útúr danstíma: Og varstu ekki einsog svelja á belli þarna inni!! (átti við s.s. belja á svelli)

HerdíZ (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 22:24

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heyrði eitt sinn þekktan mann (látinn fyrir nokkrum árum) segja einlæglega í útvarpsviðtali á Rás 2 að hann væri duglegur að fara upp um fjöll og fiðrildi.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.8.2008 kl. 22:47

16 identicon

Einu sinni á æfingu á leikþætti varð einum að orði. og svo er það pylsan í rúsínuendanum. Hann tók ekki eftir mismælinu.

Olgeir Engilbertsson (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 23:05

17 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha handarkrikinn er bestur. Sé það svo vel fyrir mér.

Ég skil samt ekki þetta fyrsta. Reist eða byggð... skiptir ekki öllu

Jóna Á. Gísladóttir, 29.8.2008 kl. 09:19

18 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

nú er ég í kasti..  Alva með sniiiiiilldarsögu þarna

Jóna Á. Gísladóttir, 29.8.2008 kl. 09:28

19 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Ekki gleyma:

 "Og ef þú ætlar að vera hérna inni skaltu bara koma þér út" -

Herdís, Mars 2003, Wallstreet.

Siggi Lee Lewis, 29.8.2008 kl. 10:13

20 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hvað er þetta Jens, maður getur nú misskilið sig....

Haraldur Davíðsson, 29.8.2008 kl. 10:17

21 Smámynd: Yngvi Högnason

Kunningi minn talaði einu sinni um fólk í umferðinni sem að sýndi af sér:skort á ótillitsleysi. Einnig finnst mér skrýtið þegar fólk talar um "rangan misskilning". Prófið að fletta því upp á Google.

Yngvi Högnason, 29.8.2008 kl. 10:18

22 Smámynd: Rannveig H

Dóttir mín þegar hún var 4-5 ára. Mamma! baulurnar belja svo hátt.

Rannveig H, 29.8.2008 kl. 10:33

23 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hehehehehehe....Ég get ekki hætt að hlægja.....hjálp....

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 29.8.2008 kl. 12:19

24 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég get heldur ekki hætt að hlæja, t.d. að því að Sóldís skrifar orðið "hlæja" vitlaust... :)

Frasinn "þetta er ekki upp í kött á Nesi" kemur frá Selfossi, nánar tiltekið frá Jóhanni Bachman, trommara Skítamórals. Það ber þó að taka fram að hann var ekki alveg edrú. Reyndar býsna langt frá því. Eiginlega var hann algerlega á sneplunum (eða í lauslátri enskri þýðingu "totally on his asshole"), staddur á Dubliner-barnum við Strikið í Köben.

Ingvar Valgeirsson, 29.8.2008 kl. 13:41

25 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Man eftir einu úr hádegisfréttum fyrir 2 árum. fréttin var um þak skautahallar í rússlandi sem hrundi undan snjóþunga...

fréttamaðurinn mismælti sig og sagði ( ólíklegt þykir að fleiri lík finnist á lífi ) skoplegt þó fréttin hafi verið af hörmulegum atburði.

Jóhann Kristjánsson, 29.8.2008 kl. 16:32

26 identicon

Póp og kokk

Res (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 16:35

27 identicon

Hallbjörn er kóngurinn,pjúra Kók(ein) cowboy norðursins ! haha

Davíð (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 16:42

28 identicon

  Jóna Á í nr.  17:  Þarna er sagt hverjum degi í stað einum degi.

Jóhann (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 20:43

29 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jóhann. Þakka þér fyrir. Ég hefði ekki sofið fyrir þessu í nótt.. ég meina það. Las setninguna milljón sinnum og sá þetta ekki. Böggaði mig geðveikt.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.8.2008 kl. 20:46

30 identicon

Þaug eru mörg mismælin sem höfð eru eftir fyrrverandi veitingamanninum í Vagninum á Flateyri. Sem dæmi::Ekki misskilja mig vitlaust::Ég segi það fyrir mínar bæjardyr::Margt smátt gerir lítið eitt::Hann bretti upp handleggina::Einn af tvíburunum::............         Mismælin hans voru kölluð Búbbólínur.

Númi (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 23:14

31 identicon

Glæný mismæli varðandi fráfall fyrrverandi biskups:  Hann var mesti andlegi þjóðtogi leiðarinnar!

Malína (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 00:59

32 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Ekkert að þakka Jóna mín:)  Ég reyndar man eftir einu enn.. Kærastan mín var að kvarta yfir því hvað það dropaði mikið af þakinu þar sem gengið er inn heima og spurði mig.......bíddu átti ekki að vera búið að setja upp RAKÞENNU hér fyrir löngu .. hún átti þarna að sjálfsögðu við þakrennu :) 

Jóhann Kristjánsson, 30.8.2008 kl. 01:24

33 identicon

Allir að drífa sig út og skvetta úr skaufunum. (Sletta úr klaufunum)

Anna (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 03:26

34 identicon

Vinkona mín stóð yfir salgætishrúgu sem við höfðum búið til og dæsti:

Það er ekki frá það sem búið er........ mér finnst þetta skolli gott og nota þetta "máltæki"oft :)

sólveig Pétursdóttir (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 12:32

35 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þið eruð öll Vitfirðingar.

Páll Geir Bjarnason, 31.8.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband